Jón Steinar Gunnlaugsson með góða tillögu til að draga úr "taugaáföllum íslenskra lögfræðinga"

fru-justitia-symboliserar-attÞað er alltaf gaman að kynnast hreinum hugmyndum og vandaðri framsögu kunnugra manna eins og Jóns Steinars lögmanns, sem segir afdráttarlaust að fjórum dómurum Landsréttar beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Dómur Mannréttindadómstólsins "breyti ekki réttarstöðu dómara við Landsrétt" þar sem "úrlausnir dómstólsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti". Leggur Jón til að íslenska ríkið áfrýji dómnum til að "gefa dómstólnum kost á að leiðrétta mistök sín". Að öðrum kosti ef dómnum verði ekki hnekkt ætti að endurskoða "aðild að þessum sáttmála (mannréttindasáttmála Evrópu) eða hvort ástæða verður til lagabreytinga hér innanlands til að styrkja það fyrirkomulag sem þegar er í gildi á Íslandi um áhrifaleysi þessara dóma á landsréttinn. Svona kannski til að draga úr líkum á taugaáföllum íslenskra lögfræðinga."

Þetta er lögfræði á besta stigi, full af sannfæringu og auðmýkt fyrir lögunum og samtímis með kímni í sjónaukanum. Best að taka síðasta kostinn fyrst sem leið til áfallahjálpar fyrir íslenska lögfræðinga sem eru óöryggir um eigin réttarstöðu, þrátt fyrir alla menntun og reynslu og skýr lög um málið.

Málið sýnir afskaplega vel hvernig stjórnmálin teygja sig inn í réttarfarið, þegar stór hópur lögfræðinga veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar dómstóll utan lögsögu Íslands kemur með dóm sem flestir telja vera út úr kú. 

Spurningin er líka, hvað Alþingi muni gera en mannréttindaþruglið á þeim bæ eftir "einu alvöru vinstristjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur skilur bara eftir sig kratakrepjur. Margar atlögur hafa verið gerðar að stjórnarskránni til að gera hana bitlausa í nafni mannréttinda og heimsmarkmiða SÞ. Að ekki sé nú minnst á femínisma vinstri manna sem alltaf eru fjarverandi þegar kúguðum konum í "heiðurssamböndum" er rétt hjálparhönd. 

Tillaga Jóns Steinars skapar tækifæri til að henda þessum myllustein á haugana.

Alþingi næsta.


mbl.is Ber skylda til að gegna störfum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað eiga þessir dómarar að snúa aftur til vinnu. Það er skammarlegt af fullorðnu fólki að hegða sér eins og móðursjúkar smástelpur. En þessi hegðun er partur af pólitísku leikriti.

Ragnhildur Kolka, 16.3.2019 kl. 16:41

2 Smámynd: Már Elíson

Leikrit...Sem hver stýrir og hver setti upp í upphafi ??

Már Elíson, 16.3.2019 kl. 16:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þessi pistill meintur sem kaldhæðni?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2019 kl. 16:59

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl og þakka innlitið. Já pólitískt leikrit er það þegar löglærðum ber ekki saman hvernig túlka á lögin. Stjórnmál versus fagmennska...einræðistilburðir viðhafðir og reynt að klína á lögin.

Guðmundur...það er svo margt sem er kaldhæðnislegt þessa dagana, en ég er að ræða í fullri alvöru mismuninn á túlkun löglærðra á sömu lagatextum. Ég er að ásaka vinstri menn um að læðupokast bakdyramegin gegnum erlenda dómstóla sem ekki hafa lögsögu á Íslandi til að koma stjórnmálamarkmiðum sínum í gegn á Íslandi. Áður var Landsdómstólsleiðin reynd við herfilegan ósigur og núna það heilagasta af öllu - mannréttindi, femínismi og nú síðast heimsmarkmið SÞ. Spurningin hlýtur að vera, hverjir fara fyrir lögsögu Íslands og hverjir fara með dómsvald lýðveldisins. Annað hvort heldur stjórnarskráin eða að vinstra liðið er búið að vinna skemmdarstarf í nafni mannréttinda.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.3.2019 kl. 18:53

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi heldur stjórnarskráin, enda er mannréttindakafli hennar einmitt byggður á Mannréttindasáttmála Evrópu, en hann er jafnframt íslensk lög og eftir þeim eiga stjórnvöld að fara.

62/1994: Lög um mannréttindasáttmála Evrópu | Lög | Alþingi

Í 1. gr. þeirra laga kemur skýrt fram:

"Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur lagagildi á Íslandi..."

Jafnframt segir í 1. mgr. 6. gr. sáttmálans:

"Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum."

Þarna stendur að skipan dómstóls þurfi að vera ákveðin með lögum. Dómstólar sem ekki uppfylla þetta skilyrði brjóta þannig gegn Mannréttindasáttmálanum og þar með gegn stjórnarskrá.

Þetta er skýrt og þarfnast engrar túlkunar.

"Túlkun" er plagsiður íslenskra lögfræðinga, sem er fyrst og fremst gripið til þegar menn vilja snúa út úr lögunum sér og sínum málstað í hag, sem er oftar en ekki pólitískur.

Hættum að túlka lög. Lærum að lesa íslensku.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2019 kl. 19:09

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðmundur, rétt er það að mannréttindi hafa verið tekin upp í stjórnarskránni, því ekki viljum við mismuna fólki vegna uppruna, trúarbragða, húðlitar, kyns eða kynhneigðar. 

Ef lesin er næsta grein laganna, þá segir það skýrum stöfum:

 2. gr. 
  Úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins eru ekki bindandi að íslenskum landsrétti. (feitletrun mín/GS)

Þar höfum við það og þetta er sú grein sem Jón Steinar vísar til.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.3.2019 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband