Atlaga Googles að lýðræðinu

zachSem betur fer eru til menn eins og yfirverkfræðingur Googles Zachary Vorhies sem ákvað að segja upp vel launuðu starfi vegna ritskoðunar netrisans Google og misnotkun á markaðsstöðu sinni í þágu stjórnmálaskoðana gegn repúblikönum. Hann undirbjó sig vel, safnaði gögnum áður en hann sagði upp störfum og fór með þau til blaðamannahópsins hjá Project Veritas en þar hefur James O´Keefe verið mjög framgansríkur í baráttunni gegn spillingu risafyrirtækja. Óttaðist Zachary um líf sitt og tryggði að Project Veritas birtu Google skjölin ef hann yrði myrtur. 

Zachary hafði fulla ástæðu til að óttast um lífið. Þegar netrisinn frétti um gögnin sem hann hafði lekið út sögðu yfirmenn Google við lögregluna að Zachary væri í sjálfsmorðshugleiðingum og stórhættulegur sjálfum sér og umhverfinu. Var stór hópur lögreglumanna sendur ásamt þyrlum og leyniskyttum og sprengideildinni til að handtaka manninn. En það var um seinan fyrir Google. 

Yfirmenn Google segjast ætla að koma í veg fyrir endurkjör Bandaríkjaforseta Donald Trumps. M.a. hefur rannsóknarsálfræðingurinn Robert Epstein sem er ákafur stuðningsmaður Hillary Clinton, látið hafa eftir sér að Google hafi vísvitandi haft áhrif á milli 2,6 - 16 milljóna atkvæða Clinton í vil í forsetakjörinu. Í heyrslu hjá rannsóknarnefnd bandaríska þingsins sagði Epstein að kosningfyrirkomulag ætti að vera hafið yfir flokka og skoðanir og varaði því þingið við áhrifamætti Googles á svo miklum fjölda atkvæða.

Bandaríska þingið hefur nú til athugunar að setja lög sem brjóta upp einokun Google á svipaðan hátt og áður hefur verið gert við símarisann AT&T. Náðst hafa viðtöl við forráðamenn Google sem segjast ætla að koma í veg fyrir að Trump verði endurkjörinn forseti í næstu forsetakosningum.

Ég ræddi um þessi mál við Pétur Gunnlaugsson Útvarpi Sögu í gær. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hér er eftirtektarverður þáttur um BlackRock, stærsta vogunarsjóð í heimi. Hann veltir árlega $18000.000.000.000 og er sagður, að því mér skilst, stefna á að ná tangarhaldi á heimsviðskiptunum. 

Google, Apple, Microsoft o.fl. stórfyrirtæki koma þarna við sögu. Einnig Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Friedrich Merz sem bauð sig fram fyrir tæpu ári í formannssæti CDU í Þýskalandi sem eftirmaður Angelu Merkel.

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt  minnst á BlackRock  í íslenskum fjölmiðlum og þar til fyrir skömmu vissi ég ekki að þetta fyrirtæki væri til:                 BlackRock - Die unheimliche Macht eines Finanzkonzerns | Doku | ARTE               

Hörður Þormar, 17.9.2019 kl. 23:01

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir þetta Hörður, skal kynna mér málið.

Gústaf Adolf Skúlason, 18.9.2019 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband