Evrópusambandið er fangi í einsnúmers efnahagsflík, sem grefur undan lýðræðinu

 Vatican_Pope_784550a

 

Francis páfi hélt ræðu fyrir fullsettu Evrópuþingi 700 þingmanna s.l. þriðjudag og vandaði Evrópusambandinu ekki kveðjurnar. Telur páfinn, að ESB sé bæði aldrað og úr sér gengið, gjaldfelli hugsjónir og góðar hugmyndir og veiti skriffinnsku brautargengi. 

Francis páfi klandraði Evrópusambandinu fyrir meðferð á flóttamönnum og innflytjendum, atvinnuleysi meðal ungs fólks og  meðferð á eldri borgurum ásamt skorti á glöggsýni. 

Páfinn telur, að Evrópusambandið hafi glatað burði sínum og sé eiginn fangi í einsnúmers efnahagsfötum, sem grefur undan lýðræðinu á sama tíma og einstaklingsbundin sjálfselska hafi ruglað reitum mannréttindamála. Umheimurinn líti á Evrópusambandið "úr fjarlægð með vantrausti og af grunsemdum."

"Við getum ekki leyft Miðjarðarhafinu að breytast í risastóran kirkjugarð" sagði páfinn og skírskotaði til allra þeirra þúsunda flóttamanna sem drukkna árlega á flótta sínum frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku á leið til Suður Evrópu. Páfinn ásakaði ESB fyrir að vera með eigingjarna stjórnmálastefnu sem bætir olíu á eld þess missættis, sem flóttafólk væri að flýja undan. 

"Sameining þýðir ekki sambræðsla" sagði Francis og fordæmdi "sambúning efnahagsvaldakerfis í þjónustu falinna stórvelda."

Þingheimur klappaði í tvær mínútur í hrifningu yfir ræðu páfa sem varaði í 36 mínútur. 

Meira um ræðu páfa hér, hér og hér.


mbl.is Beraði brjóstin vegna komu páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þetta var stórmerkileg ræða páfans og söguleg fyrir þær sakir, að hann fór þarna í hlutverk þjóðfélagsrýnis, sem segir ríkjandi valdastétt til syndanna.  Þarna er fulltrúi Almættisins auðvitað í essinu sínu.

Bjarni Jónsson, 26.11.2014 kl. 20:21

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Bjarni, hjartanlega sammála og ekki hversdagsmatur, að páfi ávarpi samkomu sem Evrópuþingið. Mér finnst það afar merkileg afstaða sumra ESB sinna að vilja meira af því, sem þeir í orði taka undir með gagnrýnendum að séu mistök. Páfinn er greinilega i meiri tengslum við almenning ESB ríkjanna en stjórnmálaleiðtogarnir.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.11.2014 kl. 20:33

3 Smámynd: Elle_

Páfinn ásakaði ESB fyrir að vera með eigingjarna stjórnmálastefnu sem bætir olíu á eld þess missættis, sem flóttafólk væri að flýja undan.  Páfinn telur, að Evrópusambandið hafi glatað burði sínum og sé eiginn fangi í einsnúmers efnahagsfötum, sem grefur undan lýðræðinu - -

Glöggur maður, páfinn, Gustaf.  Og þetta samband er, eins og hann segir, efnahagsvaldakerfi í þjónustu falinna stórvelda.  Minnir oft ískyggilega á nýlenduveldi.

Elle_, 26.11.2014 kl. 23:11

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Elle fyrir athugasemd, tek undir þetta með þér.

Gústaf Adolf Skúlason, 27.11.2014 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband