Endurræsingin mikla skerðir guðdómlegan rétt okkar til lífs, frelsis og hamingjuleitar

eftirlitssamfelagBirti hér grein Lars Bern um Endurræsinguna miklu sem við munum öll heyra meira af fljótlega. Meira um Svíann Lars Bern lengra niðri á síðurnni

Endurræsingin mikla
Nýlega las ég afar mikilvægan pistil um endurræsinguna miklu sem glóbalistana dreymir um að sjósetja og skrifuð var af bandaríska líbertaríanska stjórnmálamanninum og fv. þingmanni fulltrúardeildarinnar Ron Paul. Ég birti hér túlkun mína á skrifum hans.

World Economic Forum er miðstöð glóbalistanna. Stofnandi og stjórnarformaðurinn Klaus Schwab hefur lagt til að nota beri ofurviðbrögðin við kórónufarsóttinni til að hleypa af stokknum endurræsingu í öllum heiminum sem hann kallar „The Great Reset.” Hann hefur skrifað bók með sama nafni. Málið fjallar um að auka völd ríkisstjórna og kúga frelsi fólks í öllum heiminum.

Schwab sér frammi fyrir sér harðstýrt kerfi þar sem ofurríkir ólígarkar og alþjóðleg risafyrirtæki þeirra og bankar virka sem bandamenn stjórnmálalegrar valdaelítu sem þeir hafa stjórn á. Alþjóðafyrirtækin nýta ríkisstudda einokunarstöðu sína til að hámarka virðið á því sem þeir kalla „hagsmunaaðilar” í staðinn fyrir verðbréfaeigendur. Hagsmunaaðilar eru stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, fyrirtækin sjálf og „borgaralega samfélagið.”

Óskir meðborgaranna ekki í fyrirrúmi

Að sjálfsögðu munu skriffinnar ríkisstjórna og stjórnmálamenn ásamt mikilvægustu sérhagsmunaaðilum ákveða hverjir eru og eru ekki hagsmunaaðilar og hvað séu hagsmunir hagsmunaaðilanna og hvaða aðgerðir fyrirtækin framkvæma til þess að hámarka virði hagsmunaaðilanna. Óskir meðborgaranna eru ekki í fyrirrúmi.

The Great Reset mun margfalda eftirlitssamfélagið með sporun í rauntíma. Hún mun veita heimildir á úthlutun rafrænna skilríkja til fólks svo það geti ferðast á staði með tækni sem komið hefur verið fyrir í líkamanum svo hægt sé að hafa fullkomið eftirlit með því.

Í tillögu Schwabs um eftirlit er hugmynd hans að skanna mannsheilann og nota örtækni til að sjá fyrir og ef þörf krefur, að koma í veg fyrir hegðun fólks í framtíðinni. Þetta þýðir að allir með „skannaðan” heila geta fengið réttindi sín skert af skriffinnum ríkisstjórna (eins og t.d. Dan Elíasson), þar sem geðþóttaákvarðanir eru teknar um hvort búast megi við að viðkomandi einstaklingur fremji afbrot. Kerfið fyrir sporun og eftirlit má einnig nota til að þagga niður í þeim sem tjá „hættulegar” stjórnmálaskoðanir sem trufla dagskrá glóbalistanna. Endurræsingin mikla skerðir guðdómleg réttindi okkar til lífs, frelsis og hamingjuleitar.

Endurræsingin mikla skerðir guðdómlegan rétt okkar til lífs, frelsis og hamingjuleitar.

Endurræsingin mikla þýðir gríðarlega stækkun velferðarríkisins með alþjóðlegu lágmarkstekjukerfi um leið og meirihlutinn verður gerður eignarlaus. Það mun tryggja að valdboð endurræsingarinnar miklu lifi áfram. Það mun einnig verða afskaplega dýrt. Afleiðinging verður vöxtur ríkisskulda en það mun ekki verða talið vandamál af þeim sem trúa nútíma fjármálakenningum. Þetta er nýjasta dæmi sögunnar um að fjármálahallinn skipti engu máli á meðan seðlabankar geta haft tekjur af því að búa til lán. Endurræsinging fjallar um að búa til áætlunarbúskap þeirra ofurríku sem þeir sjálfir og alþjóðafyrirtæki þeirra og bankar stjórna.

Endurræsingin fjallar um að búa til áætlunarbúskap þeirra ofurríku sem þeir sjálfir og alþjóðafyrirtæki þeirra og bankar stjórna.

Endurræsingin mikla mun að lokum mistakast af sömu ástæðu og allar aðrar tilraunir ríkisstjórna til að stjórna markaðinum hafa mistekist. Eins og Ludwig von Mises sýndi fram á, þá skekkja stjórnmálainngrip í markaðinn verðkerfið. Verðsetningar eru upplýsingar um virði vara og þjónustu sem einnig varðar aðrar vörur og þjónustu og dreifist til þáttakenda markaðsins. Valdboðsíhlutun á markaðinum eyðileggur þær upplýsingar sem verðið sendir út og leiðir til offramboðs á vissum vörutegundum og þjónustu og skorts á öðrum. Þannig lítur áætlunarbúskapurinn út og hefur gert alla tíð.

Lokanirnar sýna fram á hætturnar með valdboðsstjórnun á efnahagskerfinu og einkalífum okkar. Lokanirnar hafa aukið atvinnuleysið, leitt til lokunar margra smáfyrirtækja, meiri fíkniefnaneyslu, ofbeldi á heimilum og sjálfsmorða. Árangurinn er samfelld eyðilegging á sjálfstæðri millistétt og gengdarlaus eignatilfærsla til margföldu milljarðamæringanna. Bara á þeim tíma sem farsóttin hefur staðið yfir hafa nokkrir ofurríkir ólígarkar aukið eigur sínar um 2000 milljarða dollara.

Tvöfalda mistök misheppnaðrar stefnu

Við fáum að heyra að lokanirnar séu nauðsynlegar vegna veiru sem ekki er nein meiri háttar hætta fyrir stóran hluta almennings. En í staðinn fyrir að taka upp aðra stefnu þá tvöfalda stjórnmálamennirnir þá misheppnuðu með grímum, lokunum og læsingum. Samtímis þagga stóru tæknifyrirtækin (Google, Youtube, Facebook, Amazon, Twitter m.fl.), sem oft virka sem samstarfsaðilar stjórnmálamanna, niður í öllum sem setja fram spurningar um opinberu línuna, hættuna af kórónuveirunni, áhrif lokana, gríma og bóluefna. Nýjasta dæmið er þegar Youtube í samtarfi við umhverfisflokk ríkisstjórnarinnar lét loka síðum Swebbtv. Í Póllandi fer ríkisstjórnin allt aðra leið og sektar ritskoðun fyrirtækjanna á netinu.

Hin hroðalegu viðbrögð við farsóttinni er einungis nýjasta dæmið um, hvernig þeir sem afhenda frelsið gegn loforði um öryggi og heilsu munu sjálfir lenda í ófrelsi, öryggisleysi og vanheilsu.

Í staðinn fyrir mikla endurræsingu með valdboði, þurfum við mikla endurfæðingu mannlegs frelsis!

Lars Bern

Lars Bern er þekktur í Svíþjóð m.a. vegna skeleggra skrifa og þáttöku í umræðu óháðra fjölmiðla um vandamál líðandi stundar.

Lars Bern heldur uppi netmiðlinum anthropocene.live og hefur m.a. skrifað bækurnar „Af hverju hverfa gersemar okkar?: sænskur iðnaður keyrir í díkið”(2014) og „Metabóla farsóttin” (2019). Hann hefur verið fastur gestur í Swebbtv sem Youtube lokaði nýlega fyrir og hann skrifar greinar um heimsmál, heilsu- og efnahagsmál í blöð og tímarit. Greinin ofan birtist nýlega í Nya Dagbladet.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Gústaf. Mér sýnist almenningur vera blindaður á þetta. Jesús sagði: "Þeir hafa augu en sjá ekki og eyru en heyra ekki". Þannig er komið fyrir þeim sem láta fjölmiðla mata sig og heilaþvo.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.1.2021 kl. 16:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Strax og ég var búinn að lesa pistil þinn á Útvarpi Sögu fór ég á Amazon og pantaði bókina..................

Jóhann Elíasson, 11.1.2021 kl. 17:05

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk góðu menn, traust Bandaríkjamanna á Main Stream Media er orðið heldur bágborið, 60% þeirra treystir MSM fjölmiðlunum alls ekki eða afar lítið. Ljósið frá Bandaríkjunum mun nú sem áður koma öðrum til bjargar.  Jóhann, væri gaman að heyra umsögn þína, þegar þú hefur lesið bókina hans Lars Berns um sænska efnahaginn tel ég....

Gústaf Adolf Skúlason, 11.1.2021 kl. 17:21

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Jóhann þú meinar bókin The Great Reset eftir Schwab....

Gústaf Adolf Skúlason, 11.1.2021 kl. 17:25

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já einmitt.....

Jóhann Elíasson, 11.1.2021 kl. 17:43

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hjartans þakkir fyrir þessar upplýsingar og nu verð ég að leita til ykkar ef ég akveð að panta þessa bok og gefa.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2021 kl. 17:49

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæl Helga.  Bókin heitir:  Covid-19: The Great Reset, eftirKlaus Schwab og Therry Mallere......

Jóhann Elíasson, 11.1.2021 kl. 19:57

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bestu þakkir Jóhann,m/góðri kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2021 kl. 03:19

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Jónas, þessi fræði þyrfti Seðlabankastjórinn og fjárhirðir ríkisins að skilja. En áhuginn lítill ef nokkur. Jákvæðir peningar er einmitt peningakerfið sem okkur vantar.

Gústaf Adolf Skúlason, 12.1.2021 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband