Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Evran er svefnpilla, sem svæft hefur Evrópu
15.4.2013 | 11:32
Aldrei fyrr hefur jafnháttsettur embættismaður ESB, fyrrverandi framkvæmdastjóri innri markaðarins Frits Bolkesten, stutt afnám evrunnar. Í viðtali við hollenska blaðið Algemeen Dagblad sagði Frits Bolkensten að:
"Hollendingar verða að yfirgefa evruna eins fljótt og auðið er....Gjaldmiðlasambandið hefur gjörsamlega mistekist. Evran hefur breyst í svefnpillu sem hefur svæft Evrópu í staðinn fyrir að hugsa um samkeppnisstöðu okkar...Leggjum niður evruna og styrkjum innri markaðinn í staðinn. Við þurfum ekki evruna til þess."
Orð að sönnu, bara að taka undir með manni með reynslu úr innstu herbúðum búrókratanna í Brussel.
Uppreisnin gegn evrunni breiðist út um alla Evrópu t.d. hvetur Mario Soares fyrrum forseti Portúgals til greiðslustöðvunar og úrsagnar úr evrunni, á Kýpur ræða menn svipaða hluti, í Þýzkalandi er nýbúið að stofna flokk, sem krefst úrsagnar landsins úr evrunni o.s.frv.
Evran er dauðvona. Úför auglýst síðar.
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.4.2013 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð vegna evrukreppunnar
14.4.2013 | 20:54
Í viðtali í sænska sjónvarpinu 14.apríl sagði fjármálaráðherra Svíþjóðar Anders Borg, að Svíar mættu búast við langdreginni efnahagslægð og auknu atvinnuleysi vegna evrukreppunnar.
Ráðherrann er nýkominn frá fundi fjármálaráðherra ESB í Dublin þar sem neikvæðar horfur evrusvæðisins og ESB voru ræddar.
15.apríl leggur ríkisstjórn Svíþjóðar fram fjárlög með auknum framlögum til iðnmenntunar hjá fyrirtækjum, iðnskólum og lægri atvinnurekendagjöldum ungmenna en atvinnuleysi ungmenna er mjög hátt í Svíþjóð. Áður hafði ríkisstjórnin m.a. lagt fjármagn til samgönguframkvæmda og lægri skatta á fyrirtæki. Nú eru 427 þúsund Svíar atvinnulausir sem er 8,2%. Borg reiknar með halla á fjárlögum milli 1-2% í ár og næsta ár en endurtók nokkrum sinnum að erfitt væri að gera haldbæra áætlun með allri þeirri óvissu, sem ríkir hjá ESB.
Svíþjóð er eitt af best reknu ríkjum ESB með litlar ríkisskuldir og hefur getað lækkað skatta á vinnu, aukið einkavæðingu og lagt til hvata fyrir myndun smáfyrirtækja á meðan flest ríki evrusvæðisins skera niður, hækka skatta og eru með neikvæðan hagvöxt. Anders Borg sagði að lýsingar fjármálaráðherra evrusvæðisins gæfu ekki tilefni til bjartsýni um þróun evrusvæðisins og búast mætti við nýjum áföllum.
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.4.2013 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Soros: "Betra að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið."
11.4.2013 | 20:42
"Ef Þýzkaland veigrar sér við að kaupa evrubréf, þá verður betra að landið yfirgefi evrusvæðið. Öðrum evruríkjum gagnast þá að halda áfram á eigin krafti." Þetta sagði fjármálamaðurinn George Soros í ræðu í Frankfurt fyrir stuttu, þar sem hann reyndi að hafa áhrif á Þjóðverja og hvetja þá til ábyrgðar.
Soros meinar, að Þýzkaland verði að taka stjórn á málunum og sýna forystu, því "núverandi ástand gengur ekki og framtíð Evrópusambandsins er að veði." Betra sé að öðrum kosti, að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið í tæka tíð áður en allt fellur saman.
"Það er Þýzkaland sem ákveður, hvort Þýskaland vill samþykkja evruskuldabréf eða ekki, en landið getur ekki stöðvað stórskuldug lönd, sem eru að reyna að bjarga sér frá örbirgð með því að ganga saman og gefa út evrubréf," segir Soros.
Fjármálamaðurinn telur að ógerningur sé fyrir lönd eins og t.d. Ítalíu að yfirgefa evrusvæðið, þar sem Ítalía gæti ekki borgað lán sín sem tekin eru í evru. Ef Ítalía yfirgæfi evrusvæðið mundi efnahagur landsins hrynja með slæmum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.
George Soros vill að evrubréfin verði sett á markaðinn og telur, að þau fengju sömu þýðingu og ríkisskuldabréf USA, Bretlands og Japans.
Það er einungis hægt að komast hjá sögulegum harmleik undir þýzkri leiðsögn, því kreppan "breytir ESB úr frjálsu ríkjasambandi í hlutverk lánveitanda og skuldara."
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sérstakur saksóknari fyrir sérstakan bata Íslands
9.4.2013 | 01:28
Þótt tímafrekt hafi verið að vinna að öllum þeim rannsóknum, sem Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur unnið að í kjólfar falls bankanna, þá eru rannsóknir meintrar glæpastarfsemi útrásarvíkinganna afar þýðingarmiklar í uppgjöri þjóðarinnar við það sem gerðist.
Alveg eins og bæði William Black og Eva Joly sögðu frá upphafi, mun ekki allt þýfið, sem lagt var undan skila sér til baka. Hitt er þó meira virði til lengdar séð að glæpamönnunum sé komið undir arms laganna og réttlætis gætt til að leiða sannleikann í ljós, hvílík glæpastarfsemi átti sér stað í bönkunum fyrir framan nef okkar allra um hábjartan dag. Sú mútumenning og Al Capone stíll, sem Jón Ásgeir og Co. innleiddu á Íslandi verður lengi hafður í minningum fólks, vegna umfangs þess skaða sem þessir kumpánar ollu þjóðinni.
Sérstakur saksóknari skal hafa fullar þakkir fyrir störf sín og þótt oft hafi reynt á þolinmóðina, þá mun að lokum uppskera réttlætisins skila sér.
Það eru ekki bara efnahagssár, sem útrásarvíkingarnir ollu heldur einnig siðferðisleg sár, sem taka tíma að gróa. Græðgisstefnan sem tók völdin í píramídaspili þeirra virti að vettugi dómskerfi landsins og brenglaði siðferðisvitund margra. Íslendingar hafa þó alltaf átt góða einstaklinga, sem ekki láta múta sér og eru góð fordæmi fyrir aðra til eftirbreytni. Við erum núna hálfvegs í skálmöld þeirri, sem fygldi í kjölfar árásar útrásarvíkinganna á stoðir samfélagsins. Þegar niðurstöður mála sérstaks saksóknara liggja fyrir getur þjóðin sameinast á ný og tekið til fullum höndum við endurheimtingu virðingar fyrir lögum og rétti.
Um 50 eiga að bera vitni í málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB rúllar eigin skuldum á undan sér, sem núna eru komnar upp í 217,3 miljarða evra eða 34 þúsund og 286 miljarða íslenskra króna.
Evrópuþingið vill eins og Framkvæmdastjórnin, að aðildarríkin taki á sig aukafjárlög og brjóti "vítahring ógreiddra skulda" svo hægt verði að "byrja á nýrri kúlu" árið 2014. Bretar, Hollendingar og Svíar hafa mótmælt þessu og krafist niðurskurðar á fjárlögum til að mæta skuldunum. Búrókratarnir blása á svoleiðis og krefjast hærri og hærri fjárframlaga fyrir gullhallirnar í Brussel.
Venjulegum ríkisstjórnum er hægt að skipta út og venjuleg fyrirtæki fara í gjaldþrot og eigendur stundum í fangelsi fyrir fjársvik en hjá ESB ber enginn ábyrgð. Tími fyrir ESB að sjálft fá neyðarlán, spurningin er hvar Þríeykið ætlar að fá peningana. Fleiri bankarán á dagskrá eftir Kýpur?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Meiri hluti Hollendinga sér eftir upptöku evrunnar
2.4.2013 | 11:02
Sífellt fleiri snúa baki við evrunni. Traust evrunnar sem gjaldmiðils er á harða hlaupum frá evrulandi eins og atvinnulausir, a.m.k. þeir sem það geta. De Telegraf í Hollandi segir frá nýrri skoðanakönnun, þar sem 55% Hollendinga lýsa því yfir, að þeir sjá eftir því, að Hollendingar tóku upp evru sem gjaldmiðil.
Atvinnuleysi evrusvæðisins er bein afleiðing af upptöku evrunnar, sem m.a. birtist í mismunandi vaxtakjörum smáfyrirtækja í S-Evrópu sem greiða 2-4% hærri vexti en smáfyrirtæki Þýzkalands skv. Deutsche Bank.
Samdráttur evrulands er farinn að smita út frá sér t.d. í sölu nýbíla sem hrundi í Svíþjóð um 21% í mars í ár miðað við 2012, þrátt fyrir að Svíþjóð er almennt talið eitt af efnahagslega sterkustu löndum ESB. Samtals minnkaði sala nýbíla í Svíþjóð með 17,5 % fyrstu þrjá mánuðina sbr. við 2012.
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðvörun frá WHO: Kreppustefna ESB kostar mannslíf og breiðir út lífshættulega sjúkdóma.
28.3.2013 | 20:34
Hópur vísindamanna, sem vinnur á vegum Alþjóðaheilsustofnun Sameinuðu þjóðanna WHO ræðst harkalega á kreppupólitík Evrópusambandsins. Hún kostar mannslíf og orsakar útbreiðslu hættulegra sjúkdóma samtímis sem stjórnmálamenn skifta sér ekki af afleiðingunum.
Fólki líður mikið ver og fleiri taka líf sitt vegna atvinnuleysis í kjölfar kreppunnar ályktar European Observatory on Health Systems and Policies og tekur Grikkland sem dæmi í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet.
Vísindamenn undir leiðsögn Martin McKee við London School of Hygiene and Tropical segja, að lífshættulegir sjúkdómar breiðist út í kjölfar stórfellds niðurskurðar á fjárlögum Grikklands. Hópurinn varar við útbreiðslu HIV og malaríu.
Kreppan birtist einnig í umferðarörygginu og er bent á Portúgal og Spán sem hafa skorið fjárlög niður. "Efnahagur þeirra minnkar og þrýstingurinn á heilsukerfið eykst stöðugt." Vísindamennirnir vara við afleiðingum fjármálasamnings Kýpur og benda á að stjórnmálamenn sýni enga miskunn við niðurskurð heilbrigðiskerfis og vinnumarkaðar.
Hópurinn bendir á Ísland sem andstöðu við kreppustefnu ESB: "Fjármálakreppa Íslands virðist hafa haft lítil sem engin áhrif á heilsu almennings."
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grundvöllur ESB brostinn - Fjórfrelsið fangi á Kýpur
26.3.2013 | 07:46
Með aðgerðum sínum gegn Kýpur hefur ESB í raun inleitt nýjan gjaldmiðið á Kýpur, skrifar Guntram Wolff hjá hugmyndasmiðjunni Bruegel. Með því að koma á gjaldeyrishöftum eru Kýpurbúar hindraðir að flytja fjármagn til og frá Kýpur innan evrusvæðisins. Þetta þýðir að evra á einu svæði er ekki sú sama og evra annars staðar. Í raun og veru er búið að afnema evruna á Kýpur, sem er brot á "stjórnarskrá" ESB grein 63. Takmarkanir á hreyfingu fjármagns milli landa og greiðslu milli aðildarríkja ESB eru bannaðar.
Í snöggkreppuskóla Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu ræðir hann muninn á Jeroen Dijsselbloem og fyrirrennara hans í formannssæti evruhópsins Jean-Claude Juncker, sem þekktur varð fyrir fyrirmæli sín: "Maður verður að ljúga í efnahagslega viðkvæmum málum." Dijsselbloem varð á að brjóta regluna þegar hann sagði, að núverandi kerfi, þar sem skattgreiðendur eru stöðugt látnir borga fyrir mistök bankanna, yrði að ljúka.
"Ef það er áhætta hjá bankanum er fyrsta spurning okkar, hvað ætlið þið í bankanum að gera í því? Hvernig ætlið þið að endurfjármagna bankann? Getur bankinn ekki gert það spyrjum við hluthafa og bréfaeigendur og biðjum þá um aðstoð. Og ótryggða innistæðueigendur ef þörf krefur."
"Ef þú vilt hafa heilbrigðan fjármálageira er það eina rétta að segja "Tekur þú áhættu verður þú að meðhöndla hana og geturðu ekki meðhöndlað hana, þá hefðir þú ekki átt að vera taka hana í byrjun."
Í núverandi ástandi eru slík ummæli byltingarkennd og í algjörri mótsögn við kreppupólitík ESB: Verjum bankana hvað sem það kostar. Ríkið borgar. Sem þýðir að bankarnir spila fjárhættuspil með peningana okkar. Varla höfðu orðin náð á skerminn fyrr en hlutabréf banka féllu í allri Evrópu. Dijesselbloem braut regluna: segðu það sem þú vilt svo lengi, sem það hræðir ekki markaðinn. Skömmu síðar kom yfirlýsing um að þetta hefði nú alls ekki verið það, sem hann hefði sagt og Kýpur væri svo sérstakt og alls ekkert dæmi fyrir aðra.
Evrusvæðið er í gíslingu. Ríki ESB eru í gíslingu. Grundvöllur samstarfsins er brostinn. Fjórfrelsið virkar ekki lengur. Framundan er stríð við markaðsskrýmslið, sem lætur skattgreiðendur taka alla áhættuna. Þótt Dijesslbloem hafi neyðst til að taka tilbaka orðin, þá var hann aðeins að segja það, sem flestir hugsa og er skynsamlegt:
Fjárhættuspilararnir verða að bera sína áhættu sjálfir.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fæðingarverkir Fjórða ríkisins
24.3.2013 | 14:43
Úr öllum áttum koma viðbrögðin við aðgerðum Þríeykisins á Kýpur.
Charles Moore skrivar í The Telegraph að Kýpur sé aðeins fyrsta fórnarlambið í röðinni vegna stefnu Berlínar "ein stærð fyrir alla". Moore telur að Þjóðverjar standi í þeirri trú, að vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir eftir seinni heimsstyrjöldina og lagt hart að sér, þá séu þeir eðlileg fyrirmynd annarra, sem eiga að hlýða sömu reglum. Ef fólk í öðrum löndum fylgi Þjóðverjum muni vandamálin lagast og allir fá það jafngott. Ójöfn samkeppnisstaða muni jafnast og evran verða sú sama fyrir alla.
Moore ber saman peningaþvott Rússa á Kýpur við peningaþvott Rússa á Íslandi og segir, að þegar bankarnir hrundu á Íslandi hafi sérhver Íslendingur - alla vega fræðilega séð - skuldað 330 þús dollara. En þar sem Ísland hafi ekki haft evruna eins og Kýpur, þá hafi þjóðin getað tekið fiskiðnaðinn fram yfir bankaiðnaðinn og sé nú á réttu spori með eigin gjaldmiðil.
Eftir sigur Bandamanna árið 1944 sagði Churchill, að Þýzkaland "liggur sigrað að fótum okkur". Í dag liggja flest ríki Suður-Evrópu sigruð að fótum Þýzkalands. Það er eðli heimsvelda að finna seint eða aldrei fyrir þjáningum íbúa nýlenda sinna.
Þjóðverjar hafa grætt óhemju vel á lágu gengi evrunnar samtímis sem of hátt gengi evrunnar hefur verið hengingaról fyrir löndin í Suður-Evrópu. Þjóðverjar hafa stóraukið markaðshluta landsins á erlendum mörkuðum á kostnað annarra ESB-ríkja.
Það sem er að gerast eru fæðingarverkir 4. ríkisins, sem brátt munu bera ávöxt. En áður en af fæðingu verður, mun evrusvæðið skipta sér og þá kemur í ljós, hvaða ríki sverja Þýzkalandi eið sinn: "Að starfa saman sem eitt ríki - Fjórða ríkið."
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
"Takið út peningana úr öllum vestrænum bönkum strax!"
22.3.2013 | 08:37
Rússneska utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér "áríðandi skilaboð" til sendiráða Rússlands í heiminum, þar sem Rússum og rússneskum fyrirtækjum er lagt fyrir að taka út peninga sína frá vestrænum bönkum og fjármálafyrirtækjum "strax". Rússnesk yfirvöld óttast að ESB og USA undirbúi stærsta þjófnað nútímans á einkaauði. Frá þessu greinir EU TIMES í gær.
Medvedev forsætisráðherra sagði í gær varðandi eignaupptöku Þríeykisins á sparifé Kýpverja (laus þýðing): "Þau hafa gert öll möguleg mistök, sem hægt er að gera, þau lögðu til eignaupptöku ....Ég get ekki borið það saman við neitt nema ákvarðanir yfirvalda Sovét... þegar þau spáðu ekki mikið í sparnað almennings. En við lifum á 21. öldinni við efnahagslega markaðsskilmála. Allir halda því fram að virða beri einkaeignarréttinn."
Samkvæmt heimildum í Kreml er skyndileg Ísraelsferð Obama Bandaríkjaforseta til Ísrael farin til að vara leiðtoga landsins við, að Bandaríkjastjórn hafi uppi "áætlun" um eignaupptöku á sparifé eigin landsmanna. Í skýrslu Boston Consulting Group "Sameiginlegt tjón: Til baka til Mesópótamíu? Ógn skuldaaðlögunar", sem kom út í september 2011 er varað við, að Bandaríkjastjórn áformi allt að 30% eignaupptöku almennings bæði af sparifé og öðrum eigum.
Hvatning Nigel Farage í sjónvarpsviðtali til íbúa ESB: "Takið út peningana ykkar á meðan það er hægt."
Nigel Farage formaður brezka Sjálfstæðisflokksins segir, að honum hafi "aldrei komið til hugar, að þeir (leiðtogar ESB/gs) myndu grípa til þess ráðs að stela peningum af sparifé almennings." Viðtalið má sjá hér.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)