Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hægri blokkin sprungin

44091343_10157796616264115_4247572267464130560_nMyndin sýnir Annie Lööf formann Miðflokksins máta kápu með merki Sósíaldemókrata á innhlið kápunnar. Létt að snúa kápunni við eftir því hvernig vindurinn blæs.

Þegar Miðflokkurinn og Frjálslyndir lýstu því yfir að mikilvægara væri að halda Svíþjóðardemókrötum frá áhrifum í sænskum stjórnmálum en að styðja ríkisstjórn bláu blokkarinnar gegn vantrausti á þingi, þá var Ulf Kristersson engin leið fær að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. 

Töluverðrar reiði gætir hjá Móderötum og Kristdemókrötum vegna afstöðu Annie Lööf formanns Miðflokksins sem lýsti því yfir í stjórnarmyndunarviðræðunum, að hún gæti hugsað sér að verða hluti af ríkisstjórn undir forystu Stefan Löfvens.

Móderatar, sem töpuðu mest í kosningunum, fengu fyrstir umboð forseta þingsins til að reyna að mynda ríkisstjórn. Núna bendir allt til að Sósíaldemókratar sem töpuðu næst mest í kosningunum fái umboð til stjórnarmyndunar. 

Forseti þingsins hefur fjögur tækifæri að bera upp hugsanlega ríkisstjórn á þingi. Ef tillögurnar verða felldar með vantrausti verður að efna til aukakosninga eigi síður en þremur mánuðum eftir að fjórðu tillögunni var hafnað. Hingað til hefur fyrsta tillaga þingforseta ávallt verið samþykkt og ný stjórn ætíð verið mynduð á skemmri tíma en nú er liðinn frá þingkosningum. Engar tímatakmarkanir eru á hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka. 

Jimmy Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, þrýstir nú á um að forseti þingsins láti koma til atkvæðagreiðslna í þinginu svo hægt verði að flýta stjórnarmyndunarferlinu í átt til aukakosninga en búist er við að þá gætu bæði Umhverfisvænir og Frjálslyndir dottið út af þingi og Svíþjóðardemókratar aukið fylgið enn frekar.


mbl.is Stjórnarmyndun er ekki í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna starfar á grundvelli hræsni og lyga

220px-Nikki_Haley_official_photoSú góða kona Nikki Haley hefur staðið sig frábærlega vel í eldlínunni bæði gagnvart Rússum og N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og einnig þegar hún útskýrði brottför Bandaríkjamanna úr Mannréttindaráðinu. Þann stól kjánuðust Íslendingar í og hefðu betur hlustað á Haley, þegar hún útskýrði, að ráðið starfaði á hræsnisgrundvelli og ögraði mannréttindum í heiminum.

Mannréttindaráðið er í höndum alþjóðasósíalista sem alltaf taka afstöðu gegn Ísrael og nota ráðið m.a. til að berja á fullveldissinnum í Evrópu. Fredrik Malm, utanríkissérfræðingur hjá Frjálslyndum í Svíþjóð vill að ráðið verði lagt niður og nýtt ráð skipað sem bannar þáttöku ólýðræðisríkja. 

ESB notar Mannréttindaráðið gegn eigin meðlimum sem láta ekki einræðisherrana í Brussel segja sér fyrir verkum. Aðildarríki sem neita að taka á móti fólki frá Afríku og Miðausturlöndum gerast sek um "mannréttindabrot" skv. SÞ.

Hillary Clinton er í sömu skútu og segir það mannréttindabrot að styðja forsætisráðherra Ungverjalands Viktor Orbán í deilum innan ESB. Stærsta brotið er að sjálfsögðu opinber herferð flokks Orbán gegn auðkýfingnum George Soros. 

Það er sama hvert litið er í heiminum. Þótt sósíalistaflokkarnir hafi skipt um nafn á heimssamtökum sínum Sósíalíska Internationalen yfir í Progressive Alliance, þá er valdafíknin, spillingin og ósk um alheimsstjórn efst á blaði nú sem fyrr.

Hillary passar vel inn í þann stórhættulega grátkór sem vill banna allt nema sósíalismann. Aðþrengdir, tapsárir sósíalistar víða um heim telja sig eiga einkarétt á málfrelsi, lýðræði og mannréttindum. Þeir skilja ekki að þeir gera mistök og kenna alltaf öðrum um. Tap sósíalista verður að hatri gegn öllum þeim sem kjósa annað.

Sósíalistarnir eru að steypa heiminum í glötun eina ferðina enn.


mbl.is Haley ekki á leiðinni í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læst staða sænskra stjórnmála – plús nokkrar staðreyndir

Great_coat_of_arms_of_Sweden.svgÞeir sem hæst hrópa um samvinnu milli hægri og vinstri blokkanna hella sjálfir steypu blokkastjórnmálanna á fætur sér.

Þegar skipað var í 16 nefndir sænska þingsins í fyrradag voru það samantekin ráð hægri og vinstri blokkarinnar að undanskilja Svíþjóðardemókrata frá formennsku og varaformennsku í þingnefndum.

Embættunum var skipt á milli hægri og vinstri blokkanna eins og að þriðji stærsti flokkurinn væri ekki til. Þetta er frávik frá þeirri þingræðisreglu sem gilt hefur hingað til að úthluta þessum embættum út frá stærð flokkanna. Þannig fengu allir minni flokkarnir formennsku í einhverri nefndinni, samtals fimm flokkar með atkvæðatölu á bilinu 4,41% upp í 8,61% en Svíþjóðardemókratar með 17,53% fengu engan mann í formennsku eða varaformennsku. Mun þetta eflaust draga dilk á eftir sér í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem í gangi eru.

Nokkur orð vegna viðtalsins á útvarpi Sögu í gær:

Skýrslu Sameinuðu þjóðanna um skráðar nauðganir - einnig gagnvart börnum má finna hér.

Ljót staða Svíþjóðar sem hefur valdið hneykslun um víða veröld og verulega laskað ímynd Svíþjóðar. Nýrri tölur frá 2015 má finna hér. Svíþjóð enn númer tvö yfir fjölda kærðra nauðgana.

Aukning nauðgana í Svíþjóð undanfarin ár er veruleg og það sem vekur sérstaka athygli er að fjórum sinnum fleiri segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi núna en fyrir sjö árum síðan (1,1% ár 2011 - 4,1% ár 2017). Kærðar nauðganir á sama tímabili fjölgaði frá 17 077 upp í 21 991. Er það langtum minni aukning en fram kemur í viðtölum og könnunum.

Skýrsla Migrationsverket um hælisumsóknir 2018 (15 978 jan-sept) og landvistarleyfi 2018 (95 766 jan-sept).

Bæti einnig við (kl 9:21) tilvísun í þjóðerni innflytjenda en árið 2017 var þriðji stærsti hópurinn sem fékk sænsk ríkisborgararéttindi fólk án ríkisfangs.


"Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar".

Dn7JyiNXgAAK8URMargir þingmenn lýstu yfir ánægju sinni að fá tækifæri á að ýta Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar úr embætti í gær með því að svara nei þegar spurt var um traust til forsætisráðherrans. Hefur það aldrei áður gerst í sögðu Svíþjóðar að sitjandi forsætisráðherra er vikið úr embætti á þennan hátt en 204 lýstu vantrausti en 142 studdu Löfven. 

Hanif Bali þingmaður Móderata tók myndina ofan og lagði út á twitter með orðinu Bye. Ýmsir aðrir gerðu slíkt hið sama, sérstaklega eftir að ramaskrí heyrðist úr ranni Löfvenista um að Hanif Bali hefði kosið með löngutöng til að lítillækka forsætisráðherrann fyrrverandi. Brá einhverjum í brún, þegar þingmaðurinn útskýrði að vísifingurinn væri bæklaður síðan hann starfaði við pízzugerð svo hann neyddist til að nota annan fingur og honum hefði nú bara alls ekki dottið í hug að hægt væri að túlka myndina sem að hann væri að gefa sósíaldemókrötum fingurinn. 

Staðan á þinginu er læst, þar sem vinstri blokkin og miðflokkurinn og frjálslyndir setja sem skilyrði fyrir samstarfi að Svíþjóðardemókratar verði útilokaðir frá áhrifum á þinginu. Þessi afstaða hefur fært Svíþjóðardemókrötum vaxandi fylgi og Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segist ekki óttast aukakosningar ef enginn gefur með sér og byrjar að umgangast Svíþjóðardemókrata sem lýðræðislega kjörna fulltrúa meira en milljón Svía.

kungen och talmannenÞingið var sett við hátíðlega athöfn að viðstöddum meðlimum sænska konungshússins skv. venju. Karl XVI Gustaf hélt athyglisverða ræðu þar sem hann áréttaði fyrir þingmönnum eðli þingsins og hlutverk þeirra sem fulltrúa umbjóðenda sinna:

"Í dag, eins og fyrir hundrað árum síðan, er lýðræðið sá hlutur sem við verðum að vernda og varðveita sameiginlega. Ekki aðeins á kjördegi heldur sérhvern dag. Núna eins og þá axlið þið sérstaka ábyrgð sem kjörnir eru fulltrúar sænska fólksins. 

Háttvirtu þingmenn. Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar. 

Þeir sem lifa í Svíþjóð í dag, en einnig komandi kynslóðir, þau eru umbjóðendur ykkar.

Þau vænta þess að Þér notið þekkingu og reynslu yðar á sem bestan hátt fyrir Svíþjóð fyrir góða framtíð allra þeirra sem hér lifa.

Að sinna trausti fólksins - er ekki einfalt verkefni. En samtímis eitt það mikilvægasta sem hægt er að hafa.

Það er einnig erfitt starf. Mörg hundruð ákvarðanir eru á braut yðar. Sumar verður auðvelt að taka. Aðrar erfiðari og flóknari.

Hagsmunir landsins eru í höndum Yðar. Ég óska ykkur þróttar, hugrekkis og vísdóms í mikilvægu starfi ykkar. Ég lýsi því hér með yfir, að þing 2018/2019 er sett".

Sýn Svíakonungs á lýðræði er kýrskýr. 

Synd hversu margir núverandi þingmenn koma ekki auga á það. 


mbl.is Löfven víki sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendamálin vega þyngri en hryðjuverk sem stærsta vandamál ESB

Skärmavbild 2018-05-14 kl. 00.51.34
Skv. nýrri könnn YouGov  telja íbúar í 9 af 11 löndum ESB að innflytjendamál séu stærsta vandamálið sem ESB stendur frammi fyrir í dag. 

Fólk í 11 löndum ESB var spurt hvaða einstaka mál væri stærsta vandamálið í dag. Í 9 löndum var svarið innflytjendamálið. Það voru löndin Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Grikkland, Finnland og Litháen sem svöruðu á þann veg.

Sömu lönd að Ítalíu undanskyldu töldu hryðjuverk vera næst stærsta vandamálið.

Matthew Goodwin hjá brezku hugveitunni Chatham House tísti að "Evrópa færist til hægri. Ef miðjan og vinstrið finna ekkert að segja af viti verður þeim varpað til hliðar, sérstaklega þar sem búast má við að þessar spurningar eigi eftir að verða enn þá mikilvægari fyrir kjósendur". 

 


Tvöfalt fleiri dauðaskot meðal yngri manna í Svíþjóð en í sambærilegum löndum

Í nýrri skýrlsu European Journal on Criminal Policy and Reaserch, þar sem morð með skotvopnum eru athuguð í 12 löndum, kemur m.a. fram að það er tíu sinnum algengara að ungir menn á aldrinum 15 til 29 ára séu skotnir til bana í Svíþjóð en í Þýzkalandi.  

Fyrir 10 árum voru morð á ungum mönnu með skotvopnum álíka algeng í Bretlandi og í Svíþjóð en í dag er það sex sinnum algengara að ungir menn séu drepnir með byssum í Svíþjóð en í Bretlandi. 

Vísindamenn hafa ekki skilgreint þessa aukningu í manndrápum með skotvopnum í Svíþjóð miðað við önnur lönd en benda á að flest slík morð í Svíþjóð séu framin með ólöglegum vopnum og að glæpaklíkur hafi fengið sérstöðu í notkun skotvopna í Svíþjóð miðað við önnur lönd. 

Á fyrsta ársfjórðingi 2018 hefur skotbardögum glæpaklíkna fækkað lítillega í Svíþjóð og færri verið drepnir miðað við sama tímabil 2017.


Forseti ESB og Kommúnistaflokkur Kína hylla Karl Marx á 200 ára afmælinu

Skärmavbild 2018-05-05 kl. 17.55.09Jean-Claude Juncker hélt ástríðuþrungna ræðu um Karl Marx í þýzka bænum Trier í dag en verið var að halda upp á 200 ára afmæli Marx. M.a. var 4,4 m há stytta af höfundi kommúnistávarpsins afhjúpuð en hún var gjöf frá Kína. Hinum megin á hnettinum minntust kínverskir kommúnistar Karl Marx og mikilvægi marxismans-lenínismans til að koma á kommúnisma um gjörvalla veröld. 

Í hyllingarræðu sinni um Karl Marx sagði forseti ESB að "Allir gerðu betur í að varðveita minninguna um Marx vegna þess að minningar og skilningur eru hluti þess að tryggja framtíðina. Ekki á að dæma Marx fyrir þau afbrot sem áhangendur hans frömdu áratugum eftir andlát hans. Það verður að skilja Karl Marx út frá þeim tíðaranda sem ríkti og ekki falla í gryfju fordóma."

Marx-1332094Seinna ræddi forseti ESB áhrif Karl Marx á Evrópusambandið og sagði að heimspeki Marx hefði kennt Evrópubúum að það væri verkefni þeirra að betrumbæta félagsleg réttindi. 

Margir mótmæltu fyrirhugaðri hyllingarræðu forseta ESB til mannsins sem skapaði hugmyndafræði sem leitt hefur um 100 milljónir manna beint í fang dauðans. Meðlimar Bandaríkjaþings og þingmenn fyrri kommúnistaríkja Austur-Evrópu skrifuðu forseta ESB bréf og hvöttu hann til að hætta við ferðina til Trier.

Þingmenn Fidesz flokksins í Ungverjalandi skrifuðu bréf og mótmæltu þáttöku forseta ESB í afmælishátíð Karl Marx: "Hugmyndafræði marxismans leiddi milljónir manna í dauðann og hundruðir milljónir annarra í örbirgð. Að halda upp á afmæli Marx þýðir að að verið er að gera gys að þeim sem misstu lífið".

Fjölmiðlar víða í heiminum fordæma þáttöku Forseta ESB í 200 ára hátíðarhöldunum um Karl Marx: https://www.independent.co.uk/news/uk/politics/karl-marx-jean-claude-juncker-defends-legacy-a8337176.html
https://news.err.ee/828968/institute-juncker-s-participation-in-karl-marx-anniversary-is-a-disgrace
https://www.express.co.uk/news/world/952181/EU-news-Jean-Claude-Juncker-Karl-Marx-anniversary-Trier-Germany-European-Union
https://www.thesun.co.uk/news/6216414/jean-claude-juncker-blasted-marx/
http://www.ukip.org/juncker_s_decision_to_commemorate_marx_speaks_volumes
http://www.atlanticbb.net/news/read/category/business/article/the_associated_press-eu_chief_dont_judge_karl_marx_for_his_followers_cr-ap
https://dailynewshungary.com/fidesz-meps-call-on-juncker-to-cancel-speech-on-marx-anniversary/
https://fee.org/articles/why-is-the-eu-celebrating-karl-marxs-birthday/
https://euwatch.org/jean-claude-juncker-slammed-for-celebrating-karl-marxs-birthday/
https://www.youtube.com/watch?v=hyPx0K6yms0

 


Rússar stöðvuðu brezkan kafbát frá þáttöku í árásunum

draugakafbaturHeimurinn á eftir að sjá nánari viðbrögð samfylkingar Rússa, Sýrlendinga, Írans, Kína og Norður-Kóreu við árás bandamanna á eiturefna verksmiðjur al-Assads um helgina. Þannig skiptast línur í Öryggisráðinu og þannig skiptast línur í viðbrögðum eftir árásina. Fyrstu fréttir ef marka má ummæli bandamanna al-Assad benda til útvíkkunar á hernaðarátökum.

Átökin voru meiri en sáust á yfirborðinu, t.d. var mikill eltingaleikur í Miðjarðarhafinu, þegar a.m.k einn af rússnesku Kilo-class kafbátunum (kallaðir Svartholið eða Draugabátar vegna þess að ekkert heyrist í þeim) elti brezkan Astute-kafbát sem var á leið með Tomahawk flaugar í skotfæri við Sýrland. Kafbátaátökin voru ekki smávægileg, heldur eltingaleikur í hafsdjúpum sem lauk ekki fyrr en bandarískar flugvélar ógnuðu rússneska kafbátnum úr lofti, þannig að sá brezki slapp úr prísundinni. Brezki kafbáturinn tók ekki þátt í árásinni á Sýrland eins og áætlað hafði verið. 

Ríkisstjórn Sýrlands gumar sér af því að hafa grandað 71 af 110 skeytum bandamanna en bandamenn gerðu grein fyrir fullheppnaðri árás, þar sem skeytin hæfðu skotmörk áður en sýrlenski herinn náði að bregðast við. 

Forseti Írans Hassan Rouhani hótar viðbrögðun á "innan við viku" ef Trump hættir við kjarnorkuvopnasamning Íran nema Íranir gangist undir aukið eftirlit og takmarkanir. "Ef Bandaríkin hleypa samningnum í uppnám munu þeir fá að finna fyrir afleiðingum innan við viku." Forsetinn segir Trump, May og Macron vera glæpaþý sem fremji herglæpi. 

South China Morning Post segir að Sýrlandsárásin hafi komið yfirvöldum í Peking og Moskvu á óvart. Greinir blaðið frá því að Kína muni sem bandamaður Rússa skipuleggja "vel tímasettar heræfingar sem muni skapa skipulögð vandræði fyrir Bandaríkjamenn og Taiwan".

Rússar fóru á staðinn, þar sem efnavopnaárásin var framin og sögðu síðan við fjölmiðla að engin efnavopnaárás hefði verið gerð. Seinna sögðu þeir að Bretar hefðu sett efnavopnaárás á svið til að koma sökinni á Rússland.

Álíka trúverðugt og fullyrðing Rússa um að eiturefnið sem notað var í Salsbury hafi komið frá Svíþjóð.

Rússar haf ekki setið aðgerðarlausir, innlegg rússneskra nettrölla jukust um 2000% eftir árásina. Boris Johnson utanríkisráðherra Breta segir Breta undirbúa sig undir tölvuárásir Rússa á brezkar rafveitur, gasfyrirtæki, vatnsveitur, banka, heilsukerfið og tölvufyrirtæki. 


mbl.is Ný tillaga um rannsókn á efnavopnaárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússalygar ganga ekki heim – ekki hægt að fela notkun efnavopna

14-svyle-33438158e71dc2a5301Tilbúningur Rússlandsstjórnar um að Bretar hafi sett vopnaárásina í Douma á svið til að koma sökinni á Rússland eru síðustu Rússalygarnar áður en gríman fellur og alheimurinn gerir sér grein fyrir, hvaða mann Pútín hefur að geyma. Peter Westmacott fyrrum sendiherra Breta í Bandaríkjunum sagði í viðtali við Sky News, að Rússar héldu áfram uppteknum hætti, sem er að ljúga og reyna að skipta um umræðuefni. 

"Í byrjun sögðu þeir að það væri algjör þvæla að efnavopn hefðu verið notuð í Douma. Núna segja þeir að efnavopnum hafi verið beitt og það hafi verið Bretar sem stóðu að baki efnavopnaárásinni."

Nýlega ásökuðu Rússar Breta um að hafa eitrað fyrir rússneska gagnnjósnaranum Skripal í Salsbury. Mr. Westmacott sagði, að því miður "höfum við vanist lygapökkunum og þess vegna er allt traust á ríkisstjórn Rússlands horfið".

Bandaríkin, Frakkland og Bretland hófu sameiginlegar árásir á efnavopnaframleiðslu, rannsóknarstofur og fleiri staði sem tengjast efnavopnum í Sýrlandi í nótt. Bandaríkjaforseti sagði ríkin staðföst í því að halda aðgerðum áfram þar til Sýrlandsstjórn hætti framleiðslu á efnavopnum.

Ríkisstjórn Pútíns hefur leitt hernaðarkapphlaup undanfarin ár og stóraukið hernaðarstyrk Rússlands. Fyrir rúmu ári síðan gortaði Pútín yfir að geta sprengt hvaða borg sem er í Evrópu á minna en tveimur tímum. Þá voru Rússar að koma fyrir kjarnorkuvopnaflaugum í Kalíngrad sem ná 2000 km innan við tvo klukkutíma. 

Þær ná til flest allra höfuðborga í Evrópu en ekki til Reykjavíkur.

Rússneskir hershöfðingjar hafa líka gortað yfir því að hafa herstyrk til að láta "heila eyju í Atlantshafi hverfa af landakortinu". Þeir voru ekki að tala um Ísland eða Færeyjar.

PS. Að gefnu tilefni. Morðhótanir eiga ekki heima í bloggum fullorðins fólks. Ég fjarlægi slíkan ósóma og viðkomandi fær engan aðgang framar í athugasemdakerfi við bloggið mitt. 

 

 


mbl.is Loftárásir hafnar í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faðmur dauðans – Pútín ógnar mannkyni öllu með þriðju heimsstyrjöldinni

putinassadÓyggjandi sannanir eru fyrir aðkomu Rússa að notkun ólöglegra eiturefna bæði í Salsbury í Bretlandi og einnig með aðkomu Sýrlandshers í eiturefnaárás á saklausa borgara í Sýrlandi s.l. laugardag, þar sem börn og konur voru myrt á hryllilegan hátt.

Ábyrgð Vladimir Pútíns er mikil. Bashar Al-assad forseti Sýrlands situr einungis við völd vegna hervalds Rússlands. Allt tal um "framgang Sýrlandshers" er sama taktík og í Úkraínu, þar sem grímuklæddir rússneskir hermenn breyttust í "úkraínska andspyrnuhreyfingu" innan landamæra Úkraínu. Rússar beita sömu lygum um veröld alla. Fremja glæpaverk og þykjast saklausir þegar þeir eru bornir ásökunum. 

Sýrlenski fáninn er blóði drifinn allt síðan venjulegir borgarar gagnrýndu stjórn Al-assads opinberlega. Svar ríkisstjórnarinnar var stríð gegn eigin landsmönnum og saklausir borgarar myrtir í stórum stíl. Vesældómur Óbama Bandaríkjaforseta, sem fékk ófriðarverðlaun norskra krata fyrir, gerði Pútín kleift að byggja upp stöðu sína í Miðausturlöndum. Til að betrumbæta brjálæðið flutti Obama milljarða dollara til Írans sem notar peningana til að smíða stríðsvél í Miðausturlöndum með markmiðið að eyða Ísrael með sprengju djöfulsins. Og þar situr heimurinn í dag.

Rússar hafa völdin í Sýrlandi og líta á árás á glæpastjórn Sýrlands sem árás á Rússland. Hóta kjarnorkustyrjöld fái þeir ekki að fara yfir rauðu eiturlínuna eins oft og þeim sýnist. 

Í stöðu dagsins eru samtal og lög farin. Vopnin tala. 

Mega Norðurlandabúar nú fara að undirbúa sig undir aðgerðir Rússa á Norðurslóðum.

Ekki síst nágrannar Rússlands, Finnar, Norðmenn og Svíar. Íslendingar mega gæta sín vegna legu landsins. 

Eystrarsaltsríkin eru á hættusvæði. Eins og áður.

Heidi Fried - ein af fáum sem slapp lifandi frá Helförinni, líkti í viðtali við sænska sjónvarpið í gærkvöldi ástandinu í heiminum í dag við áratuginn fyrir seinni heimsstyrjöldina.

Déjà vu.

1304421

 


mbl.is Trump ræðir við Macron og May í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband