Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019
Hagsmunir þjóðarinnar ekki einkamál flokksleiðtoganna
23.7.2019 | 10:50
Ég fagna viðbrögðum þess góða drengs Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Ölfusi sem sér möguleika til að leiðrétta stjórnmálamistök Sjálfstæðisflokksins vegna víðtækrar og jákvæðrar umræðu þjóðarinnar um orkupakka 3. Eftir Icesave ætti enginn að vera hissa á hærra varúðarstigi hjá þjóðinni gagnvart þrjótum sem leggja nótt við nýtan dag til að finna leiðir til að véla þjóðina í ESB. Forysta Sjálfstæðisflokksins í dag er að verulegu leyti sú sama og lagði til Icesave samning sem þjóðin hafnaði. Flokksforystan hefur ekki gert það upp við sig hvað það þýðir stjórnmálalega að vera á annarri skoðun en þjóðin sem fékk staðfestingu á réttmæti afstöðu sinnar hjá alþjóðadómstól. Sú leiðsögn sem lýsti veg þjóðarinnar var jafn skörp og hún var einföld: Ekki á að borga skuldir óreiðumanna. Hefði það ekki verið vegna leiðsagnar fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins þeirra Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar og þáverandi forseta lýðveldisins Ólafs Ragnars Grímssonar, sem lögðu grunnninn að björgun þjóðarinnar, sæti þjóðin uppi í miðjum grískum harmleik; Íslendingar fjötraðir í skuldahlekki kynslóðir fram í tímann og nokkrir auðkýfingar hirtu arðinn af gögnum lands og sjávar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem vann ötullega í InDefence að lausn vandans hélt áfram björgunarstörfum eftir sigur þjóðarinnar í Icesave. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins valdi heldur að sameinast Vinstri Grænum og rústum Framsóknarflokksins að því er virðist einungis til að koma í veg fyrir að Sigmundur Davíð kæmist á nýjan leik í stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sá stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar sem óprúttnum fjármálaþrjótum er mest í nöp við sem segir allt um áhrif, hæfileika og getu þessa manns. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að fylgið hrynji af núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins en safnist saman um núverandi forystu Miðflokksins. Miðað við þöggunartilburði og hrækingar forystu Sjálfstæðisflokksins á þá sem taka þátt í umræðu um orkupakka 3 og ekki syngja HALELÚJA upphátt er forystan í óða önn að grafa sína eigin stjórnmálagröf. Fyrir andstæðinga orkupakka 3 er það einungis jákvætt, því það flýtir fyrir endalokum áhrifa þessa fólks sem skortir bæði skynjun, tilfinningar að ekki sé minnst á vísdóm til að vera í tengslum við þjóð sína og hlusta á og ræða við venjulegt fólk.
Eftir vindhögg ríkisstjórnarinnar á alþjóðavettvangi og gólfmottuhegðun t.d. í réttindamálum eiturlyfjamafíu Filipseyja og þykjustu mannréttindum Sádí Arabíu m.fl., þá má alveg taka undir áhyggjur ritstjóra Morgunblaðsins af gæðum lögfræðimenntunar á Íslandi í dag.
Ungt óreynt fólk í stjórnmálum má hafa hversu fínar gráður úr háskóla sem er, en þegar dómgreindin er ekki meiri en að hægt er að skrifa ótalda pistla um hvernig viðkomandi lítur á það sem hlutverk sitt að bjarga heiminum, þá hringja allar viðvörunarbjöllur. Þegar stjórnmálamenn líta á stjórnmál einungis sem spurningu um stöður, persónulegt framapot og til að hækka í launum, þá á hugtakið þjóð fáa möguleika. Slíkir stjórnmálamenn verða bæði þjóð og flokki sínum til skammar og fara létt með að rífa niður þann árangur sem áunnist hefur.
Miðað við síðustu fregnir virðist forysta Sjálfstæðisflokksins ekki á þeim buxunum að einu sinni hlusta á eigin flokksmen. Sú afstaða er ólík afstöðu fyrri forystumanna sem a.m.k. reyndu í orði kveðnu að viðhalda lýðræðislegum vinnubrögðum. Orkupakkahrokinn er slíkur að hann bendir til þess að örfáir fjárfestar ráði ferðinni og þá líklega þeir sem mestan hag hafa af því að koma þjóðinni í hendur ESB.
Það er miður þegar jafn merkur stjórnmálaflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn jarðar sjálfstæða hugsun og beitir offorsi til að tryggja hag örfárra á kostnað þjóðarinnar.
Vonandi tekst góðum mönnum eins og Elliða Vignissyni og Styrmi Gunnarssyni að koma vitinu fyrir forystunni og hleypa venjulegum flokksmönnum að í þessu mikilvæga máli áður en það verður um seinan.
Gjá milli þingflokks og grasrótar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sennilega heitir maðurinn Vilhjálmur
21.7.2019 | 08:10
Sennilega hefur Vilhjálmur Bjarnason verið formaður Samtaka Fjárfesta um árabil og sennilega var hann einhvern tímann alþingismaður. Sennilega er hægt að vera sammála einhverju í afar sennilegri tilraun hans til stjórnmálaskrifa í Morgunblaðinu 19. júlí s.l. eins og t.d. fullyrðingunni um að "í víðsýni getur falist að viðurkenna mistök því enginn er óskeikull." En sennilega er ekki hægt að marka það, þar sem að það getur bara falist og því ósennilegt að nokkur fjárfestir eyði dýrmætum tíma sínum í að reyna að finna nokkuð sem gæti sennilega flokkast sem mistök.
Því sennilega er málum svo háttað að það eru stjórnmálamenn og vesæll almenningur sem eiga að taka á sig mistök fjárglæframanna sem sennilega kalla flestir sig fjárfesta. Og sennilega er það svo að keyptir stjórnmálamenn í störfum fyrir dæmda bankaræningja þurfa ekki að velta mikið fyrir sér hugsjónum Íslendinga eða framtíð þjóðar okkar.
Sennilega er það vondum Norðmönnum að kenna að hafa komið Sjálfstæðismönnum berskjölduðum að óvörum bæði á Landsfundi og í þjóðfélagsumræðu og hertekið Ísland með orkupakkaumræðu. Sennilega verður hægt að nota þennan erlenda óvin til að skapa samstöðu um orkupakka þrjú. En sennilega skiptir það engu máli, þar sem Landsfundur Sjálfstæðisflokksins getur ekki ályktað í "aldrei" og "skal"-stíl og ályktun um stöðvun frekari afhendingar fullveldis til ESB því marklaus fyrir forystu flokksins.
En allt er þetta sennilega óþarfi, því almennar leikreglur eru mikilvægar fyrir fólk landsins nema sennilega ekki fyrir Sjálfstæðisfólk, því engir aðrir eru fólk nema Sjálfstæðisfólk segir Vilhjálmur í grein sinni. Sennilega er þetta eina reglan sem er undantekningin frá reglunni fyrir bæði dæmda og ódæmda bankaræningja.
Sennilega ættu hagsmunamenn fjárfesta ekki að gefa sig út í stjórnmál, því sennilega þjappa þeir bara stálinu meira saman hjá þeim fyrirlitnu sem ekki komast í innsta hring þeirra sem titla sig Sjálfstæðisfólk.
Sennilega eru hagsmunir 1% á skjön við hagsmuni þjóðarinnar og sennilega hentar ekki slagorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt þeim sem horfa á töluskjáinn liðlangan daginn. Sennilega getur röng stjórnmálastefna falist í harðvítugri einokun og enn verri í því að afhenda erlendu stórveldi ákvörðunarvald yfir almennum leikreglum lítillar þjóðar.
Sennilega er grein Vilhjálms bara ágætis dæmi um hrokafulla orðræpu og í því getur falist að gera þau mistök að sverta niður hugtakið Sjálfstæðismaður svo fólk á erfitt með að þekkja sig þar lengur. Sennilega eru 19% engin örugg neðstu mörk fyrir núverandi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.
Auðvitað erum við óánægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Netrisarnir skera niður lýðræðið - nota yfirburðastöðu til að hafa áhrif á úrslit kosninga
19.7.2019 | 21:10
Sláandi afhjúpun á íhlutun Google og Facebook í kosningakerfi Bandaríkjanna.
Ekki stjórna Rússar þessum alþjóðarisum í Silicon Walley.
Framámenn Google hafa verið staðnir að yfirlýsingum um að klekkja á núverandi rétt kjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump í næstu kosningum.
Horfið á myndbandið ofan, það er sláandi.
Með einungis níu atkvæðum yfir lágmarki var Ursula von der Leyen kjörin í valdamesta embætti ESB. Val hennar ætti að senda hryllingsbólur eftir hryggmerg frelsiselskandi einstaklinga sem kjósa líf í friði í stað styrjaldar.
Gagnrýni kemur hvaðan æva að um markmið frúarinnar að breyta ESB í sósíalískt stórveldi sem ráði yfir allri Evrópu. Nigel Farage segir að von der Leyen vilji koma á "gamaldags kommúnisma" og eitt af markmiðum hennar er að afnema neitunarvald einstakra ESB-ríkja á sviði hermála og láta einfaldan meirihluta ráða í staðinn.
Von der Leyen dregur spillingarslóð á eftir sér í dekurverkefnum í Þýzkalandi sem fær Bragga Dags B. að líkjast hæverskum sunnudagaskóla.
Evrópuþingmaður Svíþjóðardemókrata Jessica Stegrud kallar von der Leyen fyrir "sósíalíska ofursambandsríkjaþernu" og lýsir markmiðum hennar. Hér eru nokkrir punktar:
- Byggja Sambandsher og afnema neitunarvald einstakra ríkja
- Hærri loftslagsskattar, stýring opinberra og einkasjóða skv. nýjum "Evrópskum loftslagslögum"
- Seðlabanki ESB verði "loftslagsbanki"
- Þvingandi lög um kynjajafnrétti í stjórnum fyrirtækja
- Þvingandi lög um verndun "hælisréttinda" og aðstoð við "bátainnflytjendur"
- "Barna og unglingatrygging" og atvinnuleysistrygging í ESB
- Útvíkkun gjaldeyrissambandsins og evrunnar
- Beina einkafjárfestingum til loftslagsmála
- Félagsleg auðhyggja: Sósíal kapítalismi (á ensku social capitalism)
Þjóðverjar áttu stóra sök að upphafi tveggja heimsstyrjalda. Uppbygging ESB-hers á að koma í stað samvinnu við NATO.
Vonandi festist gleðin í hálsi orkupakkasinna og vitgrannra embættismanna hjá því opinbera, þegar þeir skilja hvaða stíg þeir eru að feta með því að hengja þetta skrímsli á herðar landsmanna.
Eins gott að Bandaríkjamenn hugsa sér til hreyfings á Íslandi.
Tilnefning von der Leyen staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Trump: "Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisunum mun ekki takast að ritskoða Bandaríkjamenn"
12.7.2019 | 23:21
Allir sjálfstæðir höfundar á félagsmiðlum eiga hauk í horni í núverandi Bandaríkjaforseta sem hélt málþing sjálfstæðra fjölmiðlamanna og áhrifavalda á félagsmiðlum í Hvíta húsinu s.l. fimmtudag. Tilefni fundarins var m.a. að ræða um árásir sósíalista á málfrelsi víða um heiminn og þá sér í lagi lokanir netrisanna Google, Facebook og Youtube á aðgang fjölda manns í nafni herferðar gegn "nethatri". Trump er eins og kunnugt er málsvari hins frjálsa orðs sem mjög fer í taugarnar á vinstri mönnum sem helst vilja banna allar aðrar skoðanir en sínar eigin. Rætt var á fundinum að netrisarnir yrðu að hætta skoðanaofsóknum sínum gegn íhaldsmönnum og virða málfrelsið. Bent var á að netrisarnir nytu ýmissa fríðinda af hálfu Bandaríkjanna og á móti yrðu þeir að virða málfrelsið.
"Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisarnir munu ekki komast upp með að ritskoða rödd bandaríska fólksins" sagði Trump. Hvíta húsið mun nú athuga lög um málfrelsi á netinu í framhaldi fundarins.
Trump nefndi mörg nöfn einstaklinga á félagsmiðlum sem hann hrósaði mjög. Meðal þáttakenda voru m.a. James O´Keefe frá Project Veritas og íhaldsmaðurinn Charlie Kirk.
"Þetta er sögulegur dagur. Aldrei áður hafa svo margir net-blaðamenn og áhrifavaldar og það er einmitt það sem þið eruð, verið saman komnir í þessarri byggingu til að ræða framtíð félagsmiðla" sagði Trump.
"Sérhver ykkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir land okkar. Þið keppið við útverði fjölmiðlanna og komið með staðreyndir beint til Bandaríkjamanna. Þið snúið ykkur beint að fólki og kannski værum við ekki einu sinni hérna núna án ykkar" sagði forsetinn.
Trump sagði félagsmiðla mun árangursríkari en fréttatilkynningar og nefndi Twitter sem dæmi, þar sem upplýsingarnar dreifðust mikið víðar og hraðar. Trump ætlar að láta athuga lög sem tryggja eigi málfrelsi á Internet og verður það frelsiskyndill á netmiðlum fyrir hina frjálsu umræðu.
Trump býður grínteiknaranum Ben Garrison til Hvíta Hússins. Vinstra liðið froðufellir.
9.7.2019 | 06:38
Ein mynd segir meira en þúsund orð sem rækilega sannast í grínmyndum skopteiknarans Ben Garrison. Hefur hann teiknað margar skopmyndir um spillingu í Bandaríkjunum og víðar og er vilhallur Trump sem vinstra liðið sættir sig ekki við sem löglega kjörinn forseta Bandaríkjanna. Trump var svo elskulegur að senda skopmyndateiknaranum formlegt boð um að koma í Hvíta Húsið og hafa ýmsir vinstri menn farið á taugum og kalla Trump Gyðingahatara. Er það einkum vegna myndarinnar ofan sem sýnir George Soros halda í strengjabrúðurnar fv. öryggisráðgjafa H.R. McMaster og David Petraeus hershöfðingja. Sjálfur er Soros á passandi hátt strengjabrúða í höndum Rothschild bankafjölskyldunnar.
Einkennilegt að verja mann sem varð ríkur ungur að árum með því að framvísa Gyðingum til Nazista í Ungverjalandi og síðan plokka eigur þeirra eftir gasklefann.
Boð Bandaríkjaforseta er m.a. til að ræða hegðun stórveldanna Facebook og Google sem vinna með sósíalistum í takmörkun tjáningarfrelsis á netinu.
Í Bandaríkjum ræður málfrelsi.
Best að fylgja þeirri reglu.
Nú er svo komið í innanríkismálum í Svíþjóð að allt fleiri Svíar telja að stríðsástand ríki í landinu. Eru það daglegar skotárásir með vélbyssum glæpahópa, sprengjur og stórar bílabrennur sem valda þessum skoðunum. Fasteignasalar á Spáni segja Svía nú flýja landið og kaupa íbúðir til að komast frá ofbeldinu. Sænska lögreglan segir þetta ástand vera hið nýja Svíþjóð sem verði áfram í a.m.k. áratug. Svíar þurfa bara að venjast þessu nýja normi. Ég fljótþýddi nýja grein um ástandið. Hún er nokkuð löng en lýsir vel þeim skoðunum sem ryðjast sífellt meira til rúms í þessu ofbeldishrjáða landi.
"Í Svíþjóð er styrjaldarástand og stjórnmálamennirnir bera ábyrgðina á því. Í fimm nætur í röð hefur verið kveikt í bílum í háskólaborginni Lundi. Þannig brjálæðisódæði hafa verið framin hundruðum saman á mismunandi stöðum í Svíþjóð síðustu fimmtán árin.
Frá 1955 til 1985 var sennilega ekki kveikt í einum einasta bíl í Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi eða Lundi. Þessir glæpir hafa ekkert samband við fjölda bíla á þessum stöðum þessa áratugi. Þannig er enginn munur á eðli afbrotsins heldur er hér um að ræða nýja tegund afbrota.
Þegar félagsfræðingskona á háskólanum í Malmö útskýrir glæpina með að unglingarnir séu vonsviknir, reiðir og á villigötum, þá er það tómt kjaftæði og vitleysa. Hún þylur upp tölu sem hver annar páfagaukur.
Enginn þessarra glæpamanna skortir mat né hreint vatn. Þeir hafa þak yfir höfuðið og hafa fengið ókeypis skólagöngu í níu eða tólf ár. Þeir búa ekki í hreysum. Allir þessir brjálæðingar hafa haft betri aðbúnað á heimilum sínum en mörg þúsund barna og unglinga sem ólust upp í Ellstorp í Malmö þegar ég átti heima þar með foreldrum mínum og tveimur systkinum í 47 fermetra tveggja herbergja íbúð frá 1949 til 1966.
Það ríkti mikill kærleikur í fjölskyldu okkar og bróðir minn og ég lærðum að bera virðingu fyrir öðru fólki og vera iðnir í skólanum. Þetta heitir uppeldi sem þúsundir stúlkna og drengja skortir á sænskum heimilum í dag. Þetta snýst ekki um peninga eða hvar í heiminum maður fæðist. Þetta hefur ekkert að gera með stjórnmál eða hugmyndafræði. Þetta er um siðferði, móral og samveru manns við annan.
Allar stúlkur og konur sem óttast að hlaupa, ganga og vera úti í görðum og á mismunandi stöðum í Svíþjóð þarf að taka alvarlega. Enginn maður á áð berja, hóta eða nauðga nokkurri konu. Þetta er stríð milli frelsis og þvingunar.
Þetta er hræðsla og ótti hjá konunum sem á ekki að vera til innan þeirra. Hugsuð og raunveruleg ógn eru ósýnileg vopn beint að konum. Þær sem verða fyrir barðinu á því lenda í æfilöngu áfalli.
Öll lykilorð á símum, í bankaerindum og á tölvum eru afleiðing glæpamanna sem notfæra sér alla möguleika til að stela peningum og svindla. Það er stríð gegn glæpamennskunni. Á fyrsta ársfjórðungnum hafa sjötíu og fimm sprengjur sprungið á almennum stöðum í Svíþjóð. Þúsundir manns hafa aðgang að vopnum af ólíkum gerðum.
Unglingar eru myrtir og teknir af lífi í vitna viðurvist sem af tilviljun eru viðstödd þá stundina. Þetta er stríð og ekkert annað. Drápin snerta hundruði ættmenna, vina og kunningja og fjölskyldur þeirra. Hefnd og hefndaraðgerðir eru hluti stríðsins. Viðkomandi slær til hvar og hvenær sem hægt er.
Hugtakið heiður hefur fengið perverst og sjúkt innihald síðustu tuttugu og fimm árin í Svíþjóð. Orðið heiður á ekki að þýða líkamlegt ofbeldi, þvinganir, hefnd eða mismun á milli kynja. Kona sem er myrt í heiðursskyni innan fjölskyldunnar er harmleikur fyrir allt fólk sem býr og lifir í Svíþjóð, því lítil börn heyra, sjá og muna inn í framtíðina.
Margir æskuvinir mínir í Malmö höfðu meiri ástæðu til að vera vonsviknir, reiðir og finnast þeir vera sniðgengnir en stúlkur og unglingar nútímans. Þeir bjuggu þröngt í gömlum íbúðum og efnahagur margra fjölskyldna var bágur en enginn af hundruðum kunningjum mínum, vinum og leikfélögum kveikti í bílum, rændu aldraða eða báru vopn. Eftir skólann spörkuðum við fótbolta og lékum. Engum leiddist. Lífið var fullt af möguleikum. Stjórnmálamenn hafa skapað sjálfuppfyllandi spádóma þegar þeir tala og skrifa um sérstakaleg eftirsett og útsett heimilishverfi í Svíþjóð. Margt fólk sem bjó á Kirseberg, í hreysunum á Austur Farmvegi og Lugnet í Malmö, var eignalaust og beint í nauðungarbústaði. Enginn kveikti í bílum eða hótaði grannanum með vopni. Þeir sprengdu ekki búðir á Suðurgötu og nauðguðu engri konu í Kóngsgarðinum eða Pildammarna.
Allar þessar fjölskyldur bjuggu við verri kjör á heimilum sínum en einstaklingarnir í Rósagarðinum, í Rinkeby, Bergsjön eða Biskupsgarðinum í Gautaborg, Storvreten í Tumba, Ronna í Suðurtelje og á um tuttugu öðrum stöðum í Svíþjóð. Hérna er hreint drykkjarvatn, klósett, sturtur eða baðkör, rafmagnseldavélar, ísskápar og aðgangur að þvottaherbergjum.
Ég þekki mörg hundruð einstaklinga sem börðust fyrir námi sínu og menntuðust, þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra lifðu við skort. Svíþjóð þarfnast andlegrar byltingar í siðfræði, móral og uppeldi barna.
Kennararnir verða að njóta virðingar nemendanna. Það verður að vera ró í bekkjunum. Aldraðir eiga að geta verið innan sem utan dyra í öryggi. Dæma á ræningja og nauðgara og setja í fangelsi. Þar geta þeir stundað nám og lært að tala og skrifa sænsku fimm daga í viku og ef þörf krefur æft þrekið án járnlóða. Þeir eiga að fá möguleika á að læra fag, mismunandi handverksvinnu og verða lærlingar í tækni, við hjúkrunarstörf og garðyrkju.
Áttunda febrúar 2017 skaut fimmtán ára gamall drengur vaktmeistara sem mokaði snjó í Malmö. Eitt af skotunum hittu í höfuð hans. Þetta var algjörlega tilefnislaust, nokkurs konar skemmtun. Í desember sama ár skemmtu fjórir unglingar í Lundi og Malmö sér viða að draga vinsamlegar, góðhjartaðar manneskjur á eftir bílnum eftir að þeir höfðu fengið aðstoð við hvaða leið átti að fara að tilteknum stað. Bílstjóri bílsins skrúfaði niður rúðuna og á einu augnabliki hrifsuðu ódæðismennirnir í hönd þess sem leiðsögn veitti, ræstu bílinn og keyrðu af stað dragandi viðkomandi með bílnum. Þetta gerðist níu sinnum.
Einn hryðjuverkamaður keyrði með flutningabíl á Drottninggötunni í Stokkhólmi til þess að drepa svo marga sem mögulegt væri, börn, fullorðna og aldraða. Heil þjóð fann fyrir brjálæðisverkinu. Ættingjar, vinir og kunningjar þeirra látnu og særðu eru dæmdir í stöðuga og lífslanga sorg og sálarsársauka.
Stjórnmálamenn í Svíþjóð eiga með lögum og ýmsum ákvörðunum að sjá til þess að ræningjar, morðingjar, vígamenn, nauðgarar, hryðjuverkamenn og barnaníðingar verði dæmdir og settir í fangelsi. Hjá glæpamönnum eiga engar byssur og hríðskotabyssur að finnast. Barist skal gegn allri eiturlyfjasölu.
Ef stjórnmálamennirnir sjá ekki til þess að til séu nægjanlega margir lögreglumenn og réttarfarslegir möguleikar til að að handtaka þá seku, þá bera þeir ábyrgð á því að styrjöld ríkir milli þeirra löghlýðnu og glæpamanna í Svíþjóð.
Útlenskir þjófahópar herja í Suður Svíþjóð og stela vélum og dýrum verkfærum bænda. Lögreglan hefur ekki tíma eða kraft til að eltast við þjófana. Það er sorglegt og ófyrirgefanlegt.
Að kvöldi sunnudags síðasta dag júnímánaðar 2019 voru tveir ungir menn skotnir í Sollentuna. Samtímis var unglingur hnífstunginn í Vellingby. Seinna um kvöldið var enn einn ungur maður skotinn í Blackeberg. Núna eru tveir þeirra dánir. Þetta gerist á hverjum og öðrum hverjum degi einhvers staðar í Svíþjóð. Þetta er smáskala stríð sem snertir alla þá sem búa og lifa í Svíþjóð í dag. Orðaforðinn fyrir afsakanir er tæmdur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)