Mæður fórnarlamba krefjast aðgerða stjórnvalda

Skärmavbild 2018-11-18 kl. 20.51.02Mæður fórnalamba minntust þeirra 120 drengja og ungra manna sem drepnir hafa verið í skotbardögum í Svíþjóð síðan 2015. Þúsundir ættingjar, vinir og vandamenn og aðrir stuðningsmenn söfnuðust á útifundi á Sergelstorgi í Stokkhólmi í gær. Mæður nokkurra fórnarlambanna héldu ræðu til að vekja athygli yfirvalda á því ófremdarástandi sem ríkir í Svíþjóð, ógnaröld vopnaðra glæpahópa sem hafa heilu svæðin á valdi sínu. Kveikt var á kertaljósum.


Skärmavbild 2018-11-18 kl. 20.46.03Margir saklausir hafa verið skotnir fyrir það eitt að hafa verið á röngum stað á röngum tíma. Móðir eins drengsins sagði að fólk yrði að skilja að allir sem væru drepnir í skotbardögum væru ekki ófreskjur eða glæpamenn. Ekki væri hægt að ypta öxlum yfir því. Ung systir einna þeirra myrtu sagðist ekki vilja að líf eldri bróður hennar hyrfi í gleymskuna sem tala í opinberum skýrslum um glæpaverk í Svíþjóð.

Skärmavbild 2018-11-18 kl. 20.55.50Aðrir viðstaddir sögðu við sænska sjónvarpið í gærkvöldi að "ástandið í Svíþjóð væri hræðilegt, að við skulum þurfa að halda svona mótmælafund." Vonir aðstandenda fórnarlambanna eru að stjórnmálamenn opni augun fyrir vandanum og byrji að aðhafast eitthvað í málunum."

Ekkert lát er á hagvexti glæpaklíka í Svíþjóð sem tóku þrjú líf til viðbótar í síðustu viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband