Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Álíka einfalt að leysa evrukreppuna eins og að negla sultu á vegginn
21.4.2013 | 21:07

Nýkominn heim frá Prag. Það var eins og að hoppa inn í söguna, gamli bærinn er fullur af varðveittum húsum frá 12. öld og framúr. Myndin ofan er af stjörnuklukkunni frægu við gamla torgið, sem gengur á sinn eigin hátt, hvað sem evrukreppunni líður.
Las nýja grein eftir þann góða penna Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu. Hann hefur ítrekað bent á, hversu ónýtar leiðir ESB eru að "spyrna fótum" við evru/skuldakreppunni og líkir því við að negla sultu á vegginn.
Með smá íslenskri aðlögun: Veðrið Einar Sveinbjörnsson, hvernig verður það 17. júní? Myndavélin súmar inn á náfölan mann fyrir framan veðurkortið. Ræskingar. - Jú, svæðið sem kemur hér inn frá austri er Rússaklakinn. Snjóhengja í norðri. Eins og dæmið lítur út núna verður ekkert sumar fyrr en árið 2015.
Þannig spá fengi hvern sem er að vilja gleypa kjallaraþvalan haglabyssukjaftinn. 24 mánaða langur vetur, sem veldur usla í hversdagslífinu, er auðskilinn. Bæði kolagrillið og uppblásna sundlaugin breytast í tilgangslaus kaup.
Sami hluturinn gildir um efnahagslífið. Þúsundir ofaná þúsundir miljarða sem gufað hafa upp í fjármálakreppunni - afleiðing brostinna vona um framtíða hagvöxt. Munurinn á raunveruleikanum og vonum er risakok sem gleypir heilu löndin.
Þetta sést svo vel í Evrópu. Bitur sannleikurinn er sá, að hagvöxturinn var fallandi löngu áður en kreppan byrjaði. Á síðustu fimm árum hefur vandinn orðið aðkallandi.
Efnahagur Evrópu sem verg þjóðarframleiðsla er enn langt undir 2008. Eina undantekningin er Þýzkaland. Verg þjóðarframleiðsla evrulands skrapp saman 2012 og heldur áfram að gera það 2013.
Og Cervenka heldur áfram: Dökkt og illa falið leyndarmál Evrópu er, að bankarnir eru enn í ófremdarástandi. Meira en fjórðungur telst vera háður ríkisstyrkjum og peningum Seðlabanka Evrópu til að lifa af. Þessi stuðningur hefur háðslega nóg aukið á vandann, þar sem hann fegrar myndina og dregur þannig úr þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa í taumana. Til þess að skilja, hvað zombíbankar þýða fyrir hagvaxtarbroddinn nægir að gúggla nokkrar mínútur á Japan. Wolfgang Munchau skríbent hjá Financial Times reiknar með að bankar í Evrópu þurfi á milli 500 - 1000 miljarða evru í nýtt fjármagn. Það er óljóst hvaðan peningarnir eiga að koma. Bankaslysavarðsstofa gæti verið lausnin en Þýzkaland hefur sökkt þeirri hugmynd af fullum krafti. Önnur leið er að kreppulöndin segi skilið við evruna og gefi fyrirtækjum sínum möguleika á að komast út úr vonlausri kostnaðsstöðu. Hér er það líka nei. Í nánustu framtíð verður því að taka áætlunum evrukratanna um að kreppunni sé lokið með sömu vandlætingu og þegar spilasjúklingur lofar að borga skuldir sínar með hnefafylli af skraplottómiðum. Allt í einu getur maður unnið. Eða ekki.
Stjörnuklukkan á gamla torginu í Prag heldur áfram eins og stjörnur himinsins. Evrukreppan einnig.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Stjórnlausar" skuldir Kína - upphaf alvarlegrar fjármálakreppu
18.4.2013 | 01:50
Kínverskur endurskoðandi með góða innsýn í fjármálaiðnað Kína hefur sent frá sér alvarlega viðvörun um, að skuldir héraðsstjórna í Kína séu "stjórnlausar" og geta komið af stað verri fjármálakreppu en hrun fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum segir Dagens Industri í dag og vitnar í grein í Financial Times.
Zhang Ke segir við blaðið, að endurskoðendafyrirtæki hans ShineWing hafi hætt að koma nálægt verðbréfaútboðum og hafi þungar áhyggjur af ástandinu. "Við höfum rannsakað útboðin og þau eru mjög hættuleg." Hann segir, að flestar héraðsstjórnir skorti hæfni til að meðhöndla skuldir og þróunin geti orðið "mjög alvarleg".
"Þetta er stjórnlaust. Kreppa er möguleg en það er erfitt að segja, hvenær hvellurinn kemur, þar sem reynt er að rúlla skuldunum á undan sér."
Myndin að ofan er tekin úr sjónvarpsþætti 60 minutes, sem nýverið sýndi tómar miljónaborgir en Kínverjar hafa byggt að meðaltali 18 - 25 slíkar árlega á undanförnum árum. Búið er að taka sparnað þriggja kynslóða Kínverja og binda í íbúðum og húsum, sem enginn býr í og eru á verði, sem enginn hefur efni á. Fólk er platað með tölum á blaði, sem sýna stöðugt hækkandi verð eignanna og píramídaspilið hefur gengið meðan hægt hefur verið að framleiða peninga sem skuldir. Margir gera sér grein fyrir að um fasteignabólu er að ræða en fólk, sem hefur fjárfest í íbúðum skilur ekki, að kerfið getur hrunið og það glatað öllu sparifé sínu.
Trúlega er draugaborgamarkaður Kína, sem okkur er sagt að sé kínverska "undrið", stærsta píramídaspil veraldar og hvellurinn við hrun mun trúlega orsaka nýja byltingu í Kína, þegar fólk missir aleiguna. Búast má við nýjum Maó eða Kim il Sung í kjölfarið.
Slóð á myndina hér
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evran er svefnpilla, sem svæft hefur Evrópu
15.4.2013 | 11:32
Aldrei fyrr hefur jafnháttsettur embættismaður ESB, fyrrverandi framkvæmdastjóri innri markaðarins Frits Bolkesten, stutt afnám evrunnar. Í viðtali við hollenska blaðið Algemeen Dagblad sagði Frits Bolkensten að:
"Hollendingar verða að yfirgefa evruna eins fljótt og auðið er....Gjaldmiðlasambandið hefur gjörsamlega mistekist. Evran hefur breyst í svefnpillu sem hefur svæft Evrópu í staðinn fyrir að hugsa um samkeppnisstöðu okkar...Leggjum niður evruna og styrkjum innri markaðinn í staðinn. Við þurfum ekki evruna til þess."
Orð að sönnu, bara að taka undir með manni með reynslu úr innstu herbúðum búrókratanna í Brussel.
Uppreisnin gegn evrunni breiðist út um alla Evrópu t.d. hvetur Mario Soares fyrrum forseti Portúgals til greiðslustöðvunar og úrsagnar úr evrunni, á Kýpur ræða menn svipaða hluti, í Þýzkalandi er nýbúið að stofna flokk, sem krefst úrsagnar landsins úr evrunni o.s.frv.
Evran er dauðvona. Úför auglýst síðar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.4.2013 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi eykst í Svíþjóð vegna evrukreppunnar
14.4.2013 | 20:54
Í viðtali í sænska sjónvarpinu 14.apríl sagði fjármálaráðherra Svíþjóðar Anders Borg, að Svíar mættu búast við langdreginni efnahagslægð og auknu atvinnuleysi vegna evrukreppunnar.
Ráðherrann er nýkominn frá fundi fjármálaráðherra ESB í Dublin þar sem neikvæðar horfur evrusvæðisins og ESB voru ræddar.
15.apríl leggur ríkisstjórn Svíþjóðar fram fjárlög með auknum framlögum til iðnmenntunar hjá fyrirtækjum, iðnskólum og lægri atvinnurekendagjöldum ungmenna en atvinnuleysi ungmenna er mjög hátt í Svíþjóð. Áður hafði ríkisstjórnin m.a. lagt fjármagn til samgönguframkvæmda og lægri skatta á fyrirtæki. Nú eru 427 þúsund Svíar atvinnulausir sem er 8,2%. Borg reiknar með halla á fjárlögum milli 1-2% í ár og næsta ár en endurtók nokkrum sinnum að erfitt væri að gera haldbæra áætlun með allri þeirri óvissu, sem ríkir hjá ESB.
Svíþjóð er eitt af best reknu ríkjum ESB með litlar ríkisskuldir og hefur getað lækkað skatta á vinnu, aukið einkavæðingu og lagt til hvata fyrir myndun smáfyrirtækja á meðan flest ríki evrusvæðisins skera niður, hækka skatta og eru með neikvæðan hagvöxt. Anders Borg sagði að lýsingar fjármálaráðherra evrusvæðisins gæfu ekki tilefni til bjartsýni um þróun evrusvæðisins og búast mætti við nýjum áföllum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.4.2013 kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Soros: "Betra að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið."
11.4.2013 | 20:42
"Ef Þýzkaland veigrar sér við að kaupa evrubréf, þá verður betra að landið yfirgefi evrusvæðið. Öðrum evruríkjum gagnast þá að halda áfram á eigin krafti." Þetta sagði fjármálamaðurinn George Soros í ræðu í Frankfurt fyrir stuttu, þar sem hann reyndi að hafa áhrif á Þjóðverja og hvetja þá til ábyrgðar.
Soros meinar, að Þýzkaland verði að taka stjórn á málunum og sýna forystu, því "núverandi ástand gengur ekki og framtíð Evrópusambandsins er að veði." Betra sé að öðrum kosti, að Þýzkaland yfirgefi evrusvæðið í tæka tíð áður en allt fellur saman.
"Það er Þýzkaland sem ákveður, hvort Þýskaland vill samþykkja evruskuldabréf eða ekki, en landið getur ekki stöðvað stórskuldug lönd, sem eru að reyna að bjarga sér frá örbirgð með því að ganga saman og gefa út evrubréf," segir Soros.
Fjármálamaðurinn telur að ógerningur sé fyrir lönd eins og t.d. Ítalíu að yfirgefa evrusvæðið, þar sem Ítalía gæti ekki borgað lán sín sem tekin eru í evru. Ef Ítalía yfirgæfi evrusvæðið mundi efnahagur landsins hrynja með slæmum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.
George Soros vill að evrubréfin verði sett á markaðinn og telur, að þau fengju sömu þýðingu og ríkisskuldabréf USA, Bretlands og Japans.
Það er einungis hægt að komast hjá sögulegum harmleik undir þýzkri leiðsögn, því kreppan "breytir ESB úr frjálsu ríkjasambandi í hlutverk lánveitanda og skuldara."
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB rúllar eigin skuldum á undan sér, sem núna eru komnar upp í 217,3 miljarða evra eða 34 þúsund og 286 miljarða íslenskra króna.
Evrópuþingið vill eins og Framkvæmdastjórnin, að aðildarríkin taki á sig aukafjárlög og brjóti "vítahring ógreiddra skulda" svo hægt verði að "byrja á nýrri kúlu" árið 2014. Bretar, Hollendingar og Svíar hafa mótmælt þessu og krafist niðurskurðar á fjárlögum til að mæta skuldunum. Búrókratarnir blása á svoleiðis og krefjast hærri og hærri fjárframlaga fyrir gullhallirnar í Brussel.
Venjulegum ríkisstjórnum er hægt að skipta út og venjuleg fyrirtæki fara í gjaldþrot og eigendur stundum í fangelsi fyrir fjársvik en hjá ESB ber enginn ábyrgð. Tími fyrir ESB að sjálft fá neyðarlán, spurningin er hvar Þríeykið ætlar að fá peningana. Fleiri bankarán á dagskrá eftir Kýpur?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Meiri hluti Hollendinga sér eftir upptöku evrunnar
2.4.2013 | 11:02
Sífellt fleiri snúa baki við evrunni. Traust evrunnar sem gjaldmiðils er á harða hlaupum frá evrulandi eins og atvinnulausir, a.m.k. þeir sem það geta. De Telegraf í Hollandi segir frá nýrri skoðanakönnun, þar sem 55% Hollendinga lýsa því yfir, að þeir sjá eftir því, að Hollendingar tóku upp evru sem gjaldmiðil.
Atvinnuleysi evrusvæðisins er bein afleiðing af upptöku evrunnar, sem m.a. birtist í mismunandi vaxtakjörum smáfyrirtækja í S-Evrópu sem greiða 2-4% hærri vexti en smáfyrirtæki Þýzkalands skv. Deutsche Bank.
Samdráttur evrulands er farinn að smita út frá sér t.d. í sölu nýbíla sem hrundi í Svíþjóð um 21% í mars í ár miðað við 2012, þrátt fyrir að Svíþjóð er almennt talið eitt af efnahagslega sterkustu löndum ESB. Samtals minnkaði sala nýbíla í Svíþjóð með 17,5 % fyrstu þrjá mánuðina sbr. við 2012.
![]() |
Metatvinnuleysi í sögu evrusvæðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Carl Bildt fylgir ekki eigin flokki, er hann hvetur Íslendinga að ganga í ESB og taka upp evruna
30.3.2013 | 10:30
Carl Bildt vill að Ísland gangi með í ESB og taki upp evruna. Hann talar þar fyrir hönd ESB ekki Moderata Samlingspartiet - Hægri flokksins, sem hann er meðlimur í og leiðir ríkisstjórn Svíþjóðar. Flokksbróðir hans Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði 2011, "að það væri gott fyrir Svíþjóð að vera án evrunnar." Síðan þá hefur flokkurinn sett fram þau skilyrði, að evran verður ekki tekin upp nema "að aðildarríkin fari eftir skilmálum um hámark ríkisskulda og fjárlagahalla." Moderatarnir eru orðnir þreyttir á fallega orðuðum, merkingarlausum samningum. Flest ríki evrunnar brjóta hámark 60% ríkisskulda miðað við þjóðarframleiðslu og fjárlagahalla undir 3%. Íslendingar uppfylla ekki kröfurnar og geta því hvorki orðið meðlimir né tekið upp evruna. 82% Svía höfnuðu evrunni og aðeins 10% vildu hana skv. skoðanakönnun s.l. nóvember. Moderatarnir hafa á tíu árum "farið úr eurofori yfir í eurofobi."
Í væntanlegri stefnuskrá fyrir kosningarnar 2014 hafa Moderatarnir skerpt kröfurnar. Hér eru nokkur dæmi:
Nei við upptöku evru, þar til allir fylgja kröfum myntbandalagsins
Nei við frekara samstarfi efnahags- og myntbandalagsins
Nei við nýjum sameiginlegum fjárlögum, einum ESB-fjármálaráðherra og evru-skuldabréfum.
Nei við rétti ESB að koma á eigin sköttum t.d. fjármagnstekjuskatti (s.k. Tobínskatts).
Nei við útflutningsbanni á snus munntóbaki.
Nei við hækkun fjárlaga ESB, þau skulu lækkuð og minna fé varið til landbúnaðar og svæðissjóða.
Nei við nýju bankasambandi.
Flokkurinn vill afnema styrki til sjávarútvegs og banna brottkast fisks, opna inri markað fyrir viðskiptum á Internet (í dag þarf 27 leyfi til að setja fyrirtæki á netið með viðskipti við öll lönd ESB), gera viðskiptasamning milli ESB-USA og koma á fót friðarstofnun ESB svo fleiri dæmi séu nefnd.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðvörun frá WHO: Kreppustefna ESB kostar mannslíf og breiðir út lífshættulega sjúkdóma.
28.3.2013 | 20:34
Hópur vísindamanna, sem vinnur á vegum Alþjóðaheilsustofnun Sameinuðu þjóðanna WHO ræðst harkalega á kreppupólitík Evrópusambandsins. Hún kostar mannslíf og orsakar útbreiðslu hættulegra sjúkdóma samtímis sem stjórnmálamenn skifta sér ekki af afleiðingunum.
Fólki líður mikið ver og fleiri taka líf sitt vegna atvinnuleysis í kjölfar kreppunnar ályktar European Observatory on Health Systems and Policies og tekur Grikkland sem dæmi í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet.
Vísindamenn undir leiðsögn Martin McKee við London School of Hygiene and Tropical segja, að lífshættulegir sjúkdómar breiðist út í kjölfar stórfellds niðurskurðar á fjárlögum Grikklands. Hópurinn varar við útbreiðslu HIV og malaríu.
Kreppan birtist einnig í umferðarörygginu og er bent á Portúgal og Spán sem hafa skorið fjárlög niður. "Efnahagur þeirra minnkar og þrýstingurinn á heilsukerfið eykst stöðugt." Vísindamennirnir vara við afleiðingum fjármálasamnings Kýpur og benda á að stjórnmálamenn sýni enga miskunn við niðurskurð heilbrigðiskerfis og vinnumarkaðar.
Hópurinn bendir á Ísland sem andstöðu við kreppustefnu ESB: "Fjármálakreppa Íslands virðist hafa haft lítil sem engin áhrif á heilsu almennings."
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grundvöllur ESB brostinn - Fjórfrelsið fangi á Kýpur
26.3.2013 | 07:46
Með aðgerðum sínum gegn Kýpur hefur ESB í raun inleitt nýjan gjaldmiðið á Kýpur, skrifar Guntram Wolff hjá hugmyndasmiðjunni Bruegel. Með því að koma á gjaldeyrishöftum eru Kýpurbúar hindraðir að flytja fjármagn til og frá Kýpur innan evrusvæðisins. Þetta þýðir að evra á einu svæði er ekki sú sama og evra annars staðar. Í raun og veru er búið að afnema evruna á Kýpur, sem er brot á "stjórnarskrá" ESB grein 63. Takmarkanir á hreyfingu fjármagns milli landa og greiðslu milli aðildarríkja ESB eru bannaðar.
Í snöggkreppuskóla Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu ræðir hann muninn á Jeroen Dijsselbloem og fyrirrennara hans í formannssæti evruhópsins Jean-Claude Juncker, sem þekktur varð fyrir fyrirmæli sín: "Maður verður að ljúga í efnahagslega viðkvæmum málum." Dijsselbloem varð á að brjóta regluna þegar hann sagði, að núverandi kerfi, þar sem skattgreiðendur eru stöðugt látnir borga fyrir mistök bankanna, yrði að ljúka.
"Ef það er áhætta hjá bankanum er fyrsta spurning okkar, hvað ætlið þið í bankanum að gera í því? Hvernig ætlið þið að endurfjármagna bankann? Getur bankinn ekki gert það spyrjum við hluthafa og bréfaeigendur og biðjum þá um aðstoð. Og ótryggða innistæðueigendur ef þörf krefur."
"Ef þú vilt hafa heilbrigðan fjármálageira er það eina rétta að segja "Tekur þú áhættu verður þú að meðhöndla hana og geturðu ekki meðhöndlað hana, þá hefðir þú ekki átt að vera taka hana í byrjun."
Í núverandi ástandi eru slík ummæli byltingarkennd og í algjörri mótsögn við kreppupólitík ESB: Verjum bankana hvað sem það kostar. Ríkið borgar. Sem þýðir að bankarnir spila fjárhættuspil með peningana okkar. Varla höfðu orðin náð á skerminn fyrr en hlutabréf banka féllu í allri Evrópu. Dijesselbloem braut regluna: segðu það sem þú vilt svo lengi, sem það hræðir ekki markaðinn. Skömmu síðar kom yfirlýsing um að þetta hefði nú alls ekki verið það, sem hann hefði sagt og Kýpur væri svo sérstakt og alls ekkert dæmi fyrir aðra.
Evrusvæðið er í gíslingu. Ríki ESB eru í gíslingu. Grundvöllur samstarfsins er brostinn. Fjórfrelsið virkar ekki lengur. Framundan er stríð við markaðsskrýmslið, sem lætur skattgreiðendur taka alla áhættuna. Þótt Dijesslbloem hafi neyðst til að taka tilbaka orðin, þá var hann aðeins að segja það, sem flestir hugsa og er skynsamlegt:
Fjárhættuspilararnir verða að bera sína áhættu sjálfir.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)