Yfir 10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en David Cameron, forsætisráðherra Breta

230px-David_Cameron_official

Enska blaðið The Telegraph segir frá nýjum gögnum sem lekið hefur verið út um launakjör 47 þúsund búrókrata Evrópusambandsins í Brussel. ESB hefur haldið upplýsingunum leyndum svo venjulegir íbúar aðildarríkja þess fái ekki vitneskju um ofurlaun og skattaívilnanir starfsmanna Evrópusambandsins. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafa yfir 10 þúsund starfsmenn ESB hærri laun en sjálfur forsætisráðherra Breta, David Cameron.

Það er meira en fimmti hver starfsmaður Evrópusambandsins sem nýtur þessarra ofurkjara. Laun David Camerons eru 142 þúsund pund sem gerir um rúm 81 þúsund pund eftir skatt og lífeyrisgreiðslur. Búrókratar ESB í Brussel njóta skattaívilnana og greiða minni skatt en breskur verkamaður af launum sínum.

Millistjórnendur ESB í ”AD11” flokki fá rúm 112 þúsund pund en þar sem þeir greiða einungis 13,4% í skatt hafa þeir milli 2-3 þúsund punda meira eftir skatt en forsætisráðherra Breta.

Búrókratarnir fá sérstaka launauppbót 16% ofan á laun sín vegna búsetu í Brussel eða Lúxemborg.

ESB hefur útskýrt há laun starfsmanna á grundvelli þess, hversu ”erfitt” sé að manna stöður búrókrata í Brussel og að einungis 1,9% séu breskir á meðan Bretar eru 12,3% af íbúafjölda aðildarríkjanna.

”Við reynum að fá til okkar bestu og skörpustu starfskraftana frá ríkari aðildarríkjum sérstaklega frá Bretlandi” segja yfirmenn ESB.

Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Breta segir að tölurnar sýni að ”eina leiðin til að bjarga peningum Breta og lýðræði sé að Bretar gangi úr sambandinu.”

Nýjustu kannanir í Bretlandi sýna að Sjálfstæðisflokkurinn fær langflest atkvæði á undan Verkamannaflokkinum og Íhaldsflokkinum.

Búist er við mjög lítilli þáttöku í kosningum til Evrópuþingsins um helgina í aðildarríkjum ESB og reikna margir með að flokkar andstæðir ESB fái stóraukið fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegar upplýsingar hér, Gústaf, og það var eftir þessu ofurbandalagi að halda þeim upplýsingum leyndum.

Ofurlaunin freista margra, og það mun hafa átt við um Samfylkingarráðherra líka og fleiri áhrifamenn hér. Já, ESB-beiturnar eru ýmsar og stefna allar að því að efla stórveldið til enn meira veldis.

Hlálegir eru þeir Íslendingar, sem ímynda sér, að þetta sé eitthvað fyrir okkur. Aðrir, sem vita betur, en eru þó tannhjól og málpípur innlimunarstefnunnar, eiga sér ekki afsökun, ekki frekar en Quisling í Noregi.

Jón Valur Jensson, 23.5.2014 kl. 00:36

2 identicon

Þetta er eins og var í Sovét forðum, búrokratarnir sem komust að kjötkötlununum höfðu allt til alls og lifðu í vellystingum, en almúginn hafði vart til hnífs og skeiðar, Félagi Napoleon Orwells lifir góðu lífi í Brussel.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 07:03

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir innlegg Jón og Kristján, já það virðist engin takmörk vera á græðgi í skattfé almennings hjá starfsmönnum Evrópusambandsins, sem er vél fyrir eigin markmið á kostnað íbúanna. Eins og ég sé málin, þá eru fyrirmyndir starfsmanna ESB eigendur og starfsmenn banka, sem geta svindlað út fé úr aðildarríkjunum og greitt sjálfu sér risabónusa. Moderatar í Svíþjóð neita að ganga með í nýja bankabandalagið því þeir líkt Davíð Oddssyni og íslensku þjóðinni vilja ekki borga skuldir óreiðumanna/banka/ríkja gegnum ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.5.2014 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband