Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
Francis páfi hélt ræðu fyrir fullsettu Evrópuþingi 700 þingmanna s.l. þriðjudag og vandaði Evrópusambandinu ekki kveðjurnar. Telur páfinn, að ESB sé bæði aldrað og úr sér gengið, gjaldfelli hugsjónir og góðar hugmyndir og veiti skriffinnsku brautargengi.
Francis páfi klandraði Evrópusambandinu fyrir meðferð á flóttamönnum og innflytjendum, atvinnuleysi meðal ungs fólks og meðferð á eldri borgurum ásamt skorti á glöggsýni.
Páfinn telur, að Evrópusambandið hafi glatað burði sínum og sé eiginn fangi í einsnúmers efnahagsfötum, sem grefur undan lýðræðinu á sama tíma og einstaklingsbundin sjálfselska hafi ruglað reitum mannréttindamála. Umheimurinn líti á Evrópusambandið "úr fjarlægð með vantrausti og af grunsemdum."
"Við getum ekki leyft Miðjarðarhafinu að breytast í risastóran kirkjugarð" sagði páfinn og skírskotaði til allra þeirra þúsunda flóttamanna sem drukkna árlega á flótta sínum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku á leið til Suður Evrópu. Páfinn ásakaði ESB fyrir að vera með eigingjarna stjórnmálastefnu sem bætir olíu á eld þess missættis, sem flóttafólk væri að flýja undan.
"Sameining þýðir ekki sambræðsla" sagði Francis og fordæmdi "sambúning efnahagsvaldakerfis í þjónustu falinna stórvelda."
Þingheimur klappaði í tvær mínútur í hrifningu yfir ræðu páfa sem varaði í 36 mínútur.
Meira um ræðu páfa hér, hér og hér.
![]() |
Beraði brjóstin vegna komu páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Evrusvæðið - Ísland: 0 - 3
18.11.2014 | 19:59
"Evrusvæðið er að nálgast glataðan efnahagslegan áratug. Hversu lengi á að láta þetta viðgangast, þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass?" (Frjáls þýðing).
Þannig spyr skríbent Sænska dagblaðsins Per Lindvall í grein um evrukreppuna í dag. Ber Per saman slæmt ástand evruríkjanna saman við litla Ísland sem hann telur að hafi staðið sig best allra ríkja að vinna sig út úr kreppunni með íslensku krónuna að vopni.
"Miskunnarlaus fjármálakreppan tók banka landsins hart jafnhliða húsnæðisbólu, skuldsettum heimilum og geysilegum viðskiptahalla. Íslenskur efnahagur hefur tekið sig fram úr stöðunni við áramótin 2007/2008. Ár 2011 var íslenskt atvinnuleysi mest um 7% og er núna komið í 4,1%. Eftir er að ná því niður í 2,1% eins og ríkti í lok 2007.
Atvinnulausir Íslendingar hafa líklega flutt til Noregs eins og einhver bendir á. Það getur verið en það sést ekki á tölunum. Íslenska vinnuaflið var 4,5% stærra í ársbyrjun 2014 en í árslok 2007.
Jafnvel þótt Ísland hafi sérstaka kosti í velmenntuðu vinnuafli og góðum síldarstofni, þá hefur það ekki verið svo vitlaust að hafa möguleika á að stjórna eigin örlögum, sem eiginn gjaldmiðill hefur gert kleyft.
Hin veika íslenska króna hefur endurskapað samkeppnishæfileikann og enginn kallar á, að Ísland verði að framfylgja svo kölluðum endurbótum (þ.e.a.s. að gera það léttara að sparka fólki og lækka launin). Þjóðarsáttmálinn er enn þá í gildi."
Núna berjast bankarnir áfram við þjóðina og reyna að breyta Icesavekrónum í erlendan gjaldmiðil á kostnað þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur staðið sig afar vel í nálgun vandamálsins og í ferlinu er óskorað frumkvæði í höndum lýðræðiskjörinna fulltrúa okkar. Icesavestjórnarandstaðan, hrægammasjóðir og bankasvindlarar standa öll sömu megin og toga í reipið í þeirri von, að hlunnfara megi þjóðina enn frekar.
Stöndum þétt við bak ríkisstjórnarinnar í þessu mikla reipitogi og hættum ekki fyrr en andstaðan hefur tapað kraftinum og hrökklast frá áformum sínum!
![]() |
Fullkomlega óraunhæf skattlagning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju Íslendingar!
10.11.2014 | 18:56
Það hefur verið meiriháttar fréttnæmt að fylgjast með tilkynningu ríkisstjórnarinnar í dag um skuldaleiðréttingu heimilanna. Loksins, loksins segja eflaust margir, er augunum beint til almennings sem reiddi illa af eftir fall bankanna 2008.
Sést nú skýrt, hvaða stjórnmálaflokkar standa með alþýðu manna og gott að gera samanburð við samspillingarflokk útrásarvíkinga og bankafursta sem vildu ræna Íslandi af þjóðinni og hneppa landsmenn í skuldafjötra. Stjórnarandstöðufjórflokkurinn hefur enga stefnu aðra en þá að gráta allt sem er þjóðinni til framfara.
Þessar breiðu efnahagsaðgerðir létta af versta álaginu hjá skuldugum húsnæðiseigendum og sá léttir mun skila sér í efnahagskerfið með hvetjandi hætti.
Má bera þetta saman við efnahagsaðgerðir t.d. Trojkunnar (ESB, AGS og SE)sem færa yfir skuldir ónýtra banka yfir á ríkissjóði evrulandanna til að halda gjaldþrota bönkum í öndunarvél eða bandaríska FED sem dælir peningum í loftbelgi verðbréfamarkaða án þess að fjármunirnir skili sér út í hagkerfið.
Skal íslenska ríkisstjórnin hafa allan heiður af þessarri umfangsmiklu jákvæðu aðgerð, sem styður við endurreisn efnahagslífsins eftir tvöfalt hrun: fyrst banka í tengslum við alþjóða fjármálakreppu, síðan algjörlega óþarfa kostnað við verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar sem a.m.k. tvöfaldaði tapið.
Enn einn múrinn hefur fallið á leiðinni til endurheimtingu viðskiptafrelsis og velmegunar á Íslandi.
Til hamingju Íslendingar!
![]() |
Afborganir lækka um 50 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsvaldakeisarinn ekki af baki dottinn. Plan C - ný stórstyrjöld
8.11.2014 | 12:41
Pútín heldur áfram að stækka landamæri Rússlands, þrátt fyrir "friðarsamning" við Úkraínu. Skv. samhljóma fréttum fleiri óháðra fréttamiðla í gær keyrði herdeild rússneska hersins með 32 skriðdreka, flutningabíla með þungum vopnum, færanlegar radarstöðvar m.fl. inn í Úkraínu í átt til Lúhansk og Dónetsk.
Kemur innrásin í kjölfar kosningafarsa í sjálfútnefndu alþýðulýðveldunum Dónetsk og Lúhansk. Munstrið er hið sama og á Krímskaga, þegar Rússar réðust inn og hertóku skagann eftir s.k. kosningar, þar sem lýst var yfir að Krím ætti að sameinast Rússlandi. Í þetta sinn er ekki verið að fela, að rússneskir hermenn eru á ferðinni.
Kosningarnar í Lúhansk og Dónetsk voru endemisfarsi og skv. fréttaritara sænska sjónvarpsins á staðnum gátu menn farið milli kjörstaða og kosið mörgum sinnum án þess að þurfa sýna nokkur skilríki. Fékk fréttaritarinn Elín Jönsson hríðskotabyssu í andlitið þegar hún spurðist fyrir og varð að hverfa á braut. Kjörstaðirnir voru leikhús heimsvaldakeisarans undir vopnaðri gæslu hermanna.
Friðurinn í Úkraínu er enginn friður. Aðeins pása á meðan Rússar undirbúa enn eina nýja herferðina.
NATO hefur aukið herafla á austurslóð og búast má við mikilli spennuaukningu, þegar Rússar hefja á nýju sókn að markmiði sínu sem er að innlima a.m.k. austurhluta Úkraínu í Rússland.
Helstu stuðningsmenn Evrópusambandsins, sem vilja eitt ríki meginlandsins, stendur stuggur af uppgangi Pútíns og nota ástandið óspart til að egna till enn frekara hervæðingar til að fara í "úrslitastríðið" við Rússland. Fjármálamaðurinn George Soros skrifaði nýverið greinina Vaknið, Evrópa, þar sem hann skilgreinir ástandið þannig, að hvorki stjórnmálamenn né almenningur gerði sér grein fyrir hættunni sem stafaði frá Pútín. Telur Soros að líf allrar Evrópu liggi undir. Telur hann sveigjanleika Rússlands langt umfram getu Evrópusambandsins sem sé stirt og seint í snúningum. Telur Soros að sjálfstæð Úkraína sé lykillinn að framtíðinni, því gjaldþrota Úkraína í bitum, sem Rússar réðu a.m.k að hluta til yfir þýddi svo stórt skarð í efnahag og varnir Vesturlanda að bæði ESB og Bandaríkin gætu ekki lengur forðast að grípa til vopna gegn Rússum. Hvetur Soros ESB til sjálfsgagnrýni og segir að ESB bjargi sjálfu sér með því að bjarga Úkraínu.
Þessi tónn heyrist víða að frá stuðningsmönnum sambandsins um þessar mundir. Látið er líta svo út að ESB sé friðarsamband og saga Evrópu sé sagan um friðartíma sambandsins. Sleppt er þá að minnast á NATO og bandalag þjóða í stríði gegn Hitler og Stalín. Nú er Pútín notaður sem ógn til að ganga með í ESB og taka upp evruna og eru Ísland, Noregur, Sviss og Lichtenstein á skrá yfir lönd sem ESB hyggst innlima.
Heimsvaldastefna burtséð frá þeim sem framkvæmir hana, þarf óvini til eigin réttlætingar. Að þessu leyti er heimurinn kominn í tíma myrkurs þar sem plan C er ný stórstyrjöld.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju USA!
5.11.2014 | 07:38
Kosningar gærdagsins eru stórt skref fram á við fyrir Repúblikanaflokkinn sem nú hefur meirihluta og völdin í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þar með er forseti Bandaríkjanna Obama einangraður með stefnu sína í heilbrigðismálum, skattamálum og öðrum málum sem sundrað hafa bandarísku þjóðinni s.l. kjörtímabil.
Að sögn Frida Stranne sem nemur bandaríska öryggispólitík við háskólann í Halmstad, Svíþjóð, er andstaðan við Obama mjög útbreidd. "Obama hefur afar slæmt samband við þingið. Hann virðist einnig stjórnmálalega þreyttur og uppgjafa."
Stranne segir, að vantraust sé útbreitt á ríkisvaldinu í Washington og meinar að bæði demókratar og repúblikanar ynnu á, ef þeir sameinuðust um að hefja veg þingsins til endurnýjaðrar virðingar hjá Bandaríkjamönnum.
Staðan gerir Bandaríkjaforseta að "lame duck", þ.e.a.s. forseta án áhrifa til að koma málum sínum í gegn.
Ég hef áður borið saman Jóhönnu Sigurðardóttur og Barack Obama, þar sem bæði hafa keyrt áfram stefnu sína með offorsi og virðingarleysi fyrir stjórnarskrá og lögum. Ýmis mál eru í gangi gegn Óbama, sem gætu jafnvel náð honum áður en forsetaferli hans lýkur og líkur á, að hann hrökklist frá völdum sem versti forseti í sögu Bandaríkjanna.
Mér finnst það ánægjuefni, að Bandaríkjamenn hafa tekið sig saman og veitt Repúblikönum brautargengi til að spyrna gegn skattahækkunum og því ófrelsi, sem demókratar voru að innleiða í USA og er mjög framandi þeirri frumkvöðlamenningu og frelsisþrá sem einkennt hefur bandaríska samfélagið. Léleg kosningaþáttaka er hins vegar áhyggjuefni og endurspeglar vantrú á, að lýðræðislegar stofnanir virki sem skyldi og augljóslega þörf á að endurbæta traust og þar með lýðræðislega þáttöku almennings í þjóðfélagsmálunum.
![]() |
Repúblíkanar í meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mótmælt í Kúkístan
3.11.2014 | 22:12

Austurvöllur Absúrdans - Austurvöllur mótmælanna - mótmælanna vegna, þeirra atkvæða, sem urðu undir og sætta sig ekki við lýðræðið, að við stjórn eru flokkar, sem fengu meirihluta kjósenda í síðustu kosningum.
Miðað við orðbragð Svavars Knúts finnst mér fyrirsögnin ofan við hæfi. Sjálfsagt lýsir það andlegu hástigi á afstöðu forsprakkanna á tilefni mótmælanna, sem að sögn þeirra í viðtali við Kastljós var stofnað til vegna hlaðborðs af skít gegn dónaskap, dólgsskap, yfirgangi og hroka stjórnmálamanna. Það er hrikalega flott að fara á Austurvöll og mótmæla kúk á gólfinu og fá knús og klapp viðstaddra partýgesta fyrir vikið.
Svavar Knútur ætti að tala við femínista Svíþjóðar númer eitt, Guðrúnu Schyman sem fór upp á senuna og girti niðrum sig og pissaði á gólfið fyrir framan alla. Þetta voru svakalega flott andmæli sem margir mótmælendur fögnuðu og töldu bæði hipp og inni og var þá ekkert tillit tekið til mótmæla skúringakonunnar. Knútur og Schyman gætu sameinast í mótmælum gegn skítahlaðborðinu sem alls staðar er fyrir þeim og virðist marka umgjörð þess, sem sjáanlegt er.
Þegar vitið kemst upp úr buxnagjörðinni og leitar í átt til heilans mun bæði orðbragð og markmið mótmælanna breytast. En þangað til ná mótmælendur af Knútsgerð sjálfsagt meiri árangri í einrúmi á salerni sálarinnar en á Austurvelli Jóns Sigurðssonar og Alþingis.
Það er ágætisregla fyrir þá, sem vilja að á þá sé hlustað, að leita að rökum hjá einhverjum öðrum en afturendanum. Sú regla gildir óháð stjórnmálaskoðunum.
![]() |
Gyrðið upp buxurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2014 kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sýndarmennska sósíaldemókrata - vilja komast í kastljósið
1.11.2014 | 17:23
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)