Hægri blokkin sprungin

44091343_10157796616264115_4247572267464130560_nMyndin sýnir Annie Lööf formann Miðflokksins máta kápu með merki Sósíaldemókrata á innhlið kápunnar. Létt að snúa kápunni við eftir því hvernig vindurinn blæs.

Þegar Miðflokkurinn og Frjálslyndir lýstu því yfir að mikilvægara væri að halda Svíþjóðardemókrötum frá áhrifum í sænskum stjórnmálum en að styðja ríkisstjórn bláu blokkarinnar gegn vantrausti á þingi, þá var Ulf Kristersson engin leið fær að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. 

Töluverðrar reiði gætir hjá Móderötum og Kristdemókrötum vegna afstöðu Annie Lööf formanns Miðflokksins sem lýsti því yfir í stjórnarmyndunarviðræðunum, að hún gæti hugsað sér að verða hluti af ríkisstjórn undir forystu Stefan Löfvens.

Móderatar, sem töpuðu mest í kosningunum, fengu fyrstir umboð forseta þingsins til að reyna að mynda ríkisstjórn. Núna bendir allt til að Sósíaldemókratar sem töpuðu næst mest í kosningunum fái umboð til stjórnarmyndunar. 

Forseti þingsins hefur fjögur tækifæri að bera upp hugsanlega ríkisstjórn á þingi. Ef tillögurnar verða felldar með vantrausti verður að efna til aukakosninga eigi síður en þremur mánuðum eftir að fjórðu tillögunni var hafnað. Hingað til hefur fyrsta tillaga þingforseta ávallt verið samþykkt og ný stjórn ætíð verið mynduð á skemmri tíma en nú er liðinn frá þingkosningum. Engar tímatakmarkanir eru á hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka. 

Jimmy Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, þrýstir nú á um að forseti þingsins láti koma til atkvæðagreiðslna í þinginu svo hægt verði að flýta stjórnarmyndunarferlinu í átt til aukakosninga en búist er við að þá gætu bæði Umhverfisvænir og Frjálslyndir dottið út af þingi og Svíþjóðardemókratar aukið fylgið enn frekar.


mbl.is Stjórnarmyndun er ekki í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Gústaf

Er það þannig í Svíþjóð að þeir flokkar sem mestu tapa fái umboð til að mynda ríkisstjórn???? Á það sem sagt að vera keppikefli stjórnmálaflokka þar eystra að tapa sem mestu svo þeir hljóti forsæti í nýrri ríkisstjórn?????  Ja, það verður ekki logið upp á Svíana, ýmislegt sem þeir gera en ógerlegt fyrir aðra að skilja!!!! wink

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.10.2018 kl. 13:49

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, hér er ekki farið til sigurvegara kosninganna - alla vega ekki á meðan þeir eru meðhöndlaðir sem "holdsveikie" og allir eiga að forðast. Hér dugar að forsætisráðherraefni geti tilkynnt ríkisstjórn sem stenst vantraust á þingi. Svíarnir kalla þetta "neikvætt þingræði". Það hittist svo á, að tveir stærsu flokkarnir eru um leið þeir sem töpuðu kosningunum svo það hefur að gera með stærð flokkanna hver fær umboðið. En þriðji stærsti flokkurinn - sigurvegari kosningnna - er útfrystur af öðrum flokkum og mun ekki fá stjórnarumboð. Svíþjóðardemókratar fá ekki einu sinni formanns- eða varaformannsembætti í þingnefndum sem minnstu flokkarnir fá - allt að þrisvar sinnum minni en Svíþjóðardemókratar! Stærsti flokkurinn á þingi - Sósíaldemókratar - hefur ákveðið að meðhöndla eigi Svíþjóðardemókrata sem "holdsveika" og þeir eigi að vera í einangrun. Þrátt fyrir lélegustu kosningaúrslit Sósíaldemókrata frá upphafi, þá eru aðrir flokkar enn undir dáleiðslu þeirra. Þetta er merkilegur veruleiki sem sögulega minnir á Þýzkaland áður en Hitler komst til valda.

Gústaf Adolf Skúlason, 15.10.2018 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband