Rússalygar ganga ekki heim – ekki hægt að fela notkun efnavopna

14-svyle-33438158e71dc2a5301Tilbúningur Rússlandsstjórnar um að Bretar hafi sett vopnaárásina í Douma á svið til að koma sökinni á Rússland eru síðustu Rússalygarnar áður en gríman fellur og alheimurinn gerir sér grein fyrir, hvaða mann Pútín hefur að geyma. Peter Westmacott fyrrum sendiherra Breta í Bandaríkjunum sagði í viðtali við Sky News, að Rússar héldu áfram uppteknum hætti, sem er að ljúga og reyna að skipta um umræðuefni. 

"Í byrjun sögðu þeir að það væri algjör þvæla að efnavopn hefðu verið notuð í Douma. Núna segja þeir að efnavopnum hafi verið beitt og það hafi verið Bretar sem stóðu að baki efnavopnaárásinni."

Nýlega ásökuðu Rússar Breta um að hafa eitrað fyrir rússneska gagnnjósnaranum Skripal í Salsbury. Mr. Westmacott sagði, að því miður "höfum við vanist lygapökkunum og þess vegna er allt traust á ríkisstjórn Rússlands horfið".

Bandaríkin, Frakkland og Bretland hófu sameiginlegar árásir á efnavopnaframleiðslu, rannsóknarstofur og fleiri staði sem tengjast efnavopnum í Sýrlandi í nótt. Bandaríkjaforseti sagði ríkin staðföst í því að halda aðgerðum áfram þar til Sýrlandsstjórn hætti framleiðslu á efnavopnum.

Ríkisstjórn Pútíns hefur leitt hernaðarkapphlaup undanfarin ár og stóraukið hernaðarstyrk Rússlands. Fyrir rúmu ári síðan gortaði Pútín yfir að geta sprengt hvaða borg sem er í Evrópu á minna en tveimur tímum. Þá voru Rússar að koma fyrir kjarnorkuvopnaflaugum í Kalíngrad sem ná 2000 km innan við tvo klukkutíma. 

Þær ná til flest allra höfuðborga í Evrópu en ekki til Reykjavíkur.

Rússneskir hershöfðingjar hafa líka gortað yfir því að hafa herstyrk til að láta "heila eyju í Atlantshafi hverfa af landakortinu". Þeir voru ekki að tala um Ísland eða Færeyjar.

PS. Að gefnu tilefni. Morðhótanir eiga ekki heima í bloggum fullorðins fólks. Ég fjarlægi slíkan ósóma og viðkomandi fær engan aðgang framar í athugasemdakerfi við bloggið mitt. 

 

 


mbl.is Loftárásir hafnar í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Nú hef ég ekki séð þetta viðtal við þennan ágæta sendiherra,en ef hann hefur sagt þetta er hann einfalldlega að ljúga. Punktur. hann er sem sagt með lygapakka svonefndan.

Rússar hafa ekki sakað Breta um að hafa staðið að efnavopnaárás í Sýrlandi,þeir hafa ásakað Breta um að hafa staðið að sviðsetniingu efnavopnaárásar í Sýrlandi. Með öðrum orðum að það hafi engin árás verið,en Bretar hafi aðstoðað og hvatt til að það sé sett á svið leikrit sem gefi till kynna að slík árás hafi átt sér stað.

Sennilega er þetta rétt hjá Rússum.

Bandaríkjamenn Bretar og Frakkar hafa enga ástæðu til að ráðast á Sýrland svo þeir þurfa að beita blekkingum til að réttlæta slíka árás.

Þetta er orðið stórkostlegt vandamál á heimsvísu þegar Bandarískur forseti nauðgar einhvrri kerlingu eða fremur einhvern annan glæp.Hann reynir alltaf að bjarga sé með að drepa fólk í öðrum löndum.

Borgþór Jónsson, 14.4.2018 kl. 10:35

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi taka fréttum sem þessum sem falsfréttir á meðan engar sannanir eru en aftur á móti þessi mögulegi ólöglöglegi efnavopna árásir á að taka á en varast að koma af stað WWIII. Eiturvopnum skal útríma en hvernig, Eru þau hjá terroristum.? 

Valdimar Samúelsson, 14.4.2018 kl. 11:20

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Gústaf. Ég skil ekkert í því að skoðanabræður okkar (og hugsanlega einhverjar skoðanasystur) í andstöðunni gegn ESB-Sovétinu nýja, skuli vera með þessa glýju í augum út af Rússlandi.

Hvenær varð Pútín einhver mannkynsfrelsari? Ég hlýt að hafa verið sofandi þegar það gerðist. Það þarf að taka glýjuna úr augunum á þessu ágætu vinum okkar, Valdimari Gunnlaugi og mörgum fleiri.

Rússland og Pútín eru gerspillt fyrirbæri. Einræðisríki. Spillingin er ríkisrekin, serm sást best á lyfjahneykslinu á síðustu Ólympíuleikunum. Það að ESB sé spillt, þvær ekki spillinguna af Rússlandi. Ég skil ekki hvernig menn fá það út.

Þó vil ég segja að það verður að vera verulega rökstuddur grunur um að efnavopnum hafi verið beitt og ég held að svo sé. Bara það eitt að Rússland sé í slagtogi með Íran og Assad Sýrlandsforseta, segir allt sem segja þarf um Rússland. Þetta er vanheilög þrenning.

Theódór Norðkvist, 14.4.2018 kl. 12:07

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

...þvær það ekki spillinguna af Rússlandi.

átti þetta að vera í þriðju málsgrein.

Theódór Norðkvist, 14.4.2018 kl. 12:08

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það veit engin nema sá seki, hvort Rússar eru sekir í þessu eða ekki.  Hættulegustu einstaklingarnir eru þeir sem trúa og framkvæma án þess að vita hvað þeir eru að gera.  

Guðmundur Jónsson, 14.4.2018 kl. 12:22

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir og þakka þér Theódór fyrir innlitið og orð þín.

Það er grundvallaratriði í allri réttvísi að hendur glæpamanna verða ekki þvegnar með blóðugri höndum annarra glæpamanna. 

Eitthvað virðist upplýsingar um pyndingar og blóðsúthellingar ríkisstjórnar al-Assads á eigin landsmönnum vanta í dæmið hjá þeim sem hlaupa til að verja al-Assad og Rússa. Það er einungis vegna Rússa sem al-Assad hefur völdin og það er ákvörðun Rússa sjálfra að koma að þríheilugu þrenningunni með Íran.

Eiturefnasérfræðingar frá Haag komust að þeirri niðurstöðu að efni notuð til árásar á Skripal í Salsbury komu frá verksmiðju í Rússlandi. Það er vitað um hvaða verksmiðju er að ræða. Þessu neita Rússar. 

Rússar neituðu því líka að þeir væru á ferð, þegar herlið þeirra tók Krímskaga. Rússneski fáninn var fjarlægður af herbúningum til að "sanna" að það væru "Úkraínumenn" sem væru á ferð.

Rússneska ríkisstjórnin er orðin svo vön að ljúga, að hún hefur enga tilfinningu fyrir því, hvernig aðrir sjá gegnum vefinn.  

29 sendiherra NATÓ ríkja hittast í Brussel í dag vegna Sýrlands. Pútín krefst aukafundar hjá Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að hefjast eftir rúmar tvær stundir, þegar þetta er skrifað. Framtíð málsins veltur á hvort Pútín reynir að steypa heiminum út í þriðju heimsstyrjöldina eða ekki.

Hann mun eflaust halda því fram, að Bretar standi á bak við það - einungis til að koma sökinni á Rússland.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2018 kl. 12:45

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

"Eiturefnasérfræðingar frá Haag komust að þeirri niðurstöðu að efni notuð til árásar á Skripal í Salsbury komu frá verksmiðju í Rússlandi. Það er vitað um hvaða verksmiðju er að ræða. Þessu neita Rússar."

Gústas , nú skaltu fara í yfirlýsingu OPCW og finna málsgreinina þar sem þetta kemur fram. Yfirlýsingin er aðgengilegg á heimasíðu þeirra . Síðan skaltu "pasta" það inn í þetta blogg.. 

Ef þú getur þetta ekki ertu einfalflega lygari. Þú ert að ljúga í lesendur þína.

Putin hefur ekki gert neitt. Það voru ekki Rússar sem voru að gera ólöglega árás á sjálfstætt ríki til verndar Hryðjuverkamönnum. Rússar hafa hvorki hreyft hönd eða fót.Þeir skutu ekki einu sinni á eldflaugarnar.

Það voru Bretar Bandaríkjamenn og Frakkar sem gerðu þessa árás. Það var ekki Putin sem ákvað þetta fyrir þá. Þessi ólöglega árás hefur ekkert með Putin að gera.

Vandamálið er ekki Rússland eða Putin,vandamálið er áralöng drápsherferð Breta Frakka og Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum og Norður Afríku. Vandamálið er áratuga samvinna þessara ríkja við hryðjuverkamen sem fara hamförum á svæðinu og drepa fólk.

Borgþór Jónsson, 14.4.2018 kl. 13:02

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ekki líklegt að Bretar eða aðrar frjálsar þjóðir séu eru að reyna koma sök á Rússa (Tyrkir kannski?). Miklu líklegra er að ISIS eða Kurdar  standi á bak við það,  ég hef samt ekki hugmynd um það ég veit bara að Assad er algerlega háður stuðningi Rússa og Kúrdar og ISIS eru þeir einu sem í fljótu bragði gætu hugsanlega hagnast á meiri ófrið í Sýrlandi.

Guðmundur Jónsson, 14.4.2018 kl. 13:07

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Theodor. 

Vafalaust er spilling í Rússlandi og Putin ekki mannkynsfrelsari,en það kemur málinu bara ekkert við. Þú ert bara að reyna drepa málinu á dreif með einhverju snakki. Vandamálið er áralangt morðæði þessara þjóða sem stóðu að árásinni í nótt. Vandamálið er að árum saman hafa þeir gert út hryðjuverkamenn til að leysa upp samfélög og myrða borgara þeirra.

Vandamálið er ,að það er verið að eyðileggja alþjóðastofnanir með þessari lögleysu. Vandamálið er að það er verið að eyðileggja vestræn samfélög með stanslausum lygum í gegnum fjölmiðla sem er alfarið stjórnað af sömu ómennum og gerðu árásina í nótt.

Vanndamálið er að við sitjum uppi með menn eins og Valdimar sem veit ekkert í sinn haus og rær öllumm árum að því að þessi glæpastarfsemi haldi velli

Borgþór Jónsson, 14.4.2018 kl. 13:13

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Veröldin er ekki bara svört eða hvít, hér er linkur fyrir vantrúaða

https://www.thetimes.co.uk/article/b51c209a-3919-11e8-b5b4-b935584040f4

Gústaf Adolf Skúlason, 14.4.2018 kl. 13:18

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fyrirgefðu Valdimar. ,Þarna átti að sjálfsögðu að standa Gústaf.

Borgþór Jónsson, 14.4.2018 kl. 13:39

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það væri ágætt að þú vitaðir í skýrsluna sjálfa,en ekki það sem breska leynþjónustan er að tuða. Það er einusinni eitt af þeirra hlutverkum að villa um fyrir fólki

Borgþór Jónsson, 14.4.2018 kl. 13:43

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mun sennilega ekki ná að svara áður en lokað verður fyrir svör vegna tímamarka (sem ég get vel skilið, fæstir bloggarar hafa tíma til að svara umræðum sem geta staðið í marga daga og skila sjaldnast einhverju). Vil segja að ég hef áhyggjur af þessum málum öllum eins og eflaust flestir.

Theódór Norðkvist, 14.4.2018 kl. 19:09

14 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

þeir sem að hafa EKKI HAG af efnavopna árásinnni í syrlandi eru augljóslega ekki þeir sem að framkvæma hana, og þeir sem að hafa EKKI hag af efna vopna árásinni í Uk eru augljóslega ekki heldur þeir sem að standa að baki henni. þetta er ekki neitt flóknara heldur en þetta. Tilfinningarsemi sums fólks þar sem að fólk dæmir af tilfinningarsemi en ekkki rökum, eru liklegar til þess að falla algerlega um sjálft sig. Nato elítan hefur logið um efnavopna árás í Irak og líka þá lugur þeir um gjöreyðingarvopn þar líka. Tony Blair i Uk kom fram seinna og baðst afsökunar á þvi að hafa tekið þátt i lyginni eða orðið fórnarlamb hennar. Usa er eina ríkið sem að hefur varpað kjarnorku sprenju á saklaust fólk og lét sér ekki nægja 1 heldur 2. Afkomendur þeirra hinu sömu er til staðar í Usa í dag ef að svo má að orði komast, þannig að hvers vegna ætti nokkur að trúa þeim frekar en ðrðum ???? 

Lárus Ingi Guðmundsson, 14.4.2018 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband