Miðflokkurinn leiðir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar þegar forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur

sigmundur-3-0Miðflokkurinn axlar sögulegt hlutverk í sjálfstæðisbaráttu Íslands með skýrri stöðu gegn orkumálapakka ríkisstjórnarinnar. Það er kaldhæðnislegt að það skuli vera Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður gegndi því hlutverki að leiða sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem nú stendur fyrir einni stærstu atlögu gegn fullveldi Íslands á sviði orkumála. Ekki er langt síðan ESB ógilti "íslensku leiðina" í landbúnaðarmálum með einföldum dómi og var það mikill rasskellir fyrir ríkisstjórnarflokkanna. Man ég vart eftir öðru eins afsakanafári og krókódílstárum hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Það er því eðlilegt að Miðflokkurinn komi fram og veiti fullveldismálum þjóðarinnar brautargengi, þegar forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur. Þjóðin mun skipta út Sjálfstæðisflokknum fyrir trúverðugri flokk þegar Sjálfstæðismenn sýna og sanna, að þá skortir dug að skipta út einstaklingum í forystunni sem svikið hafa stefnu flokksins. Fyrrverandi leiðtogi flokksins Davíð Oddsson hefur á hinn bóginn ekki svikið Sjálfstæðisstefnuna og hefur hvað eftir annað áréttað þýðingu fullveldismála í skrifum í Morgunblaðinu. Það er borðleggjandi fyrir Sjálfstæðismenn sem hlýða vilja kalli sjálfstæðisstefnunnar að taka til hendinni og reka eiginhagsmunaseggina úr ábyrgðarstöðum flokksins. Hver tekur að sér að leiða það þarfaverk? 

Miðflokkurinn hefur Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem Icesave-baráttan færði þjóðinni. Þar slípuðust foringjahæfileikar hans og síðar meir í erlendu áhlaupi vogunarsjóðsstjóra í s.k. Panamaskjalamáli. Sá starfsstíll sem Sigmundur Davíð beitir hefur náð árangri í baráttu gegn einokunaröflum og erlendri ásælni yfir auðlindum Íslands. Það er þess vegna eðlilegt að Miðflokkurinn dragi til sín atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum, þegar sá flokkur vinglar forystulaus á vellinum.

Hver tekur að sér það þarfaverk?


mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Fólk gerir ser enga grein fyrir þvi ,nema Miðflokkurinn ,að Orkupakkin er mörgum sinnum  meira og skelfilegra mál en Icesave var nokkurn timann og hættulegri öllu þjóðaröryggi  ..

rhansen, 31.3.2019 kl. 12:47

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Endilega rökstyddu það...

Annars bara þitt álit.

Birgir Örn Guðjónsson, 31.3.2019 kl. 14:31

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sigmundur er sympatískur náungi, en það setur að mér kjánahroll við tilhugsunina að ætla að setja traust mitt á flokk, sem velur að skarta körlum á borð við Gunnar Braga Kænugarðs-gosa í fremstu víglínu.

Jónatan Karlsson, 31.3.2019 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband