Grínmynd sænska sjónvarpsins um íslamska vígamenn vekur illsku: "Við múslímir munum taka yfir Svíþjóð"

Miklar umræður eru í Svíþjóð um sænska íslamska vígamenn, sem núna sverja af sér alla þáttöku í hryðjuverkum og fjöldamorðum og vilja komast aftur til Svíþjóðar. Lögin mæla svo fyrir að ef sænskur ríkisborgari bankar á dyr sænsks sendiráðs, þá er það skylda sendiráðsins að sjá viðkomandi fyrir ferð til Svíþjóðar, þar sem velferðarréttindi bíða.

Mikill ágreiningur er um málið en engin ný lög verða sett fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta ársins sem banna þáttöku í hryðjuverkasamtökum eða fjárstuðning við slíkan ófögnuð. Sem þá er orðið allt of seint.

Sænska sjónvarpið sendir grínþátt á föstudagskvöldum "Sænskar fréttir" og s.l. föstudag var gert grín að "ÍS-ferðamönnum" sem farið hafa m.a. frá Angered í Gautaborg til Sýrlands til að berjast fyrir íslamska ríkið en vilja núna koma til baka. 

Innslagið skapaði illsku hjá róttækum múslímum sem jusu úr skálum "réttrúaðs íslams" í athugasemdum á samfélagsmiðlum og þurfti sjónvarpið að loka athugasemdakerfum alla vega Instagram sem er ekkert skrýtið miðað við tóninn sem voru 99,99% ókvæðisorð og morðhótanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Gústaf Ég held að það verði jafn auðvelt að taka Svíþjóð og Ísland og þó nema kannski lögreglan er vopnuð þar. Við vorum afvopnuð um 1262 svo þankagangurinn er eins í dag. 

Valdimar Samúelsson, 4.3.2019 kl. 22:59

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, ég trúi því ekki að óreyndu að Svíar láti landið sitt frá sér átakalaust. Fyrr verður innbyrðisstríð. Hér eru bæði her og lögregla sem er vopnuð eins og þú segir (lögreglan á Íslandi ætti líka að vera vopnuð vegna Shengen). Hins vegar mótmælir forsætisráðherrann Stefan Löfven í sjónvarpi öllum hugmyndum um að taka ríkisborgararéttindi af sænskum íslömskum vígamönnum. Mikill stuðningur er fyrir því hér. Ríkisstjórnin vill fá hryðjuverkamennina heim og dúða með bómull burtséð frá stríðsglæpum þeirra og villimanslegum morðiðnaði.

Gústaf Adolf Skúlason, 4.3.2019 kl. 23:31

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég trúi því ekki að sænskir vilji hryðjuverkamennina heim en þá hljóta sænskir múslímar að hafa mikil áhrif á stjórn landsins. Kannski of stór hópur kjósenda en svoleiðis ná þeir völdum og innan við 50 ár verða þeir búnir að ná tökum á Íslandi. Sorgleg staðreynd.

Valdimar Samúelsson, 5.3.2019 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband