Til hamingju Íslendingar!

Skärmavbild 2014-11-10 kl. 19.31.56

 

 

 

 

 

Það hefur verið meiriháttar fréttnæmt að fylgjast með tilkynningu ríkisstjórnarinnar í dag um skuldaleiðréttingu heimilanna. Loksins, loksins segja eflaust margir, er augunum beint til almennings sem reiddi illa af eftir fall bankanna 2008.

Sést nú skýrt, hvaða stjórnmálaflokkar standa með alþýðu manna og gott að gera samanburð við samspillingarflokk útrásarvíkinga og bankafursta sem vildu ræna Íslandi af þjóðinni og hneppa landsmenn í skuldafjötra. Stjórnarandstöðufjórflokkurinn hefur enga stefnu aðra en þá að gráta allt sem er þjóðinni til framfara. 

Þessar breiðu efnahagsaðgerðir létta af versta álaginu hjá skuldugum húsnæðiseigendum og sá léttir mun skila sér í efnahagskerfið með hvetjandi hætti.

Má bera þetta saman við efnahagsaðgerðir t.d. Trojkunnar (ESB, AGS og SE)sem færa yfir skuldir ónýtra banka yfir á ríkissjóði evrulandanna til að halda gjaldþrota bönkum í öndunarvél eða bandaríska FED sem dælir peningum í loftbelgi verðbréfamarkaða án þess að fjármunirnir skili sér út í hagkerfið.  

Skal íslenska ríkisstjórnin hafa allan heiður af þessarri umfangsmiklu jákvæðu aðgerð, sem styður við endurreisn efnahagslífsins eftir tvöfalt hrun: fyrst banka í tengslum við alþjóða fjármálakreppu, síðan algjörlega óþarfa kostnað við verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar sem a.m.k. tvöfaldaði tapið. 

Enn einn múrinn hefur fallið á leiðinni til endurheimtingu viðskiptafrelsis og velmegunar á Íslandi. 

Til hamingju Íslendingar!


mbl.is Afborganir lækka um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Alveg frábært hvað stjórnin stendur með alþýðunni. Nú á hún bara eftir að bakka með matarskattinn og standa við kosningaloforðin um afnám verðtryggingar og þessa 300 milljarða frá hrægömmunum ...

Jón Páll Garðarsson, 10.11.2014 kl. 23:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Úrtölufólk er heint ekki ánægt með þetta,enda skírir það upp allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar,sem leggja í mikla vinnu að skila hallalausum fjárlögum.- Einmitt vegna viðskilnaðar seinustu ríkisstjórnar,gengur endurreisn efnahagsins hægar.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2014 kl. 01:37

3 Smámynd: Már Elíson

Vonandi ert þú, Gústaf Adolf, ánægður með upphæðina þína og bæturnar fyrir allt persónulega tjónið sem þú varðst fyrir svo ekki sé talað um lækkunina á höfuðstóli láns(a) þíns. - Þetta arðrán ásamt öllu sem fylgir séríslenskri glæpamennsku í peningamálum fyrnist ekki í hugum þeirra sem misstu allt í þessu hruni og uppsöfnuðum vanda vegna vaxtaokurs á Íslandi. - Þetta mun allt draga dilk á eftir sér og er engan vegin búið mál.

Már Elíson, 11.11.2014 kl. 07:46

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, ég er þér sammála. Merkilegt að jafnvel hljóðfæraleikarar geti ekki stillt gleðistreng með þeim sem njóta batans.  Greinilega fastir í hryllingssinfóníunni: Lengi verður vont verra. Virðist vera keppni um hver getur talað mest niður alla hluti, t.d. ef maður með tvær hendur er við hliðina á einarma, þá verði sá með tvær að höggva af sér aðra til að jafnrétti ráði. Af slíku hlýst handabakshávaði.

Gústaf Adolf Skúlason, 11.11.2014 kl. 12:46

5 Smámynd: Már Elíson

Þú átt greinilega erfitt með heiðarlegt svar og kýst blanda hluta af aukastarfi mínu við hroðasvar þitt til breiða úr þér. - Heiðarleg og sönn innlegg kýst þú að kalla "að tala niður". - Þetta er algild afsökun og klór frá mönnum með sérskoðanir, flokksbundnar sérskoðanir sem þekkja ekki annað en sérhagsmunapot og klíkuskap sem lifistandard. - Sofðu rótt.

Már Elíson, 11.11.2014 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband