Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Miðflokkurinn leiðir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar þegar forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur

sigmundur-3-0Miðflokkurinn axlar sögulegt hlutverk í sjálfstæðisbaráttu Íslands með skýrri stöðu gegn orkumálapakka ríkisstjórnarinnar. Það er kaldhæðnislegt að það skuli vera Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður gegndi því hlutverki að leiða sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem nú stendur fyrir einni stærstu atlögu gegn fullveldi Íslands á sviði orkumála. Ekki er langt síðan ESB ógilti "íslensku leiðina" í landbúnaðarmálum með einföldum dómi og var það mikill rasskellir fyrir ríkisstjórnarflokkanna. Man ég vart eftir öðru eins afsakanafári og krókódílstárum hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Það er því eðlilegt að Miðflokkurinn komi fram og veiti fullveldismálum þjóðarinnar brautargengi, þegar forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur. Þjóðin mun skipta út Sjálfstæðisflokknum fyrir trúverðugri flokk þegar Sjálfstæðismenn sýna og sanna, að þá skortir dug að skipta út einstaklingum í forystunni sem svikið hafa stefnu flokksins. Fyrrverandi leiðtogi flokksins Davíð Oddsson hefur á hinn bóginn ekki svikið Sjálfstæðisstefnuna og hefur hvað eftir annað áréttað þýðingu fullveldismála í skrifum í Morgunblaðinu. Það er borðleggjandi fyrir Sjálfstæðismenn sem hlýða vilja kalli sjálfstæðisstefnunnar að taka til hendinni og reka eiginhagsmunaseggina úr ábyrgðarstöðum flokksins. Hver tekur að sér að leiða það þarfaverk? 

Miðflokkurinn hefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem Icesave-baráttan færði þjóðinni. Þar slípuðust foringjahæfileikar hans og síðar meir í erlendu áhlaupi vogunarsjóðsstjóra í s.k. Panamaskjalamáli. Sá starfsstíll sem Sigmundur Davíð beitir hefur náð árangri í baráttu gegn einokunaröflum og erlendri ásælni yfir auðlindum Íslands. Það er þess vegna eðlilegt að Miðflokkurinn dragi til sín atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum, þegar sá flokkur vinglar forystulaus á vellinum.

Hver tekur að sér það þarfaverk?


mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekkert að marka" stjórnmálin – ESB orkupakki 3 mesti bastarður allra tíma

eUtoailetÞað er all undarlegt að sjá hvaða yfirbragð einkennir íslensk stjórnmál um þessar mundir. Heildarstefnur týndar en sneiðar í pökkum afgreiddar í staðinn með þeim orðum að engar skuldbindingar fylgi og ekkert sé að marka ákvæði, því þau verða ekki tekin upp fyrr en mögulega löngu seinna og þá að sjálfsögðu undir forræði Íslendinga. Þannig voru lygapakkar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem skuldbinda Íslendinga að sjá mannkyni öllu fyrir salernum grýtt umræðulaust í gegnum þingið án þess að nokkur fengi eiginlega neitt tækifæri til að setja sig inn í málin og tjá sig um þau.

Orkupakki ESB númer 3 er orðinn mesti bastarður allra stjórnmálapakka sem litið hefur dagsins ljós á Íslandi síðan stjórnmálin voru stykkjuð í pakka eftir hrun fjármálafyrirtækjanna 2008. Eftir það reka vinstri menn EKKERT AÐ MARKA stjórnmál þar sem hægt er að semja um himnaríki á jörðu, því enginn er skulbundinn af skilmálum né kostnaði. Eftirá er stöðugt vitnað til samkomulagsins og lygin sýnir sig að það sem ekkert var að marka er því miður að marka og þeir sem gleyptu agnið sitja uppi fastir með skeggið í bréfalúgunni. Rjúkandi rústir Reykjavíkurborgar eru því miður víti til varnaðar að meðtöldu Venúzúela og íslenska landbúnaðinum. 

Að Sjálfstæðisflokkurinn, sem man sinn fífil fegri, skuli senda þennan bastarð inn á alþingi sýnir hversu gjörsamlega stefnuglötuð forystusveit flokksins er orðin. Heilaþvegin af rökum þeirra "stóru". Reynt er að fela afsal orkuauðlinda þjóðarinnar í hendur ESB með lagaútúrsnúningum og "ekkert að marka" stefnu vinstri manna. Fer forysta Sjálfstæðisflokksins fyrir yfirráðum ESB yfir auðlindum Íslands í þeirri von að fá að hanga lengur í ráðherrastólum með vinstri mönnum. Katrín Jakobsdóttir heldur vart vatni í kossaflennum við valdhafana í Brussel og RÚV syngur "vinir mínir" við afhendingu sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinnar til drottnara álfunnar. Að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki þor til að standa í lappirnar gegn þessum ófögnuði ætti að vera umsvifalaus brottrekstrarsök úr embættum flokksins. 

Sá góði maður Jón Bjarnason skrifar á bloggi sínu:

"Svo vel þekki ég til í samningum við ESB frá minni ráðherratíð  að þar eru engir raunverlulegir fyrirvarar eða undanþágur til í orðabók ESB.  

Slíkt er blekking og það veit utanríkisráðherra mæta vel. 

Hráakjötið og ESB

Nægir að minnast innleiðingu Matvælalöggjafar ESB þar sem Alþingi Íslendinga taldi sér heimilt að setja  inn "Íslenskt ákvæði" til verndar hreinleika og heilsu íslensks búfjár og  standa vörð um hollustu innlendra matvæla.

En sá fyrirvari var samþykktur á Alþingi 2009 samhljóða, án mótatkvæða. 

Nú virðist það vera hlutskipti Alþingis að stimpla niðurstöðu kærudóms ESB og samþykkja umrætt undanþáguákvæði samkvæmt skipun frá ESB."

Og Jón heldur áfram:

"Karlaveldið í ESB"

Og Karlveldið í ESB kann að taka á móti kvenforsætisráðherrum. 

Samkvæmt fréttum  Ríkisútvarpsins  fengu forsætisráðherrar Íslands og Bretlands ólíkar viðtökur í Brüssel í gær.

Bretar standa í miklum hremmingum að ná fullveldi sínu til baka frá ESB og Theresa May stendur í ströngu við karlaveldið í Brüssel.

 "Katrín kysst og knúsuð á leiðtogafundi ESB

 "Minna hlegið á blaðamannafundi May " 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands  kemur með skilaboð utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra um að þau vilji innleiða Orkupakka ESB númer 3 og afhenda þar með yfirráð orkumála Íslendinga til Brüssel.

Auðvitað gleðjast allir "Junkerarnir" og "Tuskarnir" og "Macronarnir"  í Brüssel."

Ég hef engu við þetta að bæta. 

Nú þurfa Íslendingar enn á ný að safna kröftum til að koma vitinu fyrir spillta uppskafninga á ráðherrastólum sem eru falir fyrir hrós elítunnar í Brussel. Hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verið heilaþvegnir á ESB-námsskeiði hjá Össuri Skarphéðinssyni? 


mbl.is Leggja til orkupakka með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar raddir um rugldóm Mannréttindadómstólsins

skaermavbild_2019-03-19_kl._09.56Morgunblaðið skrifar í leiðara dagsins:

"Hvernig í ósköpunum getur það verið að dómstóll eins og ME sem hendir frá sér fjölda mála eftir ófullkomna og tilviljunarkennda skoðun geri það að "mannréttindamáli" hvort íslenskir alþingismenn greiði atkvæði um mál í einni lotu samkvæmt áralangri hefð, þó aðeins þegar enginn ágreiningur er í þingsalnum um þá málsmeðferð!"

Þetta er kjarni málsins. Það er almenn lýðræðisleg vinnuregla bæði á alþingi, hjá stjórnmálaflokkum og félagssamtökum að greiða atkvæði í einni lotu eða fyrir hvern fyrir sig allt eftir því hvernig eining er um málið á fundinum. Ríki einhugur er engin ástæða til að láta greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Ein lota flýtir fyrir afgreiðslu mála og er fullkomlega lýðræðisleg meðferð með samþykki fundarmanna. Þetta þekki ég sjálfur vegna starfa í ýmsum samtökum. Að dómstóll sem gæta á mannréttinda hankar lýðræðisstofnanir fyrir tæknilegt formsatriði og kallar það brot á mannréttindum segir allt um dómstólinn sjálfan. Hann er ekki vaxinn verkefninu og ef einhver hefur brotið mannréttindi er það Mannréttindadómstóllinn sjálfur sem lúsleitar að einhverju formsatriði til að geta tekið stjórnmálaafstöðu í innanlandsmáli utanvið lögsögu dómstólsins. 

Ísland á að henda þessum dómi út í hafsauga og láta sem ekkert sé.

Þá birtir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari góða, skarpa grein í Morgunblaði dagsins "Umfram tilefni" og segir "Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt". 

Undir þessi orð ber að taka. Arnar Þór bendir einnig á þá staðreynd að Hæstiréttur lagði sinn dóm á hæfni dómaranna fjögurra og að enginn þeirra "getur talist "pólitískur" og enginn þeirra er "handgenginn" ráðherra." Hér höfum við málefnalega meðferð málsins hjá sjálfum Hæstarétti og hæfni dómara upphafin yfir að hægt sé í málum þeirra að dæma þau marklaus vegna tæknilegrar meðferðar íslenska réttarfarskerfisins á skipun þeirra.

Í lokaorðum sínum segir Arnar Þór:

"Það er illa fyrir lýðveldinu komið ef stjórnmálamenn og æðstu embættismenn lýðveldisins eiga að kasta frá sér hlutverki sínu gagnvart stjórnarskrá, stjórnskipunar- og lagahefðum í því skyni að ofurselja sig ólýðræðislegu valdi. Slíka valdbeitingu á að kalla sínu rétta nafni, jafnvel þótt hún skrýðist búningi mannréttinda".

Það yrði mikil framför og lýðræðislegur aflauki að þessi túlkun fengi að gegnumsýra allt réttarkerfið og ýta þannig möguleikum stjórnmálalegrar íhlutunar út úr vogarskálum réttargyðjunnar. Slíkt myndi efla lýðræði og er í anda okkar mjög svo góðu stjórnarskrár.

 


mbl.is Forsætisráðherra fer yfir viðbrögð stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Steinar Gunnlaugsson með góða tillögu til að draga úr "taugaáföllum íslenskra lögfræðinga"

fru-justitia-symboliserar-attÞað er alltaf gaman að kynnast hreinum hugmyndum og vandaðri framsögu kunnugra manna eins og Jóns Steinars lögmanns, sem segir afdráttarlaust að fjórum dómurum Landsréttar beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Dómur Mannréttindadómstólsins "breyti ekki réttarstöðu dómara við Landsrétt" þar sem "úrlausnir dómstólsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti". Leggur Jón til að íslenska ríkið áfrýji dómnum til að "gefa dómstólnum kost á að leiðrétta mistök sín". Að öðrum kosti ef dómnum verði ekki hnekkt ætti að endurskoða "aðild að þessum sáttmála (mannréttindasáttmála Evrópu) eða hvort ástæða verður til lagabreytinga hér innanlands til að styrkja það fyrirkomulag sem þegar er í gildi á Íslandi um áhrifaleysi þessara dóma á landsréttinn. Svona kannski til að draga úr líkum á taugaáföllum íslenskra lögfræðinga."

Þetta er lögfræði á besta stigi, full af sannfæringu og auðmýkt fyrir lögunum og samtímis með kímni í sjónaukanum. Best að taka síðasta kostinn fyrst sem leið til áfallahjálpar fyrir íslenska lögfræðinga sem eru óöryggir um eigin réttarstöðu, þrátt fyrir alla menntun og reynslu og skýr lög um málið.

Málið sýnir afskaplega vel hvernig stjórnmálin teygja sig inn í réttarfarið, þegar stór hópur lögfræðinga veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar dómstóll utan lögsögu Íslands kemur með dóm sem flestir telja vera út úr kú. 

Spurningin er líka, hvað Alþingi muni gera en mannréttindaþruglið á þeim bæ eftir "einu alvöru vinstristjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur skilur bara eftir sig kratakrepjur. Margar atlögur hafa verið gerðar að stjórnarskránni til að gera hana bitlausa í nafni mannréttinda og heimsmarkmiða SÞ. Að ekki sé nú minnst á femínisma vinstri manna sem alltaf eru fjarverandi þegar kúguðum konum í "heiðurssamböndum" er rétt hjálparhönd. 

Tillaga Jóns Steinars skapar tækifæri til að henda þessum myllustein á haugana.

Alþingi næsta.


mbl.is Ber skylda til að gegna störfum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Steinar hefur lög að mæla en hvers vegna er Ísland að "smjaðra" fyrir erlendum dómstólum sem ekkert er að marka?

rettargydjanÞað er ekki gott, þegar gyðja réttlætisins er gerð úr pólitískum hrossakaupum í stað skýrum lagalegum grundvelli. Hún hefur bindil fyrir augum til að sjá ekkert og finna ekkert annað en lagarökin með og á móti í vogarskálunum. Þannig á dómurinn að vera án persónulegra og stjórnmálalegra tilfinninga og alfarið byggjast á lagalegum grundvelli.

Uppistandið með Landsrétt er að ef enginn Landsréttur væri til þá væri vandamálið ekki heldur til. Af hverju er þetta "þriðja dómsstig" allt í einu svo mikilvægt í íslensku réttarkerfi?

Síðan kemur hitt að Mannréttindadómstóll Evrópu er til sem stofnun og það er að sjálfsögðu algjör hentistefna ef aðeins á að samþykkja suma en ekki alla dóma dómstólsins. Annað hvort tekur íslenskt réttarfar mark á dómstólnum eða ekki. Hvað er Ísland að flækja sér í net erlendra dómsstóla ef ekkert er að marka þá?

Hrossakaup stjórnmálamanna nútímans eru orðin svo mikil della ofaná dellu að stjórnmálamenn ráða ekki neitt lengur við útkomuna. Þess vegna fór dómsmálaráðherrann úr ríkisstjórninni, þrátt fyrir að sjálfur Hæstiréttur hafði réttlætt ráðningu dómara Landsréttar. 

Ef nú Jón Steinar hefur rétt fyrir sér að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekkert með réttarfarið á Íslandi að gera og þetta sé ekkert annað en árás á lýðveldið Ísland á að sjálfsögðu að skýra það sjónarmið með skýrari lagagrein um að enginn Íslendingur geti nokkurn tímann "áfrýjað" til erlendra dómstóla í neinum málum. Hins vegar ef nú íslenska lýðveldið í samstarfi við erlend ríki viðurkennir starfsgrundvöll Mannréttindadómstólsins og skuldbindur sig til að fylgja úrskurði dómstólsins á að segja það hreint út í stað þess að fýlupokast út í dómstólinn þegar dómar falla ekki Íslandi í vil.

Málið lyktar hrossakaup langar leiðir. Hugmyndin að endurvakningu Landsdóms gegn Geir Haarde var rammpólitísk og dómurinn stofnaður til að lemja niður stjórnmálaandstæðinga vinstri manna. Enda fór sá dómur með skömm þegar ekki tókst að fella fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að hafa ekki bjargað Íslandi frá bankahruninu. Landsréttur kemur í kjölfar mislukkaðs Landsdóms og hefði betur aldrei verið stofnaður. Útkoman er hrærigrautur eins og dæmin um skipan dómaranna sannar. 

Jón Steinar leysir vandann með nýjum lögum um samþykkt skipan dómaranna og víst mun það leysa vandann að þessu sinni. En rugluð staða íslenska réttarkerfis gagnvart erlendu réttarkerfi sýnir stjórnmálaátök milli vinstri og hægri manna en vinstri vilja geta klínt sökum á stjórnmálaandstæðinga fyrir tilstuðlan innlendra sem erlendra lögstofnana og dómstóla. Þetta hafa Sjálfstæðismenn samþykkt í verki, þótt þeir pípi stundum um að lagabákn ESB sé einhliða. Vinstri menn fá að komast upp með að snara inn þjóðina í alþjóðlegt sósíalískt ferli sem ekki má kalla sósíalisma og innanlands verða stofnanir lýðveldisins smám saman að gefa eftir fullveldi sitt til að sósíalisminn fái sterkari yfirhönd.

Annað hvort hefur Jón Steinar rétt fyrir sér varðandi fullveldið og sú mynd verður að verða kýrskýr, eða svo er Íslenska réttarfarskerfið þegar fallið í gryfju sósíalismans.

Eitthvað verður að gera. 

 


mbl.is Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loka ber Landsrétti - til hvers var dómstóllinn stofnaður?

LandsrEftirá með niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, þá er þýðingarlaust fyrir Landsrétt að halda áfram störfum. Verður að stokka upp dómaraskipun á nýtt og fara þá að lögum sem átti að gera í fyrsta skiptið ef takast á að bjarga dómstólnum.

Málið er allt svo klúðurslegt og hallærislegt að setja verður spurningu um hvers vegna hafi verið stofnað til þriðja dómsstigs íslenskrar réttskipunar. Kerfið skilaði jú löglegum dómum fram að stofnun Landsréttar. Er Landsréttur bara tilbúningur fyrir sífellt stærri hóp menntaðs fólks sem þarf að komast á spenann? Er Landsréttur bara tákn um stjórnmálalega valdabaráttu í landinu?

Ísland er laskað með litlu trausti þjóðarinnar til Alþingis. Höfuðborgin er í höndum siðlausra lögbrjóta og svo kemur þetta.

Er íslenska stjórnmálaelítan orðin klikkuð upp til hópa? Gengin í STÓRU SNEIÐ hnattvæðingarsósíalistanna sem troða niður lýðræðið hvar sem því verður komið við. Montrössum í opinberum embættum lítillar þjóðar hæfir best að verða teknir úr leik. Þjóðin getur sparað töluvert fé með því að krefjast strax lokunar Landsréttar og uppsagnar allar þeirra sem þar hafa komist að vegna klíkuskapar. Taka ber Landsrétt út af fjárlögum og gleyma þessum vanskapnaði.

Full þörf er á að skera afæturnar burtu sem eru eina ferðina enn að sökkva landinu í botnlausar skuldir og sukk og svínarí.


mbl.is Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknir Koopmans: "Engu vestrænu ríki hefur heppnast að aðlaga múslími í samfélagið"

Skv. norska Document sýna rannsóknir hollenska prófessorsins Ruud Koopmans við Félagsvísindastofnun Humboldt Háskólans í Berlín að engu vestrænu ríki hefur tekist að aðlaga múslími að samfélaginu. Koopman hefur starfað við rannsóknir á aðlögun og innlimun múslíma í Evrópu og hefur komist að þessarri niðurstöðu. Íslam samrýmist ekki lýðræði og vestrænum samfélögum að mati Koopmans.

Danska Berlingske spyr prófessorinn hvort hann geti ekki samt sagt einhverja "sólskinssögu" en svarið er nei. Niðurstaða Koopmans er skýr, það er skilyrðislaust erfiðara að aðlaga múslími en aðra hópa innflytjenda á Vesturlöndum.

Þegar ár 2013 birti Koopman skýrslu sem sýnir að tveir þriðjuhlutar múslíma sem svöruðu spurningum sögðu að trúarlög væru æðri lögum þess ríkis sem þeir ættu heima í.Koopmans2 Rannsóknin sýnir einnig að næstum 60% þáttakenda vilja ekki vera vinir samkynhneigðra og 45% hafa sömu afstöðu til Gyðinga. Þetta sýnir segir Koopman að afstaðan byggist á íslamískum fundamentalisma og mælir gegn fullyrðingum um að róttækur íslamismi sé einungis lítið vandamál í Evrópu.

Koopmans

Íslam er vandamálið

Með því að rannsaka öll 47 múslímsk ríki veraldar á grunni mannréttinda, félagsþróunar, efnahags og stjórnmála sá Koopman skýrt mynstur. Þetta eru ríki sem einangra sig frá umheiminum og eigi lítil samskipti við aðra utan við eigin trú. Niðurstaðan verður sú sama ef tekið er tillit til félagslegra þátta, t.d. er staða konunnar takmörkuð í samfélaginu og í mörgum dæmum tekur hún ekki þátt í atvinnulífinu. Há fæðingartíðni barna og lág menntun eru önnur einkenni. 

Trúin fylgir innflytjendunum og hverfur ekki með því að skipt sé um jörð undir fótum. Koopman sér þróun í Evrópu sem líkist sífellt meira því sem gildir um múslímsk ríki.

Koopman segir að bókstafstrú Kóransins hindri aðlögun múslíma í vestrænum ríkjum. Hann teygir sig svo langt að segja að bókstafstrúin ógni heimsfriðinum. Koopman telur að um 40-45% múslíma í Evrópu séu trúarlegir fundamentalistar. 


Grínmynd sænska sjónvarpsins um íslamska vígamenn vekur illsku: "Við múslímir munum taka yfir Svíþjóð"

Miklar umræður eru í Svíþjóð um sænska íslamska vígamenn, sem núna sverja af sér alla þáttöku í hryðjuverkum og fjöldamorðum og vilja komast aftur til Svíþjóðar. Lögin mæla svo fyrir að ef sænskur ríkisborgari bankar á dyr sænsks sendiráðs, þá er það skylda sendiráðsins að sjá viðkomandi fyrir ferð til Svíþjóðar, þar sem velferðarréttindi bíða.

Mikill ágreiningur er um málið en engin ný lög verða sett fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta ársins sem banna þáttöku í hryðjuverkasamtökum eða fjárstuðning við slíkan ófögnuð. Sem þá er orðið allt of seint.

Sænska sjónvarpið sendir grínþátt á föstudagskvöldum "Sænskar fréttir" og s.l. föstudag var gert grín að "ÍS-ferðamönnum" sem farið hafa m.a. frá Angered í Gautaborg til Sýrlands til að berjast fyrir íslamska ríkið en vilja núna koma til baka. 

Innslagið skapaði illsku hjá róttækum múslímum sem jusu úr skálum "réttrúaðs íslams" í athugasemdum á samfélagsmiðlum og þurfti sjónvarpið að loka athugasemdakerfum alla vega Instagram sem er ekkert skrýtið miðað við tóninn sem voru 99,99% ókvæðisorð og morðhótanir. 


Lýðræðið fótum troðið

efling-og-400x250"Aðeins 769 af 7.950 studdu verkfallið, flestir kusu ekki, aðrir greiddu atkvæði gegn verkfalli" (Staksteinar Mbl. 2. mars).

Sé það rétt að 20% kosningaþáttöku er krafist skv. lögum, þá er þetta í fyrsta lagi ólögleg ákvörðun. Í öðru lagi er þetta ekkert annað en valdníðsla á lýðræði meðlimanna að 9% þeirra ákveði bindandi aðgerðir fyrir félagið. 20% er að auki allt of lág tala til að tryggja að lýðræði ráði. Það eina sem tryggir lýðræði er að meirihluti félagasmanna eða 3.976 þeirra styðji aðgerðirnar. Þess vegna ætti að breyta lögum og krefjast yfir 50% virks stuðnings félagsmanna til að ákvörðun sé bindandi.

Höfundur Reykjavíkurbréfs víkur að því, að lögbundið er á Íslandi að vera meðlimur í verkalýðsfélagi: "Fyrir löngu er orðið tímabært að nútímavæða þessa skipan mála eins og aðra þætti þjóðfélagsins." (Reykjavíkurbréf 2. mars 2019)

Vinur minn Torgny Gustafsson eigandi farandheimilis á Gotlandi, Svíþjóð, stóð í rammri deilu við sænsku verkalýðshreyfinguna fyrir mörgun árum síðan sem reyndi að þvinga hann til að fylgja skilmálum sameiginlegu samninganna (kollektivavtalet). Deilan varð hatröm og lágu verkalýðsforkólfar m.a. að næturlagi með sjónauka í kringum kaffistofu hans til að reyna að komast að því, hver henti ruslinu á nóttinni en félagið hafði bannað meðlimum á ruslabílum bæjarins að sækja ruslið. Átti að sanna verkfallsbrot sem enn yku á sekt Torgnys og "glæp" hans gegn starfsmönnunum. Málið vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð og snérist þjóðin á eitt með Torgny gegn verkalýðshreyfinni. Flykktust Svíar til Gotlands til að fá sér kaffi og tóku sinn skerf af ruslinu með sér þegar þeir yfirgáfu staðinn. Gustafsson var ekki meðlimur atvinnurekendasamtaka og allir nema einn starfsmanna hans án aðildar að verkalýðsfélagi. Ekki tókst verkalýðshreyfingunni að sýna fram að að hann borgaði minni laun en þau sem greiða átti skv. almennum kjarasamningum. Málið endaði hjá Mannréttindadómstól Evrópu sem ítrekaði rétt einstaklingsins til að velja að standa utan við félagssamtök. 

Í Svíþjóð ríkir félagafrelsi, bæði til að stofna hagsmunasamtök en einnig frelsi einstaklingsins til að velja - eða hafna - að vera með. Sænska verkalýðshreyfingin var frá upphafi hluti Verkalýðsflokks Sósíaldemókrata og svo seint sem í fyrra mánuði tilkynnti Félag opinberra starfsmanna að það hætti fjárgreiðslum til krataflokksins. Margir Íslendingar sem gengu með í sænsk verkalýðsfélög áður fyrr urðu hissa, þegar þeir fengu flokksskírteini Sósíaldemókrataflokksins sent í pósti ásamt félagsskírteini verkalýðsfélagsins. Þessu sambandi hefur í orði verið slitið til að sporna við sífellt minni þáttöku verkafólks í verkalýðsfélögum. Margar eru sögur um óheftaða mafíustæla verkalýðsforingja sem miskunnarlaust níðast á ófélagsbundnum og brjóta öll heilög markmið verkalýðshreyfingarinnar. Við í fjölskyldunni höfum margsinnis orðið vitni að því, hvernig verkalýðsfélög brjóta mannréttindi á starfsmönnum sem standa utan félaganna. Því miður eru verkalýðsfélög í pólitískri valdabaráttu einungis til fyrir forkólfana sjálfa sem vilja glansa "með þeim stóru" eitt augnablik á þjóðfélagssenunni.

Íslenska leiðin með lögboðna þáttöku í verkalýðsfélögum er brot á mannréttindum einstaklingsins. Rétturinn að velja sjálfur að vera með í félagi tekur líka yfir réttinn að hafna að vera með í félagi. Sú hlið mannréttinda eru þverbrotin á Íslandi og furðu sætir að það skuli hafa gengið í svo langa tíð. Á Norðurlöndum er þáttaka í verkalýðsfélögum yfir 60%, í Bretlandi um 25%, Í Þýzkalandi og Japan undir 20% og í Bandaríkjunum um 11% og 8% í Frakklandi. Velferð almennra borgara er því ekki í beinu hlutfalli við aðild í verkalýðsfélögum.

Að ekki náist nema í 11% starfsmanna til að tjá sig um verkfallsaðgerðir sýnir hversu langt frá lýðræði hægt er að komast með valdboði.

Fyrirtæki sem verða fyrir tjóni á vegum Eflingar ættu að kæra félagið fyrir ólöglegar aðgerðir og krefjast skaðabóta. Það á ekki að geta gengið að forkólfar verkalýðsfélaga geti níðst á mannréttindum félagsmanna og notað saklausa einstaklinga fyrir eigin valdabaráttu vegna þvingaðrar félagsþáttöku.

 


mbl.is Efling boðar frekari verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband