Góð tillaga Reykjavíkurbréfsins um samstarf Hæstaréttar og Alþingis
22.9.2019 | 07:12
Morgunblaðið ber höfuð og herðar yfir aðra miðla landsins, þegar kemur að vandaðri, frjálsri umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. Í helgarblaðinu er að finna afskaplega góða grein eftir þann mæta mann Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara, sem bendir á, að "þegar óttinn hefur rutt sér til rúms í stjórnmálum hætta þau að snúast um kjarna mála og stefnumörkun." Erfiðara verður fyrir alla að fylgja lögum sem eru óskýr á grundvelli óttans í stað skýrrar yfirvegaðrar löggjafar: "Hlutverk Alþingis er að eyða réttaróvissu, ekki skapa hana." Afgreiðsla Alþingis á orkupakka 3 er dæmi um hið gagnstæða.
Þá er ekki síður athyglisverð hugmynd reifuð af höfundi Reykjavíkurbréfsins, þar sem höfundur miðlar af langri stjórnmálareynslu sinni og segir frá dæmi um að forsætisnefnd Alþingis hafi sent Hæstarétti bréf með spurningum í alvarlegu ágreiningsmáli á Alþingi. Málið var hápólitískt og skipting dómaranna líka en 5 af níu samþykktu að taka málið fyrir hjá Hæstarétti. "Þá var efnisspurningin borin upp og urðu þá allir dómararnir níu sammála um niðurstöðuna. Deilurnar í þingsalnum gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu og að sjálfsögðu datt engum í hug eftir það að láta reyna á spurninguna fyrir dómstólum."
Þessa leið telur bréfahöfundur ætti að nota áfram og varpar fram þeirri hugmynd að Hæstaréttur fái "aukið formbundið hlutverk í þessum efnum."
Deilurnar um orkupakka 3 sýna á áberandi hátt að nauðsyn er á slíku fyrirkomulagi. Hér tala tveir lögfróðir menn í Morgunblaðinu um vanda sem íslensk stjórnskipun hefur á höndum út af stjórnmáladeilum vegna afstöðunnar til ESB. Ber að fagna þessarri umræðu og tillögu Reykjavíkurbréfsins og gæti slíkt fyrirkomulag sparað mikinn darraðadans á þingi og í samfélaginu.
Að risið er ekki jafnhátt á öðrum sem fara mikinn í umræðunni hittir þá mest sjálfa fyrir. Sá mæti maður Björn Bjarnason hímir á tunnubotni óttans með sínar tuttugu milljónir fyrir að syngja hallelúja um ESB. Hann er innilokaður á umræðureit sem er takmarkaður að hætti ESB, þar sem ákveðið er fyrirfram hvað má ræða og ekki ræða.
Að sjálfsögðu er sá sem virðir ekki kjarna EES-samningsins vanhæfur til að gera úttekt á samningnum og verður að skoða allar skýrslumilljónirnar sem persónulegan greiða utanríkisráðherrans við Björn Bjarnason.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kína í alþjóðlegri áróðursherferð fyrir "réttarríkið Kína"
21.9.2019 | 00:05
Alþýðulýðveldið Kína kaupir nú heilsíðuauglýsingar í blöðum víða um heim með áróðri um að "réttarríkið Kína" muni leysa málin í Hong Kong í "friði." Í auglýsingunni segir: "Það sem þú lest, sérð eða heyrir - eða dreifir á félagsmiðlum - er aðeins einn hluti í flóknu, félagslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu púsluspili. Púsluspili sem við munum ljúka við af eigin rammleik. Og það getur tekið tíma. En við erum ákveðin í því að ná friðsamlegri, skynsamlegri og sanngjarnri lausn." Þá segir: "Við treystum á reglur réttarfarsríkisins sem hafa reynst svo vel í marga áratugi."
Greinilegt er að Kínverjar óttast slæma ímynd vegna átakanna við íbúa Hong Kong sem ekki halda með Kína um efndir á loforðinu "eitt land - tvö kerfi". Það eru í fyrsta lagi fjárfestar sem Kína snýr sér að svo þeir verði áfram í Hong Kong. Hins vegar gæti þessi áróðursherferð allt eins verið undirbúningur fyrir hertöku á Hong Kong þvert á boðskapinn eins og svo oft tíðkast hjá einræðisríkjum.
Töluverðar umræður hafa átt sér stað í Svíþjóð og sýnist sitt hverjum að Dagens Nyheter birti auglýsinguna. DN kallar sig frjálslynt og ritstjóri blaðsins segir eðlilegt að pláss blaðsins sé notað fyrir áróður stærsta kommúnistaríkis heims. Allir vita, að Kínverjar hafa komið fyrir njósnabúnaði í tækni sem seld er erlendis án vitundar kaupendans. Það er helst að utanríkisráðherra Íslands sé utangátta eins og sýndi sig í loðnum svörum til Mike Pense vegna loforða íslensku ríkisstjórnarinnar um að styðja Kínverja á Norðurslóðum í Belti og braut.
![]() |
Segja mótmælendur í Hong Kong hafa sætt pyntingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glæpagengin skapa hræðslu í Svíþjóð
18.9.2019 | 11:25
Það er kominn sjálfvirkur reflex í kroppinn, þannig að maður skimar eftir hugsanlegum flóttaleiðum eða skjóli, ef skyndilega birtist brjálæðingur með hríðskotabyssu og byrjar að "úða" kúlum eða sprengja springur eða brjálæðingur á vörubíl reynir að fella fólk með ákeyrslu.
Í skotárás í Nacka nýverið gátu árásarmenn varla haldið á hríðskotabyssunum, þannig að kúlurnar "úðuðust" um allt með þeim afleiðingum að nemandi í tónlistarskóla sem bjó mörgum hæðum frá jörðu missti sjónina á öðru auga, því hann var óvart heima, þegar árásarmennirnir kíktu við. Þá fékk saklaus leigubílstjóri "óvart" kúlu í sig. Ekki er langt síðan að 18 ára stúlka í norðurhluta Stokkhólms var "óvart" drepin því hún var heima þegar heilsað var uppá þar sem hún bjó. Það sem slegið hefur óhug í Svía er hrottarleg aftaka á ungri hjúkrunarkonu nýlega sem hélt á tveggja mánaða gömlu barni sínu í fanginu þegar morðinginn skaut hana í höfuðið á miðri götu um hábjartan dag í Malmö. Þá hafa sprengingar "óvart" drepið og sært saklausa íbúa og vegfarendur sem voru á vitlausum stað á vitlausum tíma.
Lögreglan varar fólk við víða um land að vera á ferð eftir að rökkva tekur og biður fólk að vera vökult ef það sér grunsamlega "pakka". Nú hefur lögreglan í Stokkhólmi fengið aðstoð frá Bandaríkjunum í baráttunni við ofbeldið og fv. lögreglustjóri Rick Fuentas er innan handar. Í viðtali við Expressen segir Fuentes að lögreglan í Bandaríkjunum mæti ekki jafn miklu ofbeldi í formi sprengjuárása eins og gerist í Svíþjóð: "Ég sé ekki handsprengjuárás, það hefur ekki gerst. Við sjáum ekki neina notkun á sprengiefnum hvað varðar morð og sært fólk, þetta er stig á ofbeldi sem við höfum ekki séð áður."
Skv. Ulf Johansson hjá lögreglunni í Stokkhólmi er samstarf einnig við háskólann í New Jersey m.a. til að læra af styttingu tíma við rannsókn á vopnum en háskólinn hefur þróað þau mál í Bandaríkjunum sem leitt hefur til styttingar á bið eftir niðurstöðum frá mörgum mánuðum í aðeins tvo sólarhringa. "Í Svíþjóð er biðin um 150 dagar og nú vinnum við með þjóðlegri miðstöð rannsókna á vopnum til stytta tímann" segir Ulf Johansson. Fuentes segir að það muni verða mjög stórt skref fyrir sænsku lögregluna. Lögreglan leysir einungis um fjórðung morða með skotvopnum í Svíþjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlaga Googles að lýðræðinu
17.9.2019 | 14:55
Sem betur fer eru til menn eins og yfirverkfræðingur Googles Zachary Vorhies sem ákvað að segja upp vel launuðu starfi vegna ritskoðunar netrisans Google og misnotkun á markaðsstöðu sinni í þágu stjórnmálaskoðana gegn repúblikönum. Hann undirbjó sig vel, safnaði gögnum áður en hann sagði upp störfum og fór með þau til blaðamannahópsins hjá Project Veritas en þar hefur James O´Keefe verið mjög framgansríkur í baráttunni gegn spillingu risafyrirtækja. Óttaðist Zachary um líf sitt og tryggði að Project Veritas birtu Google skjölin ef hann yrði myrtur.
Zachary hafði fulla ástæðu til að óttast um lífið. Þegar netrisinn frétti um gögnin sem hann hafði lekið út sögðu yfirmenn Google við lögregluna að Zachary væri í sjálfsmorðshugleiðingum og stórhættulegur sjálfum sér og umhverfinu. Var stór hópur lögreglumanna sendur ásamt þyrlum og leyniskyttum og sprengideildinni til að handtaka manninn. En það var um seinan fyrir Google.
Yfirmenn Google segjast ætla að koma í veg fyrir endurkjör Bandaríkjaforseta Donald Trumps. M.a. hefur rannsóknarsálfræðingurinn Robert Epstein sem er ákafur stuðningsmaður Hillary Clinton, látið hafa eftir sér að Google hafi vísvitandi haft áhrif á milli 2,6 - 16 milljóna atkvæða Clinton í vil í forsetakjörinu. Í heyrslu hjá rannsóknarnefnd bandaríska þingsins sagði Epstein að kosningfyrirkomulag ætti að vera hafið yfir flokka og skoðanir og varaði því þingið við áhrifamætti Googles á svo miklum fjölda atkvæða.
Bandaríska þingið hefur nú til athugunar að setja lög sem brjóta upp einokun Google á svipaðan hátt og áður hefur verið gert við símarisann AT&T. Náðst hafa viðtöl við forráðamenn Google sem segjast ætla að koma í veg fyrir að Trump verði endurkjörinn forseti í næstu forsetakosningum.
Ég ræddi um þessi mál við Pétur Gunnlaugsson Útvarpi Sögu í gær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2019 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Helsta stefna Sjálfstæðisflokksins að vera í andstöðu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson
15.9.2019 | 09:00
Ekki var ræða formanns Sjálfstæðisflokksins á Flokksráðsfundi uppá marga fiska en hann taldi sjálfum sér helst til framdráttar að hann hefði sett fleiri konur í embætti en fyrri flokksformenn samanlagt. Einnig sagði hann að jafna þyrfti dreifingarkostnaði rafmagnsnetsins og að hraða þyrfti umbreytingu yfir í vistvæna orku. Eini sýnilegi andstæðingur Sjálfstæðisflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn og þessum aðilum að kenna að orkupakki þrjú er orðinn að veruleika og Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki fram með boðskapinn um að allt sé í lagi með samþykkt orkupakkans. Sjálfstæðisflokkurinn er svo duglegur í EES-málum og hefur komið til leiðar að Alþingi ræði fyrst um málefnin áður en þau eru samþykkt hjá EES nefndinni en fáir skilji það enn. Að öðru leyti hefur ekkert breyst þau tvö ár sem hann hafi notað sama bindið.
Konurnar tvær sem Bjarni Benediktsson skipaði sér við hlið fylgja meginstefnu flokksins að allt slæmt sé Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að kenna. Þannig "uppskar Þordís K.R. Gylfadóttir mikið lófaklapp er hún ræddi aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að þriðja orkupakkanum" (Mbl 14/9 2019). Sagði nýsköpunarráðherrann samstarf Sigmundar Davíðs og David Camareon til að kanna hugmynd um sæstreng jafnast á við að Katrín Jakobsdóttir stofnaði nefnd með Mike Pense um staðsetningu kjarnorkusprengja í Keflavík. Þessi yfirlýsing er mikið hrós á forystuhæfileika Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og þakklæti Sjálfstæðisflokksins til Vinstri Grænna.
Sýndarmennska forystu Sjálfstæðismanna sést skýrt þegar raunveruleikinn er skoðaður:
- Flokksforystan gengur gegn samþykktum Landsfundar
- Forystan klýfur flokkinn með skýlausu stjórnarskrárbroti í orkumálum
- Bjarni Benediktsson fer vísvitandi með fleipur, þegar hann fullyrðir að Sjálfstæðismenn séu búnir að koma því til leiðar að Alþingi ræði fyrst um málin áður en EES nefndin tekur ákvarðanir. Orkupakki 3 sannar það.
- Forystan vitnar til fortíðarinnar til að skoða hvernig henni hefur mistekist að breiða út stefnu flokksins á sama tíma og gert er hlægilegt að flokksmenn bera saman sögu flokksins við nútímann.
- Sýndarmennskan sést best í kjörorði Flokksráðsfundarins: "Hlökkum til morgundagsins" á sama tíma og flokksmenn hoppa af skútunni til hægri og vinstri og flokkurinn siglir hraðbyri undir 20% fylgi í fyrsta sinn í sögunni.
- Ríkisbáknið tútnar út í höndum Sjálfstæðismanna og skattbyrði eykst.
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins er einangruð í fílabeinsturni og lofsöngur um eigið ágæti fyllir öll vit og búið að gleyma fyrir löngu, að það eru kjósendur sem ákveða hverjir eru sendir á þing. Ekkert er því eðlilegra en að fylgið hrynji undir 20% sem er hið raunverulega tilhlökkunarefni morgundagsins.
![]() |
Þórdís segir hægrimenn glaðari en vinstrimenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hinir óttaslegnu guðnar, birnir og alþingismenn
14.9.2019 | 10:28
Besta lesning í manna minnum er Reykjavíkurbréf dagsins, þar sem Davíð Oddsson bregður fyrir sér rökfestu með húmor af alkunnri snilld. Engum tekst eins og ritstjóra Morgunblaðsins að skýra markmið og hugmyndir á léttu máli sem hvert mannsbarn getur skilið.
Forseti Íslands sagði í setningaræðu Alþingis: "En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu."
Sem betur fór tókst þjóðinni að varast þá óttaslegnu, þegar kúgunartilboði Icesave var hafnað. Ræðumaðurinn lenti þá í hópi þeirra höfnuðu enda svo óttasleginn að ekkert dugði nema eymdarmynd Norður-Kóreu til að lýsa því skelfilega. Í dag er maðurinn forseti og undirritar boðskap hinna óttaslegnu á Alþingi sem ekki þora að anda á ESB. Hinir sömu og híma útí horni í sjávarútvegsmálum og bíða eftir því eða einhver frá EES yrði á þá.
Davíð Oddsson gerir að umtalsefni 10 liða bréf kennt við Yellowhammer (gultittling), þar sem ógurlegum ógnum er lýst dirfist Bretar að fara úr Evrópusambandinu. Segir Davíð bréfið Gultittlingarskít og rekur rök Björns Bjarnasonar um skelfingu liðanna tíu:
"En gultittlingaskjalið var teiknað upp með sömu forskrift og notuð er við handritsgerð hryllingsmynda, en varð samt ekki neitt neitt.
Björn Bjarnason rekur 10 punkta úr skjalinu: Í þeim fyrsta segir: "Komið getur til fjöldafunda með og á móti útgöngu og gæti orðið að uppnámi í þjóðlífinu." Hvað með það? Slíkir fundir eru þegar haldnir reglulega í landinu. Í Frakklandi hefur verið kveikt í bílum og húsum og löggreglan grýtt vikulega og hún svarar með táragasi og er þó Macron ekki á leið án útgöngusamnings út úr ESB. Gaman væri að sjá worst case scenario um það.
En töluliður tvö sem Björn Bjarnason nefnir er auðvitað skelfilegur: "Dagurinn eftir útgöngu er föstudagur sem er yfirvöldunum ef til vill óhagstætt. Auk þess kunni að vera vetrarfrí í skólum." Þarna er verið að lýsa worst case scenario númer tvö!!!! Bæði föstudagur og vetrarfrí í skólum.
Í gær var föstudagurinn 13. á Íslandi og sjálfsagt víðar og ríkisstjórnin, sem þó er skelfingu lostin yfir öllu, sagði ekki af sér. En kannski hefur ekki verið vetrarfrí og það gert útslagið.
Svo var það liður númer 6: "Verðbólga eykst ´umtalsvert´ Þetta bitni á eldra fólki sem nýtur minni félagslegrar aðstoðar vegna minnkandi þjónustu."
Englandsbanki spáði óðaverðbólgu ef menn segðu já við útgöngu fyrir þremur árum. Hún er ekki komin enn!
Og sjö: "Bretar sem ferðast til ESB-landa kunna að sæta auknu eftirliti á landamærum þeirra!"
Eftir 11. september 2001 hafa allir þeir sem ferðast upplifað slíkt. En í ´worst case scenario´ segja menn að "tafir kunni að verða á landamærum".
Og lokapunkturinn, þessi númer 10 hlýtur að minna vana menn á hættuna á kjarnorkustríði í kalda stríðinu: "Viðbúnaður almennings og fyrirtækja vegna þess sem gerist við útgöngu án samnings verður lítill og minnkar enn vegna óvissu um hver er stefna stjórnvalda auk þess sem menn eru orðnir langþreyttir á talinu um aðferð við útgöngu."
"Þetta er ófögur lýsing" segir Björn. Já, menn gerast gamansamir."
Síðan bætir Davíð Odsson ellefta liðnum við: "Það eina sem manni þykir vanta í þessar spár væri liður 11. "Verði farið út án útgöngusamnings gæti Pence varforseti komið í heimsókn í hálfan dag og umferðaröngþveiti verða í öllum borgum Bretlands og standa í þrjá mánuði, einkum ef það væri starfsdagur í skólum."
Taka má alfarið taka undir sjálfsagða og eðlilega kröfu ritstjóra Morgunblaðsins að hinn öflugi rökstuðningur óttans sem sætir svo mikilli tortryggni verði opinberaður, því "Það verður bara verra að bíða. Það er þekkt." (leturbreyting mín/gs)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alþingi skerðir lýðræðislegar umræður þingmanna
11.9.2019 | 06:59
Icesave-böðullinn Steingrímur J. Sigfússon lætur eitt síðasta verk sitt á þingi vera að breyta reglum um ræðutíma þingmanna á Alþingi eftir þróttmikla frammistöðu fullveldissinna Miðflokksins. Ætlunin er að koma í veg fyrir að minnihluti þingmanna geti nýtt sér lýðræðislegan umræðurétt en það gerði Steingrímur J. Sigfússon sjálfur sem ræðukóngur fyrir hönd óvina íslenska ríkisins í Icesave.
Nú er þingmönnum sama flokks bannað að veita andsvar í ræðum hvers annars og er þá fokið út í loftið frelsi þingmanna að standa á sannfæringu sinni. Nú verður einungis til ein sannfæring flokka og allir skyldaðir að vera sammála flokknum í öllum málum. Skiptir litlu þótt hengt verði við "nema sérstaklega standi á, líkt og ef fyrir liggi að þingmennirnir séu á öndverðum meiði í málinu eða að um málið gildi að þigmenn skiptist alls ekki eftir flokkslínum". Forseti Alþingis fær einræðisvald til að ákveða hvenær slíkri undantekningu skuli beitt.
Þá verður afnumið að hægt sé að veita andsvör við endurteknum fimm mínútna ræðum frá og með fjórðu ræðu hvers þingsmanns og skerðir það fyrri umræðuhefðir Alþingis.
Og að sjálfsögðu er verið að athuga breytingar á þingskaparlögum Alþingis til að tryggja Evrópusambandssinnum óskorið vald yfir stofnuninni.
Langt er bilið orðið milli stjórnarskrár og starfsreglna alþingismanna og með ESB sem löggjafarvald hverfur stjórnarskráin endanlega niður í Almannagjá. Fer þá að styttast í að alþingismenn sverji eið að Lissabonsáttmálanum og þjóðfáni ESB dreginn að hún í stað íslenska fánans.
![]() |
Tekið fyrir samsvar þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðflokkurinn eini starfsgrundvöllur sjálfstæðismanna
7.9.2019 | 22:19
Ekki nóg með að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins reytir fylgi af flokknum vegna svika við þjóðina í útfærslu ESB, heldur er trompið sjálft - fjármálin í einum hrærigraut eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir á. Flæking mála og hærri skattar bera merki vinstri stjórnar þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins gerir allt til að helminga fylgi flokksins. Allt bendir til að Bjarni Benediktsson fari til sögunnar sem formanninum sem tókst að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn og koma fylginu fyrstum formanna undir 20% í 90 ára sögu flokksins.
Ísköld nál ættarvitans hefur leitt flokkinn beint í fang ESB og hóp þeirra sem auðgast á alþjóðavæðingunni. Í hinum nýja stjórnmálaskóla ESB er alþjóðahyggja í stjórn hins nýja heimsveldis talin dyggð en fullvalda ríki gamaldags. Í nafni frjálshyggju og viðskipta er sjálfstæði Íslands eytt og stjórnarskráin innihaldi rúin.
Í ónýtum Sjálfstæðisflokki er það sama og kasta perlum fyrir svín að reyna að koma vitinu fyrir þá sem velja alþjóðlegt yfirvald yfir Íslandi eins og ríkti fyrir tilkomu Sjálfstæðisflokksins.
Miðflokkurinn er Bændaflokkur og Sjálfstæðisflokkur í einum nútímaflokki. Þar er starfsgrundvöllur allra Íslendinga sem elska fullvalda og sjálfstæða þjóð.
![]() |
Stærra bákn og meiri skattbyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pence ekki grín í huga: Ísland sýni í verki stuðning við USA
6.9.2019 | 17:06
Töluvert hefur verið skrifað um ánægju varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, yfir því að íslensk stjórnvöld hafni þáttöku í Belti og braut-verkefni Kínverja.
Eftir heimsóknina á Íslandi hitti Mike Pence forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, og gaf þá út þá yfirlýsingu, að um leið og Bretar færu út úr ESB kæmu Bandaríkjamenn inn í frjáls samskipti við Breta.
Bandaríkjamenn eru vinir okkar og vinna að frelsi og lýðræði um allan heim. Ósjálfstæðisflokkurinn er ósjálfbjarga í stjórnmálum, hlýðir tilskipunum ESB, brýtur stjórnarskrána og valtar yfir lýðræðið. Svo óstyrkur flokkur hefur ekki burði til að hlýða kalli Bandaríkjamanna.
Guðlaugur Þór Þórðarson fær engan fríverslunarsamning við Bandaríkin hversu heitt sem hann óskar sér með því að ljúga að Pence að Íslendingar hafni þáttöku í Belti og braut.
Ísland þarfnast nýrrar ríkisstjórnar sem tekur afstöðu með Bandaríkjamönnum gegn einræðisöflum ESB og Kína.
![]() |
Kaldastríðsgrín og misskilningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjarni Benediktsson gefur heimsvaldastefnu ESB andlit
6.9.2019 | 04:33
Það er stíll einræðisherra að verðlauna duglega fylgjendur með stól við veizluborðið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir brilljeraði í lygum ESB við innleiðingu orkupakka 3 og er því verðug tignarinnar. Þar með er ESB tryggður greiður aðgangur að dómsmálum Íslendinga.
Fimmta herdeild Sjálfstæðisflokksins tók þátt í þeim ljóta leik að koma aftan að þjóðinni með afhendingu löggjafarvalds til ESB yfir orkuauðlindum Íslands. Uppleggið allt og brellibragðaæfingar til að blekkja þjóðina var fengið beint hjá þjálfurum ESB í Brussel.
Þeir kunna mál valdsins í Brussel.
Enginn má segja nei við tillögum ESB sbr. útgöngumál Breta og rán á orkuauðlindum Íslendinga.
Tvö ólík mál, sami gagnaðili. Nei er ekki nei og "ekkert að marka og ekkert nýtt" mantra heimsvaldasinna ESB í öllum valdboðum.
Hrátt einræðisvald þar sem lýðræðið er fótum troðið.
Ísland má gæta sín!
![]() |
Áslaug vaxi og eflist með hverri raun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)