Sjálfsmark stjórnarandstöðunnar

Skärmavbild 2018-11-30 kl. 08.51.58Ekki er það stjórnmálunum til sæmdar né eykur virðingu Alþingis, að sex stjórnarandstöðuþingmenn láta hanka sig í Klausturför. Að þingmenn yfirleitt drekki sig svo ölvaða á krá samhliða þingfundi, að þeir þurfi næsta dag að gefa út opinbera yfirlýsingu þess efnis, að ekkert sé að marka það sem náðist af Klausturræðum þeirra á band eða barst til eyrna annarra kráargesta.  

Opinber afsökun sexmenninganna bendir til dómgreindarleysis sem gefur hreyfingum eins og Me Too byr undir vængi. Það er ótrúlegt að þingmennirnir hafi gefið slíkan höggstað á sér með óvæntu en kærkomnu sjálfsmarki fyrir stjórnmálaandstæðinga þeirra. 

Það er að sjálfsögðu ljótur leikur að banda inn í leyfisleysi samtöl annarra án vitundar viðkomandi. Hins vegar gildir ekki það sama um lýðræðiskjörna þingmenn og aðra borgara, að þeir geti leyft sér niðurlægjandi orðbragð um menn og málefni. Með tækni nútímans eru allir með ljósmynda- og upptökuvél á símum sínum og hægur leikur að skrá það sem fer fram í umhverfinu. Þingmenn frekar en aðrir verða að gæta virðingu sinnar. Þeim ber skylda til að sýna sjálfum sér, fjölskyldum sínum og kjósendum þá lágmarksvirðingu, að þeir taki störfin alvarlega og vinni af heilindum. 

Klausturför sexmenninganna hefur eyðilagt fyrir þeim og kjósendum þeirra að mark verði tekið á málefnum flokka þeirra. Það eru ekki hneykslismál af þessu tagi sem vantaði í stjórnmálaumræðuna núna. Hversu alvarlegar afleiðingar Klausturförin hefur á afkomu Miðflokksins og Flokks fólksins er erfitt að meta á þessarri stundu en ljóst er að afsökunarbeiðni dugir skammt. Hún er beinlínis sönnun á vanhæfni einstaklinganna að gegna þingmennsku.


mbl.is Segir ummælin vera hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Opinber persóna á að hafa vit til þess að vera ekki að delera á almannafæri. Þetta eru vanþrolska bjálfar og  fífl að þessu leyti allir saman.

Halldór Jónsson, 30.11.2018 kl. 10:01

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Halldór, þakka innlitið. Sammála þér um kröfur til opinberra embættismanna. Mér finnst hátterni þeirra minnka trúverðugleika Alþingis og það er miður. 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.11.2018 kl. 10:19

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gústaf þetta er algjör hneisa og engu lík.  

Valdimar Samúelsson, 30.11.2018 kl. 15:09

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, já ég hefði betur haft fyrirsögnina "Sjálfsmorð stjórnarandstöðunnar"

Gústaf Adolf Skúlason, 30.11.2018 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband