Hvað er eiginlega að Þýzkalandi?

Robert Curry spyr hvað sé að Þýzkalandi í nýrri grein um Þjóðverja og þá áráttu þeirra að verða alltaf vandræðabarn Evrópu. Núna - ekki með því að senda unga menn í herbúningi til að leggja Evrópu undir sig, - heldur með því að nota yfirburða efnahagsstöðu sína til að fá unga múslímska menn til að flykkjast í miklum mæli yfir landamærin til Evrópu. Í seinni heimsstyrjöldinni skildu Þjóðverjar álfuna eftir í rúst - fyrst með sigri og síðar með ósigri. Í dag virðast Þjóðverjar ætla að eyðileggja Evrópu með yfirtöku annarra í stað eigin yfirtöku.

NietzscheFyrst Keisarinn, síðan Hitler og núna Angela Merkel. Aftur og enn en á mismunandi hátt hefur þýzki hrokinn fundið leiðir til að setja Evrópu á kné. Hvernig í ósköpunum erum við komin á þennan stað aftur?

Fortíð Þýzkalands sem óvinur Breta, Frakka og Bandaríkjamanna í tveimur mannskæðustu styrjöldum sögunnar varpar ljósi á mismunandi menningarþróun ríkjanna. Stjórnmálabyltingar upplýsinganna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi höfðu víðtæk áhrif á hugsunarhátt þeirra. Þýzkaland hafnaði upplýsingunni og fór í gagnstæða átt með rómantíkinni sem hafnaði upplýsingum staðreynda. 

Prófessor Isaiah Berlin við Oxford háskóla lýsir einkennum rómantísku stefnunnar:

"..almenn skynsemi og hófsemi voru langt frá hugmyndum þeirra...það var mikið sótt í tilfinningar...hafsjór af óskum eftir eilífðarlausnum...aðdáun á ofursnillingum, útlögum, hetjum, fagurfræði, sjálfseyðingarhvöt." 

Þráin eftir rómantísku hetjunni vakti ímynd Satans sem gerði uppreisn gegn himnum og lýsir vel Hitler. Hitler hrærði upp sært stolt Þjóðverja eftir ósigurinn í fyrstu heimsstyrjöldinni og leiddi Þýzkaland út í sjálfseyðingarferð sem endaði með eyðileggingu Þýzkalands og sjálfsmorði Hitlers. 

Einungis með því að skilja höfnun Þjóðverja á upplýsingunni sem önnur lönd fylgdu og eigin vegferð Þjóðverja í dýrkun ofurmenna og sjálseyðingarhvöt er hægt að skilja þann mikla menningarmun sem aðgreinir Þjóðverja frá öðrum. 

Ef vestræn ríki vilja komast hjá endurtekinni eyðileggingu og hörmungum síðustu aldar, færi vel að byggja áfram á uplýsingunni og ýta burtu hugsunarhætti þýzkra rómantískra einstaklinga eins og Merkel, sem heldur í hugmyndalegar hefðir sem geta ekki sýnt neinn sögulegan jákvæðan árangur.


mbl.is Merkel klettur í hafsjó vitleysinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir 100 árum, voru uppi skrauthanar í þýskalandi sem kölluðu sig "the master race".  Núna ganga um og ráða ríkjum í þýskalandi "gott" fólk, sem kallar sig "hið sanna fólk guðs". 

"Same dance, different tune".

Allt þetta "líf" og "umstang", fær mig til að vera þakklátann fyrir að vera "aumingi með hor".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.9.2017 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband