Forseti ESB og Kommúnistaflokkur Kína hylla Karl Marx á 200 ára afmælinu

Skärmavbild 2018-05-05 kl. 17.55.09Jean-Claude Juncker hélt ástríðuþrungna ræðu um Karl Marx í þýzka bænum Trier í dag en verið var að halda upp á 200 ára afmæli Marx. M.a. var 4,4 m há stytta af höfundi kommúnistávarpsins afhjúpuð en hún var gjöf frá Kína. Hinum megin á hnettinum minntust kínverskir kommúnistar Karl Marx og mikilvægi marxismans-lenínismans til að koma á kommúnisma um gjörvalla veröld. 

Í hyllingarræðu sinni um Karl Marx sagði forseti ESB að "Allir gerðu betur í að varðveita minninguna um Marx vegna þess að minningar og skilningur eru hluti þess að tryggja framtíðina. Ekki á að dæma Marx fyrir þau afbrot sem áhangendur hans frömdu áratugum eftir andlát hans. Það verður að skilja Karl Marx út frá þeim tíðaranda sem ríkti og ekki falla í gryfju fordóma."

Marx-1332094Seinna ræddi forseti ESB áhrif Karl Marx á Evrópusambandið og sagði að heimspeki Marx hefði kennt Evrópubúum að það væri verkefni þeirra að betrumbæta félagsleg réttindi. 

Margir mótmæltu fyrirhugaðri hyllingarræðu forseta ESB til mannsins sem skapaði hugmyndafræði sem leitt hefur um 100 milljónir manna beint í fang dauðans. Meðlimar Bandaríkjaþings og þingmenn fyrri kommúnistaríkja Austur-Evrópu skrifuðu forseta ESB bréf og hvöttu hann til að hætta við ferðina til Trier.

Þingmenn Fidesz flokksins í Ungverjalandi skrifuðu bréf og mótmæltu þáttöku forseta ESB í afmælishátíð Karl Marx: "Hugmyndafræði marxismans leiddi milljónir manna í dauðann og hundruðir milljónir annarra í örbirgð. Að halda upp á afmæli Marx þýðir að að verið er að gera gys að þeim sem misstu lífið".

Fjölmiðlar víða í heiminum fordæma þáttöku Forseta ESB í 200 ára hátíðarhöldunum um Karl Marx: https://www.independent.co.uk/news/uk/politics/karl-marx-jean-claude-juncker-defends-legacy-a8337176.html
https://news.err.ee/828968/institute-juncker-s-participation-in-karl-marx-anniversary-is-a-disgrace
https://www.express.co.uk/news/world/952181/EU-news-Jean-Claude-Juncker-Karl-Marx-anniversary-Trier-Germany-European-Union
https://www.thesun.co.uk/news/6216414/jean-claude-juncker-blasted-marx/
http://www.ukip.org/juncker_s_decision_to_commemorate_marx_speaks_volumes
http://www.atlanticbb.net/news/read/category/business/article/the_associated_press-eu_chief_dont_judge_karl_marx_for_his_followers_cr-ap
https://dailynewshungary.com/fidesz-meps-call-on-juncker-to-cancel-speech-on-marx-anniversary/
https://fee.org/articles/why-is-the-eu-celebrating-karl-marxs-birthday/
https://euwatch.org/jean-claude-juncker-slammed-for-celebrating-karl-marxs-birthday/
https://www.youtube.com/watch?v=hyPx0K6yms0

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkur anakrónískur api þessi Jean-Claude Juncker.

Var hann undir áhrifum þegar hann flutti þessa asnalegu ræðu?

Jón Valur Jensson, 6.5.2018 kl. 03:03

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, ef þú meinar áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja, þá leit maðurinn afskaplega prúðbúinn út þótt hann virtist eiga erfitt með gang (það er annars venja hans að skjögra vegna drykkju eða þynnku). Hins vegar er karlinn sem og aðrir ráðamenn ESB undir bullandi áhrifum marxismans og réttlæta hann þegar færi gefst. Ekkert minnst á öll morðin bæði í Kína og Rússlandi, Asíu og Evrópu, já í öllum heiminum af völdum kommúnismans, um 100 milljónir manns.

Að segja að það sé fylgendum Marxismans að kenna að beita ofbeldi en ekki Karl Marx, sjálfum höfundi kommúnistaávarpsins er sama og vinir Hitlers segja, þegar þeir verja hann gegn helförinni. Evrópusambandið fór í frakkan sem Sovétmenn fóru úr, þegar Sovétið leystist upp. ESB er sósíalistabandalag undir áhrifum Marx.

Gústaf Adolf Skúlason, 6.5.2018 kl. 04:49

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Unionsozialistische hefur komið í stað Nationalsozialistische 

Gústaf Adolf Skúlason, 6.5.2018 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband