Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – einn af frelsishetjum nútímans og arftaki Jóns Sigurðssonar

sigm4Daily Express birti nýlega grein um hvernig Íslandi tókst að lifa af Hræðslusprengjuna og lifa góðu lífi fyrir utan Evrópusambandið. Segir blaðið Íslendingum hafa tekist svo vel vegna þess að þeir voru með eigin gjaldmiðil og ekki í fjötrum evrunnar. Eftir hrun fjármálafyrirtækja 2008 var þeirri hræðslusprengju varpað á Ísland að landið ætti enga afkomumöguleika nema með því að ganga í ESB og taka upp evru. Vitnað er í skýrslu The Telegraph frá 2016 og samtals við þáverandi forsætisráðherra Íslands Sigmund Davíð Gunnlaugsson en hann tjáði blaðinu að aðildarviðræður Íslands hefðu verið undir álagi hræðslu um afkomu landsins og tónninn hefði verið sá að

 „án aðildar væri Ísland glatað. Það voru aldrei neinar umræður um markmið eða eðli Evrópusambandsins eða hvort það hentaði Íslendingum eða þeir vildu verða hluti af því. Aðildarumsóknin var einfaldlega kynnt sem efnahagsleg nauðsyn og sagt að um leið og við hefðum sótt um aðild fengjum við alþjóðlegt lánstraust til baka og evran leysti síðan öll okkar vandamál.” 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bætti við: „Að vera ekki með evruna var ómetanlegur þáttur í hinum skjóta efnahagsbata. Það leikur enginn vafi á því, að ef við hefðum verið meðlimur Evrópusambandsins og með evruna á þeim tíma. þá hefði landið orðið gjaldþrota og sett í efnahagslega stöðu sem meira minnir á Grikkland en þá sem Ísland er í dag."

Hræðslusprengjan á Íslandi mistókst og einnig mistókst að stöðva Brexit í Bretlandi.

ITALYEXIT

Í dag er stofnaður Italexit flokkur á Ítalíu sem fullveldissinnar gleðjast yfir á Ítalíu og öðrum löndum. Það er Gianluigi Paragonefv. þingmaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem verið hefur flokkslaus á þingi síðan í janúar sem stofnar nýja flokkinn (sjá frétt á Útvarpi Sögu).

Við sem viljum frelsi fögnum tilkomu nýja flokksins og óskum honum alls gengis í baráttunni fyrir að losa ítölsku þjóðina úr klóm Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Gústaf.

Amen!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2020 kl. 14:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já takk Gústaf fyrir þessa upprifjun

Halldór Jónsson, 24.7.2020 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband