Að hengja bakara fyrir smið

Skärmavbild 2019-02-19 kl. 12.57.13Miðað við skoðanir Ragnhildar Sverrisdóttur stendur orðið hómofóbía eiginlega fyrir hana sjálfa sem treður eigin kynstefnu uppá annað fólk. Það sést skýrt á æsingnum, þegar hún ásakar Davíð Oddsson ritstjóra Morgunblaðsins fyrir ofstækisfullan málflutning gegn samkynhneigðum vegna tilvitnunar Staksteina í blogg mitt um ný skólalög í Frakklandi, þar sem afnema á orðin faðir og móðir. 

Ef það er rétt, að um 95% hjónabanda eru milli tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni, þá hljómar það ekki beinlínis framfarasinnað að þeir hinir sömu eigi að ræna börnum sínum möguleika á að nota orðin faðir og móðir. Jafnvel ekki þótt slík hjónabönd væru aðeins 5%. Setningin "kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni" er mín og ég stend fyrir þau orð hvar og hvenær sem er.

Tilvist samkynhneigðra er ekki "sök" gagnkynhneigðra og því missir árás Ragnhildar á ritstjóra Morgunblaðsins fullkomlega marks. Öll börn eiga föður og móður - líka börn samkynhneigðra. Að "hómóvæða" tungumálið leysir ekki jafnréttisvandamál samkynhneigðra.

Jafnrétti gildir nefnilega fyrir alla burtséð frá kynhegðun og kyngreiningu. Að krefjast þess að heimurinn umturni sér fyrir sérþarfir samkynhneigðra ber vott um takmarkalausa eigingirni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við hljótum að standa með þeim flokkum

sem að vilja standa vörð um kjarnafjölskylduna

og reyna að sporna GEGN stækkandi gaypride-göngu-ólifnaði

sem að ógnar öllum KRISTNUM GILDUM.

Hefur hann Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekki verið nánasti vinur

Davíðs í gegnum tíðina og er hann ekki í gaypride-liðinu?

Getur Davíð Oddson setið báðum megin skákborðsins? 

Jón Þórhallsson, 19.2.2019 kl. 15:21

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, ég held nú að allir þekki til samkynhneigðra og reikna með að hvorki Davíð né Hannes séu þar undanskildir. En það er ekki málið, heldur að sumir (eins og Ragnhildur) eru svo blindaðir af eigin "réttlæti", að þeir vilja þvinga sínum skoðunum uppá aðra en ræna réttlæti viðkomandi í leiðinni. Við hjónin munum ætíð verða faðir og móðir barna okkar.

Gústaf Adolf Skúlason, 19.2.2019 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband