Þjóðin þarf aðra stjórnmálamenn en þá sem "fæðast til að verja EES-samninginn"

AiÍ umræðunum um orkuna botna pakkamenn á áróðri ESB um að ekkert hafi gengið né geti gengið án ESB. Þannig er því þrálátlega haldið að landsmönnum að "velferð Íslendinga sé EES-samningnum að þakka."

Þetta er alröng staðhæfing. Sú rétta er að velferð Íslendinga er fyrst og fremst þjóðinni sjálfri að þakka eins og sýndi sig, þegar þjóðin tók af skarið í Icesave deilunni. Þá þurfti þjóðin að grípa fram í fyrir þingmönnum "sem vissu betur" og ætluðu að klyfja þjóðina með skuldum bankaræningja margar kynslóðir fram í tímann. Sem betur fór voru nokkrir góðir leiðtogar þess tíma sem störfuðu með og fyrir þjóð sína eins og Davíð Oddsson þáv. Seðlabankastjóri, Geir Haarde þáv. forsætisráðherra og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson. 

Þeir þingmenn sem töluðu fyrir leið bankaræningjanna hótuðu öllu illu ef þjóðin fengi sjálf að tjá sig í málinu. "Kúba norðursins" og þess háttar. Allt það "ískalda mat" sem lá til grundvallar stefnu til að bjarga óreiðumönnum var hrakið út í hafsauga af dómi íslensku þjóðinni í vil. Þessi bragur Íslendinga sker sig úr öðrum þjóðum meira ánetjuðum ESB en Íslendingar eru. 

Það er þjóðarskömm að einn aðal svikahrappurinn skuli vera forseti Alþingis í dag. Það er einnig úrbóta lélegt að þeir þingmenn sem í Icesave sögðust hafa "vit" fyrir þjóðinni skulu enn í dag leggja sig þvera gegn hagsmunum þjóðarinnar og reyna að koma í veg fyrir að hún njóti lýðræðisréttinda og fái að tjá sig um málið.

Hroki ísköldu stjórnmálamannanna er með eindæmum, þeir vilja núna stöðva allar frekari umræður um þriðja orkupakkann, því enginn hafi vit á staðreyndum sem þeir hafi einkarétt á að skilgreina og aðrir tali bara af tilfinningu.

Betra með venjulegt fólk en stjórnmálamenn sem "fæðast til að verja EES-samninginn". 

Hefur gervigreindin þegar tekið völdin?


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Satt segirðu Gústaf.

Ég held ég hafi ALDREI séð annað eins aumingja og rusl lið

sem á Alþingi situr. Þvílíkir veslingar.

Vorkenni þjóðinni að hafa svona lið á launum.

Og að aðal krimminn skuli vera forseti þings er til

háðungar og skammar öllum þeim þingmönnum sem kusu

þann vesaling til starfans.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.4.2019 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband