Færsluflokkur: Evrópumál

Spánarkonungur hvetur til blóðugrar innanríkisstyrjaldar

SpainCataloniaMeð Evrópusambandið að baki sér og eftir ræðu Felipe Spánarkonungs er ekkert til fyrirstöðu að ríkisstjórn Spánar beiti Katalóníubúum ofbeldi með tilheyrandi blóðbaði ef stjórn þeirra dirfist að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu.

Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu sagði í viðtali við BBC að stjórn Katalóníu myndi fljótlega lýsa yfir sjálfstæði landsins, trúlega í vikulokin eða í byrjun næstu viku.

Spánarkonungur Felipe sagði í sjónvarpsræðu sinni að þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu væri "vottur um gengdarlausan trúnaðarbrest". Sagði hann að "efnahagslíf Spánar hafi verið sett í uppnám og að Katalóníubúar hafi tekið sér stöðu langt fyrir utan lög og lýðræði".

"Það er hlutverk löglegra yfirvalda að tryggja stjórnskrárbundið skipulag" sagði konungur.

Þar með er frítt fram fyrir ríkisstjórn Spánar að kæfa niður sjálfstæðishreyfingu Katalóníubúa á miskunnarlausan hátt og kasta Evrópu enn á ný inn í blóðuga afgrund.

Mannréttindi ESB þýða afdráttarlausa hlýðni við ESB. Þau eru "innanríkismál" hjá þeim sem beita vopnum gegn lýðræði en "sambandsmál" hjá þeim sem gagnrýna Brussel.

ESB litast blóði. Með stækkandi blóðpolli má búast við því að þekkt úrræði verði notuð til að útrýma fólki með óþægilegar skoðanir.

Sagan endurtekur sig.


mbl.is Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að Þýzkalandi?

Robert Curry spyr hvað sé að Þýzkalandi í nýrri grein um Þjóðverja og þá áráttu þeirra að verða alltaf vandræðabarn Evrópu. Núna - ekki með því að senda unga menn í herbúningi til að leggja Evrópu undir sig, - heldur með því að nota yfirburða efnahagsstöðu sína til að fá unga múslímska menn til að flykkjast í miklum mæli yfir landamærin til Evrópu. Í seinni heimsstyrjöldinni skildu Þjóðverjar álfuna eftir í rúst - fyrst með sigri og síðar með ósigri. Í dag virðast Þjóðverjar ætla að eyðileggja Evrópu með yfirtöku annarra í stað eigin yfirtöku.

NietzscheFyrst Keisarinn, síðan Hitler og núna Angela Merkel. Aftur og enn en á mismunandi hátt hefur þýzki hrokinn fundið leiðir til að setja Evrópu á kné. Hvernig í ósköpunum erum við komin á þennan stað aftur?

Fortíð Þýzkalands sem óvinur Breta, Frakka og Bandaríkjamanna í tveimur mannskæðustu styrjöldum sögunnar varpar ljósi á mismunandi menningarþróun ríkjanna. Stjórnmálabyltingar upplýsinganna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi höfðu víðtæk áhrif á hugsunarhátt þeirra. Þýzkaland hafnaði upplýsingunni og fór í gagnstæða átt með rómantíkinni sem hafnaði upplýsingum staðreynda. 

Prófessor Isaiah Berlin við Oxford háskóla lýsir einkennum rómantísku stefnunnar:

"..almenn skynsemi og hófsemi voru langt frá hugmyndum þeirra...það var mikið sótt í tilfinningar...hafsjór af óskum eftir eilífðarlausnum...aðdáun á ofursnillingum, útlögum, hetjum, fagurfræði, sjálfseyðingarhvöt." 

Þráin eftir rómantísku hetjunni vakti ímynd Satans sem gerði uppreisn gegn himnum og lýsir vel Hitler. Hitler hrærði upp sært stolt Þjóðverja eftir ósigurinn í fyrstu heimsstyrjöldinni og leiddi Þýzkaland út í sjálfseyðingarferð sem endaði með eyðileggingu Þýzkalands og sjálfsmorði Hitlers. 

Einungis með því að skilja höfnun Þjóðverja á upplýsingunni sem önnur lönd fylgdu og eigin vegferð Þjóðverja í dýrkun ofurmenna og sjálseyðingarhvöt er hægt að skilja þann mikla menningarmun sem aðgreinir Þjóðverja frá öðrum. 

Ef vestræn ríki vilja komast hjá endurtekinni eyðileggingu og hörmungum síðustu aldar, færi vel að byggja áfram á uplýsingunni og ýta burtu hugsunarhætti þýzkra rómantískra einstaklinga eins og Merkel, sem heldur í hugmyndalegar hefðir sem geta ekki sýnt neinn sögulegan jákvæðan árangur.


mbl.is Merkel klettur í hafsjó vitleysinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 130 þúsund manns krefjast þess að George Soros verði klassaður sem hryðjuverkamaður

Skärmavbild 2017-09-04 kl. 20.03.56Yfir 130 þúsund nafnundirskriftir hafa borist í áskorun til Bandaríkjaforseta á vef Hvíta Hússins um að Bandaríkjaforseti klassi fjármálarisann George Soros sem hryðjuverkamann. Jafnframt er þess krafist að bandaríska ríkið geri upptækar allar eigur Soros. 

Nafnundirskriftir hófust 20. ágúst og eru þegar yfir 100 þúsund sem þarf til að forsetinn verði formlega að taka málið fyrir og gefa umsögn. 

Frumkvöðlar áskorunarinnar segja að Soros hafi óeðlilega mikil völd á Demókrataflokknum og miklum hluta Bandaríkjastjórnar. Telja þeir einnig að Soros reyni á meðvitaðan hátt að grafa undan öryggi Bandaríkjanna með stofnun ýmissa samtaka sem reyni með hryðjuverkaaðferðum að "eyðileggja stjórn Bandaríkjanna". Þess er krafist, að dómsmálaráðuneytið "lýsi George Soros, öll samtök hans og starfsmenn þeirra tafarlaust sem innlenda hryðjuverkamenn og fjárnám verði tekið í öllum persónulegum eigum Soros og samtaka hans". 

George Soros hefur víða komið við þar sem órói hefur skapast gegn ráðandi valdhöfum. T.d. gekk ungverska ríkisstjórnin fram fyrr í ár og ásakaði Soros fyrir að reyna að drekkja landinu með innflytjendum frá þriðja heiminum. Soros sló tilbaka og sagði að ungverska ríkisstjórnin stundaði antisemitískan áróður sem flytti hugann að "myrkustu stundum Evrópu". 

Soros hefur verið viðriðinn að reyna að hafa áhrif á kosningar í Evrópu. Fyrir síðustu þingkosningar í Svíþjóð 2014 studdu samtök hans Open Society vinstrihópinn Expo með hundruðum þúsunda sænskra króna. Sagt var að peningarnir rynnu til "námskeiða fyrir meðlimi ýmissa antirasískra samtaka". Open Society borgaði milljónir dollara til ólíkra samtaka fyrir "kosningar í Evrópu 2014" og fóru peningarnir til að styrkja vinstri aktívista til að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga það árið. Samtökin Open Society hafa dælt yfir 5,5 milljónum SEK til vinstrihópsins Black Lives Matter. 

Open Society fjármagnar einnig s.k."Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna - ICIJ". Þau "samtök" birtu "afhjúpanir" á Panamaskjölum þegar m.a. var ráðist á lýðveldið Ísland og réttkjörnum embættismönnum bolað úr embætti. Soros hefur gríðarleg áhrif gegnum keypta stjórnmálamenn bæði innan sem utan ESB. Samtök hans eru einnig ásökuð um að hafa greitt fé til flóttamanna frá Miðausturlöndum til að komast til Evrópu og skip á þeirra vegum hafa sótt flóttamenn úr höndum mannsmyglara við strendur Líbíu.


Svíþjóð hefur breyst úr friðsömu sam­fé­lagi í land skotárása, morða, nauðgana og ótta

3a808ed2-aa66-4a68-b474-7b5e74d1c04f-198007b48-78b1-477f-aa81-c736be81c43dÞað hefur ýmislegt verið rætt í Svíþjóð um aukningu morða með skotvopnum og þau svæði sem lögreglan lýsir yfir að hún geti ekki lengur haldið uppi lögum og reglum. Menn geta reynt að geta sér til hvað kemur í stað sænskra laga þegar ekki er hægt að fylgja þeim eftir lengur. Sumir segja Sharía lög, aðrir glæpalög eiturlyfjahópa o.s.frv. Ef maður víkur þeirri umræðu augnablik til hliðar og ímyndar sér margra áratuga samfellda þróun Svíþjóðarparadísar með drjúpandi smjöri á hverju strái og englabörn á skýjum, þá bergmálar neyðaróp sænska lögreglustjórans Dan Elíassonar í skærri mótsögn við hina himnesku mynd. Spurningin er, ef nú allt er svona fínt og flott í Svíþjóð eins og ráðamenn segja, hvers vegna var hátt launaður embættismaður að senda út neyðarkall um að ekki sé lengur hægt að halda uppi lögum og reglum á fjölmörgum stöðum í Svíþjóð í júní 2017?

Svíþjóð sker sig alfarið frá öðrum Norðurlöndum hvað varðar morð með skotvopnum á hverja 100 þúsund íbúa ár 2015:

Fjöldi myrtra með skotvopnum á 100 000 íbúa

ÁrSvíþjóðFinnlandDanmörkNoregur
20050,120,210,170,11
20060,140,320,220,21
20070,230,430,150,04
20080,150,560,110,06
20090,240,410,200,19
20100,190,260,200,04
20110,200,330,231,43 (Utöya)
20120,170,300,090,10
20130,230,280,090,06
20140,200,200,120,10
20150,310,180,180,06
     
MEÐAL0,200,320,160,22

Heimildir: SCB, Danmarks statistik (DST), Statistisk sentralbyrå (SSB), Tilastokeskus, SvD ásamt dánarorsakaskráningu sérhvers lands. Sjálfsmorð og dauði í kjölfar lögregluskota ekki meðtalinn.  


mbl.is  Vandamálin blásin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkifrétt: 2 drepnir, 5 særðir í 4 skotárásum í 4 borgum í Svíþjóð á 12 tímum 18. ágúst 2017

Vörumerki öfgaíslamista hækkar stöðugt í verði á hryðjuverkamarkaðinum. Blóðbað í boði Evrópusambandsins. Veizlumatur á borði glóbalista á kostnað almennings í Evrópu.

Afrakstur fimmtudags: 14 lík og 130 manns særðir í ÍSIS-blóðbaði í Barcelóna.
Afrakstur föstudags: 2 lík og 8 særðir í "Alla-er stærstur" árás í Finnlandi. Ekkifréttin sem trúlega fáir vita um á Íslandi en gerðist samdægurs: 2 lík og 5 særðir í 4 skotárásum í 4 borgum í Svíþjóð.

Ég hafði varla lokið við síðasta stríðsfréttabloggið frá Svíþjóð fyrr en skotárás var gerð í Vallentuna norðaustur af Stokkhólmi. S.l. þriðjudag voru 5 skotárásir sama sólarhringinn í Svíþjóð. Einn drepinn í skotárás í Östberga suður af Stokkhólmi og annar særður og er á sjúkrahúsi. Lögreglan kölluð út til að verja starfsfólk sjúkrahússins vegna árásar 40 manna hóps á sjúkrahúsið. Skotárásir í Linköping, Eskilstuna og Skarpnäck suður af Stokkhólmi. Lögreglan kölluð til að stöðva barsmíðar og slagsmál við félagsmálastofnun í Hultsfred. 

Svo kom miðvikudagur með réttarhöldum yfir 50 ára gömlum manni sem drap annan mann með skærum sem hann stakk mörgum sinnum í háls hins myrta. Hinn myrti elskaði dætur sínar tvær og neitaði að myrða þær vegna lauslætis þeirra að taka í hendur stráka á sama aldri. Skotárás í Helsingborg, einn særður á sjúkrahús. Skotárás í Stokkhólmi í íbúðarhverfi. Lögreglan kölluð til að stöðvar bardaga tveggja hópa í Ängelholm. 

Fimmtudagur: mannskæð ÍSIS árás í Barcelóna.
Föstudagur: "Allah er stærstur" árás í Turku Finnlandi.
Að neðan: Ekkifrétt föstudagsins frá Svíþjóð. Líkveizlan heldur áfram. Over and out.

Skärmavbild 2017-08-19 kl. 08.53.39Skärmavbild 2017-08-19 kl. 08.53.26

Skärmavbild 2017-08-19 kl. 08.56.44Skärmavbild 2017-08-19 kl. 08.51.27

 

 

 

 

 


mbl.is Undirbúa fleiri árásir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjaþing vill stöðva sölu á rússnesku gasi til Evrópu. Nord Stream 2 í hættu.

Skärmavbild 2017-08-03 kl. 22.24.26Það er full ástæða að taka undir áhyggjur Bandaríkjaforseta Donald Trump um hættulega versnandi samskipti Bandaríkjamanna og Rússlands. Þetta eru tvö stærstu kjarnorkuveldi heims og ekkert grín ef snurða hleypur á þráðinn. 

Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna taka nú yfir orkugeirann og þýðir að mörg þýzk, frönsk og m.a. sænsk fyrirtæki munu missa af viðskiptum vegna Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem Rússar ætla að leggja í Eystrarsalt frá St. Pétursborg til Þýzkalands. ESB segist "kanna" hvort viðskiptahagsmunir þess séu í húfi en stærst er andstaðan fyrir utan Rússland í Þýzkalandi og Frakklandi. Þýzkaland verður með Nord Stream 2 naf gasdreifingar fyrir Rússa í Evrópu. 

Á heimasíðu Nord Stream 2 segir að leiðslan muni geta séð 26 milljónum heimila í Evrópu fyrir nauðsynlegri gasorku. Í fyrra sumar kom Joe Biden þáverandi varaforseti Bandaríkjanna í heimsókn til Svíþjóðar og reyndi að fá sænsk stjórnvöld til að hindra lögn Nord Stream 2 með því að banna Rússum aðstöðu í sænskum höfnum. Samtímis bauð hann bandarískt gas til allra sem þyrftu. Sænsk stjórnvöld gátu ekki orðið við beiðni varaforsetans, þau vildu ekki brjóta alþjóðleg lög og þegar gerða viðskiptasamninga. Sveitarfélög í Svíþjóð vildu heldur ekki verða af leigutekjum húsnæðis og hafnaraðstöðu. Núna skrifar Helsingin Sanomat að fyrsta gassending Bandaríkjanna til Póllands hafi komið í sumar og að gas muni verða afhent Litauen seinna í ágúst. Ljóst er að um gríðarlega viðskiptahagsmuni fyrir Bandaríkjamenn er að ræða sem stefna á að verða þriðji stærsti söluaðili fljótandi náttúrugas LNG við hlið Rússlands og Noregs í síðasta lagi ár 2020.

Bandaríkjamenn hafa með nýju lögunum sett viðskiptabann á allar fjárfestingar sem skapa möguleika á útflutningi rússneskrar orku. Sagt er að það sé vegna hertöku Rússa á Krímskaga en eftir tap Hillary Clinton í forsetakosningunum trúir stór hópur aðallega demókrata en einnig hluti repúblikana að ósigur Clinton sé árangur af árás Rússa á kosningatölvur Bandaríkjamanna. Getur þetta fólk með engu móti sætt sig við, að þeirra eigin landsmenn höfnuðu Clinton í kosningunum. Engar sannanir hafa komið fram um meinta innrás Rússa í kosningatölvur í Bandaríkjunum.

John McCain þingmaður sem hefur verið drífandi fyrir nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi skrifaði á Facebook, að aðgerðirnar séu "svar Bandaríkjamanna vegna tölvuárásar og  íhlutunar Rússa í forsetakosningum Bandaríkjanna 2016"

Hér er því um pólitískt-efnahagslegt valdatafl að ræða sem byggist á samstarfi keyptra stjórnmálamanna, fjármálajöfra og hermangara í Washington. Keyrt er yfir Bandaríkjaforseta og lýðræðisleg völd forsetans skert í Bandaríkjunum. nuclear_war

Þetta er skelfileg þróun þar sem kjarnorkustríð milli stórveldanna er uppi á borðinu. Kínverjar og Rússar hafa þegar hafið sameiginlegar heræfingar og Nato hefur stóraukið nærveru við landamæri Rússa í Póllandi og fleirum stöðum. Í sjálfheldri stöðu skiptir litlu máli hvort verður á undan, að brjálæðingnum í Norður Kóreu takist að skjóta kjarnorkusprengjum á Bandaríkin eða að upp úr sjóði í öllum herlátum Nató og Rússa í austur Evrópu. 

Eins og svo oft áður skiptir líf fólks engu máli í baráttu ólígarka beggja vegna Atlantshafs um aukna markaðshlutdeild, tilgangurinn helgar meðalið. Geðbilunin er að taka áhættuna að lifa af kjarnorkustyrjöld.


mbl.is Samband landanna „hættulega slæmt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár 2020 verða 100 milljónir fátæklingar í ESB skv. velferðaráætlun sambandsins

livre-departVerðbólgumarkmiðin undir áætlun skrifar Seðlabanki ESB. Full ástæða til að fagna:

Húrra!

  • 100 milljónir fátæklinga verða í ESB 2020!
  • 27% barna í ESB búa á fátækum heimilum!
  • ESB ætlar að koma með neyðarpakka til barna ESB til verndar gegn barnafátækt ESB!
  • Meira en þriðjungur íbúanna í Búlgaríu, Rómeníu og Grikklandi lifa í fátækt og félagslegri einangrun!
  • Fátækt jókst um 2,3 -2,5% í Ungverjalandi, Svíþjóð og á Spáni!
  • 40% af íbúum Andalúsíu eru fátæklingar!
  • Þriðji hver Spánverji er fátækur!
  • Fjölgun ókeypis matarpakka á Spáni er 40% í sumar!
  • 7% þeirra sem hafa fulla atvinnu innan ESB eru fátækir!
  • 40% innflytjenda eru fátæklingar og þjóðfélagslega útlægir!

"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vekur athygli á því að engar skjótar breytingar á ástandinu eru í sjónmáli og býst við að fjöldi fátækra í sambandinu verði um 100 milljón manns árið 2020."  

Þykk skýrsla: Lesi hver sem nennir
Eurostat
Daily Express
Redd Barna
Youtube


mbl.is Lægsta atvinnuleysi í Evrópu í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Látum ekki Soros hlæja síðast"! - Opinber herferð gegn George Soros í Ungverjalandi.

SorosYfirvöld Ungverjalands eru núna með upplýsingaherferð gegn fjármálajöfrinum George Soros. Á stórum veggspjöldum er mynd af Soros með boðskapnum "Látum ekki Soros hlæja síðast"! Kemur þar fram að 99% Ungverja eru andsnúnir ólöglegum innflytjendum. Er Soros ásakaður um að reyna að yfirfylla landið með flóttamönnum frá þriðja heiminum. 

George Soros slær núna gegn herferðinni og segir skv. Jewis Telegraphic Agency að áróðurinn gegn honum sé nazískur, antisemítískur og minni á myrkustu stundir Evrópu: 

"Ég hef áhyggjur af notkun núverandi ríkisstjórnar Ungverjalands á antisemitísku myndmáli sem notað er í meðvitaðri falskfréttaherferð". 

Ísrael hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins en forsætisráðherra Ísraels Netanyahu mætir á fund í Búdapest 18. júlí n.k. og verður það fyrsta heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Ungverjalands í 30 ár. 

Í yfirlýsingu Ísraelsmanna segir að "George Soros grafi stöðugt undan lýðræðislegum kjörnum ríkisstjórnum Ísraels í eigin fjármögnuðum samtökum sem lítillækki ríki Gyðinga og leitast við að neita því um réttinn til að verjast". 


mbl.is „Gera skelfilegar aðstæður enn verri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíþjóð svíkur innflytjendurna

Bianca Muratagic kom til Svíþjóðar 14 ára gömul sem flóttamaður frá stríðinu í Bosníu. Hún skrifaði grein um upplifun svika, sorgar og reiði vegna þess að Svíþjóðin sem hún hefur allan tímann elskað snýr núna baki við henni. Greinin birtist í Katerina Magasin. Ég hef snúið hluta greinarinnar á íslensku til að miðla tilfinningum Muratagic sem ég held að margir deili með henni og lýsi því sem er að gerast í Svía ríki þessa dagana:
IMG_4623-960x675Einn af vinum mínum hefur ákveðið að flytja burt frá Svíþjóð. ´Ég vil ekki lengur láta yfirvöld nota mig og hæðast að mér´ segir vinur minn með sorg í röddinni. ´Ég er búin að fá upp í kok af allri spillingu, valdníðslu og lygum sem þeir eru að drekkja okkur í.´

Allt í einu verður mér flökurt. Verð öskuill. Ég kemst að því, að Svíþjóðin mín er alveg sama um vin minn. Og um mig líka. Svíþjóðin mín kemur duglegum, framúrskarandi, sjálfsbjarga innflytjendum burt úr landi á sama tíma og þeir veita félagslegan, efnahagslegan og sálfræðilegan stuðning, íbúðarhúsnæði og einstaklingsvernd til hryðjuverkamanna og glæpamanna sem fremja gróf afbrot.

Svíþjóðin mín skeytir engu um fjölskyldur sem búa í sundruðum úthverfum. Stjórnmálamennirnir í minni Svíþjóð sofa vel á nóttinni á meðan eigur innflytjenda brenna og eru eyðilagðar. Hlutverk lögreglunnar er að leika félagsráðgjafa og semja við glæpaklíkurnar sem ráða lögum í úthverfunum. Og ég fæ að heyra að engin no-go svæði séu til. Að það séu bara rasistar sem svartmála og fara offörum. Að ráðist er á og grjóti grýtt á sjúkrabíla, slökkvliðs- og lögreglubíla í eftursettu svæðunum, þar sem handsprengjuársum fjölgar vegna fátæktar, lífs á hliðarlínu og skorti á tómstundaheimilum.

Það er auðvelt að gera fjöldann blindan og heyrnarlausan fyrir sannleikanum, sérstaklega þar sem yfirvöld lifa í öðrum raunveruleika en heiðarlegir innflytjendur sem ganga til vinnu á hverjum morgni og berjast fyrir börnin sín.

Í Svíþjóðinni minni er ráðist á þá veikustu: aldraða, konur, börn og fátæka. Sænskir ellilífeyrisþegar eru fátækastir í Evrópu, fæðingardeildum er lokað, sífellt fleiri verða vitni að öldrunarþjónustu og heilsugæslu í djúpri kreppu. Fimmtíu af sextíu sveitarfélögum og félagsmálaþjónustan neita að aðstoða barðar konur og börn, róttækir íslamistar verða nýir grannar, hjónabönd með börnum verða eðlileg, nauðganir að meðtöldum hópnauðgunum á hreyfihamlaða og börn ásamt kynferðislegum árásum aukast í gríðarlega miklum mæli á sama tíma og fjöldi afbrotamanna stóreykst sem sleppt er lausum eða fá lítla refsingu verðlaunaða með skaðabótum.

– Svíarnir opnuðu hjörtu sín. Núna er tími til kominn að opna augun líka og sjá raunveruleikann. Við erum í brattri brekku. Að innflytjendavinir mínir eru farnir að flýja Svíþjóð er alvarleg viðvörun." 


mbl.is Þrír særðust í skotárás í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverjar vilja á ný stjórna heiminum - safna liði til að losa sig við Trump

euro.1Tími 4.a ríkisins er kominn. Þ.e.a.s. þess kjarna ESB ríkja sem munu steypast saman í eitt ríki undir forystu Þýzkalands. Ekki það að Þjóðverjar þurfi á því að halda, heldur mun sú þróun flýta fyrir uppbyggingu eigins hers og færa Þjóðverja fyrr nær heimsmarkmiðum sínum.

Tónninn í samskiptum Þýzkalands við umheiminn verður sífellt hrárri. Þjóðverjar sem aftur eru orðnir vanir að stjórna málum á meginlandi Evrópu þola enga gagnrýni hvorki austan, sunnan, norðan né vestan. Gagnrýni Bandaríkjaforseta á hóflausan viðskiptagróða Þýzkalands við útlönd á fullan rétt á sér og hefur verið áhyggjuefni flestra annarra ríkja innan ESB í mörg ár. Þjóðverjum hefur tekist í dag það sem nazistum mistókst, að svínbeygja nær alla Evrópu gegnum gjaldmiðil Þýzkalands evruna. 

Í einu stærsta blaði Þjóðverja Der Spiegel skrifar ritstjórinn Klaus Brinckbaumer eftirfarandi í leiðara þ. 17. maí sl:

"Donald Trump er óhæfur sem forseti Bandaríkjanna. Hann ræður ekki yfir nægjanlegu gáfnafari og skilur hvorki þýðingu né verkefni embættisins. Hann er ólæs.....Hann er lygari, rasisti og svikari....Trump verður að fjarlægja úr Hvíta Húsinu. Strax. Hann er ógn fyrir heiminn.....Trump er ömurlegur stjórnmálamaður....Trump er einnig ömurlegur yfirmaður. Starfsmenn hans neyðast til að ljúga og búa til afsakanir fyrir hann." 

Klaus Brinkbaumer hvetur "alþjóða samfélagið til að víkja Hvíta Húsinu til hliðar", það sé algjörlega nauðsynlegt og mögulegt. Kvartar ritstjórinn sáran yfir árangurslausum flugferðum Sigmar Gabriels utanríkisráðherra Þýzkalands til USA, þar sem hann hafi komið tómhentur heim aftur. "Þýzkaland og Bandaríkin skilja ekki hvort annað lengur" er fullyrðing ritstjórans. Líkir hann Trump við Mad King í Game of Thrones sem var myrtur en Trump sé enn á lífi sem óþroskaður unglingur sem hvenær sem er getur steypt heiminum í glötun. "Foreldrarnir verða að senda piltinn aftur í herbergið sitt og láta fullorðna fá völdin".

Verður það fyrsta verkefni 4.a ríkisins að reyna að framkvæma þá valdaboðun?


mbl.is Ekki hægt að stóla á Bandaríkin og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband