Samstarf og aðlögun að Kommúnistaflokki Kína og kúgandi dagsskipan er ekki lengur valkostur. Hvað gerir ríkisstjórn Íslands?

chinataskÍ vikunni birti rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings skýrslu um Kína, þar sem rekin voru 40 ára samskipti Bandaríkjanna og Kína fram til dagsins í dag. Michael T. McCaul fv. formaður Öryggismálanefndar og núverandi meðlimur í utanríkisnefnd Bandaríkjaþings leiddi rannsóknarnefnd 15 þingmanna úr 11 nefndum þingsins, sem stóðu að skýrslunni. Rannsökuð voru sex svið: Hugmyndafræðileg samkeppni, keðjur birgja, þjóðaröryggi, tæknimál, fjármál og orkumál og samkeppni. Niðurstaðan var svo birt í 141 bls. skýrslu með 82 lykilupp-götvunum og yfir 400 tillögum/ráðleggingum.

Demókratar leiðitamir Kommúnistaflokki Kína

Athygli vakti að Demókratar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni og sögðu skýrsluna „ætlað að slá ryki í augu fólks.” Mættu þeir ekki á fundi sem þeim var boðið á. Segir Michael T. McCaul formaður nefndarinnar það hafa verið óheppilegt og telur að „skýrslan hefði orðið innihaldsríkari með þáttöku Demókrata. Rannsóknarnefndin tekur ekki tillit til mismunandi stjórnmálaskoðana og við erum alltaf sterkari sem sameinuð þjóð.” Segir McCaul skýrsluna skýra „mikilvægustu áskoranir í þjóðaröryggismálum og efnahagsmálum núverandi kynslóðar.” 

Þrátt fyrir mörg og endurtekin boð í marga mánuði, þá neituðu Demókratar deildarinnar að taka þátt í starfinu eða leggja sitt af mörkum til þessa mikilvæga starfs. Repúblíkanski flokkurinn átti enga aðra kosti en að halda sjálfstætt áfram út af neyðarástandinu vegna hættunnar.

Ummæli ráðamanna

Áhrif skýrslunnar munu koma fram í nánustu framtíð hvað varðar sambúð stórveldanna. Hér verður sagt frá úrdrætti á samantekt skýrslunnar í inngangi hennar sem kynnir á einfaldan hátt um hvað skýrslan fjallar. Skýrslan er full tilvitnana í menn og atburði, hér eru þrjár tilvitnanir:

Trump106x135„Bandaríkin vilja opin og jákvæð samskipti við Kína og til þess að uppná slíku sambandi verðum við að verja þjóðarhagsmuni okkar á öflugan hátt. Kínverska ríkisstjórnin hefur stöðugt svikið loforð sín til okkar og einnig til margra annarra þjóða.” Donald Trump Bandaríkjaforseti 29. maí 2020.

Mike Pence„Bandaríkin væntu þess að efnahagslegt frelsi færði Kína í meiri samvinnu við okkur og heiminn. Í staðinn valdi Kína efnahagslegar árásir…” Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, 4. okt. 2019.

220px-Mike_Pompeo_official_photo-180x225„Við verðum að viðurkenna harðan sannleikann. Við verðum að viðurkenna þann harða sannleika sem mun leiða okkur á næstu árum og áratugum, að ef við viljum eiga frjálsa 21. öld og ekki þá kínversku öld sem Xi Jinping dreymir um, þá mun hin gamla heimssýn með blindri hlýðni við Kína augljóslega ekki ná því markmiði. Við þurfum ekki að halda áfram á þeirri braut og við þurfum ekki að hverfa aftur til hennar.” Micheal R. Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna 23. júlí 2020.

Mistök Bandaríkjanna

Bandaríkin hafa á þeim rúmum 40 árum síðan diplómatískum tengslum var komið á, reynt að að fá Kína með í alþjóðlegt samstarf sem ábyrgan hagsmunaaðila. Leiðtogar Bandaríkjanna byggðu afstöðu sína á virku samstarfi á þeirri skoðun að þróun efnahagslegs samstarfs við Kína þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna og myndi móta breytta starfshætti Kommúnistaflokks Kína. Þessi afstaða lokaði oft augunum fyrir brotum Kína á mannréttindum, efnahagslegri vanrækslu, árásargjarnri útþenslustefnu og innantómum loforðum, einnig djúprótaðri fjandsamlegri kommúnískri hugmyndafræði sem er grundvöllur þessarar illkynjuðu hegðunar. Þessi stefna hefur – svo það sé sagt á einföldu máli – mistekist.

Almenn ógn Kommúnistaflokks Kína

Bara í ár hefur Kommúnistaflokkur Kína brotið gegn alþjóðlegum samningi og afnumið borgaralegt frelsi íbúanna í Hong Kong; haldið áfram kúgun þjóðlegra minnihlutahópa þar með talið Úígúra og Tíbeta, aukið hernaðaruppbyggingu, færst í aukana með árasásargjarnari hernaðarlist og brotið landhelgi annarra þjóða; tekið þátt í dauðlegum bardaga til að ná landi við landamæri Indlands ásamt nýjum landakröfum á Bhutan. Að auki, með því að þagga niður í læknum og halda læknisfræðilegum upplýsingum leyndum fyrir umheiminum, leyfði Kommúnistaflokkur Kína staðbundnu útbroti veiru að þróast upp í heimsfaraldur, sem hefur valdið dauða næstum milljón manns fram að þessu og eyðilagt alþjóðlegan efnahag. Faraldurinn afhjúpaði mismunandi veikleika í fæðingarkeðjunni, hættuna með allt of miklu ósjálfstæði Bandaríkjanna sem voru háð Kína og þörfina á öruggari lyfja- og tæknilegri framleiðslugetu innanlands.

kina3

Þessi röð viðvarana hafa afhjúpað á hvern hátt hugmyndafræði Kommúnistaflokks Kína grefur undan kjarnagildum alþjóða kerfisins og setur öryggi og velferð Bandaríkjamanna í hættu. Samstarf og aðlögun að Kommúnistaflokki Kína og kúgandi dagsskipan er ekki lengur valkostur. Til þess að vernda lýðræði og frelsi í heiminum verða Bandaríkin að vinna á ákveðinn hátt með bandamönnum okkar og taka aftur frumkvæðið. Að fást við slíka illkynjaða hegðun getur ekki lengur verið eitt af mörgum málum fyrir ríkisstjórnir viðkomandi ríkja heldur frekar samræmd grundvallarstefna hins frjálsa heims.

Mikilvægar tillögur rannsóknarnefndarinnar á sex sviðum

– Hugmyndafræðileg samkeppni

• Meta hvort glæpir Kommúnistaflokks Kína (KFK) gegn Úrígúrum mótsvari þjóðarmorði, innleiða að fullu þvingandi löggjöf vegna kúgun KFK í Hong Kong ásamt frekari sérstökum aðgerðum til að mæta mannréttindabrotum KFK í heild, frá skerðingu trúarfrelsis til þvingandi líffæratöku. 
• Samræma víðtæka upplýsingaherferð alls stjórnkerfisins til mótvægis við áróðursvél KFK með því að segja sannleikann og gildismat okkar til að grafa undan lygum og illkynjaðri hugmyndafræði KFK.
• Tryggja að meðborgarnir verði meðvitaðir um hvenær þeir eru að horfa eða hlusta á ritskoðað fjölmiðlaefni og skemmtiefni sem KFK hefur greitt fyrir.
• Vinna gegn illum heimsáhrifum KFK með því að krefjast gegnsæi og ábyrgðarskyldu í kerfi Sameinuðu þjóðanna að meðtaldri Heilbrigðisstofnun SÞ, WHO. 
• Fjármagna tækni og dreifingu tækja sem aðstoða baráttufólk lýðræðisins að viðhalda stafrænu öryggi, tryggja aðgengi að bílasímaneti og endurreisa vefsíður eftir tölvuárásir.
• Vekja athygli á stækkandi umhverfiseyðileggingu KFK, meðtalið stöðu sem stærsti kolefnissporavaldur í heiminum. 

Öryggi lyfja- og aðfangakeðjunnar

Tryggja á betri hátt þjóðlegt öryggi í keðju lyfjaframleiðslu og keðju aðfanga til þjóðarinnar

• Beita framsýnum, hagkvæmum og miðuðum skattaaðgerðum til að hraða rannsókn, þróun og framleiðslu mikilvægra lyfja, læknisfræðilegra nauðsynja, birgða, prófana og bóluefna
• Skapa stuðningskerfi sem er nauðsynlegt til að hvetja framleiðslu mikilvægrar innlendrar framleiðslu og forma skattaaðgerðir sem tryggja bandaríska framleiðslu á hálfleiðurum.
• Yfirsýn leyfisveitinga ríkisins til námugrefturs og forgangsröðun þróunar málmiðnaðarins svo hvorki grundvöllur iðnaðar né varnarmálaiðnaðar sé háður KFK. 

Þjóðaröryggi

• Vinna með Varnarmálaráðuneytinu til að nútímavæða skipulag hersins, staðfestu, stjórnunartækni og aðföng til að draga úr árásargirni KFK í Indo – Kyrrhafssvæðinu og annars staðar í heiminum. 
• Tryggja nútímavæðingu allra þriggja hluta kjarnorkunnar sem og þróun hefðbundins herafla sem nauðsynlegt er að hafa til að hafa í tré við Frelsisher Alþýðunnar í Indo-Kyrrahafssvæðinu, innifalið markbundin skeyti og langdrægar eldflaugar. 
• Undirstrikum þörfina á a.m.k. 3-5% árlegri aukningu varnarmálafjárlaga til að hræða og sigra Frelsisher Alþýðunnar og aðra mikilvæga andstæðinga.
• Meiri fókus á hvernig Bandaríkjaher verndar tæki í geimnum og nær markmiðum geimrannsókna með því að nýta fjárfestingar einkageirans.
• Hætta að nota efni frá herfyrirtækjum KFK samt segja upp fyrirtækjum með tengsl við her KFK. 
• Vernda kosningaferlið í Bandaríkjunum og persónuleynd í kosningum okkar með ólíkum aðgerðum, innifalið að finna erlenda andstæða erindreka og sjá til þess að einstaklingum sem taka þátt í truflunum verði bannað að koma inn í Bandaríkin eða verði vísað úr landi ef þeir eru þegar í Bandaríkjunum. 
• Setja meiri styrk í málarannsóknir, afbrotaákærur og aðgerðir gegn tölvunúmeraþjófnaði studdum af KFK og að auki loka fyrir öryggisgöt í vegabréfakerfi okkar sem KFK hefur notfært sér. 
• Bæta gagnnjósastörf ríkisins og auka notkun í Mandarínmálinu. 

Tækni

• Skapa heildarsýn til að meta þær öryggishættur sem stafa af Kína í 5G-netum og auka samvinnu milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra og samstarfsaðila til finnar slíkar hættur og vinna saman gegn þeim.
• Styðja myndun nýs D-10 hóps leiðandi lýðræðisríkja til að þróa og dreifa 5G og þess kerfis sem kemur í kjölfarið og koma á fót endurgreiðslukerfi fyrir fyrirtæki til að fjarlægja tækni hættulega öryggi úr netum sínum. 
• Tryggja alþjóðlega forystu í tækni morgundagsins, að meðtalinni gervigreind, quantum, 5G og sjálfstýrðum bifreiðum. 
• Refsa kínverskum samskiptafyrirtækjum sem stunda efnahagslegar eða iðnaðarlegar njósnir og alla kínverska aðila sem gera tölvuárásir á rannsóknaraðila sem vinna að bóluefni gegn COVID-19.

Efnahags- og orkumál 

• Tryggja að engir bandarískir skattapeningar styðji við fyrirtæki í ríkiseign Kína
• Samræming í eftirliti og útflutningsstefnu með samstarfsaðilum og bandamönnum til að halda viðkvæmri tækni, innifalið framleiðslu hálfleiðara og rannsóknum og þróun tækni frá andstæðingum okkar.
•  Beita auknu efitrliti við fjárfestingum í bandarískum fyrirtækjum eða aðgerðum frá Kína.
• Styrkja viðskiptasambönd við bandamenn okkar og til að staðfesta bandarískar reglur og standa gegn áhrifum Kína. 
• Reka viðskiptastefnu sem hræðir og verndar gegn tölvunúmeraþjófnaði Kína. 
• Þvinga lagalega meðferð fjárfestinga Kína í Bandaríkjunum til að endurskapa samræmi í fjárfestingarreglum. 
• Tryggja að kínversk fyrirtæki fylgi sömu fjármálareglum eins og bandarísk fyrirtæki þegar þau komast inn á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum. 
• Vinna að frekari viðskiptasamböndum við Taiwan og leysa sérsakar útistandandi viðskiptaspurningar þannig að ríkisstjórnin geti tekið þau skref að koma á viðræðum um viðskiptasamning þegar þær spurningarnar vakna. 
• Styrkja og þróa fjármálasamstarf, útflutnings og innflutnings banka og önnur störf ríkisstjórnarinnar til þess að standa betur gegn Belti og Braut verkefni Kína og skuldagildru aðferðum þeirra. 
• Halda áfram að þróa orkuöryggismál Bandaríkjanna til að geta orðið þáttakandi á heimsvísu gegn Kína sérstaklega á sviði kjarnorku. 

Samkeppni

• Tvöfalda fjárlög grundvallarrannsókna í vísindum og tækni á næstu 10 árum.
• Auka samræmingu og fjárlög á menntun í tæknivísindum til að skapa betra og hæfileikameira vinnuafl.
• Auka öryggi viðkvæmra rannsókna við menntaskóla og háskóla Bandaríkjanna og leiðandi rannsóknarstofnanir, sem innifelur takmörkun á þáttöku allra ríkisstarfsmanna og verktaka í erlendum hæfnisverkefnum. 
• Krafa um að menntaskólar og háskólar sendi skýrslur um allar peningagjafir frá Kína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband