Kjósendum bókstaflega fleygt í ruslatunnuna - ekki lengur áhugaverðir

46296218_1163018460541061_4704666017366802432_nÞannig byrjar pistill dagsins hjá Lottu Gröning, Expressen. Hún skrifar að "sjö flokkar hafa málað sig útí horn og eiga enga heiðarlega leið út, þar sem þeir völdu að hunsa Svíþjóðardemókrata og kjósendur þeirra. Flokkarnir kusu einnig að setja lýðræðið úr leik með því að tala ekki við lýðræðiskjörna stjórnmálamenn sem hafa verið kjörnir á þing með aðrar skoðanir. Samtímis stimpla flokkarnir kjósendur SD sem rasista og það augljóslega gegn betri vitund. Margir af kjósendum Svíþjóðardemókrata eru æfareiðir og fyrirlitning á stjórnmálamönnum flæðir yfir barmana."

"Ég syrgi lýðræðið okkar. Við ættum að kveikja á kerti og minnast þeirra gríðarlegu fórna sem fólk hefur fært til þess að koma okkur hingað."

"Það versta er, að flokkarnir sjö sem ekki vilja ræða við þann áttunda, grafa sína eigin gröf. Þeir byggja upp samfélag valdníðslu. Er það þannig sem við eigum að bregðast við í daglega lífinu á vinnustöðum og í skólum ef einhver hefur skoðun sem okkur líkar ekki? Að ræða ekki við viðkomandi persónu heldur venda spori, ganga burtu fullviss um að við höfum sigrað rasista!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta hljómar eilítið eins og kosninganiðurstaða síðustu sveitarstjórnakosninga í borginni.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.11.2018 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband