Lýđrćđiđ fótum trođiđ

efling-og-400x250"Ađeins 769 af 7.950 studdu verkfalliđ, flestir kusu ekki, ađrir greiddu atkvćđi gegn verkfalli" (Staksteinar Mbl. 2. mars).

Sé ţađ rétt ađ 20% kosningaţáttöku er krafist skv. lögum, ţá er ţetta í fyrsta lagi ólögleg ákvörđun. Í öđru lagi er ţetta ekkert annađ en valdníđsla á lýđrćđi međlimanna ađ 9% ţeirra ákveđi bindandi ađgerđir fyrir félagiđ. 20% er ađ auki allt of lág tala til ađ tryggja ađ lýđrćđi ráđi. Ţađ eina sem tryggir lýđrćđi er ađ meirihluti félagasmanna eđa 3.976 ţeirra styđji ađgerđirnar. Ţess vegna ćtti ađ breyta lögum og krefjast yfir 50% virks stuđnings félagsmanna til ađ ákvörđun sé bindandi.

Höfundur Reykjavíkurbréfs víkur ađ ţví, ađ lögbundiđ er á Íslandi ađ vera međlimur í verkalýđsfélagi: "Fyrir löngu er orđiđ tímabćrt ađ nútímavćđa ţessa skipan mála eins og ađra ţćtti ţjóđfélagsins." (Reykjavíkurbréf 2. mars 2019)

Vinur minn Torgny Gustafsson eigandi farandheimilis á Gotlandi, Svíţjóđ, stóđ í rammri deilu viđ sćnsku verkalýđshreyfinguna fyrir mörgun árum síđan sem reyndi ađ ţvinga hann til ađ fylgja skilmálum sameiginlegu samninganna (kollektivavtalet). Deilan varđ hatröm og lágu verkalýđsforkólfar m.a. ađ nćturlagi međ sjónauka í kringum kaffistofu hans til ađ reyna ađ komast ađ ţví, hver henti ruslinu á nóttinni en félagiđ hafđi bannađ međlimum á ruslabílum bćjarins ađ sćkja rusliđ. Átti ađ sanna verkfallsbrot sem enn yku á sekt Torgnys og "glćp" hans gegn starfsmönnunum. Máliđ vakti gríđarlega athygli í Svíţjóđ og snérist ţjóđin á eitt međ Torgny gegn verkalýđshreyfinni. Flykktust Svíar til Gotlands til ađ fá sér kaffi og tóku sinn skerf af ruslinu međ sér ţegar ţeir yfirgáfu stađinn. Gustafsson var ekki međlimur atvinnurekendasamtaka og allir nema einn starfsmanna hans án ađildar ađ verkalýđsfélagi. Ekki tókst verkalýđshreyfingunni ađ sýna fram ađ ađ hann borgađi minni laun en ţau sem greiđa átti skv. almennum kjarasamningum. Máliđ endađi hjá Mannréttindadómstól Evrópu sem ítrekađi rétt einstaklingsins til ađ velja ađ standa utan viđ félagssamtök. 

Í Svíţjóđ ríkir félagafrelsi, bćđi til ađ stofna hagsmunasamtök en einnig frelsi einstaklingsins til ađ velja - eđa hafna - ađ vera međ. Sćnska verkalýđshreyfingin var frá upphafi hluti Verkalýđsflokks Sósíaldemókrata og svo seint sem í fyrra mánuđi tilkynnti Félag opinberra starfsmanna ađ ţađ hćtti fjárgreiđslum til krataflokksins. Margir Íslendingar sem gengu međ í sćnsk verkalýđsfélög áđur fyrr urđu hissa, ţegar ţeir fengu flokksskírteini Sósíaldemókrataflokksins sent í pósti ásamt félagsskírteini verkalýđsfélagsins. Ţessu sambandi hefur í orđi veriđ slitiđ til ađ sporna viđ sífellt minni ţáttöku verkafólks í verkalýđsfélögum. Margar eru sögur um óheftađa mafíustćla verkalýđsforingja sem miskunnarlaust níđast á ófélagsbundnum og brjóta öll heilög markmiđ verkalýđshreyfingarinnar. Viđ í fjölskyldunni höfum margsinnis orđiđ vitni ađ ţví, hvernig verkalýđsfélög brjóta mannréttindi á starfsmönnum sem standa utan félaganna. Ţví miđur eru verkalýđsfélög í pólitískri valdabaráttu einungis til fyrir forkólfana sjálfa sem vilja glansa "međ ţeim stóru" eitt augnablik á ţjóđfélagssenunni.

Íslenska leiđin međ lögbođna ţáttöku í verkalýđsfélögum er brot á mannréttindum einstaklingsins. Rétturinn ađ velja sjálfur ađ vera međ í félagi tekur líka yfir réttinn ađ hafna ađ vera međ í félagi. Sú hliđ mannréttinda eru ţverbrotin á Íslandi og furđu sćtir ađ ţađ skuli hafa gengiđ í svo langa tíđ. Á Norđurlöndum er ţáttaka í verkalýđsfélögum yfir 60%, í Bretlandi um 25%, Í Ţýzkalandi og Japan undir 20% og í Bandaríkjunum um 11% og 8% í Frakklandi. Velferđ almennra borgara er ţví ekki í beinu hlutfalli viđ ađild í verkalýđsfélögum.

Ađ ekki náist nema í 11% starfsmanna til ađ tjá sig um verkfallsađgerđir sýnir hversu langt frá lýđrćđi hćgt er ađ komast međ valdbođi.

Fyrirtćki sem verđa fyrir tjóni á vegum Eflingar ćttu ađ kćra félagiđ fyrir ólöglegar ađgerđir og krefjast skađabóta. Ţađ á ekki ađ geta gengiđ ađ forkólfar verkalýđsfélaga geti níđst á mannréttindum félagsmanna og notađ saklausa einstaklinga fyrir eigin valdabaráttu vegna ţvingađrar félagsţáttöku.

 


mbl.is Efling bođar frekari verkföll
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband