Bandaríkin velja átakalínu við Rússland. Kenna um íhlutun Rússa í forsetakosningunum 2016.

Trump Bandaríkjaforseti á við ramman reip að draga á Bandaríkjaþingi. Það var tilgangslaust fyrir hann að hafna nýjum lögum um víðtækar viðskiptaþvinganir við Rússa, þar sem langtum fleiri en tveir þriðjuhlutar þingmanna beggja deilda samþykktu þvinganirnar.

John McCain þingmaður sem hefur verið drífandi fyrir nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi skrifaði á Facebook, að aðgerðirnar séu "svar Bandaríkjamanna vegna tölvuárásar og  íhlutunar Rússa í forsetakosningum Bandaríkjanna 2016". Segir McCain að með samþykkt þingsins fylgi einnig "útskýringar hernefndar þingsins, utanríkisþjónustu og bankanefndar, sem vilja koma á nýjum, stórauknum, þvingandi refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna tilrauna Rússa til að grafa undan lýðræði Bandaríkjanna og vegna íhlutun í forsetakosningunum 2016".  

Nýju lögin gera "Rússland ábyrgt fyrir grófa íhlutun í forsetakosningunum og þingið sendir þau mikilvægu skilaboð, að Bandaríkin muni ekki þola neinar árásir á lýðræðið eða þjóðlega öryggishagsmuni og muni mæta öllum slíkum árásum af krafti, festu, heilbrigðri skynsemi og aðgerðum".

sorosmccain


Góðvinirnir George Soros og John McCain. Soros er einn af stærstu fjárveitingaraðilum McCain. Soros beitir öllum brögðum til að flæma Trump frá völdum og hefur um árabil att Evrópuríkjum í stríð við Rússa.


Fyrrum aðastoðarfjármálaráðherra í ríkisstjórn Regans, Paul Craig Roberts segir á heimasíðu sinni að engar sannanir hafi enn komið fram um íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Málið sé aðför að lýðræðislega kjörnum forseta Bandaríkjanna af hálfu Demókrata, aðilum leyniþjónustunnar ásamt meðlimum ríkisstjórnar Trumps og Repúblikana og mörgum fjölmiðlum með það markmið að bola Trump frá völdum. Segir hann engan mun á þessum lygum og lygum Hitlers 1939 um að "pólski herinn fór yfir landamæri okkar í nótt" sem var ástæða Hitlers til að ráðast á Pólland.  

"Búist við meiri fölskum ásökunum, meiri grýluvæðingu og fleiri ógnunum. Stríð er í spilunum". (Paul Craig Roberts)


mbl.is Trump gefur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað gengur kalli sem á gnægð af auði til að efna til ófriðar,já heimsófriðar í krafti þssara auðlegða sem rötuðu til hans.

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2017 kl. 15:00

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, mikið vill meira fá. Hann vill stöðva orkusölu Rússa til Evrópuríkja eins og Þýzkalands og Frakklands. Stríð er gamalkunnug lausn fjárjöfra sem vilja lána báðum stríðandi hliðum peninga og fjármagna uppbyggingu eftir stríðið. Sagan endurtekur sig frá seinni heimsstyrjöldinni. 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.7.2017 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband