Færsluflokkur: Evrópumál
Gríman fellur - ESB þvingar aðildarríkin að taka upp evruna fyrir 2025
22.5.2017 | 17:56
Gögn hafa lekið út um áætlun ESB um framtíð evrusvæðisins. Evrópusambandið kastar grímunni og setur fulla ferð á alríkið. Þýzka blaðið FAZ Frankfurter Allgemeine Zeitung skrifar um það í dag að skv. áætluninni eigi öll 27 ríki ESB að hafa tekið upp evruna í síðasta lagi 2025. Þau lönd sem eru fyrir utan evruna eru Svíþjóð, Pólland, Tékkaland, Ungverjaland, Króatía, Rúmenía og Búlgaría. Danmörk er utanvið evruna en danska krónan er tengd evrunni.
Tillögurnar verða gerðar opinberar miðvikudaginn 31. maí. ESB vill koma á sameiginlegum fjárlögum með sköttum beint frá framkvæmdastjórninni á aðildarríkin. Á ESB-þingið að samþykkja fjárlög ESB til að sýna "lýðræðislegri stjórn peningamála" í stað funda fjármálaráðherra bak við luktar dyr.
Skv. FAZ grundvallast þessar upplýsingar á minnisblöðum og skýrslu frá fundi Pierre Moscovici og Dombrovksis frá framkvæmdastjórninni með fulltrúum ESB þingsins.
Svíar felldu evruna í atkvæðagreiðslu 2003 og síðan hafa sænskir stjórnmálamenn sagt að Svíþjóð standi fyrir utan evruna. ESB tekur ekkert mark á því.
Áætlun ESB um fjárhagslegan samruna ríkja mun kollsteypa álfunni í illdeilur og ófrið. Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar sagði í sjónvarpsfréttum kvöldsins að það væri ekki "mál ESB að ákveða gjaldmiðil fyrir Svía. Það gerðu Svíar sjálfir og ef þeir vildu taka upp evruna yrði það gert í atkvæðagreiðslu".
Ekki er að búast við að lönd Austur-Evrópu sem hafa langa sögu af kúgun kommúnismans leyfi fjármálakúgun ESB.
"Friðurinn" er dauður.
4.a ríkið fæðist.
Ekkert samkomulag um afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Forðist mistök Svía! Varnaðarorð Tino Sanandaji til Íslendinga
27.4.2017 | 08:45
Ég náði viðtali við þjóðhagfræðinginn Tino Sanandaji í vikunni sem var flutt í Útvarpi Sögu. Það var engin leið á stuttum tíma að koma öllu að svo ég skrifaði niður viðtalið og er það hér fyrir neðan.
Timó Sanandaji er doktor frá Chicago háskóla í efnahagssögu og hefur nýverið birt bókina MASSUTMANING sem ég vel að kalla FJÖLDAÁSKORUN.
Þar lýsir hann vandamálum flóttafólks og annarra innflytjenda í Svíþjóð. Það er hafsjór af fróðleik í bókinni, brot af því kemur fram í viðtalinu en mikilvægast fyrir Íslendinga held ég eru varnaðarorð hans um að Íslendingar læri af mistökum Svía til að komast hjá því að lenda í sömu stöðu og þeir.
Það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg
Takk fyrir að hafa boðið mér, ég er vanur að neita viðtölum með svo stuttum fyrirvara en þar sem um Ísland er að ræða geri ég gjarnan undantekningu. Ég elska Ísland og hef lesið m.a. skrif um og eftir Snorra Sturluson. Ég hef aldrei áður verið í viðtali við íslenskan fjölmiðil svo þetta er sérstaklega skemmtilegt.
Hvenær komstu til Svíþjóðar?
Ég hef alist upp í Svíþjóð, ég er ekki Svíi, ég er Kúrdi og sænskur ríkisborgari. Ég kom til Svíþjóðar 9 ára gamall frá Íran og hef dvalið hér síðan en hef doktorerað við háskólann í Chicago í Bandaríkjunum þar sem ég var í 8 ár. Ég er þjóðhagfræðingur en ég vinn ekki að rannsóknum um innflytjendur heldur um efnahagssögu, atvinnumál, skatta og þess háttar. En Svíþjóð hefur haft mjög skiptar og heitar umræður um innflytjendur og þar sem ég sjálfur er innflytjandi, þá hefur það verið auðveldara fyrir mig að ræða neikvæðar hliðar á innflytjendamálunum eins og atvinnuleysi, félagsvandamál, glæpi, háa kostnaði o.þ.h. Þetta hefur verið mjög erfitt að ræða um í Svíþjóð
Ég hef bókina þína Massutmaning eða Fjöldaáskorun á borðinu og hef áður vitnað í og geri aftur að 17% Svía eru innfluttir og 5% af annarri kynslóð innflytjenda en samt sem áður er þessi hópur yfir 70% barnafátæktar í Svíþjóð og meðlimir í glæpahópum. Tók langan tíma að skrifa bókina?
Það tók 8 mánuði samtímis sem ég bæði bloggaði, var á Facebook og skrifaði greinar í blöðin, þannig að ég lagði geysilega vinnu í þetta. En eins og ég sagði, þá voru fólksflutningar ekki sérgrein mín en vegna þess að innflytjendur eru grundvöllur svo mikils hluta þróunarinnar í Svíþjóð hef ég farið að skipta mér af þeim málum. Áður fyrr, þegar innflytjendur voru ekki svo margir til landa eins og Svíþjóðar og Íslands var ekki það sama uppi á teningunum og vandamál innflytjenda var aðeins brot í stóru þjóðfélagsmyndinni. En eftir 1980 hefur þetta gjörbreytst alla vega í Svíþjóð. Fyrir þann tíma var þetta spurning aðallega um innflutning vinnuafls frá löndum í Evrópu og það virkaði ágætlega. Frá Finnlandi Grikklandi, Júgóslavíu og Ítalíu. En eftir það breyttist innflutningur fólks í flóttamenn og fjölskyldur frá þriðja heiminum, Miðjarðarhafslöndunum og Afríku. Þar sem um svo marga er að ræða, þá hefur það haft gríðarleg áhrif á og margfaldað atvinnuleysi, barnafátækt, ójafnrétti, félagsvandamál, bílaíkveikjur og glæpi en þróun þeirra mála er að mestu haldið uppi af innflytjendum. Einn af þeim þáttum sem ég reyni að útskýra í bókinni er, að á meðan fjöldi innflytjenda er lítill t.d. 1%, þá verða vandamálin ekki svo stór. En með sífellt stærri hlut innflytjenda 13 17%, þá byrja þessi vandamál að verða ráðandi í þróun ríkisins. Og í Svíþjóð í dag eru innflytjendamálin mikilvægasta stjórnmálaspurningin, þau mál finnst kjósendum vera mikilvægust. Það sem áður hafði ekki svo mikla þýðingu er orðið númer eitt í dag og þannig verður það, þegar vandamálunum er sópað undir teppið.
Ég sá viðtal við þig í sjónvarpinu, þar sem þú ræddir upplýsingasöfnun fyrir bókina. Sem kunnugt er hafa sænsk yfirvöld neitað að rannsaka vandamál innflytjenda í Svíþjóð. Þú hefur greinilega lagt mikla vinnu í upplýsingasöfnunina?
Í Svíþjóð er löng hefð fyrir tölulegum upplýsingum um íbúana sem Hagstofan safnar. Sama gildir um Ísland og ég veit að Ísland er einstætt, þegar kemur að genetískum upplýsingum íbúanna. Bæði Svíþjóð og Finnland eru með sögulega mestar upplýsingar t.d. um morð. Í efnahagsmálum sem eru mín sérgrein, þá eru til gríðarlega miklar upplýsingar og við vitum nákvæmlega um áhrif innflytjenda í efnahagslegu tilliti. Hins vegar þegar kemur að afbrotamálum, þá hafa þau mál verið TABÚ í Svíþjóð undanfarin 12 ár hvað snertir innflytjendur. Ríkið safnaði áður upplýsingum um afbrot meðal innflytjenda en neitar að uppfæra upplýsingarnar eins og áður var gert. Svo núna vitum við ekki hvernig ástandið er en það sem við vitum frá fyrri tíma er að afbrotamenn í um helmingi afbrotamála eins og t.d. morða höfðu erlendan bakgrunn. Allir telja að hlutur afbrotamanna af erlendu bergi hafi aukist en með því að dylja þetta gerir ríkið fólki erfitt fyrir að fá fram sannleikann. Nokkrir glæpasérfræðingar hafa varið ákvörðun ríkisstjórnarinnar af stjórnmálaástæðum og segja: Við vitum að glæpum hefur fjölgað hjá innflytjendum en að fara að rannsaka málið mun bara skapa rasisma. Mér finnst það hins vegar forkastanlegt í lýðræðisríki, að ríkið vilji fela staðreyndir fyrir okkur. Einnig vegna þess að skattgreiðendur borga fyrir það fá upplýsingarnar. Slíkar aðgerðir ríkis í frjálsu samfélagi verða beinlínis ögrandi og mér finnst ekki að lýðræðisríki eigi að ástunda að skapa hræðslu, grunsemdir né lýðskrum. Þess vegna hef ég gagnrýnt þetta. Ég ryksugaði allar upplýsingar sem fundust um málið, tölurnar finnast hér og þar t.d. vitum við að afbrotamenn í tveim þriðju hlutum nauðgana í Stokkhólmi voru útlendingar. Það eru mjög háar tölur fyrir eina borg en mögulega breyttust tölurnar lítið fyrir alla Svíþjóð.
Núna hefur Malmö neitað að taka á móti flóttamönnum árið 2018. Hvað viltu segja um það?
Malmö hefur álíka íbúafjölda og Ísland og er mesta fjölmenningarborg Svíþjóðar. Malmö er einni kynslóð á undan öðrum borgum í Svíþjóð, vegna þess að Malmö byrjaði að taka á móti innflytjendum á undan öðrum í Svíþjóð. Um helmingur íbúanna er af erlendu bergi sem gerir Malmö að einni mestu innflytjendaborg Svíþjóðar. Malmö hefur einnig þjónað hlutverki sem sósíaldemókratískur sýningarbás fyrir fjölmenningarsamfélagið. En núna vilja sósíaldemókratar í Malmö skyndilega stöðva móttöku flóttamanna í Malmö. Þeir vilja ekki fá fleiri flóttamenn til Malmö vegna þess að það kosti svo mikið og þeir ráði ekkert lengur við þetta.
Ég gagnrýni þá fyrir hræsni, vegna þess að sósíaldemókratarnir í Malmö segja samtímis að allir aðrir eigi að taka á móti flóttamönnum í Svíþjóð og allir munu græða á því nema Malmö. Það sé hagnaður að fá flóttamenn litið til lengri tíma, þótt það kosti í upphafi. En ég spyr, þar sem Malmö hefur einna lengst tekið á móti flóttamönnum: Til hvers langs tíma þarf að líta? Hvað er langur tími langur tími? Litið til þess að Malmö hefur haft lélegustu efnahagsþróun miðað við öll önnur sveitarfélög Svíþjóðar, 290 st, og fer sífellt hrakandi spyr ég hvenær hagnaðurinn eigi að koma? Malmö hefur mestu barnafátæktina og félagsbæturnar og er í hópi 10 verstu sveitafélaga í Svíþjóð í öðrum efnahagsmálum. Þetta er stjörnuborg sósíaldemókrata þar sem þeir monta sig af innflytjendum, sósialdemókratiskir forsætisráðherrar hafa haldið 1.maí ræður í Malmö og sagt að fjölmenningin geri Malmö að sterkri borg. Samtímis ganga margir hlutir á afturfótunum í borginni, þar eru óvenjulega mörg morð framin og Malmö auðkennir sig meira í stíl með bandarískum stórborgum að þessu leyti. Mikið atvinnuleysi er ríkjandi og efnahagurinn í rúst og Malmö er í dag haldið uppi af öðrum í Svíþjóð. Þeir taka inn 13 milljarði í eigin skatta en eru með 18 milljarði í útgjöld. 5 milljarðina sem uppá vantar fá þeir gegnum jöfnunarsjóði sveitarfélaganna, þeas frá öðrum sveitarfélögum í Svíþjóð. Malmö er stærsti styrkþeginn í kerfi sem upprunalega var hannað til að vel stæðar borgir gætu hjálpað landsbyggðinni. Það sem hefur gerst sem er algjörlega súrrealískt er, að þriðja stærsta borgin okkar með bestu landfræðilegu stöðuna nærri Kaupmannahöfn hefur orðið að efnahagslegu svartholi, þar sem peningarnir sjúgast inn og hverfa á hverju ári til að halda Malmö gangandi. Væri Malmö eigið ríki sem hefði þurft að bjarga sér án styrkja, þá væri Malmö með stærra efnhagsvandamál en Grikkland.
Ég segi ekki að það eigi aldrei að aðstoða Malmö en spyr hvers vegna hefur ástandið orðið svona slæmt fyrst það er svo fínt með alla flóttamenn? Þeir halda því sífellt fram að við högnumst á innflytjendum. Og hvað gerist með Svíþjóð ef landið verður á sama stað og Malmö nú eftir 30 ár? Hverjir eiga þá að borga fyrir alla styrki sem landið mun þurfa á að halda? Í dag geta Svíar greitt 5 milljarði til Malmö en hver á að sjá fyrir okkur, þegar við erum öll komin í spor Malmö í dag. Á kannski norski olíusjóðurinn að borga fyrir okkur? Stjórnmálamennirnir neita að svara þessum spurningum og viðhalda því að hagnaður verði af flóttamönnum til allra annarra en ekki núna til Malmö og að allir munu til lengri tíma litið þéna á flóttamönnunum. En hvenær ætlar Malmö að fara að sýna allan þennan hagnað?
Við munum varla fá svör við þessum spurningum á næstunni...
Nei og þeir bakka þegar þeir segjast vilja hætta að taka á móti flóttamönnum. Fyrir tveimur árum sögðu sömu stjórnmálamenn í einum kór: Við högnumst á innflytjendum! Af hverju geta ekki þessir menn bara viðurkennt, þegar þeir í dag fara um allt til að biðja um hærri styrki til borgarinnar, að þetta er rangt hjá þeim og hætta að vera með þessa hræsni? Þeir draga í neyðarbremsuna og biðja um meiri peninga á sama tíma og þeir segja að þetta sé svo gott fyrir alla aðra. Þetta er svipað og ef Kúba myndi biðja okkur um neyðaraðstoð til að fjármagna útgjöldin á sama tíma og þeir segðust tryggja að kommúnisiminn sé launsamur litið til lengri tíma.
Forsvarsmenn Malmöborgar reyna að kenna öllu öðru og öðrum um ástandið nema sjálfum sér. Þeir hafi byggt Eyrarsundsbrúna, skipasmíðastöðvum var lokað, Stokkhólmarar séu svo ósanngjarnir og alls konar aðrar afsakanir. En þeir segja ekki alveg rétt frá öllu, því sá helmingur Malmöbúa sem eru upprunalegir Svíar klára sig alveg ágætlega á meðan vandamálin eru stærst hjá innflytjendunum, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og félagsbætur eru miklar. Þannig að afsakanir yfirvalda standast engan veginn, því þá hefði ástandið einnig verið slæmt hjá fólki af innlendu bergi í Malmö.
Það verður að gera þá kröfu til yfirvalda sem eru með þessa flóttamannatilraunir í Malmö að þeir útskýri hvers vegna það eigi að ganga svo vel eftir 30 ár þegar þeir geta ekki tekið við fleiri flóttamönnum núna. Það getur orðið of seint að laga vandamálin eftir 30 ár og því verða þeir að svara hvernig það er svo hagstætt að fá flóttamenn, þegar þeir sjálfir eru búnir að draga í neyðarbremsuna. Þessu hafa sósíaldemókratar ekki svarað en viðhalda tvískynnungi í staðinn.
Núna óttast Danir að aukin glæpastarfsemi í Malmö spilli yfir á Danmörku. Hvað segirðu um það?
Já, Danir óttast að glæpastarfsemin berist yfir sundið. Alþjóðlega er ágætis samanburður í afbrotamálum milli landa t.d. í mælingu á fjölda morða í einstökum ríkjum. Það eru ýkjur í sambandi við nauðganir í Svíþjóð, að Svíþjóð sé mesta nauðgunarland í heimi. Það er ekki rétt vegna þess að samanburðurinn er ekki réttur vegna mismunandi túlkunarreglna á hvað er nauðgun í mismunandi löndum. En hvað varðar morð er samanburðurinn réttari. Sögulega hefur morðtíðni í Svíþjóð verið lág eins og á Íslandi eða einungis 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa á sjötta áratugnum. Síðan jókst þetta lítillega með aukinni neyslu áfengis osfrv en hefur lækkað aftur. Í dag er morðtíðni í Svíþjóð á svæðum með fáa eða enga innflytjendur svipað eins og í Noregi og á Íslandi um 0,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa. En í Malmö lítur dæmið öðru vísi út með 3,5 morð á hverja 100 þúsund íbúa sem nálgast amerískar stórborgir. Sömu sögu er að segja á innflytjendaríkum stöðum í Stokkhólmi og Gautaborg að ástandið minnir meira á amerískar stórborgir en hin Norðurlöndin. Á sama tíma og Noregur og Finnland hafa sýnt mikla fækkun afbrotamála lagaðist ástandið örlítið um tíma í Svíþjóð og farið aftur vaxandi síðustu 2 árin.
Morðum hefur fækkað um helming í Evrópu á síðustu 30 árum á sama tíma og morðum með skotvopnum í tengslum við glæpaklíkur hefur stórfjölgað í Svíþjóð í ínnflytjendaþéttum stöðum. Flestar handsprengjuárásir í Evrópu gerast t.d.í Malmö og þróunin sem við sjáum í Svíþjóð er algjörlega óeðlileg í samanburði við önnur lönd. Og þetta hefur ekki mátt ræða opinberlega í Svíþjóð. Ríkisstjórnin afneitar þessu og fullyrðir að ekkert samband sé á milli innflytjenda og afbrotamála og endurtaka í sífellu að fleiri morð hafi verið framin árið 1990 og á miðöldum. Yfirvöld neita að gefa upp hversu mörg morð eru framin af innflytjendum. Enginn veit það í Svíþjóð. Þetta er þekkt í Danmörku og Finnlandi en ekki í Svíþjóð. Ég fjalla mikið um afbrotamálin í bókinni. Það er makalaust að land eins og Svíþjóð sem var af mörgum talið fyrirmynd annarra ríkja, þar sem friður ríkti og allir væru tryggir hefur farið þessa leið. Ég sýni fram á það í bókinni hvílíkur kostnaður fylgir þessarri þróun sem er langtum stærri en ef allt væri í lagi. Og stærsti hluti kostnaðarins lendir á innflytjendum vegna þess að það eru oftast þeir sem eru fórnarlöm nauðgana og morða, sérstaklega konur.
Við erum aðeins byrjuð að ræða þessi vandamál í Svíþjóð og það er mjög erfið umræða, sumir fara úr böndunum af æsingi og eiga í erfiðleikum með að ræða venjulega út frá staðreyndum. Þeir koma með upphrópanir: þú er rasisti, fasisti við eigum ekki að kenna innflytjendum um málin en gera umræðuna þar sem tölulegar staðreyndir eru teknar í málin svo erfiðar. Ég geri stundum grín að þessu og líki við múllurnar í Íran sem eru svo heittrúaðir að þeir ræða ekki einstök mál af trúarfarsástæðum. Það er ekkert viðunandi svar að segja við ætlum ekki að mæla afbrotatölurnar.
Hvernig lítur þú til framtíðarinnar, flóttamannamálin eru mikið til umfjöllunar í ESB og svipað uppi á teningnum og hér að aðilar vilja stöðva innflutning flóttamanna?
Já, bókin fjallar um Svíþjóð og hún þjónar einnig sem úttekt fyrir stærra svæði. Svíþjóð hefur tekið á móti flestum flóttamönnum samanborið við eigin íbúafjölda. Svíþjóð hefur einnig stærstu gjána milli innflytjenda og íbúanna hvað snertir atvinnumál og mörg önnur mál og er verst allra ríkja í aðlögun innflytjenda í samfélagið og er vegna þess áhugavert að rannsaka. En Svíþjóð hefur bara meira af öllu sem önnur lönd hafa sem hafa prófað þetta, ekkert Vesturlanda hefur haft vandamálalausan innflutning fólks. Fæst vandamál hafa fylgt innflytjendum sem komið hafa til að vinna t.d. í Ástralíu, Kanada og Sviss og einnig Svíþjóð.
Ein skýring á því, hvers vegna það er svo erfitt að ræða þessi mál í Svíþjóð, er að það hefur áður verið vandamál með rasisma. Mörgum Svíum líkar ekki þegar bent er á það, að nasisminn átti sína fylgismenn hér, skallasveitir frömdu morð bæði á Svíum og innflytjendum á áttunda og níunda áratugnum. Þá voru málin þögguð niður með orðum um rasisma og þess háttar. Svíar eru yfirleitt samvinnuþýðir og fylgja yfirvöldum og trúa fjölmiðlum og skilja sig lítillega frá bæði Íslendingum og Norðmönnum sem hafa frjálsari umræðustíl sem kannski passar ekki alltaf við stefnu yfirvalda.
Þetta setur sinn svip á umræðurnar hér og fólk sem vill ræða vandamálin kallað rasistar eða fasistar og sagt upp störfum. Ég ólst upp í innflytjendafjölskyldu á félagsbótum og hef mörgum sinnum verið eltur af sköllum og kallaður rasisti og nasisti. Ég hef aldrei talað gegn kynþáttum og hef doktórspróf frá Chicago og allt en samt sem áður kölluðu þeir mig nasista mörgum sinnum sem er fáranlegt. Sem betur fer virkar þetta eins vel í dag. Eftir flóttamannakrísuna 2015 eru stjórnmálamenn byrjaðir að fara til baka. Það sem sumir þeirra og ríkisstjórnin kölluðu fyrir Auschwits fyrir tveimur árum síðan vilja þeir sjálfir framkvæma í dag. Margir verða réttilega reiðir og segja, afhverju réðust þið á mig fyrir tveimur árum fyrir segja sama hlut og þið segið sjálfir í dag?
Innflytjendamálin hafa mistekist í Svíþjóð og það er ekki innflytjendum að kenna. Þetta eru afglöp sænsku elítunnar, henni hefur gjörsamlega mistekist, innflytjendamálin eru afhroð.
Það er ekki innflytjendum að kenna að Svíar segjast skammast sín fyrir sögu sína, að þeir séu menningarlausir og þori ekki nota sænska fánann. Bara fyrir nokkrum mánuðum hélt Ann Katrin Batra formaður Móderata fund og hafði sænska fánann á bak við ræðustólinn og fékk mikla gagnrýni fyrir. Í dag nota sósíaldemókratar sænska fánann við sín ræðuhöld. Bara á nokkrum mánuðum hafa þeir snúið við blaði frá því að kalla fólk rasista fyrir að nota sænska fánann yfir í að gera það sjálfir. Þróunin er því spennandi. Það er erfitt að mæla gegn því að ég og aðrir sem töluðum um málin fyrir 3-4 árum síðan fengum rétt, þegar allir segja núna sama hlut. En þessi óheilsa í umræðunum hefur skapað meiri skaða en innflytjendurnir. Einstakir innflytjendur eru varnar- og valdalausir gagnvart kerfum í þeim löndum sem þeir flytja til. Það er á valdi stjórnmálaelítunnar hvernig þeim málum er háttað.
Það er í gangi gríðarleg útilokun á innflytjendum sem búa í fátækum úthverfum stórborganna. 80% Svía segist ekki nokkurn tímann umgangast með innflytjendum frá þriðja heiminum. Svíar flytja oft burtu frá hverfum þar sem innflytjendur verða fleiri en 3-4% og vilja ekki hafa börnin sín í sömu skólum og innflytjendurnir. Fyrir nokkrum árum bjuggu færri en 1% af stjórnmálamönnum í slíkum hverfum. Það er því ótrúleg tvöfeldni í gangi, þegar maður segist vilja hafa fjölmenningu og flóttamenn en forðast þá í raunveruleikanum. Þetta þykir innflytjendum vera afskaplega erfitt, þeir læra ekki sænsku og komast aldrei inn í samfélagið. Fólk elst upp við þetta og við fáum vandamál af því tagi sem við höfum aldrei haft áður í Svíþjóð. Í dag eru skipulagðar árásir sem aldrei hafa áður sést á sjúkrabíla, slökkvilið og bílastæðisstarfsmenn. Að kasta steinum á starfsmenn sjúkrabíla gerir maður ekki í Íran en það gerir maður í Svíþjóð. Slökkviliðsmenn þurfa ekki lögregluvernd til að slökkva elda í Íran en það þurfa þeir í Svíþjóð.
Sú spurning hlýtur að vera sett fram, hvernig það er mögulegt að eitt af friðsömustu löndum í heiminum hafi fengið slík vandamál á jafn stuttum tíma, vandamál svipað þeim og áður var rætt um á Norður Írlandi? Rætt er um að smíða brynvarða sjúkra- og slökkvibíla til að fara inn í innflytjendaþétt hverfi í Svíþjóð í dag.
Það er náttúrulega hægt að stinga hausnum í sandinn eins og ríkisstjórnin gerir og láta eins og vandamálinn séu ekki til. En eitthvað hefur farið úrskeiðis, þegar þessi vandamál komu til sögunnar. Síðan er það líka sú hlið vandans, þar sem málin eru yfirdrifin, þetta eru mest staðbundin vandamál við svæði með innflytjendum og því er ekki þannig farið að ástandið hér sé eins og í Venúsuela. Svíþjóð er enn tryggt land en þróunin er í vitlausa átt. Við skulum hvorki yfirdrífa né afneita vandamálunum.
Það er mikilvægt fyrir lítið land eins og Ísland að skoða þessi mál á hlutlægan hátt svo þið gerið ekki sömu mistök og Svíarnir.
Já, Svíþjóð hefur alla vega fyrir suma Íslendinga verið máluð mynd af Paradís en margir spyrja sig núna vegna allra slæmra frétta frá Svíþjóð eins og Danir og Norðmenn spyrja, hvort þetta ástand gæti komið til Íslands?
Það er mikilvægt að falla ekki í sama far og Trump og Fox News með yfirdrifna teiknimynd af sænska ástandinu. Það er rétt að afbrotum hefur fjölgað og morð haldist óbreytt á meðan þeim hefur fækkað um helming í öðrum löndum. Og þrátt fyrir óöld er Malmö samt tryggari borg en margar stórborgir í Bandaríkjunum. Stór svæði í Svíþjóð eru eins og landsbyggðin í Noregi eða á Íslandi trygg enn sem komið er.
En Íslendingar gerðu rétt í að hugsa um málin og vera órólegir vegna sænsku þróunarinnar en hún helst í hendur við fjölda flóttamanna. Lendir maður í afhýsingarstöðunni þar sem innflytjendur aðlagast ekki samfélaginu verður næstum ómögulegt að leysa vandann. Í Svíþjóð veit enginn hvernig leysa á þann vanda.
Ísland er kannski síðasta Norðurlandið sem komist hefur undan innflytjendaþéttum úthverfum og farið mjög varlega í þessum málum. Þið eruð lítið land með fólksfjölda svipað og Malmö og það dugar að gera mistök bara í eitt skipti til að allt fari á versta veg. Þið hafið haft góða innflytjendur sem komið hafa til að vinna. Aðrir hafa ekki haft vanda með þá tegund innflutnings heldur. Það er þegar innflytjendur koma frá fátækum löndum þriðja heimsins sem maður verður að fara varlega í málin. Þið gætuð fylgst með og rannsakað hvernig málin hafa þróast í Svíþjóð og þá komist þið kannski hjá þessum erfiðu árekstrarsömu umræðum um málin.
Hefurðu komið til Ísland?
Nei en Ísland er efst á listanum yfir lönd sem ég vill heimsækja, ég elska sögu ykkar, Ísland er stórkostlegt land fyrir þjóðfélagsmann eins og mig. Íranskur vinur minn var á Íslandi og hann er heltekinn af landinu og talar ekki um neitt annað. Hann segir Ísland vera blöndu af vísindaskáldsögu og Mars og hefur sýnt mér helling af myndum frá þessari frábæru náttúru ykkar.
Ég þakka þér kærlega fyrir viðtalið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bretar rísa upp - Óbama í ESB-sneipuför
23.4.2016 | 18:18
Ég elska Bretland. Í hvert skipti sem flugvélarhjólin snerta brezkan flugvöll kemur yfir mig svipuð tilfinning og þegar ég lendi í Keflavík á Íslandi, fósturjörðinni góðu. Kannski vegna þess, að þegar ég var á 17. aldursári fór ég í sumarvinnu hjá Butlin´s Holiday Camp i Wales fyrir tilstuðlan Ingólfs Guðbrandssonar. Kannski vegna þess, að þegar ég vann með Evrópska Smáfyrirtækjabandalaginu ESBA kynntist ég og vann lengi með Bretanum Brian Prime, einum af stofnendum The Federation of Small Businesses.
Það er þess vegna afskaplega létt fyrir mig að taka til mín, skilja og virða þær skoðanir sem Boris Johnson borgarstjóri Lundúnaborgar birti í blaðinu The Sun föstudaginn 22.apríl.
Bretland og Bandaríkin geta orðið betri vinir en nokkru sinni fyrr Hr. Óbama.....ef við GÖNGUM ÚR ESB
Þannig hefst bréf borgarstjórans sem má túlka sem andsvar við grein Bandaríkjaforseta í The Telegraph þar sem Bandaríkjaforseti reynir að telja Bretum trú um, að Evrópusambandið geri þá stórkostlegri. Notfærir Obama sér söguleg tengsl þessarra tveggja vinaþjóða til að telja Bretum trú um að þeir verði að þakka Evrópusambandinu fyrir að rödd þeirra heyrist í heiminum. Í ræðu eftir að greinin birtist hótaði Óbama Bretum því, að þeir yrðu settir neðst á blað í viðskiptasamningum ríkjanna ef þeir veldu að ganga út úr ESB, því Bandaríkin geri viðskiptasamninga við ESB.
Hafa afskipti Bandaríkjaforseta vakið gríðarlega reiði í Bretlandi og vafalaust skapað mörg ný atkvæði fyrir útgöngu Breta. Það bætti ekki úr skák, að Bandaríkjaforseti þóttist vera að koma til Bretlands í eigin persónu til að óska Bretadrottningu til hamingju með níræðisafmælið en valdi að eyða púðrinu að mestu í hefðbundinn ESB-áróður.
Brjóstmyndin af Churchill
Boris Johnson bendir á að eitthvað gerðist, þegar Barack Obama hóf ferillinn í Hvíta Húsinu: "Eitthvað hvarf úr skrifstofunni og enginn gat útskýrt nákvæmlega hvað það var. Það var brjóstmynd af Winston Churchill - mætum leiðtoga Breta á stríðsárunum." Styttan hafði prýtt skrifstofu Bandaríkjaforseta í a.m.k tíu ár áður en Obama varð forseti.
"En á fyrsta degi ríkisstjórnar Obama var henni skilað án athafnar til brezka sendiráðsins í Washington. Enginn vissi, hvort forsetinn sjálfur hefði verið með í ráðum. Sumir sögðu að þetta væri ábending til Breta. Aðrir sögðu að þetta væri tákn meðfæddrar andúðar hins hálf Kenýska forseta á brezka heimsveldinu - sem Churchill hafði varið af svo mikilli ástríðu. Sumir sögðu að kannski væri Churchill ekki lengur talinn jafn mikilvægur og hann hafði einu sinni verið. Kannski væru hugmyndir hans gamaldags og komnar úr tízku.
Jæja, ef það er ástæðan fyrir því, að Churchill var bannfærður í forsetaskrifstofunni, þá hafa þeir sjaldan haft jafnmikið á röngu að standa.
Hvað barðist hann fyrir í seinni heimsstyrjöldinni? Hvers vegna vann hann svo ötullega að því, að Bandaríkin tækju þátt í stríðinu?
Jú, hann barðist fyrir afkomu Breta, en hann barðist einnig gegn einræði fyrir lýðræði í Evrópu - fyrir rétt fólks til að fá að velja sjálft, hverjir búa til lög og jafnframt að skipta þeim út í kosningum.
Í stjórnmálahjarta sínu trúði Churchill því, að það væri frumréttur sérhvers kjósanda að velja með litla blýantinum sínum, hver ætti að stjórna landinu.
Tíu miljarðir punda árlega í sjóinn (1 804 milljarðir ísk)
Og í dag er það sorgarleikur Evrópusambandsins - sem stofnað var til fyrir löngu síðan með því háleita og göfuga markmiði að koma í veg fyrir nýja styrjöld, - að það sjálft er að traðka á lýðræðinu í landi okkar og í kringum okkur í Evrópu."
Boris Johnson víkur að kostnaði Breta af verunni í ESB: "Við borgum 20 milljarði punda árlega eða 350 milljónir punda á viku til Brussel. Búrókratarnir eyða um helming þess fjár í þessu landi og helminginn sjáum við aldrei meir."
Hann víkur einnig að fullyrðingum um að Bretar hafi "meiri áhrif" innan ESB en utan: "Þetta er þvæla. Gengið hefur verið gegn Bretlandi 40 sinnum á síðustu 5 árum og samanlagður kostnaðurinn fyrir þessa ósigra brezku ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja er um 2,4 milljarðir punda aukalega á hverju ári.
Hvernig er hægt að hafa "áhrif" í framkvæmdastjórninni í Brussel, þegar einungis 3,6% starfsmenn hennar koma frá landi okkar? Gætuð þið ímyndað ykkur, að Bandaríkjamenn leggðu traust sitt í samningum til stofnunar með aðeins 3,6% Bandaríkjamönnum? Hugmyndin er hlægileg."
Já við getum það
Boris Johnson talar um trúna á Breta í stað uppgjafar: "Uppgjafarsinnarnir segja já, ESB- er andlýðræðislegt en við erum of lítil til að bjarga okkur sjálf.
Ég skil engan veginn, hvaða land þeir eru að tala um. Það Bretland sem ég sé er fimmta stærsta efnahagskerfið í heiminum, leiðandi á alls konar sviðum 21. aldarinnar og með höfuðborg sem á margan hátt er heimshöfuðborg.
Getum við tekið til baka stjórnun landamæra okkar, peningakerfis okkar og stjórnarfarskerfis? Já við getum það.
Getum við staðið á tveimur fótum? Já við getum það.
Getum við haft dafnandi samskipti við alla aðra í ESB sem byggjast á frjálsri verzlun og samstarfi ríkisstjórna? Já við getum það.
Getum við aftur orðið sigurvegarar lýðræðisins? Já við getum það.
Og með því að gera allt þetta munum við blómgast sem aldrei fyrr - og þess vegna orðið jafnvel að betri og verðmætari samstarfsaðila við Bandaríkin."
Bretland færi aftast í röðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Brexit "sprengir ESB innanfrá" því önnur ríki vilja líka "flýja"
12.4.2016 | 21:09
Áróður gegn Bretum er í fullum gangi. Martin Schulz forseti Evrópuþingsins vill gera Breta seka um mistök ESB. Hann viðurkennir, að afar margt fólk hafi glatað trausti á ESB og líti núna á Brussel sem dragbít í veginum við að leysa vandamál Evrópu.
Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung varaði hann við að atkvæði fyrir Brexit í sumar myndi leiða til "sprengingar ESB innanfrá" þar sem mörg þeirra 27 ríkja sem yrðu eftir myndu einnig vilja "flýja".
Martin Schulz telur að gangi Bretar úr ESB munu mörg önnur ríki boða þjóðaratkvæðagreiðslu um veru sína í ESB.
"Við erum á niðurleið í Evrópu eins og er. Traust margra á stofnunum yfirleitt hvort sem um þjóðlegar eða Evrópustofnanir er að ræða, er glatað."
"Ef Bretar ganga úr ESB munu koma kröfur um fleiri flóttaatkvæðagreiðslur."
Schultz viðurkenndi að það sé útbreidd skooðun núna, að ESB ráði ekki við grundvallar erfiðleika eins og skuldastórslys evrunnar, flóttamannakreppuna og hryðjuverkaógn.
"ESB var stofnað til að verða verkfæri til að leysa vandamál en mörgum finnst að ESB sé frekar hluti vandans." Martin Schultz telur að þjóðlegir leiðtogar nái ekki til hjarta fólks með stuðning sinn við ESB og vill að þjóðarleiðtogar sendi "skýr skilaboð" gegn anti-Brussel tilfinningum.
Viðtalið við Martin Schultz kemur um viku eftir að ESB ákvað að hunza alfarið niðurstöðu kosninga í Hollandi, sem sýndu að Hollendingar vildu ekki að ESB gerði útvíkkunarsamning til Úkraínu sem hleypir landinu í Schengen. Áður sýndu skoðanakannanir að Hollendingar vilja fá tækifæri að greiða atkvæði um veru sína í ESB.
Forseti Tékkalands Bohúslav Sóbotka hefur varað við að Tékkar myndu fylgja Brexit með Czexit. Ný skoðanakönnun sýnir að meira en helmingur Frakka vilja fá að kjósa um veru sína í ESB.
Í viðtali við Bloomberg News nýlega segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini sem stundum hefur verið kallaður Dr Doom vegna spár sinnar um fjármálakreppuna 2008, að útganga Breta úr ESB þýði endalok ESB: Ef Bretar kjósa um að ganga úr sambandinu munu Katalóníuíbúar fylgja á eftir og segja skilið við Spán. Síðan munu Svíar ganga út þar sem ekki sé hægt að vera í ESB án Breta og önnur ríki sem ekki hafa evruna munu einnig vilja ganga út. Þetta verður upphafið að endalokum Evrópusambandsins."
Brexit, Grexit, Frexit, Dexit, Swexit, Spexit..... EXIT!
Evrópumál | Breytt 13.4.2016 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt rétt hjá Íslendingum nema verðtryggðu húsnæðislánin
11.3.2016 | 09:22
Ég birti hér viðtal sem ég tók við ástralska prófessorinn Steve Keen sem er yfirmaður hagfræði- og efnahagssögudeildar Kingston Háskóla í London. Viðtalið var sent að stærsta hluta til í útvarpi Sögu fyrir nokkru.
Steve Keen er virkur gagnrýnandi hefðbundinnar hagfræði. Hefðbundnum hagfræðingum tókst ekki að sjá fyrir fjármálakreppuna 2008. Ekki vegna þess að hún væri ófyrirsjáanlegur Svartur Svanur heldur vegna rangra fyrirframskoðana sem sniðganga orsakir kreppunnar, þ.e.a.s. að bankarnir lána frekar fé til fjárglæfraspilamennsku en heilbrigðra fjárfestinga. Keen sá fyrir kreppuna vegna þess að hann styðst við eigið líkan sem mælir skuldir og peninga sem samtvinnaðan þátt hagfræðinnar. Ýmsum hefðbundnum hagfræðingum finnst Steve Keen meira líkjast verkfræðingi en hagfræðingi og segist hann vera stoltur af því. Í bók sinni Debunking Economics (Afhjúpandi hagfræði) útskýrir hann margar skynsamlegar staðreyndir hagfræðinnar án þess að nota stærðfræðilegar útskýringar. Steve Keen hefur skrifað fjölda greina um hagfræði og er mjög virkur í umræðu heimsins um efnahagsmál. Hann er jafnframt tíður gestur í sjónvarps- og útvarpsviðtölum.
Heimurinn fer í gegnum verðhjöðnunarskeið líkt og Japan s.l. 25 ár
Hvernig getum við breytt peningakerfinu, telur þú að við séum að fá aðra risaefnhagsbólu sem springur núna í heiminum?
Mest allur vestræni heimurinn er í ferli eftir stóru efnahagsbóluna 2008, við lifum í tíma eftirstöðvanna. Eina stóra landið sem á eftir að fara í gegnum stækkandi fjármálabólu sem hlýtur að springa og er líklega að því á þessarri stundu er Kína. Við sjáum því fram á fjármálahrun í Kína og efnahagsörðuleika í heiminum samfara því. Að öðru leyti fer heimurinn í gegnum langdregið verðhjöðnunarferli eins og ríkt hefur í Japan um 25 ára skeið, sem er samdráttar- og stöðnunarskeið vegna of mikillar aukningu einkaskulda og annarra skulda.
Skuldaaukning OECD ríkjanna nemur 35% eftir 2007. Hvað hefur þú að segja um það?
Þetta er blanda bæði einka- og opinberra skulda. Ég beini sjónum að einkaskuldum sem helsta orsakavaldinum í því efnahagsferli sem við erum í og ríkisskuldum sem letjandi þátt í öllu saman. Það virðist vera reglan, að þegar einkaskuldir aukast þá minnka ríkisskuldir, vegna þess að einkaskuldir í auknum mæli hafa örvandi áhrif. Þegar efnahagurinn vex myndast aukið undirlag fyrir ríkisfjárlög og skuldir ríkisins minnka. Þegar kreppa skellur á eins og árið 2008 dragast einkaskuldir saman af mörgum ástæðum eins og t.d. við gjaldþrot á meðan skuldir ríkisins aukast. Þetta er ekkert jafnvægisferli þar sem einn þáttur stækkar og annar skreppur saman í jöfnum mæli. Raunverulega hættan vex, þegar einkaskuldirnar stækka.
Ef við tökum t.d. Bandaríkin, þá var ríkisskuldin um 60% af vergri þjóðarframleiðslu, þegar fjármálakreppan byrjaði. Núna er ríkisskuldin um 100% af vergri þjóðarframleiðslu og hefur því stækkað um 40%. Einkaskuldir voru 170% af vergri þjóðarframleiðslu í byrjun kreppunnar en hafa fallið niður í 145%. Í heildina hafa skuldir Bandaríkjanna aukist að meðaltali. Fremstu ástæður kreppunnar í dag er samdráttur efnahagslífsins frekar en há skuldastaða ríkisins.
Ég hef lesið skrif þín um Quantative Easing (magnbundna íhlutun). Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa dælt milljörðum dollara og evra inn í kerfið. Hefði átt að fara öðru vísi að?
Ef við líkjum efnahagslífinu við bíl, þá setjum við bensín á bílinn til að geta keyrt hann áfram og koma honum á ferð. Smurolíu notum við til að smyrja vélina og gírkassann til að auðvelda skiptingu milli gíra. QE má líkja við að mikilli olíu hafi verið dælt á gírkassann til að reyna að keyra bílinn hraðar. Þú getur þrefaldað magn olíu á bílnum en það mun ekki hafa mikil áhrif á að bíllinn fari áfram. Til þess þarf nýtt bensín á tankinn.
Ástæðan fyrir því að QE setur ekki efnahagskerfið í gang er sú, að þar er aðallega verið að kaupa skuldabréf af einkabönkum eins og í Bandaríkjunum. Meiningin með að kaupa skuldabréf bankanna var að hluta til gert til að auka öryggi húsnæðislána og auka við fé m.a. gegnum vexti. En í stað þess að búa til peninga, þá sköpuðust engir nýir peningar. QE gefur bönkum þess í stað mögulega á að skipta á bókfærðum eignumum þ.e.a.s. húsnæðisbréfum fyrir ríkisskuldabréf sem eykur eigur þeirra bara á pappírnum. Þetta eykur ekki raunveruleg eignaverðmæti bankanna. Og þar sem engin verðmætaaukning á sér stað, þá getur bankinn heldur ekki tekið á sig meiri ábyrgð gagnvart innsetningum viðskiptavinanna í formi peninga. Á meðan ábyrgð bankanna eykst ekki verða engir peningar skapaðir og engum nýjum peningum er bætt í kerfið. Þessu má líkja við bílinn, þar sem þú smyrð vélina svo hún gangi liðlegra en þú hefur ekki bætt neinu á tankinn til að keyra bílinn áfram.
Brjálæðislega geðveik hugmynd
Ég var á nýlega á fundi í Stokkhólmi þar sem verið var að kynna og ræða bókina "Á sundi með hákörlum". Í dag er búið að breyta reglum banka þannig, að ef banki fer á hausinn getur hann tekið peninga viðskiptavinanna.
Þetta er brjálæðislega geðveik hugmynd. Hérna er verið að koma fram við okkur eins og fjárfesta sem erum að taka fjárfestingarákvörðun með því að leggja peninga inn á bankareikning. Þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingu, þá er það eðlilegur hlutur að maður geti átt á hættu að tapa fénu ef fjárfestingin mistekst. En þegar fólk leggur peninga inn á bankabók og flytur á milli reikninga er það vegna þess að fólk lítur á bankann sem vöruhús fyrir peninga. Ef að bankinn myndi segja Við tökum 40% af peningunum þínum vegna þess að þú ert fjárfestir sem ert að taka áhættu með innsetningunni, þá eru skynsamlegustu viðbrögðin að taka peningana út af reikningnum og stoppa þeim undir dýnuna og nota þá þegar maður þarfnast þeirra. Þetta eyðileggur alveg hugmyndina um bankakerfið.
Þetta er vitlausasta hugmynd sem ég hef heyrt áratugum saman og þetta sýnir algjörlega hversu lítinn skilning búrókratar og hefðbundnir hagfræðingar hafa á því, hvernig peningarnir virka.
Evran er Frankensteinskrímsli
Talandi um búrókrata, þú hefur sagt að búrókratarnir í Brussel hafi búið til Frankenstein skrímsli úr evrunni. Getur þú útskýrt þetta nánar?
Hugmynd evrunnar er að trúa á að hægt sé að skapa einn gjaldmiðil fyrir Evrópu án þess að hafa sameiginleg fjárlög tengd gjaldmiðlinum. Við höfum Seðlabanka án fjármálaráðuneytis ásamt reglum um, að ríkisskuld megi ekki fara yfir 60% af vergri þjóðarframleiðslu eða að árlegur fjárlagahalli verði meiri en - 3%. Báður þessir hlutir eru spennitreyja í sjálfu sér. Það þýðir að þegar fjárhagurinn fer úrskeiðis og ríkisstjórnir þurfa að eyða meira fé en venjulega, þá verða þær samtímis að skera niður kostnaðinn. Þá sitjum við uppi með tvær takmarkanir í stað aðeins einnar.
Þetta er eins og að vera með loftkerfi sem dælir lofti inn í húsið og þegar kólnar úti heldur kerfið áfram að dæla inn köldu loftinu. Þetta er ótrúlaga slæmt kerfi og það er líka þess vegna sem við sjáum afleiðingar eins og t.d. í Suður Evrópu þar sem atvinnutölur eru langt yfir 10% í flestum ríkjanna og yfir 25% á Spáni og í Grikklandi. Þetta eru að mestu leyti bein áhrif lélegra reglna Maastricht sáttmálans og evrunnar. Það er hreint ótrúlegt að sjá hversu illa hlutunum er stjórnað í efnahagsmálum heimsins.
Hver er þá lausnin? Að taka upp þjóðlega gjaldmiðla á nýtt?
Þjóðlegir gjaldmiðlar er mun skynsamlegri en alþjóðlegur gjaldmiðill nema að þjóðirnar sameinist um eitt fjármálaráðuneyti sem getur þjónað öllu gjaldmiðlasvæðinu. Þá getur ríkið hlaupið tímabundið undir baggann þegar eitthvað fer úrskeiðis á einum stað og haldið hlutunum gangandi þar.
Bandaríkin eru heimsálfa með einungis einn gjaldmiðil. Það þýðir að ef t.d. Nebraska er með fjárlagahalla og verður peningalaust en vel gengur í Kaliforníu, þá geta yfirvöld tímabundið flutt hluta af skattapeningum Kaliforníu yfir til Nebraska til að leysa málin þar. Enginn yrði var við þetta, því ekki er haldið yfirlit yfir hvernig skattafé er varið milli ríkja í Bandaríkjunum. En í Evrópu er þeim málum haldið til haga þótt ekki sé til sameiginlegt fjármálaráðuneyti landanna. Þetta þýðir að þegar eitthvað fer úrskeiðis á evru svæðinu, þá gera reglur Maastrich sáttmálans ástandið enn verra. Það er því miklu betra fyrir löndin að taka upp þjóðlegan gjaldmiðil að nýju í stað þess að vera áfram í evrunni. Ekki nema að evrunni takist að brjóta sér leið út úr spennutreyjunni og burtu frá 3% reglunni - annars liggur leiðin beint í skipsbrotið.
Einhvers staðar á einhverju stigi mun einhver öfga hægri hópurinn birtast og leiða úrsögn úr gjaldmiðlinum og eftir þjáningar í byrjun - aðallega í stærri ríkjunum, þá mun hópurinn skjóta rótum og fá stefnu sína viðurkennda, af því að það var réttur hlutur að skilja við evruna.
Mér finnst þetta bara vera sorgarleikur. Evran átti að sameina Evrópu en hún býr til raunverulega sundrungu sem ekkert gefur eftir sundrungarástandinu 1930.
Allt rétt gert hjá Íslendingum nema verðtryggðu húsnæðislánin, þau þurfa að hverfa
Vegna þess að ég er Íslendingur þá er mér hugleikið að heyra álit þitt á hvernig þér finnst Íslendingum hafi tekist að bjarga sér út úr kreppunni og hvað íslenska krónan þýðir. Nýlega hlutu bankastjórar fangelsisdóma ....
Já það er stórkostlegt. Þetta er það sem hefði þurft að gera alls staðar í heiminum. Þið stingið bankastjórunum í steininn í staðinn fyrir að halda þeim á floti og réttlæta allt svindlið sem þeir hafa staðið fyrir síðustu áratugi. Þið neituðu líka að borga skuldir sem aldrei hefði upphaflega átt að stofna til. Þetta er ástæðan fyrir því, að Ísland kemur miklu betur út úr kreppunni en flest öll önnur lönd. Eina atriðið sem vandkvæði er á og þú verður að leiðrétta ef ég fer ekki rétt með, er að húsnæðislán ykkar eru verðtryggð og tengd verðbólgunni sem þýðir að ef verðbólgan hækkar um 10%, þá hækka húsnæðislánin um 10%. Þetta er fáránlega slæmt fyrirkomulag og þið ættuð að afnema þessa reglu og gera húsnæðislánin sjálfstæð, óháð verðbólgu. Burtséð frá þessu atriði, þá hafið þið gert allt saman rétt, hvernig þið hafið tekið ykkur gegnum kreppuna. Þið hafið sýnt öðrum í heiminum, hvernig þeir eiga að fara að hlutunum, sem er allt annað en þeir hafa gert fram að þessu.
Best að gera þveröfugt við ráðleggingar hagfræðinga
Það er mikil umræða í gangi um verðtrygginguna og ég vona að henni verði breytt. En hvað finnst þér Steve, ég hef heyrt að hagfræðibækur séu ekki alltaf réttar, hvernig kemur framtíð hagfræðiþekkingarinnar til okkar?
Hagfræðin er enn að miklu leyti í sporum 19.aldar hugsunar, þrátt fyrir tölvur og tækni nútímans. Hagfræðingar nota 19. aldar hugsun til að skilja efnahagslíf 21. aldarinnar. Þeir vilja frekar viðhalda venjulegum mistökum í stað þess að þróa hagfræðikenningarnar áfram. Við þurfum að uppfæra hagfræðina í öllum heiminum og nota dýnamískar aðferðar fyrir dýnamísk kerfi í stað ósveigjanlegs kerfis eins og hagfræðingar nota. Hefði það verið gert værum við nú þegar með efnahag sem þjónar tilgangi sínum.
Hagfræðin er svo léleg um þessar mundir að það er oftast best, þegar hagfræðingur er spurður ráða að gera þveröfugt við það sem hann ráðleggur manni.
Ha, ha, ha, er ástandið virkilega svona slæmt?
Já, það er það.
Ég þakka þér Steve Keen innilega fyrir samtalið og tímann til að ræða um þessi mál.
Það er sjálfsagt mál. Ég verð að heimsækja Ísland einhvern daginn. Það hefur orðið svo miklu áhugaverðara land eftir allt sem þið hafið gert til að vinna ykkur út úr kreppunni.
ESB hótar með heimskreppu og heimsstyrjöld gangi Bretar úr ESB
6.3.2016 | 14:28
ESB hefur hafið móðursjúka hræðsluherferð til að hræða Breta frá að ganga úr sambandinu. Hafi Íslendingar kynnst hótunum í sambandi við Icesave eru þær ekkert miðað við þá óþverraleðju, sem Evrópusambandið dælir yfir Breta. Forráðamenn sambandsins ásamt stórfyrirtækjum, stórbönkum á borð við Goldman Sachs hafa ákveðið að kremja Breta undir hæl áróðursstígvélsins svo þeir "kjósi rétt". Hótað er með heimskreppu og heimsstyrjöld hvorki meira né minna, sem skrifast á brezku þjóðina ef hún velur að fara úr ESB. Sem fyrr mun þvílíkur ofstopi aðeins leiða til andhverfu sinnar og stappa stálinu í fleiri Breta að fara frá rjúkandi rústum ESB sem hvort eð er getur engu bjargað, jafnvel þótt Bretar séu um borð.
Þýzki fjármálaráðherrann Wolfgang Schauble sagði í viðtali við BBC, að "Brexit gæti skapað heimskreppu, þar sem mörg ár erfiðra samninga um útgöngu Breta væru "eitur" fyrir efnahagslíf heimsins. Stórbankar keppa nú um að fylla alla miðla með hrakspám um stórfyrirtæki sem færu illa út úr Brexit bæði í Bretlandi og öðrum aðildarríkjum sambandsins.
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Jean-Claude Juncker virðist alveg hafa tapað sér, hann skipaði gagnrýnendum evrunnar að heimsækja stríðsgrafir í Evrópu til að komast hjá því að eyðileggja frið á milli þjóða. Í örvæntingarkasti varar Juncker breska kjósendur við að endurtaka ekki "gríðarlegu heimsku" tveggja heimsstyrjalda. Telur Juncker að ESB hafi haldið uppi friði eftir seinni heimsstyrjöldina í Evrópu og ásakar Breta fyrir að "gleyma" þessu "mikilvæga hlutverki ESB".
Mike Hookem fyrrum hermaður og talsmaður Sjálfstæðisflokks Bretlands UKIP sagði að yfirlýsing Juncker skapaði ógleði. "Það er glögg innsýn í heilabúið á Mr. Juncker að honum finnist það hafa verið "gríðarleg heimska" að háð var stríð gegn skrímslum eins og Hitler og gegn einræði fasismans, þegar sannleikurinn er sá að þeir menn og konur sem börðust voru ótrúlega hugrökk og barátta þeirra gríðarlega mikilvæg. Samtímis sem við höldum upp á 100 ára afmæli Fyrstu heimsstyrjaldarinnar að Sommeslagnum meðtöldum ættum við að þakka upphátt öllum þeim sem börðust fyrir frelsi og til að losna úr heimsvaldaklóm Þýzkalands. Þessi áróður er framhald baráttunnar um að hræða fólk til að kjósa að vera áfram í ESB, því þeir vita að "efnahagslegu" rökin eru gagnslaus."
Dr. Liam Fox fyrrum varnarmálaráðherra Breta bætti við: "Hergrafir Evrópu eru minnisvarði um mistök meginlandsins til að halda öfgastefnu tuttugustu aldarannar í skefjum."
Talsmenn fyrir úrgöngu Breta úr ESB dæmdu ummæli Junckers sem "heimsku og móðgun við fórnir þeirra sem liggja í hergröfunum."
Juncker hefur hótað Bretum, að engir möguleikar verði á neinum nýjum aðildarsamningi, ef Bretar kjósi um að yfirgefa sambandið. "Ekki bara vegna þess að brezki forsætisráðherrann kaus gegn mér, þegar ég bauð mig fram sem framkvæmdastjóri ESB heldur líka vegna þess að hann varð svo glaður, þegar ég aðstoðaði hann við að ná stjórn á þessum sjálfsköpuðu vandamálum sínum."
Baráttan á eftir að harðna en varla að nein þvæla komist í hálfkvist við þessa dellu forseta framkvæmdastjórnar ESB, að úrsögn Breta muni orsaka þriðju heimsstyrjöldina. Hið sama gildir um heimskreppublaður fjármálaráðherra Þýzkalands, en evran ein hefur valdið þvílíkum hörmungum í suður Evrópu, að ekkert gefur eftir heimskreppunni fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Byggt að hluta til á grein í Daily Express.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig ESB gæti hrunið 2016
29.12.2015 | 18:05
Í grein í The Telegraph skrifar Leo McKinstry um hvernig Evrópusambandið, sem á að verja Evrópubúa er sjálft orðið að stærstu hættu álfunnar.
"2016 gæti orðið árið þegar ESB liðast sundur og gerir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þarflausa. Efnahagsmálin munu örugglega hafa afgerandi þýðingu í sérhverju hrunaferli. Þrátt fyrir endalausan jákvæðisáróður frá Brussel og jafnframt meiri stjórnun miðstýrðra peningamála hafa vandkvæði evrunnar ekki horfið. Hagvöxtur er áfram líflaus, aðeins 0,3 prósent á þriðja ársfjórðungi á meðan atvinnuleysisbótabiðraðirnar er jafn langar og áður. Atvinnuleysi á Spáni, sem stundum er hampað sem "kraftaverki" evrusvæðisins er 23%. Í Grikklandi er talan yfir 25%.
ESB getur ekki leyst hina langvarandi efnahagskreppu vegna þess að það er sjálft hluti vandamálsins. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill var reyndar aldrei neitt efnahagslegt frumkvæði. Þvert á móti var hann pólitískt stjórntæki til að ná markmiðum stórveldisins. Að þvinga saman jafn ólíkar efnahagsstærðir og Þýzkaland og Grikkland var dæmt frá byrjun til að enda í skuldum og athafnaleysi."
Og áfram skrifar McKinstry:
"Yfirhangandi skellur efnahagsstefnunnar blandast saman við áframhaldandi stórslys flóttamannastefnunnar sem er að rífa félagsmálaverksmiðju Evrópu á hol. Í stað þess að að verja evrópska menningu hefur ESB orðið að farartæki eyðileggingar á arfi okkar og auðkennum með leiðsögn opinna landamæra og fjölþjóðamenningar í bílstjórasætinu."
Á heimasíðu The Telegraph er spurt: Á Íhaldsflokkurinn að berjast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu? Svörin má sjá að ofan: 61% segja að flokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að berjast fyrir úrsögn Breta úr ESB, 27% vilja að flokkurinn geri það, ef Cameron tekst ekki að ná viðunandi samningum við ESB og einungis 12% segja nei.
Árið 2016 verður greinilega ár stórra atburða.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ísland öruggara án Schengen
24.11.2015 | 10:41
Grein Morgunblaðsins og leiðari í dag "Hryðjuverkamenn boðnir velkomnir" um gagnrýni fyrrverandi forstjóra Interpol, Ronald K. Noble, á Schengen-samstarfið er þarft og gott innlegg í varnarmálaumræðuna á Íslandi. Ronald segir, að Schengen hafi gert 26 lönd og landamæri þeirra opin án landamæraeftirlits, sem geri hryðjuverk eins og árásirnar nýverið í París mögulegar.
Mbl. skrifar:
"Hér á landi hafa umræður um Schengen verið á villigötum og byggst á þeirri tálsýn að ytri landamæri svæðisins séu varin. Nú er komið í ljós með óyggjandi hætti að svo hefur ekki verið og litlar líkur á að svo verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í náinni framtíð.
Þá hefur því verið haldið fram að aðild að Schengen sé forsenda þess að geta haldið uppi nauðsynlegu eftirliti með glæpamönnum, en það hafa því miður reynst öfugmæli. Og eins og fram kemur í skrifum fyrrverandi forstjóra Interpol er aðgangur að gagnabanka þeirrar alþjóðlegu löggæslustofnunar fjarri því að vera háður því skilyrði að ríki séu í Schengen-samstarfinu."
Reynsla Svía er að holskefla misyndismanna frá Austur-Evrópu gat komið vegabréfalaust til Svíþjóðar vegna Schengen og þar sem ekkert eftirlit mátti vera, varð sænska lögreglan að horfa á glæpamenn koma sem að öðrum kosti hefði verið stuggað frá eða gert erfiðara um för.
Hanna Birna á hálum Schengen-ís
Mér brá, þegar ég heyrði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur segja, að hún tryði því að Ísland væri öruggara í Schengen en utan. Aðalrök hennar voru, að við hefðum aðgang að upplýsingum sem annars væru ekki á boðstólum. Þetta er ekki rétt. Europol og Interpol vinna saman með lögreglum ríkja, óháð hver þau eru. Það var til alþjóðlegt samstarf fyrir Schengen og núna utan við Schengen.
Í staðinn má líta svo á, að aðildarríki Schengen séu gerð háð miðstýrðum upplýsingum sem er liður í áróðursmaskínu ESB um ágæti sambandsins. Ég vona, að Hanna Birna sjái að sér og láti það ekki villa sér sýn, ég veit að hún vill að varnir og öryggismál Íslands séu í góðum höndum Íslendinga sjálfra.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins og fyrrverandi forstjóri Interpol, Ronald K. Noble hafa alveg rétt fyrir sér um Schengenhættuna: Landamæraeftirlit 26 ríkja leyst upp sem hryðjuverkamenn og aðrir glæpamenn nýta sér út í æsar.
Deilurnar innan ESB koma í veg fyrir að Schengen geti nokkurn tímann tryggt "ytri landamæri" þar sem ríkin 26 geta ekki komið sér saman um afleiðingar, skipulag, skiptingu verka eða flóttamanna sem koma yfir landamærin.
ESB er raunverulega að liðast sundur og er að breytast í hermaskínu undir forystu Þjóðverja, sem breyta grundvallarafstöðu sinni eftir seinni heimsstyrjöldina. Merkel situr á veikum stól vegna allra flóttamanna en um ein miljón manns koma til Þýzkalands í ár.
Schengensamningurinn tryggir ekki einu sinni öryggi þeirra 500 íbúa sem búa í Schengen.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allahu Akbar í stað Heil Hitler!
21.11.2015 | 17:24
Hróp íslamistanna Allahu Akbar er sambærilegt við hróp nazista Heil Hitler! Orðin klingja á mismunandi tungum en þýða í raun það sama: Algjör undirgefni eigins lífs fyrir málstaðinn og guðinn eða foringjann. Bæði í nazismanum og íslamismanum fórnar fólk lífi fyrir málstaðinn, telur sjálft sig vera æðri öðrum kynstofnum eða trúarbrögðum. Drepur miskunnarlaust andstæðinga á hrottalegan hátt til að skapa hræðslu við sig og tryggja þjóðfélagsleg völd.
Markmið Íslamismans er að stinga kíl milli múslíma og allra annarra á Vesturlöndum til að þvinga múslíma til að gerast vígamenn ríkis Íslams. Kveikja hatur okkar á múslímum sem hóp, þótt flestir múslímar styðji ekki íslamismann. Þetta má aldrei takast.
Eftirfarandi bréf skrifaði Antoine Leiris á Facebook. Hann missti konu sína í árás hryðjuverkamannanna í tónleikahöllini Bataclan í París fyrir rúmri viku. Hér má sjá og heyra bréfið lesið upp á ensku:
Í lausri þýðingu (lesið upp í morgunútvarpi Sögu): "Á föstudagskvöldið tóku þið líf einstakrar manneskju, ást lífs míns, móður sonar míns en þið munuð ekki fá hatur frá mér.
Ég veit ekki hverjir þið eruð og ég vill ekki vita það, - þið eruð dauðar sálir. Ef guðinn sem þið drepið fyrir í algjörri blindni hefur gert okkur að afmynd sinni, þá er sérhver kúla í líkama konu minnar sár í hjarta hans.
Þess vegna mun ég ekki gefa ykkur þá gjöf að ég hati ykkur. Þið sækist augljóslega eftir því en að mæta hatri með vonsku væri að falla fyrir því sama og hefur gert ykkur að þeim sem þið eruð. Þið viljið að ég sé hræddur? Að ég horfi grunsamlegum augum á mína samferðamenn? Að ég fórni frelsinu fyrir öryggi mitt. Þið hafið tapað. Sami leikmaður, sami leikur.
Loksins sá ég hana í morgun eftir bið í daga og nætur. Hún var jafn fögur og hún var þegar hún fór á föstudagskvöldið. Jafn falleg og þegar ég varð óstjórnlega ástfanginn af henni fyrir meira en 12 árum síðan. Að sjálfsögðu er ég yfirbugaður af sorg - þann litla sigur gef ég ykkur. En hann verður ekki langvarandi. Ég veit að hún verður með okkur alla daga. Og við munum hittast aftur í paradís frjálsra sálna. Þangað sem þið komist aldrei.
Við erum aðeins tveir sonur minn og ég. En við erum sterkari en herir heimsins. Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í ykkur núna, því ég ætla til baka til Melvils, sem er nývaknaður eftir síðdegisblundinn. Hann er aðeins 17 mánaða gamall. Hann mun borða eins og venjulega alla daga, svo munum við leika okkur eins og alla aðra daga. Þessi litli drengur mun móðga ykkur með hamingju og frelsi.
Því þið munuð ekki heldur fá hatrið hans."
Grípi til allra nauðsynlegra aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslamisminn hugmyndafræði ofbeldis eins og fasisminn
14.11.2015 | 13:44
Skelfilegt blóðbað Íslamska ríkisins í París í gærkvöldi og nótt lætur engan ósnertan. Um er að ræða stærsta hryðjuverk eftir seinni heimsstyrjöldina í Frakklandi og trúlega í Vesturheimi öllum. Ódæði sem þessi geta því miður gerst hvar sem er í hinum vestræna heimi og enginn er óhultur. Markmið hryðjuverkamannanna er að drepa eins marga saklausa, óvopnaða borgara og mögulegt er áður en þeir taka sitt eigið líf eða falla fyrir kúlum lögreglu- eða hermanna.
"Sofandi sellur" hryðjuverkamanna eru staðsettar um öll Vesturlönd og bíða bara skipana um að framkvæma hryðjuverk. Íslamska ríkið hefur beðið ósigra að undanförnu m.a. féll Móhammed Emwazi þekktur undir nafninu "Heilagastríðs Jón" nýlega og Kúrdar endurheimtu hinn mikilvægi bæ Sinjar mitt á milli Mósúl og Ragga í gær og kann það að hafa leyst út skipun um árásirnar í París.
Flestir nágrannar sem sænska sjónvarpið talaði við í nágrenni eins árásarstaðsins kenndu frönsku ríkisstjórninni um að draga á sig hryðjuverk Íslamska ríkisins með þáttöku sinni í stríðinu í Sýrlandi og Írak. Sögðu Frakkar á götunni, að Frakkland hefði ekkert að gera með þáttöku í stríði í Miðausturlöndum og er sá boðskapur í skærri andstöðu við boðskap ríkisstjórnar Frakklands og Hollande Frakklandsforseta, sem lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og gaf út stríðsyfirlýsingu gegn Íslamska ríkinu í kjölfar árásarinnar. Enginn getur séð fyrir áhrifum og afleiðingum árásarinnar en þau munu verða víðtæk og langvarandi. Í nótt bárust fréttir af íkveikju búða flóttamanna við Calais, þar sem þúsundir flóttamanna hafa aðsetur í þeirri von að þeim takist að komast yfir til Bretlands.
Sænska sjónvarpið tók áhugavert viðtal við Haras Rafiq í nótt sem lýsti vel hvernig leyniþjónustu Vesturlanda hefði verið kunnugt um í nokkur ár að sofandi sellur sem eru þjálfaðar fyrir hryðjuverk af þessu tagi eru staðsettar á Vesturlöndum og bíða skipana. Hann sagði að yfirvöld Vesturlanda yrðu að fara að taka fyrir róttækni ungra múslíma til sérstakrar athugunar, því íslamisminn væri ofbeldishugmyndafræði líkt og fasisminn. Haras Rafiq sagði að vegna frásagnar vitna um að árásarmennirnir hefðu hrópað "Allah akbar" og "Þetta er fyrir Sýrland!" að þá væri þetta árás íslamismans þótt ekki hefði værið ljóst í nótt, hvort um væri að ræða ÍSIS eða Al Qaeda eða fylgismenn Al Qaeda, sem hefðu gengið í lið með ÍSIS. Síðar tók Íslamska ríkið á sig ódæðið.
Hans Rafiq hjá brezku hugmyndaveitunni Quilliam gegn hryðjuverkum sagði:
"Við aðgreinum íslamisma, sem er pólitísk hugmyndafræði, frá íslam sem eru trúarbrögð á sama hátt og við greinum orðið social, hvernig við erum í félagslegu samhengi, frá sósíalisma sem er pólitísk hugmyndafræði. Við þurfum sem samfélag, bæði múslímir og ekki múslímir, að gera íslamismann álíka óvinsælan og gamaldags eins og fasisma, rasisma og aðra þá hluti, sem við viljum ekki hafa í samfélagi okkar. Samfélagið verður að byggja upp andstöðu gegn þessu á sama tíma og yfirvöld í gjörvöllu ESB verða að starfa betur saman til að hindra að svona árásir geti gerst aftur."
Annar sérfræðingur í hryðjuverkum Magnus Ranstorp hefur í mörg ár rannsakað róttækniferli, sem breyta ungum múslímum í hryðjuverkamenn. Honum hefur orðið áfátt í Svíþjóð, þar sem það hefur ekki verið talið pólitískt rétt að beina kastljósinu að ungum múslímskum karlmönnum sérstaklega. Í síðasta hefti Foreign Policy í Washington skrifar Ranstorp, að Gautaborgarhverfið "Angered hefur orðið að miðstöð fyrir heilagstríðsmenn sem fara til Sýrlands". Honum finnst að áhugaleysi sænskra yfirvalda á íslamskri öfgastefnu og umræður í Svíþjóð sem glórifíera Íslamska ríkið og hryðjuverk þess í Sýrlandi vera "alfarið út í hött":
"Það er svo furðulegt að frá stjórnmálahliðinni hefur maður ekki séð það sem er að gerast. Það er virk dagskrá í gangi sem gengur út á að tóna niður öfgarnar og gera íslamískt ofbeldi verulegt. Mörg samtök múslíma neita að taka afstöðu gegn Íslamska ríkinu.
- Umræðan er framandi raunveruleikanum. Hún hefur þó skánað aðeins í seinni tíð, þar sem það er svo augljóst, að Íslamska ríkið stendur fyrir ógeðslegu og algjörlega óréttlætanlegu ofbeldi."
Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)