Morgunblaðið svíkur engan með núverandi ritstjóra

FalcorusticolusMitt í öllu veirufári og dökkum efnahags- og samskiptabólstrum sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn er Morgunblaðið eins og sérstakt band sem bindur marga saman. Breidd blaðsins er einstök og þjónusta við landsmenn löng og dygg. Þrátt fyrir að allir standi ekki jafnfætis að gæðum, hvorki umræðendur né fréttaritarar, þá standa leiðarar Morgunblaðsins eins og klettur í hafinu. Þannig lýsir leiðari dagsins eins og viti í versta náttmyrkri og bendir á veginn. 

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni hvernig núverandi formaður „móðgaðist" út í fyrrverandi vegna hreinskilinnar afstöðu þess síðarnefnda. Til að mynda sniðgekk sá núverandi Morgunblaðið með afmælisgrein flokksins sem mætti halda að hafi nú alldeilis átt að vera högg gegn allri „ósvífninni" að ræða stjórnmálin á opinskáan hátt.

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár. Fannst hann alltaf vera fulltrúi allra landsmanna með athafnamennsku, frelsi, viðskiptafrelsi, virðingu fyrir einkaframtaki og frelsi einstaklingsins. En eftir að Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf sjálfstæðisstefnuna, þá gat ég ekki lengur kosið flokkinn.

Miðflokkurinn axlar sjálfstæðiskápuna

Ég er genginn til liðs við Miðflokkinn sem var afar létt spor sem skilið hefur eftir góðar tilfinningar sem verða sífellt sterkari. Miðflokkurinn, sem stendur á grundvelli stjórnarskrárinnar, hefur fengið sjálfstæðiskápuna á sínar herðar á meðan núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins svíkur í mikilvægum málum. Það er bæði skiljanlegt og rétt, því bændurnir sem eru kjarni Miðflokksins eru allir smáfyrirtækjarekendur með fæturna á jörðinni. Bændur hafa aldrei átt í vandræðum með að vinna með sjómönnum og alvöru Sjálfstæðismönnum. Það nána samstarf hefur gegnum lýðveldistímann reynst hin heilladrýgsta stjórn landsins sem lyft hefur landsmönnum úr fátækt í velferð.

falk kopiaSíðasti Sjálfstæðismaðurinn

Í dag er öldin önnur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vinnur m.a. með ESB gegn hagsmunum bænda. Mér hefur alltaf þótt það einkennilegt viðskiptafrelsi að þurfa að ganga í ríkjasamband eða þurfa að afhenda fullveldi til erlends yfirvalds til þess að fá að selja fisk. Minnir frekar á tímabil danskrar einokunarverslunar en það fræðilega frelsi sem viðreistir Sjálfstæðismenn segja að sé í boði á svo fínan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn stendur líka gegn hagsmunum landsmanna í orkumálinu. Og gerði einnig gegn þjóðinni í Icesave eins og leiðarahöfundur dagsins bendir svo réttilega á. Það hlýtur að vera sársaukafullt fyrir heiðarlega Sjálfstæðismenn að þurfa að horfa upp bátinn minnka eftir hverjar Alþingiskosningar. Eins og staðan er núna gæti svartsýnisspáin verið sú að þegar horft verður um öxl í framtíðinni, þá verður Davíð Oddsson talinn síðasti Sjálfstæðismaðurinn. Vonandi verður útkoman ekki svo slæm.

falkPeysa sem hleypur í þvotti minnkar

Frjálslyndi armurinn er kominn svo langt til vinstri að hann þjónar engum lengur nema sjálfum sér. Stjórnmál eru glærusýningar og bisness. Embættismannakerfið notað sem vígvöllur eigin afreka og efnahagsvinnings. Staða í Mannréttindanefnd SÞ keypt fyrir atkvæði með Norðmönnum í EES.  Allt gert fyrir að fá mynd af sér við hljóðnema þeirra „stóru". Heiðarleg stjórnmál komast ekki að við þessi skilyrði, fjallkonan er bundin útí horni, stjórnarskráin ekki lengur sáttmáli þjóðarinnar og Alþingi breytt í sendibílastöð ESB. Staðan er löngu komin í það horf sem ríkti fyrir tíð Sjálfstæðisflokksins með tvo flokka, Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn. Frjálslyndi flokkur Sjálfstæðisflokksins hefur valtað yfir íhaldsarm flokksins m.a með beinni þáttöku í útrásarverkefni Kommúnistaflokks Kína Belti og Braut þar sem hnattstaða Íslands verður notuð sem stjórnstöð fyrir Alþýðuherinn á Norðurslóðum. 

Á meðan ekki kemur fram forysta sem ræður við verkefnið að leiða Sjálfstæðisflokkinn á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar mun flokkurinn halda áfram að hlaupa í þvotti eins og peysa sem verður sífellt minni fyrir eigandann. Og allir vita hvernig fer fyrir slíkum peysum. Þær fara ekki einu sinni á uppboð en vonandi hægt að hugga sig við að þær skilji eftir lítið kolefnisspor með þeirri vinstri og grænu orku sem heilatekið hefur flokksforystuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það virðist ennþá vera lokað fyrir bloggið mitt þó að ég sé

SANN-KRISTINN MAÐUR SEM AÐ VIL TAKA UPP HANSKAN FYRIR KRISTNA TRÚ: 

https://gudspekifelagid.blog.is/blog_closed.html#entry-2239907

Jón Þórhallsson, 30.10.2020 kl. 09:28

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þessa góðu grein Gústaf, ég tek undir hvert orð, svo gersamlega sammála þér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.10.2020 kl. 11:12

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takkk sjálfur Tómas, stöndum saman á þessum síðustu viðsjárverðum tímum.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.10.2020 kl. 14:09

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gústaf!  Og takk firir góð skrif. Sem og alltaf.

Ertu viss að vinur vor Davíð sé við sama heygarðinn?

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn úrkynjaður og eða kynlaus.

Miðflokkinn í efsta flokk og hananú.

Óskar Kristinsson, 30.10.2020 kl. 18:08

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér sýnist að gaypride-fólkið hafi hertekið moggahúsið

og ritstýri sínum áróðri þaðan.

Alla vega var lokað fyrir mitt blogg um leið og ég fó að gagnrýna 

gaypride/sódómu-lifstílinn.

Jón Þórhallsson, 30.10.2020 kl. 18:30

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Óskar, þakka þér góð orð. Davíð er drengur góður og traustur stjórnmálamaður eins og birtist í dag í skrifum hans í Morgunblaðinu. Hann er einn stefnubesti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa átt og fáir hafa þjónað þjóð sinni betur en hann hefur gert.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.10.2020 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband