Jón Steinar hefur lög að mæla en hvers vegna er Ísland að "smjaðra" fyrir erlendum dómstólum sem ekkert er að marka?

rettargydjanÞað er ekki gott, þegar gyðja réttlætisins er gerð úr pólitískum hrossakaupum í stað skýrum lagalegum grundvelli. Hún hefur bindil fyrir augum til að sjá ekkert og finna ekkert annað en lagarökin með og á móti í vogarskálunum. Þannig á dómurinn að vera án persónulegra og stjórnmálalegra tilfinninga og alfarið byggjast á lagalegum grundvelli.

Uppistandið með Landsrétt er að ef enginn Landsréttur væri til þá væri vandamálið ekki heldur til. Af hverju er þetta "þriðja dómsstig" allt í einu svo mikilvægt í íslensku réttarkerfi?

Síðan kemur hitt að Mannréttindadómstóll Evrópu er til sem stofnun og það er að sjálfsögðu algjör hentistefna ef aðeins á að samþykkja suma en ekki alla dóma dómstólsins. Annað hvort tekur íslenskt réttarfar mark á dómstólnum eða ekki. Hvað er Ísland að flækja sér í net erlendra dómsstóla ef ekkert er að marka þá?

Hrossakaup stjórnmálamanna nútímans eru orðin svo mikil della ofaná dellu að stjórnmálamenn ráða ekki neitt lengur við útkomuna. Þess vegna fór dómsmálaráðherrann úr ríkisstjórninni, þrátt fyrir að sjálfur Hæstiréttur hafði réttlætt ráðningu dómara Landsréttar. 

Ef nú Jón Steinar hefur rétt fyrir sér að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekkert með réttarfarið á Íslandi að gera og þetta sé ekkert annað en árás á lýðveldið Ísland á að sjálfsögðu að skýra það sjónarmið með skýrari lagagrein um að enginn Íslendingur geti nokkurn tímann "áfrýjað" til erlendra dómstóla í neinum málum. Hins vegar ef nú íslenska lýðveldið í samstarfi við erlend ríki viðurkennir starfsgrundvöll Mannréttindadómstólsins og skuldbindur sig til að fylgja úrskurði dómstólsins á að segja það hreint út í stað þess að fýlupokast út í dómstólinn þegar dómar falla ekki Íslandi í vil.

Málið lyktar hrossakaup langar leiðir. Hugmyndin að endurvakningu Landsdóms gegn Geir Haarde var rammpólitísk og dómurinn stofnaður til að lemja niður stjórnmálaandstæðinga vinstri manna. Enda fór sá dómur með skömm þegar ekki tókst að fella fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að hafa ekki bjargað Íslandi frá bankahruninu. Landsréttur kemur í kjölfar mislukkaðs Landsdóms og hefði betur aldrei verið stofnaður. Útkoman er hrærigrautur eins og dæmin um skipan dómaranna sannar. 

Jón Steinar leysir vandann með nýjum lögum um samþykkt skipan dómaranna og víst mun það leysa vandann að þessu sinni. En rugluð staða íslenska réttarkerfis gagnvart erlendu réttarkerfi sýnir stjórnmálaátök milli vinstri og hægri manna en vinstri vilja geta klínt sökum á stjórnmálaandstæðinga fyrir tilstuðlan innlendra sem erlendra lögstofnana og dómstóla. Þetta hafa Sjálfstæðismenn samþykkt í verki, þótt þeir pípi stundum um að lagabákn ESB sé einhliða. Vinstri menn fá að komast upp með að snara inn þjóðina í alþjóðlegt sósíalískt ferli sem ekki má kalla sósíalisma og innanlands verða stofnanir lýðveldisins smám saman að gefa eftir fullveldi sitt til að sósíalisminn fái sterkari yfirhönd.

Annað hvort hefur Jón Steinar rétt fyrir sér varðandi fullveldið og sú mynd verður að verða kýrskýr, eða svo er Íslenska réttarfarskerfið þegar fallið í gryfju sósíalismans.

Eitthvað verður að gera. 

 


mbl.is Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það gerir illt verra að áfrýja þessum dómi frá Strassborg.  Mannréttindadómstóllinn valtaði yfir Hæstarétt Ísland á grundvelli tittlingaskíts.  Sá fyrr nefndi hefur enga lögsögu hér.  Þess vegna á ekki að áfrýja.  Dómar hans eru aðeins til hliðsjónar hér.

Bjarni Jónsson, 16.3.2019 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband