Góð tillaga Reykjavíkurbréfsins um samstarf Hæstaréttar og Alþingis

rettargydjanMorgunblaðið ber höfuð og herðar yfir aðra miðla landsins, þegar kemur að vandaðri, frjálsri umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. Í helgarblaðinu er að finna afskaplega góða grein eftir þann mæta mann Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara, sem bendir á, að "þegar óttinn hefur rutt sér til rúms í stjórnmálum hætta þau að snúast um kjarna mála og stefnumörkun." Erfiðara verður fyrir alla að fylgja lögum sem eru óskýr á grundvelli óttans í stað skýrrar yfirvegaðrar löggjafar: "Hlutverk Alþingis er að eyða réttaróvissu, ekki skapa hana." Afgreiðsla Alþingis á orkupakka 3 er dæmi um hið gagnstæða. 

Þá er ekki síður athyglisverð hugmynd reifuð af höfundi Reykjavíkurbréfsins, þar sem höfundur miðlar af langri stjórnmálareynslu sinni og segir frá dæmi um að forsætisnefnd Alþingis hafi sent Hæstarétti bréf með spurningum í alvarlegu ágreiningsmáli á Alþingi. Málið var hápólitískt og skipting dómaranna líka en 5 af níu samþykktu að taka málið fyrir hjá Hæstarétti. "Þá var efnisspurningin borin upp og urðu þá allir dómararnir níu sammála um niðurstöðuna. Deilurnar í þingsalnum gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu og að sjálfsögðu datt engum í hug eftir það að láta reyna á spurninguna fyrir dómstólum." 

Þessa leið telur bréfahöfundur ætti að nota áfram og varpar fram þeirri hugmynd að Hæstaréttur fái "aukið formbundið hlutverk í þessum efnum."

Deilurnar um orkupakka 3 sýna á áberandi hátt að nauðsyn er á slíku fyrirkomulagi. Hér tala tveir lögfróðir menn í Morgunblaðinu um vanda sem íslensk stjórnskipun hefur á höndum út af stjórnmáladeilum vegna afstöðunnar til ESB. Ber að fagna þessarri umræðu og tillögu Reykjavíkurbréfsins og gæti slíkt fyrirkomulag sparað mikinn darraðadans á þingi og í samfélaginu. 

Að risið er ekki jafnhátt á öðrum sem fara mikinn í umræðunni hittir þá mest sjálfa fyrir. Sá mæti maður Björn Bjarnason hímir á tunnubotni óttans með sínar tuttugu milljónir fyrir að syngja hallelúja um ESB. Hann er innilokaður á umræðureit sem er takmarkaður að hætti ESB, þar sem ákveðið er fyrirfram hvað má ræða og ekki ræða. 

Að sjálfsögðu er sá sem virðir ekki kjarna EES-samningsins vanhæfur til að gera úttekt á samningnum og verður að skoða allar skýrslumilljónirnar sem persónulegan greiða utanríkisráðherrans við Björn Bjarnason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gústaf Adolf.

Enn og aftur er ég þér hjartanlega sammála og kann ég þér góðar þakkir fyrir pistla og frásagnir þínar á hinu ágæta og lýðræðislega Útvarpi Sögu.

Ég verð þó að láta fylgja með eftirfarandi aðfinnslur, sem auðvitað áttu að fylgja svari þínu til mín í gær í síðustu færslu þinni hér á blogginu, en þar bæði varar þú við og skítur út Kínverja einhverra hluta vegna.

Svar frh:

Ég nenni helst ekki að eyða frekari tíma að hrekja skoðanir þínar um mannréttindabrot og ömulegar aðstæður kúgaðra borgara í Kína, en þú veist hvernig það er með svona sögur, eins og t.d. þær sögur sem gengu meðal blökkumanna sem biðu eftir að verða settir í skip á vesturströnd Afríku á sautjándu öld, en hún var sú að úr muldum beinum þeirra væri hið ógnvænlega púður hvítu hermannana unnið.

Þú ættir manna best að þekkja þöggun þá og falsfréttir sem stærstu og öflugustu fréttamiðlar okkar beita, þvert á staðreyndir sem við höfum jafnvel fyrir augum okkar hér á Íslandi og í Svíþjóð og Tony Robinson og ritskoðanir Facebook þarf ég ekki heldur að minna þig á.

Mín persónulega skoðun eftir fjölbreytt kynni mín af Kína er sú að staða mannréttinda og spillingar sé mun verri hér á Íslandi og saga þín um aumingja áttræðu ellilífeyrisþegana á líku plani og tilurð púðursins um árið á Fílabeinsströndinni.

Athugaðu hvort þú getur fundið færslur eftir Bandaríkjamann að nafni Nathan Rich á Youtube eða vinsamlega splæstu á þig ferð til Kína og HongKong, áður en þú heldur frekar áfram að níða niður þessa friðsömu þjóð.

Jónatan Karlsson, 22.9.2019 kl. 11:16

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 

Stjórnmálamaður í Bandaríkjunum sagði, að Bandaríkin gætu ekki verið lögregla fyrir heiminn.

Þá snaraðist Kína til að færa landhelgina 800 kílómetra út frá Kína, og langt inn í landhelgi nágranaríkjana.

Þá komu einhverjar athugasemdir frá bandarískum leiðtogum, og þá hringdi háttsettur embættismaður frá Kína og sagði að Bandaríkjamenn hefðu fukkyrt að þeir ætluðu ekki að vera lögregla fyrir heiminn.

Það er betra að lýsa ekki yfir að aðilar ætli ekki að standa saman um alþjóðalögin.

slóð

Kína samtals, bætt við sig, 6 milljón ferkílómetrum, land Tíbet og hafsvæði. Nær 800 km suður og langt inn í 200 mílna landhelgi Víetnam, Indónesíu, Malasíu, Bruney, og Filipseyja. Nasistar réðu mest 3,9 milljónum ferkílómetra í Síðari heimsstyrjöldinni.

Jónas Gunnlaugsson | 5. febrúar 2019

Egilsstaðir, 22.09.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 22.9.2019 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband