Skömm Íslendinga að Vinstri grænir og stjórnarandstöðuflokkarnir fordæma ekki hryðjuverk Hamas

shani-houkjpg-1

Stjórnarandstaðan fer mikinn og talar um tvær utanríkisstefnur Íslands, af því að Katrín Jakobsdóttir sölukona Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, forsætisráðherra Íslands, er ósammála utanríkisráðherranum sem mælti með því við SÞ að fordæma bæri hryðjuverk Hamas á saklausum gyðingum.

Forsætisráðherrann hefði eflaust viljað vera í hópi þeirra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fögnuðu því með dúndrandi lófataki, að komið var í veg fyrir fordæmingu SÞ á skefjalausu hryllingsódæði vígamanna Hamas, sem myrtu 1.400 óvopnaða, saklausa gyðinga í Ísrael og tóku nokkur hundruð í gíslingu. Að meirihluti fulltrúa SÞ kýs að fegra morð á gyðingum er talandi fyrir það ástand sem sú stofnun er komin í og Katrín Jakobsdóttir er sölukona fyrir. Kínverski kommúnistaflokkurinn heldur Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í gíslingu og er að taka yfir SÞ, sem mun á næsta ári leggja fram drög að einni miðstýrðri stjórn fyrir allan heiminn að hætti gamla Komintern, alþjóðasambands kommúnista.

Styður stjórnarandstaðan þjóðarmorð á gyðingum?

Hamas ætlar að afmá Ísrael af landakortinu og drepa alla gyðinga. Að fegra þá takmarkalausa villimennsku sem birtist í hryðjuverkaódæði á saklausum gyðingum er því ljóst og leynt stuðningur við það markmið að útrýma eigi öllum gyðingum. Gyðingar hafa ekki lent í annarri eins árás síðan í helförinni. Enn í dag eru til raddir sem neita að helförin hafi átt sér stað og segja hana vera lygaróður gyðinga. Viðbrögð íslensku stjórnarandstöðunnar minnir á það núna, þegar hún getur ekki fordæmt hryðjuverk á saklausum borgurum vegna þess að það er ekki pólitískur rétttrúnaður. Pólitíski rétttrúnaður vinstri manna er að treysta hryðjuverkamönnum fyrir sannleikanum og jarða sannleikann með þeim myrtu.

Shani Louk var afhöfðuð

Yitzchak Herzog forseti Ísraels tilkynnti, að fundist hefði flís úr höfuðkúpu ungu þýsku konunnar Shani Louk sem var á friðartónleikum gyðinga í grennd við Gaza, þegar böðlarnir birtust og drápu 260 hátíðargesti. Myndir af líkama hennar á palli pallbíls hafa gengið út um allan heim og upphaflega var sagt að hún hefði verið myrt. Síðan komu upplýsingar um að hún væri á lífi í spítala í Gaza sem kveikti von hjá ættingjum og vinum. En það ljós slokknaði, þegar í ljós kom að um falsfrétt var að ræða. Einnig er talið, að kærastinn hennar, Orión Hernández Radoux, hafi verið brottnumin í ódæðinu. Forseti Ísraels upplýsti að staðfest væri, að beinflísin tilheyrði Shani Louk:

„Þeir fundu höfuðkúpu hennar, sem þýðir að þessi villimannslegu, hrottalegu dýr… hjuggu einfaldlega höfuðið af henni, þegar þeir réðust á, pynduðu og drápu Ísraela. Þetta er gríðarlegur harmleikur og ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur."

Hvað er það í viðbjóðslegu morði Hamas á Shani Louk sem ekki þolir fordæmingu?

Shani Louk er aðeins ein af þeim 1.400 hundruð gyðingum sem voru drepnir á villimannslegan hátt og margir afhöfðaðir og lík sundurtætt eftir að fólk var dáið. Augu voru stungin úr líkum. Til og með fóstur var skorið úr móðurkviði og aflífað og afhöfðað. Það er einhver brengluð andleg heilsa að sjá hindrun í vegi fyrir því að fordæma morð og afhöfðun ungabarna.

Stjórnarandstaðan hefur um tvennt að velja:

Styðja fjöldamorð og hryðjuverkasveitir íslamska kalífatsins sem telja gyðinga réttdræpa eins og rottur og að afmá beri Ísrael af landakortinu. Eða fordæma þá villimennsku, það botnlausa hatur og mannvonsku sem eina ferðina enn er að rísa upp gegn gyðingum.

Velur stjórnarandstaðan fyrrnefnda kostinn á þeim þingfundi sem hún fer fram á til að ræða málin, væri ekki úr vegi, að þingmenn hennar útskýrðu fyrir landsmönnum, hvað það er í framferði Hamas sem er svo viðkvæmt að ekki megi fordæma það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Afhverju ekki að fordæma dráp á saklausu fólki óháð þjoðerni eða trú? Eins og Putin orðaði þetta vel.. látið konur og börn í friði en leyfið mönnunum að berjast!

EF Hamast drepur 1000 manns gefur það Ísrael ríki óútfylltan checka til að drepa 10.000 manns eða 100.000 manns? Erum við í einhverri leikskóla pólitík?

Er líf gyðings 10x meira virði en líf fólksins á Gaza? Kannski er líf gyðings 100x meira virði veit ekkert um það en mér finnst sorglegt að líf saklausra vera fórnað almnennt óháð þjóðerni eða trú. 

Svo má ekki tala um fílinn í herberginu ... Hvernig tókst Hamas að fara í gegnum þessa varnarveggi meðan Ísraelski herinn lét ekki sjá sig í 7 tíma. Egyptar vöruðu Ísrael um að eitthvað stórt væri að fara að gerast 3 dögum áður..Þetta Festival var á allt öðrum stað en var flutt nálægt Gaza 48 tímum fyrir innrásina.. Ég þarf ekki að segja neitt meira .. IDF er með hreyifiskynjara við allan varnarvegginn á Gaza og sjálfvirkar vélbyssur sem skjóta á allt sem hreyfist plús myndavélar.. það er ekkert að fara að gerast þarna sem Mossad veit ekki að.. en samt gerðist þetta.. 80% af hernum sem venjulega er við þessa virkisveggi og herstöðvar við Gaza voru fluttar annað 2 dögum fyrir .. Svo er einkar athyglistvert þetta Gas svæði undir strönd Gaza sem Ísrael vilja fara að virkja .. Það eru margar spurningar í gangi ... en það ætti að fordæma dráp beggja ekki bara Hamas heldur Ísraels ríkis lika og svo virðist vera að núna ætla þeir að ganga alla leið nema að einhver stöðvi þessi dráp. 

Ísrael eru búnir að drepa 24 fréttamenn inn á Gaza og svo virðist vera að þau eru skotmörk enda vilja þeir enga fréttamenn inn á þessu svæði sem þeir eru a leið inn i. 

Ísraelsmenn sjálfir fólk sem hefur verið sem IDF hermenn bæði almennir hermenn og þeir sem voru í njósnadeildina segja opinberlega í blog myndböndum að það er ekki sjens að Hamas hafi getað gert þessa árás óaðvitandi fyrir IDF. Ekki sjens. 

Isrel hefði aldrei getað byrjað að carpet sprengja Gaza út af engu ... Þeir þurfa einhverja ástæðu...þeir gáfu Hamas ástæðu í 7 tíma ...fyrir heiminn að sjá drápin sem þeir frömdu.. svo fór plan B í gang.

Þröstur R., 31.10.2023 kl. 06:54

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ansi langsótt skýring og rökfræðilegur kollhnís að komast að þeirri niðurstöðu að gyðingar hafi drepið sjálfa sig með staðgenglum Hamas til að geta farið í stríð við Hamas. 

Spurningin sem þú svarar ekki Þröstur er: Ertu reiðubúinn að fordæma hryðjuverk Hamas á saklausum gyðingum? 

Gústaf Adolf Skúlason, 31.10.2023 kl. 13:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Gústaf, þetta VG lið eru aumingjar og vesalingar upp til hópa og þetta lið Ísland - Palestína (Ísland - Hams) er eitthvað  mesti hópur rugludalla sem fyrirfinnst á landinu......

Jóhann Elíasson, 31.10.2023 kl. 15:41

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jóhann, þakka innlitið og ég tek undir orð þín. Vinstri menn sem bara sjá „Palestínu" þegja þunnu hljóði yfir öllum stríðsglæpum Hamas gegn íbúum Gaza. T.d. með því að leggja stjórnstöð hersins undir sjúkrahús sem er stríðsglæpur samkvæmt alþjóða lögum. Að nota óbreytta borgara sem skjöld í stríði er einnig skilgreint sem stríðsglæpur. Ef Ísraelsmenn sprengja herstöð Hamas undir sjúkrahúsi og saklausir borgarar deyja, þá er það ekki stríðsglæpur, því hermannvirki eru leyfð skotmörk í stríði. Margir vinstri menn eru heilaþvegnir að áróðri hryðjuverkamanna.

Gústaf Adolf Skúlason, 31.10.2023 kl. 17:37

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Síðast þegar Ísrael og Hamas áttu í átökum voru Ísraelsmenn þvingaðir til vopnahlés til að verja óbreytta "Palestínu" borgara, þeir vildu hinsvegar útrýma Hamas, en gáfu eftir og vopnahlé varð ofaná.

Hamas tók vopnahléinu fagnandi þar sem þeir máttu sín einskis gegn Ísraelskum hermönnum. Þeir sáu tækifærin í því að undirbúa næstu árás, þá árás sáum við eiga sér stað 7.október s.l.

Nú hefur Hamas gengið of langt og Ísraelar ætla ekki láta bjóða sér upp á annað "vopnahlé" sem myndi kosta Ísraelsku þjóðina enn meiri hörmungar síðar meir. Nú skal kné fylgja kviði og Hamas upprætt í eitt skipti fyrir öll.

"Sonur Hamas", sonur eins stofnanda samtakanna stendur með Ísrael hann þekkir sitt fólk og veit að þar fara villimenn sem eira engum, ekki einu sinni sínu eigin fólki ef það hentar málstað þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.10.2023 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband