Alþingi skerðir lýðræðislegar umræður þingmanna

þöggunIcesave-böðullinn Steingrímur J. Sigfússon lætur eitt síðasta verk sitt á þingi vera að breyta reglum um ræðutíma þingmanna á Alþingi eftir þróttmikla frammistöðu fullveldissinna Miðflokksins. Ætlunin er að koma í veg fyrir að minnihluti þingmanna geti nýtt sér lýðræðislegan umræðurétt en það gerði Steingrímur J. Sigfússon sjálfur sem ræðukóngur fyrir hönd óvina íslenska ríkisins í Icesave.

Nú er þingmönnum sama flokks bannað að veita andsvar í ræðum hvers annars og er þá fokið út í loftið frelsi þingmanna að standa á sannfæringu sinni. Nú verður einungis til ein sannfæring flokka og allir skyldaðir að vera sammála flokknum í öllum málum. Skiptir litlu þótt hengt verði við "nema sérstaklega standi á, líkt og ef fyrir liggi að þingmennirnir séu á öndverðum meiði í málinu eða að um málið gildi að þigmenn skiptist alls ekki eftir flokkslínum". Forseti Alþingis fær einræðisvald til að ákveða hvenær slíkri undantekningu skuli beitt. 

Þá verður afnumið að hægt sé að veita andsvör við endurteknum fimm mínútna ræðum frá og með fjórðu ræðu hvers þingsmanns og skerðir það fyrri umræðuhefðir Alþingis. 

Og að sjálfsögðu er verið að athuga breytingar á þingskaparlögum Alþingis til að tryggja Evrópusambandssinnum óskorið vald yfir stofnuninni. 

Langt er bilið orðið milli stjórnarskrár og starfsreglna alþingismanna og með ESB sem löggjafarvald hverfur stjórnarskráin endanlega niður í Almannagjá. Fer þá að styttast í að alþingismenn sverji eið að Lissabonsáttmálanum og þjóðfáni ESB dreginn að hún í stað íslenska fánans.


mbl.is Tekið fyrir „samsvar“ þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek eindregið undir þessa mjög svo þörfu hugvekju þína, Gústaf. Líkt var mér einnig innanbrjósts í gær við að heyra fréttina af þessu bolabragði Steingríms og sennilega flestra, en ekki allra varaforseta hans, en þér var það lagið, félagi, ekki mér, að komast svona skarplega og fimlega að orði um þann ósóma, sem hér blasir við í niðurklössuðu þinginu.

Jón Valur Jensson, 11.9.2019 kl. 09:04

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón og þakka þér góð orð, vona að mér hafi tekist að sýna bæði sanngirni, háttvísi og lipurð í þessum pistli svo forseta Íslands svelgist ekki á.

Gústaf Adolf Skúlason, 11.9.2019 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband