Slæmt fyrir Ísland ef sendiherrar þurfa að hafa vopnaða verði

Jeffrey_R._Gunter_official_photoÍsland hefur til alls að vinna og viðhalda sem bestum samskiptum við vini okkar Bandaríkjamenn og samkvæmt eðli málsins fara samskipti ríkjanna mjög fram í sendiráðunum. Það er til marks um hversu afvegaleiddir sumir eru að vera að velta sér upp úr ekkifréttinni að sendiherra Bandaríkjanna sé annt um öryggi sitt og starfsmanna Bandaríska sendiráðsins. Slík öryggismál eru hluti af skipulagi allra sendiráða hins vestræna heims og varla sérstakt fréttaefni.

Það sem er fréttaefni hins vegar er að margt fjölmiðlafólk (hefur einhver minnst á Rúv?)telur starf sitt vera fólgið í að dreifa eigin móðursýki í stað frétta. Frá Bandaríkjunum berast nú daglega fréttir um baráttuna gegn innlendum skemmdarsamtökum eins og Antifa og BLM sem ruglaðir demókratar telja vopn í komandi forsetakosningum. Einnig berast daglega fréttir um hvernig kínverskir kommúnistar sýna nú sitt rétta andlit og eru komnir í stríðsham sem ekki sér fyrir endann á. Ísland á að taka kalli Pompeo utanríkisráðherra USA og ganga með í bandalag lýðræðisþjóða gegn kommúnismanum sem Kína er að draga heiminn í. 

Íslensk utanríkisstefna þarf að hætta sleikjuhætti við kínverska kommúnista og Evrópusambandið og snúa sér aftur að vináttu við bestu vini okkar. Að sjálfsögðu á að veita öllum sendiherrum lágmarks vernd og setja aukið fé til löggæslu í landinu. 


mbl.is „Mikill heiður“ að leiða bandaríska teymið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sem sagt "ekki frétt" að bandarískur sendiherra telji lífi sínu svo ógnað hér á landi, að hann þurfi að vígbúast til fulls þess vegna. 

Ómar Ragnarsson, 27.7.2020 kl. 04:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er á ferðinni "ÖFGAVINSTRIHJÖRÐIN" sem snýr öllu á hvolf.  Menn eru kannski búnir að gleyma "móðursýkinni" í "Vinstri Hjörðinni" og Rétttrúnaðarliðinu, þegar varaforseti Bandaríkjanna kom í heimsókn hingað til lands og meira að segja forsætisráðherra landsins ætlaði að hundsa hann.  Það er ekki að furða þótt hann óttist um öryggi sitt og sendiráðsins........

Jóhann Elíasson, 27.7.2020 kl. 06:09

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir, smá útskýring Ómar, það eru slæmar fréttir ef sendiherra telur lífi sínu ógnað á Íalandi en hvar er sú frétt með tilvitnun í bandaríska sendiherrann? Fréttin sem er sögð er eftir nafnlausum heimildarmönnum um að Jeffrey Ross Gunter sé með vænisýki, óttist öryggi sitt af því að hann er Gyðingur, verið að „sefa" hann ef sendiráðið þarf á öryggisvörðum að halda o.s.frv. Ég sé því miður hvergi þessa frétt sem þú talar um að hann segi að hann vilji vígbúast til fulls vegna þess að lífi hans sé ógnað. Það eru forsetakosningarnar og vinstra samfóliðið getur ekki haldið sér og ælir yfir vini okkar Bandaríkjamenn. Viljum við að Bandaríkin hætti að vera vinir okkar Íslendinga og loki sendiráðinu? Er það bara njósnamiðstöðin í kínverska sendiráðinu sem má hafa opið? Haft er eftir Gunter að honum finnst heiðu að vera sendiherra á Íslandi. Ég trúi því.

Gústaf Adolf Skúlason, 27.7.2020 kl. 07:03

4 Smámynd: Jón Árni Bragason

Við viljum auðvitað eiga Bandaríkin sem vinaþjóð.  En Trump og hans samstarfsfólk er ekki það fólk sem við viljum spyrða okkur saman við. Hefur ekkert með demókrata eða repúblikana eða vinstri eða hægri að gera.

Hér er frétt CBS um málið.

https://www.cbsnews.com/news/controversial-u-s-ambassador-to-iceland-wants-firearm-security-for-reykjavik-post/

Jón Árni Bragason, 27.7.2020 kl. 10:06

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Jón, nei og allt er leyfilegt til að svartmála Trump og hans samstarfsfólk? Ég var búinn að lesa þessa CBS umfjöllun því þetta er fréttin sem Morgunblaðið sagði frá. Engin heimild fengin hjá sendiherranum í þessari frétt. Þekkir þú eitthvað af þessum "heimildarmönnum" CBS meðal diplomata, ríkisstarfsmanna, fyrrum opinberra starfsmanna og einstaklinga ásamt mörgum heimildum í Washington, Reykjavík og annars staðar? Af hverju er ekki talað beint við sendiherrann? Það gerir Morgunblaðið og Gunter segist stoltur af því að vera sendiherra á Íslandi. Á Morgunblaðið kannski að taka viðtal við þig eins og CBS þykist gera við marga aðra til að æla á sendiherrann?

Gústaf Adolf Skúlason, 27.7.2020 kl. 10:35

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Gútaf Adolf, en kjánaskapur Ómars Ragnarssonar getur verið stórkostlega skemtilegur. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2020 kl. 13:08

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja Jón Árni viljum við eiga Bandaríkin sem vinaþjóð? Hún var það meðan vinstr,lingarnir herskáu voru við völd,það breytti engu fyrir mig,bað til guðs að þeir myndu tapa fyrir TRUMP -og geri enn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2020 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband