"Fitl þessa eineggja stjórnmálaliðs við stjórnarskrá landsins"

IMG_9086Ekki veit ég hversu eggjandi það er að verða ástfanginn af dagblaði en það léttir undir að um elsta og virtasta miðil landsmanna er að ræða. Ég er því líklega ekki einn í hópnum enda ber Morgunblaðið höfuð og herðar yfir fjölmiðlum á Íslandi.

Á meðan núverandi höfund Reykjavíkurbréfa nýtur við verður vikum bjargað jafnt um hávetur sem sumar. Morgunblaðið lýsir upp þá "eineggja" tilveru sem farin er líkt og eineygður risi að krumla frelsi og lýðræði Vesturlanda eina ferðina enn. Fyrir farsælda Frón segir bréfahöfundur:

"En hitt er rétt, það stendur hvergi að stjórnmálamenn eigi að vinna af heilindum enda er svo komið og er enn eitt furðuverkið að þingmenn eru búnir að framselja hluta af tilveru sinni til utanaðkomandi nefndar, og eru þá væntanlega bundnir af samvizku hennar en ekki sinni eins og stjórnarskráin, sem margir þeirra virðast fyrirlíta, segir fyrir um."

Fjallkonan fríða, ekki bíða, vertu mér hjá og glæddu mína þrá. Þér skal ég þjóna, yfir fjöreggi vaka, svo enginn megi lífið taka.

Það boðar aldrei gott, þegar menn snúa baki við eigin þjóð, reiðubúnir til að framselja fólkið sitt fyrir minna en 30 silfurpeninga.

Þá er gott að eiga Morgunblaðið að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Gústaf,víst er Mogginn risinn í fjölmiðla heiminum með stílvopni Davíðs.  

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2019 kl. 01:43

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Helga, þakka athugasemd sem ég tek heilshugar undir laughing

Gústaf Adolf Skúlason, 21.1.2019 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband