Ef Dagur segir ekki af sér á að reka hann úr starfi
18.10.2018 | 08:45
Við getum öll glaðst yfir því, að glæta ljóss hefur loksins komist inn í andrúmsloft gjörspilltrar borgarstjórnar Reykjavíkur. Að öðrum ólöstuðum má þakka það ötulum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sem leggja heiður sinn í árangursríkt og fórnfúst starf í þágu Reykvíkinga. Eyþór Arnalds og Vigdís Hauksdóttir ber þar hæst og er mikill akkur fyrir Reykvíkinga að hafa þau í störfum. Loksins er í alvöru tekist á við sukk og svínarí vinstri meirihlutans í borgarstjórn.
Andstaðan vinnur hárrétt með því að loka fyrir möguleika svindlaranna að jarða allt í þöggun. Það er ekki fallegt, það sem glyttir í, þegar Eyþór og Vigdís kíkja undir teppið. Sjálfsagt er það sem hingað til hefur sést af fjármálaspillingunni aðeins byrjunin og miklu meira á eftir að koma í ljós. Krafan um afsögn borgarstjórans er fyllilega réttmæt og mátti ekki seinni vera.
Þetta er svo ógeðfellt allt saman og vonandi verður hægt að kæra og dæma þá seku og svipta öllum embættum.
Undirskriftarsöfnun er hafin með áskorun um að Dagur B. Eggertsson segi af sér. Sjálfsagt biður hann einhvern vin sinn um að fórna sér og segja af sér í staðinn. Það færi því vel á því að víkja borgarstjóranum eins fljótt og mögulegt er úr embætti.
Enginn borgarstjóri hefur nokkurn tímann valdið íbúum höfuðborgarinnar jafn miklu tjóni og Samfylkingarmaðurinn Dagur B. Eggertsson. Það er súrt fyrir stritandi Reykvíkinga að þurfa að axla kostnaðinn eftir hann. Vegna stærðarinnar hefur spillingin í Reykjavík því miður einnig áhrif á landið allt og eftir er að fá þann reikninginn.
![]() |
Svei þér Eyþór Arnalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þeir sem töpuðu kosningunum berjast núna um völdin
17.10.2018 | 04:05
Mynd sem gengur á sænskum félagsmiðlum og sýnir Stefan Löfven formann Sósíaldemókrata biðla til Annie Lööf formanns Miðflokksins.
Lotta Gröning hjá Expressen hefur skýra sýn á stjórnmálaástandinu í Svíþjóð:
"Eru það fleiri en ég sem skammast sín og ofbýður hvernig farið er með lýðræðið okkar og það rifið í tætlur? Þeir sem töpuðu kosningunum slást um hverjir þeirra eiga að fá völdin.
Við sem höfum borið höfuðið hátt vegna sænska lýðræðisins höfum ekkert eftir lengur til að vera stolt yfir. Búið er að troða lýðræðið niður í svaðið.
Hópur þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum telja núna að kosningaúrslitin fjölluðu um sex flokka í stað átta og þessir sex slást núna um völdin.
Staðreyndin er sú, að 1,1 milljónir manns kusu greinilega Svíþjóðardemókrata í mótmælaskyni. Umhverfisflokkurinn tapaði fjórum af hverjum tíu kjósendum. Sósíaldemókratarnir fengu lélegustu kosningaútkomu frá upphafi og hafa glatað trausti verkafólks. Móderatarnir hafa engar sannanir um að pólitík þeirra sé rétt. Samt sem áður sitja þessir aðilar í háum söðli sínum og líta á það sem sjálfsagðan hlut að þeir eigi að stjórna landinu. Þeir hafa lokað hurðinni gagnvart kjósendum sínum, hrína og kveina yfir hvernig stjórnmálamenn í lénum og sveitarfélögum sýna ábyrgð eftir kosningarnar. Bannlisti hefur verið sendur út um að ekki megi starfa með Svíþjóðardemókrötum. Verstur er Stefan Löfven sem hringir til sósíaldemókrata í sveitarfélögunum og skipar þeim að útiloka samstarf við Svíþjóðardemókrata".
Lotta Gröning lýsir því, hvernig tölvubréfin streyma til hennar frá venjulegum Svíum, sem hafa glatað trausti á stjórnmálastéttinni. Telur Lotta að stjórnmálaelítan breiði út rasisma, hræðslu og hatur í Svíþjóð, sem ógni lýðræðinu og skapi hættuástand í þjóðfélaginu.
![]() |
Löfven spreytir sig við stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2018 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin gerir Ísland háð matarinnflutningi frá ESB
15.10.2018 | 21:31
Það er ákveðin þversögn í að halda hátíðarræður um 100 ára fullveldi á sama tíma og ESB er leyft að taka yfir stjórn landbúnaðarins á Íslandi. Stefna sem drepur smábýlin, stórminnkar íslenska matarframleiðslu og gerir Íslendinga háða landbúnaðarafurðum frá ESB. Jafnvel stórvirk íslensk bú munu ekki geta keppt við viðskiptadreka ESB sem njóta gríðarlegrar niðurgreiðslu. Ísland mun ekki verða sjálfu sér nægt um fæðu ef til styrjaldar dregur og leiðir lokast til landsins.
Það er kannski meiningin, að þjóðin þurfi að knékrjúpa fyrir einræðisherrunum í Brussel í stað þess að valda örlögum sínum sjálf.
Hér er sorgleg reynslusaga Svíþjóðar eftir inngöngu í ESB (tölur frá 2017):
- Fyrir 30 árum voru 31 000 býli með mjólkurkýr
- Fyrir 20 árum voru 15 800 býli með mjólkurkýr
- Fyrir 10 árum voru 7 000 býli
- Árið 2017 var fjöldi mjólkurbúa kominn undir 3 600
Mjólkurbúum hefur fækkað um helming tíunda hvert ár s.l. 30 ár. 9 af hverjum 10 mjólkurbýlum hafa hætt störfum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 45% á sama tíma sem þýðir stækkun mjólkurbúa úr 19 kúm upp í 85 kýr á 30 árum.
Áður en Svíþjóð gekk með í ESB gátu Svíar sjálfir séð sér fyrir mat þótt til styrjaldar kæmi. Í dag hafa Svíar einungis mat í nokkra daga eftir að hafa breytt lögum um her- og viðbúnaðarstefnu og lagt niður matvælageymslur í umsjón hersins. Lög um viðbúnað (1993:242) voru afnumin 1. júlí 2002 og eftir það eru engin þjóðleg yfirvöld lengur til í Svíþjóð með ábyrgð á að framfylgja sjálfbærri matvælastefnu. Svíþjóð er í dag alfarið háð matvælum frá ESB sem á skömmum tíma mun leiða til hungursneyðar og hörmunga við lokun flutningsleiða matfanga til landsins.
Það er stefna ESB að gera aðildarríkin öll háð ákvörðunum teknum í Brussel. Ísland er að breytast í hrepp og ríkisstjórnin leikur ánægð svarta Pétur hreppstjórann sem flæmir bændur frá búum sínum.
Við skulum ekki gleyma því, að bændur eru athafnamenn. Ríkisstjórn sem vill kenna sig við frelsi í viðskiptum ætti ekki að leika Pétur ESBustjóra.
![]() |
EES-samningurinn ekki til endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2018 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hægri blokkin sprungin
14.10.2018 | 18:58
Myndin sýnir Annie Lööf formann Miðflokksins máta kápu með merki Sósíaldemókrata á innhlið kápunnar. Létt að snúa kápunni við eftir því hvernig vindurinn blæs.
Þegar Miðflokkurinn og Frjálslyndir lýstu því yfir að mikilvægara væri að halda Svíþjóðardemókrötum frá áhrifum í sænskum stjórnmálum en að styðja ríkisstjórn bláu blokkarinnar gegn vantrausti á þingi, þá var Ulf Kristersson engin leið fær að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum.
Töluverðrar reiði gætir hjá Móderötum og Kristdemókrötum vegna afstöðu Annie Lööf formanns Miðflokksins sem lýsti því yfir í stjórnarmyndunarviðræðunum, að hún gæti hugsað sér að verða hluti af ríkisstjórn undir forystu Stefan Löfvens.
Móderatar, sem töpuðu mest í kosningunum, fengu fyrstir umboð forseta þingsins til að reyna að mynda ríkisstjórn. Núna bendir allt til að Sósíaldemókratar sem töpuðu næst mest í kosningunum fái umboð til stjórnarmyndunar.
Forseti þingsins hefur fjögur tækifæri að bera upp hugsanlega ríkisstjórn á þingi. Ef tillögurnar verða felldar með vantrausti verður að efna til aukakosninga eigi síður en þremur mánuðum eftir að fjórðu tillögunni var hafnað. Hingað til hefur fyrsta tillaga þingforseta ávallt verið samþykkt og ný stjórn ætíð verið mynduð á skemmri tíma en nú er liðinn frá þingkosningum. Engar tímatakmarkanir eru á hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka.
Jimmy Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, þrýstir nú á um að forseti þingsins láti koma til atkvæðagreiðslna í þinginu svo hægt verði að flýta stjórnarmyndunarferlinu í átt til aukakosninga en búist er við að þá gætu bæði Umhverfisvænir og Frjálslyndir dottið út af þingi og Svíþjóðardemókratar aukið fylgið enn frekar.
![]() |
Stjórnarmyndun er ekki í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna starfar á grundvelli hræsni og lyga
10.10.2018 | 01:40
Sú góða kona Nikki Haley hefur staðið sig frábærlega vel í eldlínunni bæði gagnvart Rússum og N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig þegar hún útskýrði brottför Bandaríkjamanna úr Mannréttindaráðinu. Þann stól kjánuðust Íslendingar í og hefðu betur hlustað á Haley, þegar hún útskýrði, að ráðið starfaði á hræsnisgrundvelli og ögraði mannréttindum í heiminum.
Mannréttindaráðið er í höndum alþjóðasósíalista sem alltaf taka afstöðu gegn Ísrael og nota ráðið m.a. til að berja á fullveldissinnum í Evrópu. Fredrik Malm, utanríkissérfræðingur hjá Frjálslyndum í Svíþjóð vill að ráðið verði lagt niður og nýtt ráð skipað sem bannar þáttöku ólýðræðisríkja.
ESB notar Mannréttindaráðið gegn eigin meðlimum sem láta ekki einræðisherrana í Brussel segja sér fyrir verkum. Aðildarríki sem neita að taka á móti fólki frá Afríku og Miðausturlöndum gerast sek um "mannréttindabrot" skv. SÞ.
Hillary Clinton er í sömu skútu og segir það mannréttindabrot að styðja forsætisráðherra Ungverjalands Viktor Orbán í deilum innan ESB. Stærsta brotið er að sjálfsögðu opinber herferð flokks Orbán gegn auðkýfingnum George Soros.
Það er sama hvert litið er í heiminum. Þótt sósíalistaflokkarnir hafi skipt um nafn á heimssamtökum sínum Sósíalíska Internationalen yfir í Progressive Alliance, þá er valdafíknin, spillingin og ósk um alheimsstjórn efst á blaði nú sem fyrr.
Hillary passar vel inn í þann stórhættulega grátkór sem vill banna allt nema sósíalismann. Aðþrengdir, tapsárir sósíalistar víða um heim telja sig eiga einkarétt á málfrelsi, lýðræði og mannréttindum. Þeir skilja ekki að þeir gera mistök og kenna alltaf öðrum um. Tap sósíalista verður að hatri gegn öllum þeim sem kjósa annað.
Sósíalistarnir eru að steypa heiminum í glötun eina ferðina enn.
![]() |
Haley ekki á leiðinni í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Læst staða sænskra stjórnmála plús nokkrar staðreyndir
4.10.2018 | 05:57
Þeir sem hæst hrópa um samvinnu milli hægri og vinstri blokkanna hella sjálfir steypu blokkastjórnmálanna á fætur sér.
Þegar skipað var í 16 nefndir sænska þingsins í fyrradag voru það samantekin ráð hægri og vinstri blokkarinnar að undanskilja Svíþjóðardemókrata frá formennsku og varaformennsku í þingnefndum.
Embættunum var skipt á milli hægri og vinstri blokkanna eins og að þriðji stærsti flokkurinn væri ekki til. Þetta er frávik frá þeirri þingræðisreglu sem gilt hefur hingað til að úthluta þessum embættum út frá stærð flokkanna. Þannig fengu allir minni flokkarnir formennsku í einhverri nefndinni, samtals fimm flokkar með atkvæðatölu á bilinu 4,41% upp í 8,61% en Svíþjóðardemókratar með 17,53% fengu engan mann í formennsku eða varaformennsku. Mun þetta eflaust draga dilk á eftir sér í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem í gangi eru.
Nokkur orð vegna viðtalsins á útvarpi Sögu í gær:
Skýrslu Sameinuðu þjóðanna um skráðar nauðganir - einnig gagnvart börnum má finna hér.
Ljót staða Svíþjóðar sem hefur valdið hneykslun um víða veröld og verulega laskað ímynd Svíþjóðar. Nýrri tölur frá 2015 má finna hér. Svíþjóð enn númer tvö yfir fjölda kærðra nauðgana.
Aukning nauðgana í Svíþjóð undanfarin ár er veruleg og það sem vekur sérstaka athygli er að fjórum sinnum fleiri segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi núna en fyrir sjö árum síðan (1,1% ár 2011 - 4,1% ár 2017). Kærðar nauðganir á sama tímabili fjölgaði frá 17 077 upp í 21 991. Er það langtum minni aukning en fram kemur í viðtölum og könnunum.
Skýrsla Migrationsverket um hælisumsóknir 2018 (15 978 jan-sept) og landvistarleyfi 2018 (95 766 jan-sept).
Bæti einnig við (kl 9:21) tilvísun í þjóðerni innflytjenda en árið 2017 var þriðji stærsti hópurinn sem fékk sænsk ríkisborgararéttindi fólk án ríkisfangs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klífið úr háum söðli ykkar - sjáið þið ekki gremjuna? Svíþjóð í Heimsmálum Útvarps Sögu miðvikudag kl. 13.00
2.10.2018 | 19:32
Lotta Gröning blaðakona á Expressen og áður ritstjóri á Aftonbladet er óspar á orðin vegna blindu sænsku stjórnmálaelítunnar. 1. okt. skrifar hún í Expressen "að við erum komin á þann stað að það er kominn tími fyrir Stefan Löfven, Annie Lööf og Jan Björklund ásamt fleirum að fylgja ráði Bertolt Brechts og kjósa einfaldlega nýtt fólk".
Skrifar Lotta að það virðist alfarið hafa farið fram hjá "flokksleiðtogum sjöflokksins að kosningarnar fjölluðu að minnsta leyti um Svíþjóðardemókrata en þess meira um mótmæli úr öllum áttum".
"Flokksleiðtogarnir vilja ekki einu sinni tala við Svíþjóðardemókrata, því þeir vilji ekki normalísera rasískan stjórnmálaflokk".
Biður hún elítuna að klífa niður úr háum söðlum sínum og kíkja í kringum sig. Merkilegt væri ef niðurstaða kosninganna ætti ekki að hafa nein áhrif á ríkisstjórnarmyndunina.
"Gömul rauð svæði féllu eins og keilur, Gautaborg og Malmö eru tvö dæmi. Lýðræðisflokkurinn í Gautaborg varð næst stærstur og koma meðlimir flokksins m.a. frá Móderötum, Sósíaldemókrötum og Umhverfisflokknum."
"Engu betur gekk í sveitahéruðum og lénum Stefan Löfvens. Sósíaldemókratar töpuðu í léni eftir léni. Í Norrbotten varð Heilsugæsluflokkurinn stærstur og tekur völdin með Móderötum og Miðflokknum...Endalok 84 ára stjórnar Sósíaldemókrata er staðreynd í dag. Í heimalénu sínu VesturNorrland fékk Stefan Löfven hrikalegustu útkomuna. Sósíaldemókratar töpuðu 33,7% í Sollefteå.
Því miður er ástandið enn þá verra, Sósíaldemókratar töpuðu kosningunum í 252 sveitarfélögum og takið eftir því, að þeir óánægðu fóru ekki yfir til hægra bandalagsins."
"Innan verkalýðshreyfingarinnar ríkir uppreisn gegn sósíaldemókrötum, fjórði hver LO-meðlimur kaus Svíþjóðardemókrata og samtals fengu sósíaldemókratar "aðeins" 41% af atkvæðum meðlima LO".
"Ef hinir sjálfútnefndu sigurvegarar hjá Sósíaldemókrötum og Móderötum velta fyrir sér aðgerðum kjósenda skilja þeir, að það ríkir gríðarleg óánægja með stjórnmálin. Þeir kjósendur, sem flokksleiðtogarnir hata núna eins og pest fyrir að hafa kosið Svíþjóðardemókrata, koma frá flokkum þeirra sjálfra. Kjósendur krefjast breytinga."
"Það mikilvægasta núna til að byggja upp traust hjá þeim flokkum sem mistókst, ætti að vera að íhuga hvers vegna þeir töpuðu kosningunum. En í staðinn krefjast þeir valda á grundvelli stjórnmálastefnu sem kjósendur höfnuðu. Þetta er ekkert grín".
![]() |
Kristersson fær umboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blaðamaðurinn og bloggarinn
30.9.2018 | 07:34
24. sept. birti Morgunblaðið grein eftir mig "Af morðum og innflytjendum í Svíþjóð". Kveikjan að greininni var grein í Mbl. 6. sept. eftir Boga Þór Arason blaðamann "Frá sænskri þöggun yfir í ýkjur" um ástandið í Svíþjóð. Fannst mér vanta tilfinningu fyrir þeirri umfangsmiklu þjóðfélagsumræðu sem átt hefur og á sér stað í Svíþjóð m.a. vegna vaxandi fjölda ofbeldisverka, skotbardaga, nauðgana, vopnaðra rána svo og menningarlegum árekstrum m.a. við karlmenn sem virðast líta á konur sem tuskuklædd kynfæri. (Sú hlið mála hefur fengið margan Svíann út í nó-gó svæðin til að leita uppi og hjálpa konum að rjúfa einangrun sína og kynnast jafnréttismálum í Svíþjóð).
Umræðan í Svíþjóð hefur mikið snúist um hvernig hægt sé að bæta m.a. löggæslu, lagalegt umhverfi, réttarfarskerfið og auka afköst alls kerfisins við meðhöndlun afbrotamála. Þessar umræður tengjast svo allar á einn eða annan hátt umræðunni um gríðarlegan fjölda innflytjenda en Svíþjóð sker sig úr með því að taka á móti fleiri innflytjendum en flest önnur lönd.
Stjórnvöld, sem oft hafa brugðist við réttmætri gagnrýni með því að "skjóta boðberann", bera ábyrgð á stigmögnun spennu í öllu samfélaginu sem m.a. endurspeglast í fylgishruni hefðbundnu stóru flokkanna, sósíaldemókrata og móderata, og mikilli fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata. Í kosningunum fengu sósíaldemókratar lélegustu útkomu frá stofnun flokksins um 28% en Svíþjóðademókratar hafa á fáum árum orðið þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar með tæp 18%.
27. sept. skrifar Bogi Þór Arason grein í Mbl. "Ýkjur þjóðernissinna og pólitíski réttrúnaðurinn" þar sem hann telur mig hafa gert það að lífsmarkmiði að láta Svíþjóð alltaf koma verst eða næst verst út í öllum hugsanlegum samanburðum. Telur hann mig vera þjóðernissinna haldinn þeim pólitíska rétttrúnaði að líta á alla innflytjendur sem hugsanlega morðingja og nauðgara.
Ég verð að játa, að ég hafði ekki fyrirfram gert mér grein fyrir þeirri heift sem ég merki í brjósti Boga gagnvart gagnrýnendum sósíalískrar stjórnarstefnu í Svíþjóð og finnst mér viðbrögð hans benda til takmörkunar á efnislegri umræðu um málin. Vonandi hef ég rangt fyrir mér í því.
Ætlun mín er og var engan vegin að efna til deilna við blaðamann Mbl., heldur að miðla broti af þeirri tilfinningu sem fylgir því að búa í Svíþjóð og vera á vettvangi atburðanna til lesenda Morgunblaðsins. Morgunblaðið skal alla þökk hafa fyrir birtingu greinarinnar enda er og hefur metnaður blaðsins alla tíð verið að skapa vettvang fyrir lýðræðislegar, málefnalegar umræður og mættu aðrir fjölmiðlar taka sér Mbl. til fyrirmyndar.
Ég mun að sjálfsögðu svara Boga Arasyni en ekki á persónulegum nótum heldur með því að fylla betur á upplýsingar um stjórnmálaástandið í Svíþjóð. Ríkjandi stjórnmálalæsing á sænska þinginu er til komin vegna þarfa sósíalista á að eiga sér óvin. Þar ber flokk Svíþjóðardemókrata hæst en formaður sósíaldemókrata Stefan Löfven segir að Svíþjóðademókratar séu ekki marktækir á þingi. Hafa kratar í bandalagi við aðra flokka ákveðið að útiloka hefðbundið þingræði og lýðræði frá 18% kjósenda í Svíþjóð.
Er talað um að hindra að Svíþjóðardemókratar fái eðlilega forystu í nefndum þingsins en úthluta þeim embættun í staðinn til minni flokka með 4-10% fylgi. Verður þessu fylgt eftir mun fylgi Svíþjóðardemókrata aukast enn frekar.
Meira um það síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar".
26.9.2018 | 01:19
Margir þingmenn lýstu yfir ánægju sinni að fá tækifæri á að ýta Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar úr embætti í gær með því að svara nei þegar spurt var um traust til forsætisráðherrans. Hefur það aldrei áður gerst í sögðu Svíþjóðar að sitjandi forsætisráðherra er vikið úr embætti á þennan hátt en 204 lýstu vantrausti en 142 studdu Löfven.
Hanif Bali þingmaður Móderata tók myndina ofan og lagði út á twitter með orðinu Bye. Ýmsir aðrir gerðu slíkt hið sama, sérstaklega eftir að ramaskrí heyrðist úr ranni Löfvenista um að Hanif Bali hefði kosið með löngutöng til að lítillækka forsætisráðherrann fyrrverandi. Brá einhverjum í brún, þegar þingmaðurinn útskýrði að vísifingurinn væri bæklaður síðan hann starfaði við pízzugerð svo hann neyddist til að nota annan fingur og honum hefði nú bara alls ekki dottið í hug að hægt væri að túlka myndina sem að hann væri að gefa sósíaldemókrötum fingurinn.
Staðan á þinginu er læst, þar sem vinstri blokkin og miðflokkurinn og frjálslyndir setja sem skilyrði fyrir samstarfi að Svíþjóðardemókratar verði útilokaðir frá áhrifum á þinginu. Þessi afstaða hefur fært Svíþjóðardemókrötum vaxandi fylgi og Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segist ekki óttast aukakosningar ef enginn gefur með sér og byrjar að umgangast Svíþjóðardemókrata sem lýðræðislega kjörna fulltrúa meira en milljón Svía.
Þingið var sett við hátíðlega athöfn að viðstöddum meðlimum sænska konungshússins skv. venju. Karl XVI Gustaf hélt athyglisverða ræðu þar sem hann áréttaði fyrir þingmönnum eðli þingsins og hlutverk þeirra sem fulltrúa umbjóðenda sinna:
"Í dag, eins og fyrir hundrað árum síðan, er lýðræðið sá hlutur sem við verðum að vernda og varðveita sameiginlega. Ekki aðeins á kjördegi heldur sérhvern dag. Núna eins og þá axlið þið sérstaka ábyrgð sem kjörnir eru fulltrúar sænska fólksins.
Háttvirtu þingmenn. Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar.
Þeir sem lifa í Svíþjóð í dag, en einnig komandi kynslóðir, þau eru umbjóðendur ykkar.
Þau vænta þess að Þér notið þekkingu og reynslu yðar á sem bestan hátt fyrir Svíþjóð fyrir góða framtíð allra þeirra sem hér lifa.
Að sinna trausti fólksins - er ekki einfalt verkefni. En samtímis eitt það mikilvægasta sem hægt er að hafa.
Það er einnig erfitt starf. Mörg hundruð ákvarðanir eru á braut yðar. Sumar verður auðvelt að taka. Aðrar erfiðari og flóknari.
Hagsmunir landsins eru í höndum Yðar. Ég óska ykkur þróttar, hugrekkis og vísdóms í mikilvægu starfi ykkar. Ég lýsi því hér með yfir, að þing 2018/2019 er sett".
Sýn Svíakonungs á lýðræði er kýrskýr.
Synd hversu margir núverandi þingmenn koma ekki auga á það.
![]() |
Löfven víki sem forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ESB hendir skákborðinu í skurðinn. Hver verður næsti leikur Brexit?
22.9.2018 | 11:46
Boris Johnson segir Theresu May veifa hvíta fánanum í Brussel og hafa sett "sjálfsmorðsbelti" utan um brezku stjórnarskrána og afhent ESB sprengjutakkann. ESB og UK hafa áður lýst því yfir að samkomulag náist í október í ár en eftir leiðtogafund ESB í vikunni virðist staðan komin á byrjunarreitinn. Takist ekki samkomulag munu Bretar einhliða yfirgefa sambandið 29. mars 2019 kl 23.00.
Boris Johnson hefur haldið sér á hliðarlínunni frá því hann sagði af sér embætti utanríkisráðherra til að gefa Therese May frið við að reyna að ná samkomulagi um s.k. Chequers plan. Sú áætlun er að mati höfundar Reykjavíkurbréfs í dag það sama og reyna að vinna skákina með því að gefa hana.
Landsþing Íhaldsmanna fer fram í Birmingham 30/9 - 3/10 og á dagskrá fyrsta daginn er klukkutíma fundur "Challange the Chairman" eingöngu fyrir flokksmenn. Má búast við að Boris Johnson láti í sér heyra eftir sneypuferð Theresu May til Salzburg og hina töpuðu skák Brexitmanna en skv. Dailymail mun Johnson halda aðalræðuna á einum af fjölmörgum fundum þingsins. Má búast við átökum en hvort þau leiða til formannsskipta Íhaldsflokksins skal látið ósagt.
Thersa May hefur lýst því yfir að hún muni berjast gegn hverjum þeim sem reyni að koma henni úr formannsstóli fram að næstu þingkosningum í Bretlandi.
Spurningin er, hvort flokksþingi Íhaldsflokksins takist að snúa taflinu við.
![]() |
May: ESB verður að sýna Bretum virðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)