Sambandsher í höndum Þjóðverja minnkar ekki líkurnar á þriðju heimsstyrjöldinni

herfrúinMeð einungis níu atkvæðum yfir lágmarki var Ursula von der Leyen kjörin í valdamesta embætti ESB. Val hennar ætti að senda hryllingsbólur eftir hryggmerg frelsiselskandi einstaklinga sem kjósa líf í friði í stað styrjaldar.

Gagnrýni kemur hvaðan æva að um markmið frúarinnar að breyta ESB í sósíalískt stórveldi sem ráði yfir allri Evrópu. Nigel Farage segir að von der Leyen vilji koma á "gamaldags kommúnisma" og eitt af markmiðum hennar er að afnema neitunarvald einstakra ESB-ríkja á sviði hermála og láta einfaldan meirihluta ráða í staðinn. 

Von der Leyen dregur spillingarslóð á eftir sér í dekurverkefnum í Þýzkalandi sem fær Bragga Dags B. að líkjast hæverskum sunnudagaskóla.

Evrópuþingmaður Svíþjóðardemókrata Jessica Stegrud kallar von der Leyen fyrir "sósíalíska ofursambandsríkjaþernu" og lýsir markmiðum hennar. Hér eru nokkrir punktar:

  1. Byggja Sambandsher og afnema neitunarvald einstakra ríkja
  2. Hærri loftslagsskattar, stýring opinberra og einkasjóða skv. nýjum "Evrópskum loftslagslögum"
  3. Seðlabanki ESB verði "loftslagsbanki"
  4. Þvingandi lög um kynjajafnrétti í stjórnum fyrirtækja
  5. Þvingandi lög um verndun "hælisréttinda" og aðstoð við "bátainnflytjendur"
  6. "Barna og unglingatrygging" og atvinnuleysistrygging í ESB
  7. Útvíkkun gjaldeyrissambandsins og evrunnar
  8. Beina einkafjárfestingum til loftslagsmála
  9. Félagsleg auðhyggja: Sósíal kapítalismi (á ensku social capitalism)

Þjóðverjar áttu stóra sök að upphafi tveggja heimsstyrjalda. Uppbygging ESB-hers á að koma í stað samvinnu við NATO.

Vonandi festist gleðin í hálsi orkupakkasinna og vitgrannra embættismanna hjá því opinbera, þegar þeir skilja hvaða stíg þeir eru að feta með því að hengja þetta skrímsli á herðar landsmanna. 

Eins gott að Bandaríkjamenn hugsa sér til hreyfings á Íslandi.


mbl.is Tilnefning von der Leyen staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hljómar eins og við höfum nazista aftur.  Eða mjög svipað.
Og hver treystir ekki Evrópumönnum fyrir stórum her?
Pólverjum og Rússum hlakkar örugglega bara til.  Þeir hafa alla reynzluna af svoleiðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2019 kl. 17:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hefur hingað til ekki reynzt óhætt að treysta mjög á friðartal Þjóðverja!

Jón Valur Jensson, 18.7.2019 kl. 18:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... á sama tíma og þeir stefna fullum fetum að hervæðingu!

Jón Valur Jensson, 18.7.2019 kl. 18:57

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir, já og sannið til hversu fljót þróunin mun verða að grímulausum ægishjálmi Þjóðverja eftir að Bretar fara úr ESB. 

Það er óhætt að taka undir orð Nigel Faraga:

"Guð sé lof að við erum á förum".

Gústaf Adolf Skúlason, 19.7.2019 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband