Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Betri dauð ríkisstjórn en látið lýðveldi
10.8.2019 | 17:24
Ef einhverjir eru einangrunarsinnar þá eru það talsmenn orkupakka 3 sjálfir sem hanga fastir í gömlum tíma og gefa engan kost á samtali í rauntíma við andstæðinga orkupakka 3. Að ráðast á Miðflokkinn í dag á forsendum gærdagsins er að mála sjálfan sig út í horn. Ástæðan er jafn einföld og hún er augljós: Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lofað kollegum sínum í EES og ESB að innleiða orkupakka 3 á Íslandi og þá verður að valta niður alla gagnrýni. Hollusta ráðherra Sjálfstæðisflokksins er öll hjá ESB en engin hjá þeim sem kusu þá til embættis.
Í stað þess að taka málefnalega umræðu með andstæðingum orkupakka 3, þá er gripið til stórsleggjunnar og básúnað út að "þetta sé allt saman Miðflokknum að kenna!" Mikill er máttur Miðflokksins að hafa náð stjórn á Sjálfstæðisflokknum löngu áður en Miðflokkurinn var stofnaður. Síðan hvenær hefur Sjálfstæðisflokkurinn skuldbundið sig að framfylgja stefnu annarra flokka? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar á Facebook að ríkisstjórn hans hafi ekki innleitt orkupakka 3. Það er staðreynd. En af hverju geta forráðamenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðurkennt það? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að innleiða orkupakka 3 og segja að Miðflokkurinn hafi gert það? Halda talsmenn orkupakkans að kjósendur séu bæði augna -og eyrnalausir eða þjakaðir af ólæknandi lesblindu?
Og hvaða endalaus della er það að segja að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki fram málefnum sínum í ríkisstjórn vegna málamiðlungsmoðu þriggja flokka stjórnar? Síðan hvenær þarf Sjálfstæðisflokkurinn að reka vinstri græna kratastefnu í ríkisstjórn? Að vinna gegn hagsmunum Íslands og afhenda lögsögu yfir orkuauðlindum Íslands til hins nýja sovéts í Brussel virðist í dag eina forgangsmál Sjálfstæðisflokksins og bregður mörgum Sjálfstæðismanninum í brún af hversu miklu offorsi flokksforystan vinnur í málinu. Hún er reiðubúin að hunsa vilja Landsfundar, vilja kjósenda, vilja flokksmeðlima og vilja þjóðarinnar.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sprengir ríkisstjórnina með fautagangi sínum.
Það er vel.
Betri dauð ríkisstjórn en látið lýðveldi.
Orkupakkinn takmarkað framsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðflokksmaðurinn og litli guli Sjálfstæðisflokkurinn
8.8.2019 | 19:35
Einu sinni, þegar litli guli Sjálfstæðisflokkurinn naut afraksturs afreka sinna, þá fann hann nokkur orkupakkafræ.
"Hver ætlar að gróðursetja þessi orkupakkafræ?" spurði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn.
"Ég" sagði samfylkingarsítrónan.
"Ég" sagði vinstri græna geddan.
"Ég" sagði viðreisnarviðundrið.
"Ég" sagði píratapulsan.
"Ég" sagði framsóknarfressinn.
"Ekki ég" sagði miðflokksmaðurinn.
"Þá gera það allir nema miðflokksmaðurinn" sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn. Og þau gerðu það.
Orkufræin urðu að orkuverum sem uxu og uxu. Að lokum kom að uppskeru alls rafmagns. Þá sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn: "Hver vill fá rosalegt gígawatt-stuð?"
"Ég" sagði samfylkingarsítrónan.
"Ég" sagði vinstri græna geddan.
"Ég" sagði viðreisnarviðundrið.
"Ég" sagði píratapulsan.
"Ég" sagði framsóknarfressinn.
"Ekki ég" sagði miðflokksmaðurinn.
"Þá fá allir rosalegt gígawatt-stuð nema miðflokksmaðurinn" sagði litli guli Sjálfstæðisflokkurinn og ýtti á on-takkann.
PÚFF!
Litli guli Sjálfstæðisflokkurinn, samfylkingarsítrónan, vinstri græna geddan, viðreisnarviðundrið, píratapulsan og framsóknarfressinn hurfu í gulum reyk. Það gerði lýðveldið líka.
Og nú þarf miðflokksmaðurinn að byrja söguna alveg uppá nýtt.
Skýrslugerð um fjórða pakkann hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson einn af fáum leiðtogum Íslendinga sem er fær um að leiða fullveldisbaráttu lýðveldisins
6.8.2019 | 23:17
Það er frískleikamerki hjá Sjálfstæðisflokknum að almennir flokksmeðlimir noti möguleika sína til að efna til atkvæðagreiðslu um orkupakka 3 meðal flokksmanna. Slík atkvæðagreiðsla gæti skapað einingu um málið innan flokksins ef forystan sæi þá að sér og utanríkisráðherrann drægi þingsályktun sína til baka. Þá gætu orkupakkasinnar Sjálfstæðisflokksins hætt að kljúfa flokkinn og m.a. afturkallað ásakanir um að farsælasti flokksleiðtogi þeirra á lýðveldistímanum sé eineygður karl sem skrifi falsfréttir í Morgunblaðið. Þá fyrst verður Sjálfstæðisflokkurinn samkeppnisfær við Miðflokkinn, að ísköld gamaldags Icesave-forysta flokksins víki og nútímalegri Sjálfstæðismenn sem þora að standa við stefnu flokksins og í lappirnar gagnvart ESB taki við.
Það er hins vegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem leiðir fullveldisbaráttu þjóðarinnar gegn ESB og verður ánægjulegt að sjá að eitt af fyrstu verkum hans á nýju þingi, verður að leggja fram ályktunartillögu um formlega afturköllun og ógildingu skaðræðisumsóknar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna um inngöngu Íslands í ESB. Þá mun þeirri nauðungargöngu ljúka - nema að ríkisstjórnin sængi með Pírötum og Samfylkingu til að véla þjóðina undir hæl ESB.
Ríkisstjórnin lifir á þræði stubbsins og mun hleypa öllu í uppnám á þingi þegar Miðflokksmenn neita að hleypa orkupakka 3 gegnum þingið. Svo mörg ný atriði hafa komið í ljós varðandi orkupakka 3 á meðan þingmenn tóku sumarfrí að það væri bein ögrun við lýðræðið að hleypa ekki þeirri umræðu og staðreyndum inn í sali alþingis.
Ríkisstjórnin hefur fengið tíma til umhugsunar og tækifæri að láta vit ráða för. Það er hins vegar ekki hið sama og að vitið fái að ráða för.
Vonandi lifir lýðveldið af endalok ríkisstjórnarinnar áður en hún skapar endalok lýðveldisins.
Undirskriftum sjálfstæðismanna safnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orkupakki 3 er skýrt dæmi um stjórnarskrárbrot vegna fyrirhugaðs afsals löggjafarvalds yfir orkuauðlindum Íslands í hendur ESB. Alþingi var ekki stofnað til að lýðræðiskjörnir embættismenn gætu breytt því í stimpilpúða fyrir lagabákn sem gætir hagsmuna erlends stórríkis. Ríkisstjórnin samþykkir ákvarðanir ESB á fundum í Brussel og síðan á Alþingi að afgreiða málin möglunarlaust á færibandi seinna meir.
Núverandi og fyrrverandi og einnig alþingismenn framtíðarinnar verða að skilja að þjóðin samþykkir aldrei að Alþingi sé í höndum erlends stórveldis. Eitt frægasta dæmið um slíka tilfærslu var yfirtaka nazista með Quisling í fararbroddi á norska Stórþinginu. Þar var stimplað umbúðarlaust, hrátt og hratt og ekkert innihald falið, þótt logið væri til um að allt væri gert í nafni norsku þjóðarinnar. Við hertöku Stórþingsins stofnaði Hákon VII Noregskonungur útlagastjórn í London og Norðmenn stunduðu Stórþing andspyrnuhreyfingarinnar þar til nazistar voru sigraðir og þingið endurheimtist.
Tilgangur Alþingis hefur ætíð verið að mynda lýðræðislegan vettvang fyrir þjóðina, þar sem hún ræður sjálf örlögum sínum. Lýðræðislega kjörnir embættismenn sem gangast svo upp í eigin frama og einkahagsmunum missa bæði sjón og heyrn á þessum markmiðum og skilja ekki það alþingishjarta sem slær hjá þjóðinni til blessunar fyrir Ísland.
Þingsályktunartillaga Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra Íslands um orkupakka 3 lýsir í hendingu uppgjöf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á að leiða Alþingi lýðveldisins. Vanhæfni ríkisstjórnarinnar er slík að hvorki hún né eftirkomendur stjórnmálaflokka hennar gætu nýtst sem talsmenn bænarskrár til hins erlenda yfirvalds í Brussel.
Slíkt verður hlutskipti þeirra lýðræðislegu kjörnu embættismanna sem á eftir koma verði orkupakki 3 samþykktur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Víst er Jóhanna sæt en stjórnarskráin virðist að sama skapi fágæt
2.8.2019 | 20:51
Hún brosir svo fallega, fyrrverandi forsætisráðherrann okkar sem tók dansinn ein út úr stjórnmálum. Því miður fyrir alla tók hún Icesavedansinn með Steingrímu á skuldabretti Svavars Gests sem Bjarni Ben. endurbætti sigri hrósandi í þriðja hring. Sá dans og heila brettið hvarf svo undir hæl þjóðarinnar sem valdi annað og gæfuríkari spor. Þá var Landsdómur ræstur til að fórna bakara fyrir smið á altari sem gæfuparið Jóhanna og Steingríma smíðuðu fyrir bankaræningja. Þjóðin hefur ekki enn komist gegnum þá skjaldborg sem félagsréttindaparið reisti kringum fjármálasvindlarana.
Pétur á útvarpi Sögu benti á að Móses hafði komið með boðorðin tíu af fjalli og kannski kom Steingrímur J. Sigfússon úr Þistilfirði með Panamaárásina síðari í froðuborði gulu pressunnar. Pressan sú hefur fitað sig á klausturmálinu eins og fjósapúkinn á bitanum. Að "siða"nefnd Alþingis leitar í fjöru kjaftapressunnar til að ná í pólitískt snæri til að sauma að réttkjörnum stjórnmálaandstæðingum segir allt um það lága plan sem Alþingi er gert að dúsa á.
Það plan má að miklu leyti þakka Jóhönnu Sigurðadóttur fyrir sem innleiddi tilraunir á raunastund þjóðarinnar í þá veru að taka völdin úr höndum kjósenda með sýndarmennsku á Alþingi með eigin dómstól þar sem valdhafar geta kúgað gagnrýnendur. Og sannið til hver ætlun ríkisstjórnarinnar með Steingrímu í forsæti Alþingis er þegar orkupakki 3 kemur aftur til fyrirhugaðrar stubbaumræðu á þinginu í haust: Málfrelsi þingmanna Miðflokksins í málinu verður afnumið og gagnrýni á orkupakkann bönnuð í sölum Alþingis.
Ef einhverjir eru ósiðlegir, þá eru það þeir sem nota valdastöðu sína til að koma á eigin dómskerfi framhjá stjórnarskránni till að fullnægja gremju sinni yfir því að gagnrýnendur þeirra hafi málefnaleg rök.
Að sjálfsögðu vill Jóhanna Sigurðadóttir samkomu með einvaldi að hætti kommúnista sem getur tekið völdin af kjósendum, gefið lýðræðinu fingurinn og rekið burtu lýðræðislega kjörna þingmenn.
Miðflokksmenn hafa fullkomlega á réttu að standa þegar þeir benda á hættuna í þessum vinnubrögðum fyrir eðlileg vinnubrögð lýðræðisstofnunar sem þjóðin vill að Alþingi sé.
Þessi nýja Panamaárás er vindhögg gegn lýðræðinu. Við hvert slíkt vindhögg mun Miðflokknum vaxa ásmegin. Sem betur fer man þjóðin eftir Icesave baráttunni og þótt spillt stjórnmálakerfi lyfti glæpamönnum Icesave til hásæti Alþingis, þá lifir hið lýðræðislega alþingi áfram í hjörtum Íslendinga.
Spurning er hvort allir aðilar ríkisstjórnarinnar vilja storka þjóðinni með nýrri Sturlungaöld í stað þess að láta vitið ráða.
Brotlegir þingmenn fari í leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hagsmunir þjóðarinnar ekki einkamál flokksleiðtoganna
23.7.2019 | 10:50
Ég fagna viðbrögðum þess góða drengs Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Ölfusi sem sér möguleika til að leiðrétta stjórnmálamistök Sjálfstæðisflokksins vegna víðtækrar og jákvæðrar umræðu þjóðarinnar um orkupakka 3. Eftir Icesave ætti enginn að vera hissa á hærra varúðarstigi hjá þjóðinni gagnvart þrjótum sem leggja nótt við nýtan dag til að finna leiðir til að véla þjóðina í ESB. Forysta Sjálfstæðisflokksins í dag er að verulegu leyti sú sama og lagði til Icesave samning sem þjóðin hafnaði. Flokksforystan hefur ekki gert það upp við sig hvað það þýðir stjórnmálalega að vera á annarri skoðun en þjóðin sem fékk staðfestingu á réttmæti afstöðu sinnar hjá alþjóðadómstól. Sú leiðsögn sem lýsti veg þjóðarinnar var jafn skörp og hún var einföld: Ekki á að borga skuldir óreiðumanna. Hefði það ekki verið vegna leiðsagnar fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins þeirra Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar og þáverandi forseta lýðveldisins Ólafs Ragnars Grímssonar, sem lögðu grunnninn að björgun þjóðarinnar, sæti þjóðin uppi í miðjum grískum harmleik; Íslendingar fjötraðir í skuldahlekki kynslóðir fram í tímann og nokkrir auðkýfingar hirtu arðinn af gögnum lands og sjávar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vann ötullega í InDefence að lausn vandans hélt áfram björgunarstörfum eftir sigur þjóðarinnar í Icesave. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins valdi heldur að sameinast Vinstri Grænum og rústum Framsóknarflokksins að því er virðist einungis til að koma í veg fyrir að Sigmundur Davíð kæmist á nýjan leik í stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sá stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar sem óprúttnum fjármálaþrjótum er mest í nöp við sem segir allt um áhrif, hæfileika og getu þessa manns. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að fylgið hrynji af núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins en safnist saman um núverandi forystu Miðflokksins. Miðað við þöggunartilburði og hrækingar forystu Sjálfstæðisflokksins á þá sem taka þátt í umræðu um orkupakka 3 og ekki syngja HALELÚJA upphátt er forystan í óða önn að grafa sína eigin stjórnmálagröf. Fyrir andstæðinga orkupakka 3 er það einungis jákvætt, því það flýtir fyrir endalokum áhrifa þessa fólks sem skortir bæði skynjun, tilfinningar að ekki sé minnst á vísdóm til að vera í tengslum við þjóð sína og hlusta á og ræða við venjulegt fólk.
Eftir vindhögg ríkisstjórnarinnar á alþjóðavettvangi og gólfmottuhegðun t.d. í réttindamálum eiturlyfjamafíu Filipseyja og þykjustu mannréttindum Sádí Arabíu m.fl., þá má alveg taka undir áhyggjur ritstjóra Morgunblaðsins af gæðum lögfræðimenntunar á Íslandi í dag.
Ungt óreynt fólk í stjórnmálum má hafa hversu fínar gráður úr háskóla sem er, en þegar dómgreindin er ekki meiri en að hægt er að skrifa ótalda pistla um hvernig viðkomandi lítur á það sem hlutverk sitt að bjarga heiminum, þá hringja allar viðvörunarbjöllur. Þegar stjórnmálamenn líta á stjórnmál einungis sem spurningu um stöður, persónulegt framapot og til að hækka í launum, þá á hugtakið þjóð fáa möguleika. Slíkir stjórnmálamenn verða bæði þjóð og flokki sínum til skammar og fara létt með að rífa niður þann árangur sem áunnist hefur.
Miðað við síðustu fregnir virðist forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á þeim buxunum að einu sinni hlusta á eigin flokksmen. Sú afstaða er ólík afstöðu fyrri forystumanna sem a.m.k. reyndu í orði kveðnu að viðhalda lýðræðislegum vinnubrögðum. Orkupakkahrokinn er slíkur að hann bendir til þess að örfáir fjárfestar ráði ferðinni og þá líklega þeir sem mestan hag hafa af því að koma þjóðinni í hendur ESB.
Það er miður þegar jafn merkur stjórnmálaflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn jarðar sjálfstæða hugsun og beitir offorsi til að tryggja hag örfárra á kostnað þjóðarinnar.
Vonandi tekst góðum mönnum eins og Elliða Vignissyni og Styrmi Gunnarssyni að koma vitinu fyrir forystunni og hleypa venjulegum flokksmönnum að í þessu mikilvæga máli áður en það verður um seinan.
Gjá milli þingflokks og grasrótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sennilega heitir maðurinn Vilhjálmur
21.7.2019 | 08:10
Sennilega hefur Vilhjálmur Bjarnason verið formaður Samtaka Fjárfesta um árabil og sennilega var hann einhvern tímann alþingismaður. Sennilega er hægt að vera sammála einhverju í afar sennilegri tilraun hans til stjórnmálaskrifa í Morgunblaðinu 19. júlí s.l. eins og t.d. fullyrðingunni um að "í víðsýni getur falist að viðurkenna mistök því enginn er óskeikull." En sennilega er ekki hægt að marka það, þar sem að það getur bara falist og því ósennilegt að nokkur fjárfestir eyði dýrmætum tíma sínum í að reyna að finna nokkuð sem gæti sennilega flokkast sem mistök.
Því sennilega er málum svo háttað að það eru stjórnmálamenn og vesæll almenningur sem eiga að taka á sig mistök fjárglæframanna sem sennilega kalla flestir sig fjárfesta. Og sennilega er það svo að keyptir stjórnmálamenn í störfum fyrir dæmda bankaræningja þurfa ekki að velta mikið fyrir sér hugsjónum Íslendinga eða framtíð þjóðar okkar.
Sennilega er það vondum Norðmönnum að kenna að hafa komið Sjálfstæðismönnum berskjölduðum að óvörum bæði á Landsfundi og í þjóðfélagsumræðu og hertekið Ísland með orkupakkaumræðu. Sennilega verður hægt að nota þennan erlenda óvin til að skapa samstöðu um orkupakka þrjú. En sennilega skiptir það engu máli, þar sem Landsfundur Sjálfstæðisflokksins getur ekki ályktað í "aldrei" og "skal"-stíl og ályktun um stöðvun frekari afhendingar fullveldis til ESB því marklaus fyrir forystu flokksins.
En allt er þetta sennilega óþarfi, því almennar leikreglur eru mikilvægar fyrir fólk landsins nema sennilega ekki fyrir Sjálfstæðisfólk, því engir aðrir eru fólk nema Sjálfstæðisfólk segir Vilhjálmur í grein sinni. Sennilega er þetta eina reglan sem er undantekningin frá reglunni fyrir bæði dæmda og ódæmda bankaræningja.
Sennilega ættu hagsmunamenn fjárfesta ekki að gefa sig út í stjórnmál, því sennilega þjappa þeir bara stálinu meira saman hjá þeim fyrirlitnu sem ekki komast í innsta hring þeirra sem titla sig Sjálfstæðisfólk.
Sennilega eru hagsmunir 1% á skjön við hagsmuni þjóðarinnar og sennilega hentar ekki slagorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt þeim sem horfa á töluskjáinn liðlangan daginn. Sennilega getur röng stjórnmálastefna falist í harðvítugri einokun og enn verri í því að afhenda erlendu stórveldi ákvörðunarvald yfir almennum leikreglum lítillar þjóðar.
Sennilega er grein Vilhjálms bara ágætis dæmi um hrokafulla orðræpu og í því getur falist að gera þau mistök að sverta niður hugtakið Sjálfstæðismaður svo fólk á erfitt með að þekkja sig þar lengur. Sennilega eru 19% engin örugg neðstu mörk fyrir núverandi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.
Auðvitað erum við óánægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Netrisarnir skera niður lýðræðið - nota yfirburðastöðu til að hafa áhrif á úrslit kosninga
19.7.2019 | 21:10
Sláandi afhjúpun á íhlutun Google og Facebook í kosningakerfi Bandaríkjanna.
Ekki stjórna Rússar þessum alþjóðarisum í Silicon Walley.
Framámenn Google hafa verið staðnir að yfirlýsingum um að klekkja á núverandi rétt kjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump í næstu kosningum.
Horfið á myndbandið ofan, það er sláandi.
Með einungis níu atkvæðum yfir lágmarki var Ursula von der Leyen kjörin í valdamesta embætti ESB. Val hennar ætti að senda hryllingsbólur eftir hryggmerg frelsiselskandi einstaklinga sem kjósa líf í friði í stað styrjaldar.
Gagnrýni kemur hvaðan æva að um markmið frúarinnar að breyta ESB í sósíalískt stórveldi sem ráði yfir allri Evrópu. Nigel Farage segir að von der Leyen vilji koma á "gamaldags kommúnisma" og eitt af markmiðum hennar er að afnema neitunarvald einstakra ESB-ríkja á sviði hermála og láta einfaldan meirihluta ráða í staðinn.
Von der Leyen dregur spillingarslóð á eftir sér í dekurverkefnum í Þýzkalandi sem fær Bragga Dags B. að líkjast hæverskum sunnudagaskóla.
Evrópuþingmaður Svíþjóðardemókrata Jessica Stegrud kallar von der Leyen fyrir "sósíalíska ofursambandsríkjaþernu" og lýsir markmiðum hennar. Hér eru nokkrir punktar:
- Byggja Sambandsher og afnema neitunarvald einstakra ríkja
- Hærri loftslagsskattar, stýring opinberra og einkasjóða skv. nýjum "Evrópskum loftslagslögum"
- Seðlabanki ESB verði "loftslagsbanki"
- Þvingandi lög um kynjajafnrétti í stjórnum fyrirtækja
- Þvingandi lög um verndun "hælisréttinda" og aðstoð við "bátainnflytjendur"
- "Barna og unglingatrygging" og atvinnuleysistrygging í ESB
- Útvíkkun gjaldeyrissambandsins og evrunnar
- Beina einkafjárfestingum til loftslagsmála
- Félagsleg auðhyggja: Sósíal kapítalismi (á ensku social capitalism)
Þjóðverjar áttu stóra sök að upphafi tveggja heimsstyrjalda. Uppbygging ESB-hers á að koma í stað samvinnu við NATO.
Vonandi festist gleðin í hálsi orkupakkasinna og vitgrannra embættismanna hjá því opinbera, þegar þeir skilja hvaða stíg þeir eru að feta með því að hengja þetta skrímsli á herðar landsmanna.
Eins gott að Bandaríkjamenn hugsa sér til hreyfings á Íslandi.
Tilnefning von der Leyen staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trump: "Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisunum mun ekki takast að ritskoða Bandaríkjamenn"
12.7.2019 | 23:21
Allir sjálfstæðir höfundar á félagsmiðlum eiga hauk í horni í núverandi Bandaríkjaforseta sem hélt málþing sjálfstæðra fjölmiðlamanna og áhrifavalda á félagsmiðlum í Hvíta húsinu s.l. fimmtudag. Tilefni fundarins var m.a. að ræða um árásir sósíalista á málfrelsi víða um heiminn og þá sér í lagi lokanir netrisanna Google, Facebook og Youtube á aðgang fjölda manns í nafni herferðar gegn "nethatri". Trump er eins og kunnugt er málsvari hins frjálsa orðs sem mjög fer í taugarnar á vinstri mönnum sem helst vilja banna allar aðrar skoðanir en sínar eigin. Rætt var á fundinum að netrisarnir yrðu að hætta skoðanaofsóknum sínum gegn íhaldsmönnum og virða málfrelsið. Bent var á að netrisarnir nytu ýmissa fríðinda af hálfu Bandaríkjanna og á móti yrðu þeir að virða málfrelsið.
"Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisarnir munu ekki komast upp með að ritskoða rödd bandaríska fólksins" sagði Trump. Hvíta húsið mun nú athuga lög um málfrelsi á netinu í framhaldi fundarins.
Trump nefndi mörg nöfn einstaklinga á félagsmiðlum sem hann hrósaði mjög. Meðal þáttakenda voru m.a. James O´Keefe frá Project Veritas og íhaldsmaðurinn Charlie Kirk.
"Þetta er sögulegur dagur. Aldrei áður hafa svo margir net-blaðamenn og áhrifavaldar og það er einmitt það sem þið eruð, verið saman komnir í þessarri byggingu til að ræða framtíð félagsmiðla" sagði Trump.
"Sérhver ykkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir land okkar. Þið keppið við útverði fjölmiðlanna og komið með staðreyndir beint til Bandaríkjamanna. Þið snúið ykkur beint að fólki og kannski værum við ekki einu sinni hérna núna án ykkar" sagði forsetinn.
Trump sagði félagsmiðla mun árangursríkari en fréttatilkynningar og nefndi Twitter sem dæmi, þar sem upplýsingarnar dreifðust mikið víðar og hraðar. Trump ætlar að láta athuga lög sem tryggja eigi málfrelsi á Internet og verður það frelsiskyndill á netmiðlum fyrir hina frjálsu umræðu.