Fýll Pípunefur heldur upp á páskana á fjórðu hæð

FylFýll Pípunefur sér eftir því að hafa ekki fengið sér íbúð á fimmtu hæðinni, því brimið í ham hafði næstum skolað honum út af svölum fjórðu hæðar að sögn Morgunblaðsins. Það er alltaf hægt að vera gáfaður eftirá en ef brimið æsir sig svo mikið gæti vinur okkar Pípunefur þurft að fara enn þá hærra og óvíst hvort til dygði ef Klettahlíðin væri ekki jafnhá. Og sögur eru um kletta sem hverfa í sæ og þá verður Fýll Pípunefur að leita sér að nýjum.

Alltaf er hollt að rísa upp frá vanvizku og slíkt ættu systkyni okkar í Sjálfstæðisflokknum að gera sem þykjast vita betur hvað aðrir segja en sögumenn sjálfir, hvort heldur þeir eru sérfræðinger á frjálsu flugi eða sérfræðingar horfnir í djúpan sæ ESB.

Batnandi manni er best að lifa og með þeim orðum óska ég öllum Gleðilegra Páska og góðrar upprisuhátíðar þennan Páskadag sem allra annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilega Páska til þín og fjölskyldu þinnar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2019 kl. 02:42

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sömuleiðis til þín og þinna Helga.

Gústaf Adolf Skúlason, 21.4.2019 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband