Færsluflokkur: Evrópumál

Kjósendur hræddir með þriðju heimsstyrjöldinni til að kjósa "friðarríkið" ESB

images-1.jpg

 

 

 

 

Eitthvað virðast leiðtogar Evrópusambandsins vera illa farnir á taugum vegna lýðræðislegrar umræðu um ESB og framtíð þess. Framgangur flokka af öllum gerðum, sem vilja takmarka völd framkvæmdastjórnarinnar og fá tilbaka hluta af fullveldi aðildarríkjanna, er orðinn það mikill að ESB-leiðtogunum stendur ógn af. Það er vissulega rétt, að öfgaflokkar nýnasista m.fl. eru meðal "evruskeptískra" en að loka umræðunni og skipa kjósendum að kjósa Bandaríki Evrópu til að hindra þriðju heimsstyrjöldina, þá er bókstaflega verið að jarða lýðræðið. 

Hverjum þjónar það að koma á einni ríkisstjórn fyrir öll aðildarríkin og gera þau að amti í ESB? Hverju þjónar að hafa ríkisstjórn sem ekki er kosin af kjósendum? Hvaða alræðis/heimsyfirráðastefna er þetta eiginlega?

Það er vægast sagt örvæntingarfullt að ganga svo langt eins og Manuel Barroso framkvæmdastjóri ESB gerði í ræðu sinni í Aþenu í Grikklandi nýverið. Hann boðaði að ESB myndi nýta sér aldarafmæli fyrri heimstyrjaldar sem "aðvörun um að evruskeptískir flokkar yzt á hægri kantinum ásamt and-evrópskum flokkum gætu hrundið af stað nýju stríði."

Barroso telur ESB einu "friðardúfu" heimsins:

"Engin önnur pólitísk hönnun fram að deginum í dag hefur sannað ágæti sitt að skapa lífsskilyrði, sem minnka illmennskuna í heiminum."

"Það er sérstaklega mikilvægt að minnast þessa, þegar við minnumst upphafs fyrstu heimsstyrjaldarinnar á þessu ári. Við eigum aldrei að taka frið, lýðræði eða frelsi sem gefið. Þetta er einnig sérstaklega mikilvægt að benda á, vegna þess að fólk er hvatt til að taka þátt í Evrópukosningunum í Maí."

Ummæli Barroso falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum ríkisstjórnum.

Haft er eftir evrópskum diplómat, að "Risabóla alríkissinna um eitt Bandaríki er andstæðan við að aðstoða meirihluta ríkjanna, sem vilja umbætur á ESB svo það virki betur."

Meira um þetta hér 


mbl.is Byggð verði upp Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnan mikilvægust í komandi kosningum í Svíþjóð

Friðrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar og Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar skrifuðu í grein, sem birtist í Expressen aðfangadag jóla, að atvinnumálin séu mikilvægust fyrir Svíþjóð í nálægustu framtíð. 

skaermavbild_2013-12-28_kl._04.18

"Veik batamerki umheimsins eru engin lyftistöng fyrir sænskt efnahagslíf. Samt sem áður þróast vinnumarkaðurinn betur en búist var við og störfum fjölgar. Eftirspurn innanlands leiðir hagvöxtinn. Blanda kerfisumbóta og hvetjandi aðgerða, sem framkvæmdar hafa verið í krísunni, hafa heppnast vel. Að leiða Svíþjóð með hallalausum fjárlögum, halda áfram umbótum vinnumarkaðsins ásamt mikilvægum framkvæmdum á sviði þekkingar eru þrjú mikilvægustu framtíðarverkefnin samtímis sem þörf hvetjandi aðgerða minnkar á næsta ári, þegar búast má við að batinn verði meiri og skilmerkilegri.

Svíþjóð hefur sýnt meiri viðspyrnukraft gegn kreppunni en flest önnur sambærileg lönd. Yfir 200 þúsund fleiri vinna í dag og þeim, sem eru fyrir utan vinnumarkaðinn hefur fækkað um 200 þúsund miðað við 2006. Svíþjóð er meðal þeirra ríkja, er hafa hvað sterkustu opinber fjárlög með litlum taprekstri og lágum skuldum.

Með mótsvarandi helmingi þjóðartekna af útflutningi höfum við engu að síður þurft að þola langdregna efnahagslægð. Áframhaldandi veik eftirspurn og aukin samkeppni frá löndum með stækkandi efnahag skapar þrýsting á stjórnmálin. Stærsta málefni Svíþjóðar er stuðningur við atvinnuuppbygginguna. Í takt með minnkandi þörf á hvetjandi aðgerðum, þegar efnahagurinn réttir smám saman úr kútnum, er mikilvægt að halda áfram að styðja við atvinnulífið og mennta börn og ungmenni fyrir kröfuharðan vinnumarkaðinn."

Seinna í greininni skrifa ráðherrarnir: "Þegar vinnumarkaðurinn tekur núna betur við sér en fyrri spár fjármálaráðuneytisins gerðu ráð fyrir, er mikilvægt að atvinnuumbæturnar verði ekki rifnar upp heldur að áfram verði hlúð að atvinnulífinu. Þar sem Sósíaldemókratarnir leggja til umtalsverðar skattahækkanir á laun og fyrirtæki til að fjármagna stóraukið bótakerfi, þá eru þetta mikilvægustu skilin í sænskri pólitík."

"Verkefnin eru mörg og kröfurnar skýrar um ábyrgðafulla stjórnmálastefnu. Það sýnir sig einna skýrast í aukningu starfa, þrátt fyrir kreppuna. Núna standa yfir sögulegar framfarir í samgöngumálum og íbúðarbyggingar hafa aukist. Það skilar sér í fleiri störfum og betri vinnumarkaði. Aðhald í fjármálum, áframhaldandi umbætur fyrir atvinnulífið og fjárfesting í hugviti eru skref fyrir skref í áttina til betri Svíþjóðar. Núna er enginn tími til að snúa af braut til baka til gömlu stjórnmálastefnunnar sem leiddi til geysilegrar einangrunar frá vinnumarkaðinum og er í grundvallaratriðum uppfull af átökum. Atvinnumálin og hæfileikinn að taka ábyrgð á þróun Svíþjóðar munu ráða úrslitum kosninganna."

Alla greinina má lesa á sænsku hér 


Auðmjúkur Svíakonungur þakkar landsmönnum 40 ár á krúnunni

Svíakonungur hélt fertugustu jólaræðu sína á jóladag og þakkaði Svíum fyrir góða samfylgd í þau fjörtíu ár, sem hann hefur setið á krúnunni í Svíþjóð. Þetta var innileg ræða, full af þakklæti og aðdáun á þróttmiklu starfi þjóðarinnar, sem gert hefur Svíþjóð að virtri þjóð í heiminum á sviði rannsóknarstarfa og uppfinninga. Carl XVI Svíakonungur óskaði öllum áframhaldandi góðra jóla og beindi orðum sínum sérstaklega til einstæðra: "Ég beini sérstökum og hjartanlegum óskum til allra þeirra, sem ekki hafa neinn til að deila jólunum með. Ég vona, að þær tilfinningar sem tengdar eru jólunum nái einnig fram til ykkar."

Konungen

Konungshjónin hafa ferðast um Svíþjóð á árinu og konungurinn þakkaði sérstaklega öllu því fólki, sem hafði gert ferðalögin svo eftirminnileg: "Það hefur verið svo margt sem vakið hefur aðdáun og fyrir augum hefur borið. En allt fólkið, sem við höfum mætt á ferðalögunum er eftirminnilegast. Við höfum mætt þvílíkri hlýju, umhugsun og framsóknaranda. Þessi mannamót hafa auðveldað skilning á því, hvers vegna augu umheimsins beinast svo oft að Svíþjóð. Þessu landi lengst í norðri, sem vekur svo oft mikla athygli. Mörgum sinnum sjáum við að þessi athygli kemur fram í eftirspurn á Svíþjóð í heiminum. Það varðar vörur og þjónustu vora en einnig land vort sem slíkt."  

Konungur minntist ferðalaga erlendis t.d. þegar konungshjónin heimsóttu Delaware í USA til að halda upp á 375 ára afmæli fyrstu Svíanna sem komu til Ameríku. Konungurinn nefndi heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta í Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi: "Forsetinn heimsótti einnig Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Til að kynnast því, hvernig við vinnum með endurnýjanlega orku och allt henni tengt. Land vort er talið eitt af fremstu ríkjum heims á þessu sviði. Við erum í fararbroddi starfsemi, sem finnur vistvænar lausnir á vandamálum tengdum orku, umhverfi og veðurfari."

Carl XVI Gustav minntist einnig á stórt ESB-verkefni hjá Chalmers tækniháskóla Gautaborgar, þar sem unnið er að þróun nýs ofurefnis. 126 rannsóknarhópar háskóla og iðnaðarfyrirtækja í 17 Evrópulöndum starfa saman í verkefninu m.a. fjórir Nóbelsverðlaunahafar. 

"Svíþjóð er land, sem áfram stendur fyrir nafni sínu sem heimili rannsóknar- og uppfinningastarfsemi. Ég finn til mikils stolts yfir þessu og þetta er afar mikilvægt fyrir þá mynd, sem heimurinn hefur af Svíþjóð. Mér finnst það mikilvægt, að við byggjum land vort með skynbragði á mikilvægi þekkingar og uppfinningastarfsemi. Þannig tryggjum við ekki einungis þau jákvæðu viðhorf sem tengjast Svíþjóð heldur getum við einnig sameiginlega styrkt og þróað áfram þjóð vora."

Síðar í ræðunni sagði Svíakonungur: "Við erum afar lítið land á jörð vorri en aftur og enn á ný sýnum við, að sameiginlega megnum við að skapa stóra hluti. Þetta hefur getað gerst með sameiningu verðmæta, sem byggjast á harðri vinnu, tillitssemi og áhuga. Þessu hef ég fengið að kynnast á þeim fjörtíu árum, sem mér hefur verið kleyft og ég fengið að njóta þess að fara með umboð Svíþjóðar. Ég færi þess vegna öllum þeim, sem vinna fyrir land vort miklar þakkir." 

Í lokaorðum jólaræðu sinnar sagði Svíakonungur: "Á næsta ári höldum við hátíðlegan einstæðan hlut þegar á heiminn og sögu heimsins er litið. Svíþjóð hefur þá notið þess að hafa upplifað frið í 200 ár. Það höfum við ástæðu til að halda hátíðlegt og við munum einnig minnast allra þeirra, sem ekki eru á lífi til að njóta þessa mögulega eins stærsta kosts mannkyns. Samtvinnaður frelsi er friðurinn eitt það stærsta sem landsmenn geta upplifað. Bindum vonir við að geta deilt sögu vorri af friði og frelsi með heimsálfri allri í framtíðinni."

Jólaræðu Svíakonungs má lesa hér

 


Fátæktin breiðist út í Evrópu

3023049_570_321

Einungis 13 árum eftir innleiðingu evrunnar rambar Evrópa á barmi efnahagskreppu sem æ meira líkist kreppunni miklu fyrir tæpri öld. 

Skv. nýrri skýrslu Rauða Krossins hafa miljónir manna horfið úr velferð yfir í fátækt og geta ekki séð sér og sínum fyrir daglegum nauðsynjum. Afleiðingarnar verða langvinnar með félagslegri áþján og ugg um hvað framtíðin ber í skauti. Slíkt er góður jarðvegur fyrir kynþáttahatur og öfgaskoðanir.

Skýrsla Rauða Krossins byggir á reynslu frá 42 evrópskum löndum. Í 22 löndum hefur þeim fjölgað um 75% á árunum 2009-2012, sem eiga líf sitt undir matargjöfum Rauða Krossins. 3,5 miljónir manns standa í matarbiðröðum í dag. Á Spáni hefur fjöldinn sem háður er matargjöf tvöfaldast frá fyrri skýrslu árið 2009. Í Lettlandi hefur fjöldinn þrefaldast. Yfir 1,3 miljónir Þjóðverja hafa svo lág laun, að þeir verða samtímis að sækja um aðstoð.

43 miljónir manns í Evrópu geta ekki mettað hungur sitt á degi hverjum og í fyrsta skipti í nútímasögunni neyðast börn í Evrópu að lifa við erfiðari skilyrði en foreldrarnir.

120 miljónir manns í Evrópu eru í hættu að verða fátæktinni að bráð skv. hagstofu ESB, Eurostat.

Frá þessu skýrir sænska útvarpið. 

Og áfram blaðra furstarnir í Brussel um ESB sem "samkeppnishæfasta" svæði veraldar. Samkeppni, sem er milli banka og stjórnmálamanna þeim tengdum, um hver getur fyrstur kramið íbúa evrusvæðisins í hel fyrir mestan pening. 

 


Fyrirmyndarforsætisráðherra

document9

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er forsætisráðherra til fyrirmyndar. Hann hefur háleit markmið og vill landi og þjóð aðeins hið besta. Sýn hans um fyrirmyndarlandið ætti að vera samsýn flestra Íslendinga. Hún er hvetjandi, hefur afl langt út fyrir núverandi ástand og er mynd, sem hægt er að skapa og er eftirsóknarvert að ná. Hinn ungi ráðherra er fullhæfur í því þýðingarmikla hlutverki að leiða endurreisnarferil landsmanna eftir efnahagsveltu útrásarvíkinga og ömurlegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.  

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson boðar staðfestu í ríkisfjármálum. Það verður góð kjölfesta þetta kjörtímabil. Það eitt að stöðva skuldasöfnun er sjálfsagt markmið og sýnir ábyrga afstöðu. Fyrri ríkisstjórn var að keyra allt í kaf með skuldasöfnun sinni enda starfaði hún undir móttóinu, að ef landsmenn vildu ekki fara inn í ESB með góðu, þá skyldu skuldafjötrar Icesave og AGS-lána duga til að reira það fast um þjóðina að hún heyrði nafnið Jesú í hvert sinn og forseti Evrópusambandsins væri nefndur á nafn. Tilsamans eru Sigmundur og Bjarni fyrirmyndar parhestar fyrir þá framsókn, sem nauðsynleg er landsmönnum öllum til að snúa skútunni af ójafnaðarbraut íslenskra krata. 

Bumbusláttur ungkrata á Austurvelli sýnir hroka og vanvirðingu við lýðræðið skömmu eftir að þjóðin fleygði móðurflokki þeirra endilöngum á haug sögunnar. Málflutningi stjórnarandstöðunnar hefði allteins getað verið útvarpað frá reikistjörnunni Mars vegna botnlausrar veruleikafirringar. Kratar og sósíalistar hafa breyst í súrrealískt landslag. Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks alls farnaðar á kjörtímabilinu. Setningarræða forseta Íslands á Alþinig var söguleg og snerti sjálfstæðistaugar þjóðarsálarinnar. Sameining landsmanna, þings og þjóðar er verðugasta verkefnið um þessar mundir. Alltaf gott að heyra vitnað í Jón Sigurðsson og þörf lýðræðisáminning á tímum vaxandi nýnasisma, fasisma og rasisma á meginlandinu. Alþingi fer hressilega af stað. Ferskleikinn og sóknarhugurinn endist vonandi út kjörtímabilið.

Eitt atriði varpaði skugga á setningarræðu fyrirmyndarforsætisráðherrans. Hann nefndi ekki fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar varðandi aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Hann nefndi ríkisstyrktar ránveiðar ESB, sem er hárrétt. Í nýlegu viðtali við færeyska sjónvarpið leit sjávarútvegsráðherra ESB, María Damanaki út eins og þjófur, sem staðinn er að verki með höndina í sultukrukkunni. Hún setti fram sögulega lygi um síldarveiðar ESB í Norðursjó og taldi Færeyjar og Ísland vera stór ríki vegna fiskiveiða sinna á meðan ESB var bara smáríki til samanburðar. Hún iðaði í stólnum eins og áll og augnaráðið flökti um gólfið og sjaldnast til spyrjandans.

Varla eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hræddir við hefndaraðgerðir ESB ef þeir manna sig í að draga tilbaka aðildarumsókn vinstri stjórnarinnar að ESB? Ætlar ríkisstjórnin virkilega að láta þessa umsókn, sem gerð var að þjóðinni forspurðri, hanga yfir þjóðinni út kjörtímabilið? Hvað er svona viðkvæmt við þetta mál, að ekki var hægt að minnast á það í setningarræðunni? Er ríkisstjórnin búin að semja við stjórnarandstöðuna, að umsóknin verði ekki dregin til baka á kjörtímabilinu? Sigmundur og Bjarni þurfa að taka á þessu máli eins og menn og sýna, að þeir séu hæfir til að taka við kefli þjóðarinnar um óskorað fullveldi og sjálfstæði Íslands. Þjóðin vill ekki dingla í hengingaról evrukratanna.


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Gullin Dögun blóðugt sólarlag?

Skärmavbild 2013-09-30 kl. 04.27.44
Sífellt koma fram meiri upplýsingar um morðið á antirasistíska rapparanum Pavlos Fyssas og mótmælum Grikkja eftir morðið. Atburðarrásin hefur verið hröð með handtöku forráðamanna Gullinnar Dögunar, sem nú bíða eftir að verða yfirheyrðir og úrskurði yfirvalda um áframhaldandi gæsluvarðhald. Upplýsingar um morðið á Pavlos Fyssas eru mótsagnakenndar, en sænska sjónvarpið átti 29. sept. viðtal við Marios Avgoustatos, sem sagði að morðinginn hefði verið einn á ferð og stungið hníf í hjarta söngvarans.
 
Skärmavbild 2013-09-29 kl. 19.49.48
Nikos Dentias ráðherra lögreglumála lofaði Grikkjum að yfirvöld myndu fylgja eftir handtökunum og að réttlætinu yrði fullnægt. Gullin Dögun hafði um 15% fylgi en það virðist hafa dalað mjög við alla þá neikvæðu athygli, sem nýnasistaflokkurinn hefur fengið í kjölfar morðsins á Fyssas. Margar mótmælagöngur hafa átt sér stað eftir morðið og lögreglan skorist í leikinn. Óeinkennisklæddir nýnasistar réðust á mótmælendur með grjótkasti án þess að lögreglan skipti sér af því. 
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 03.59.59
Birtar hafa verið myndir af tveimur mönnum, þar sem annar leiddi árásir gegn mótmælendum og hinn er talinn vera morðingi Fyssas. Sögur ganga um samstarf lögreglu og hers við Gullina Dögun. Talið er að meðlimir Gullinnar Dögunar hafi fengið aðstöðu hjá hernum til þjálfunar og undirbúnings fyrir innanlandsstyrjöld.
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 03.32.08
Hundruðir innflytjenda og flóttamanna hafa horfið undanfarna mánuði og er talið að meðlimir Gullinnar Dögunar séu valdir að hvarfi þeirra. Í umræðu sænska sjónvarpsins, sagði Alexandra Pascalidou að grískt blóð hefði þurft að fljóta til þess að yfirvöld tækju loksins í taumana. Hún kallaði það hráskinnung, að yfirvöld teldu að lýðræðið hefði sigrað með handtöku meðlima Gullinnar Dögunar. Þeir sömu kölluðu innflytjendur og flóttamenn "ógnvalda Grikklands" fyrir síðustu kosningar og kenndu þeim um efnahagskreppuna.
 
Skärmavbild 2013-09-30 kl. 04.23.35
Morðið á rapparanum Pavlos Fyssas hefur vakið mikla reiðiöldu og lögreglan neyðst til að láta til skarar skríða gegn Gullinni Dögun. Pascalidou lýsti því, hvernig Gullin Dögun hefði byggt upp flokksstuðning með því að virka sem félagsmiðstöð og vinnumiðlun fyrir hreinkynjaða Grikki. M.a. var boðið upp á launuð störf til atvinnulausra að berja innflytjendur og flóttamenn. Gullin Dögun hefur einnig verið eins og lögregla í samvinnu við raunverulegu lögregluna, sem ekki hefur skipt sér af vaxandi ofbeldi í garð innflytjenda síðustu misserin. Þingmenn Gullinnar Dögunar njóta lögverndar og þarf að svipta þá þingtitlum til að hægt sé að sækja þá til saka fyrir glæpastörf nýnasistaflokksins.
 
Þótt handtökur meðlima Gullinnar Dögunar séu skref í rétta átt er enn of mikið óljóst til að segja um, hvort raunverulegur sigur lýðræðisins sé í höfn. Mat viðmælenda sænska sjónvarpsins var að líklega yrði nýr öfgaflokkur stofnaður í kjölfar aðgerðanna gegn Gullinni Dögun.
 
 
 
 
 


Í dag fagna Grikkir sigri í kjölfar handtöku starfsmanna Gullinnar Dögunar

Skärmavbild 2013-09-28 kl. 16.56.33

Grikkir mótmæla Gullinni Dögun eftir morðið á Pavlos Fyssas.

Loksins tóku yfirvöld sig saman og handtóku forystu nýnasistaflokks Grikklands Gullinnar Dögunar, Nikolos Mihaloiakos stofnanda og hátt á annan tug annarra meðlima m.a. þingmanna flokksins. Er þeim gefið að sök að stofna glæpasamtök og munu margir Grikkir vera sammála því eftir ofbeldi hreyfingarinnar gagnvart innflytjendum í Grikklandi.

Giorgios Logothetis blaðamaður, rithöfundur og fyrrum borgarstjóri á eyjunni Lefkas sagði: "Viðbrögðin eru mjög jákvæð, allir anda léttara. Allir halda að nú fái þetta endi og ég trúi því líka. Í dag fagna Grikkirnir sigri."

Gullin Dögun hefur nærst á evrukreppunni og fékk 7% atkvæða og 18 þingsæti í kosningunum 2012. Flokksmeðlimir og stuðningsmenn hafa legið undir ásökunum að hafa ráðist með ofbeldi á innflytjendur og sjtórnmálaandstæðinga. M.a. er talið að 34 ára rapparinn Pavlos Fyssas, sem þekktur var undir nafninu Killah P, hafi verið myrtur af Gullinni Dögun. A.m.k. tveimur lögreglustjórum hefur verið vikið úr sessi á meðan rannsókn fer fram um tengingu lögreglunnar við nýnasistaflokkinn. Samkvæmt grísk-sænsku blaðakonunni og rithöfundinum Alexandra Pascalidou heyrðu nokkrir meðlimir Gullinnar Dögunar Pavlos Fyssas tala illa um nýnasistaflokkinn á kaffihúsi og kölluðu inn 40 svartklædda menn, sem komu og myrtu hann. Grikkir tóku mjög illa við sér við morðið og hefur reiðialda almennings ýtt undir, að yfirvöld létu til skarar skríða gegn flokknum.

Alexandra Pascalidou sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að meðlimir Gullinar Dögunar undirbjuggu sig fyrir borgarastyrjöld í Grikklandi og höfðu m.a. haft aðgang að æfingastöðum gríska varnarmálaráðuneytisins/hersins. 

Óhætt er að taka undir ósk Giorgios Logothetis um að "vonandi þýða handtökurnar endalok Gullinnar Dögunar."

 


mbl.is Leiðtogi öfgahreyfingar handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Íslandi ná menn áttum en í ESB fer vitglóran æ meir úr böndunum

sigm17juni.pngNýkjörinn forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti góða ræðu 17. júní á Austurvelli eins og venja er.

Var þó nokkur léttir að hlýða á mál hans samanborið við niðurrifsorð gagnvart lýðveldinu undanfarin ár. Þörf áminning um sjálfstæði okkar, góðar tilfinningar þjóðarinnar og staðfestu að láta engan eyðileggja þann grundvallar- og stjórnarskrárvarðan rétt okkar að ráða málefnum okkar sjálf.

Sigmundur kann að koma orðum á réttan stað t.d. með því að fullyrða, að engum hefði dottið í hug 1944 eða 1994, að það þyrfti að spyrja sérfræðing, hvort forsetinn mætti tala um fullveldi Íslands!

Hárrétt athugun og þykk sneið að meira og minna sjálfskipuðum "gáfvitum" ríkisútvarpsins, sem hafa bæði forseta Íslands, Svíakonung og sjálfstæði ríkja á hornum sér. Er það hið besta mál, að menntamálaráðherra hugi að lagabreytingu um skipun starfsmanna ríkisútvarpsins í stað valnefndar til að tryggja hlutleysi og fagleg störf stofnunarinnar.

Innan ESB magnast átök öll og er nú svo komið að framkvæmdastjórinn Barosso er í opnu rifrildi við forseta Frakklands í fjölmiðlum heims eftir að hafa sagt í viðtali við bandarískan miðil, að "hann teldi andspyrnu Frakklands gegn alþjóðavæðingu vera erkiíhaldssama...Sumir halda, að þeir séu vinstri en í raun eru þeir hrikalega menningarlega íhaldssamir." Barosso var að gagnrýna menningarundanþágutillögu Frakka frá viðskiptasamningi ESB og USA. Frakkar telja, að Hollywood myndir keyri franskar í kaf ef allt verður gefið frjálst. Jean-Christophe Cambadelis þingmaður í flokki Hollande Frakklandsforseta krefst afsökunar eða afsagnar Barosso. Frakkar hafa áður sagt, að framkvæmdastjórn ESB geti ekki skipað Frökkum efnahagslega fyrir verkum, þegar Barosso sagði, að Frakkar þyrftu að endurskoða ellilífeyriskerfi sitt.

Aðeins sunnar þ.e. í Ítalíu ögrar Berlusconi ESB fullum hálsi: "Við þurfum að segja þessum herramönnum (í Brussel/gs), að við erum í þessarri stöðu vegna bölvaðrar niðurskurðastefnu ykkar. Héðan eftir getið þið gleymt fjármálastöðugleika og 3% fjárlagahalla miðað við þjóðarframleiðslu. Viljið þið fleygja okkur úr sameiginlega gjaldmiðlinum? Gjörið svo vel. Viljið þið fleygja okkur út úr ESB? Jæja, þá minnum við ykkur vinsamlega á, að við borgum 18 miljarða evra árlega en fáum bara 10 miljarða til baka. Hver á að henda okkur út?"


Tikkandi bankasprengja Evrópusambandsins

Einfaldast að taka þá peninga sem til eru, þ.e.a.s peninga viðskiptavinarins.

eu2011bAð halda því fram að efnahagurinn sé bágborinn innan ESB er að taka vægt á málunum. Sjöunda ársfjórðunginn í röð minnkar efnahagurinn og það sem óróar mest er áframhaldandi hningnun Frakklands samanber graf frá Bank of America (1), sem sýnir stærð bankakerfisins miðað við þjóðarframleiðslu.global_bank_assets_of_gdp_0.jpg

Efnahagsstærð banka í ESB-löndunum er tröllvaxinn miðað við þjóðarframleiðslu og önnur lönd í heiminum. Frakkland er einna verst úti og minnkandi efnahagur með vaxandi atvinnuleysi (3) þýðir meira útlánatap. Samtals eru slæm lán um 720 miljarði evra og þar af um 500 miljarði evra í verst stöddu löndunum. Slæm lán bankanna í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu hafa stóraukist og um 25% allra lána Grikklands eru slæm og 13% lána á Ítalíu. (2).20130517_npl1_0.jpg 20130517_npl2_0.jpg

Graf 2 (t.v.) Graf 3 (neðan t.v.) Engum þarf að koma á óvart, að þverstopp er á útlánum til fyrirtækja í kreppulöndunum, bankarnir eru uppteknir af bókfærslukúnstum og þjóna ekki lengur atvinnulífinu. Sjóðir evrulandanna í suðri eru tómir og hættan er – eins og portúgalskir bankamenn vara við, að Kýpursjúkdómurinn breiðist út, þ.e.a.s. að einu peningarnir sem eftir eru – peningar viðskiptavinanna – verði ”skattaðir”. Standard&Poor bendir á að skattgreiðendur verði sífellt mótfallnari að greiða skuldir banka annarra ríkja og sérstaklega hefur Þýzkaland lagst gegn bankabandalagi, sem dregið hefur úr krafti hugmyndarinnar og gerir banka háðari heimalöndunum.

Kýpuraðferðin er fordæmi komandi efnahagslausna og ekki skrýtið, að Portúgalir m.fl. treysti svefndýnunni í ríkari mæli en bönkum fyrir peningum sínum.

Bankagjaldþrot evruríkjanna verða umfangsmikil, þegar stíflan brestur.


mbl.is Evruríki geti farið í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eins og venjuleg launahelgi". Grillveisla og gott skap í Husby.

Ástandið hefur lagast í Stokkhólmi, Albin Näverberg blaðafulltrúi Stokkhólmslögreglunnar, segir að aðfaranótt sunnudagsins hafi það ekki verið mikið verra en um venjulega launahelgi. Lögreglan hafði undirbúið sig enn eitt kvöldið fyrir áframhaldandi ólæti en þau voru með minna móti þrátt fyrir nokkrar bílaíkveikjur í suðurhluta borgarinnar.

Versti atburður næturinnar var að lögreglan handtók 12 fótboltaóeirðamenn í slagsmálum við veitingahús í Stokkhólmi, nokkrir þeirra höfðu ferðast til Stokkhólms frá Gautaborg og í bílum þeirra fundust hnúajárn, kylfur og fleiri vopn til götubardaga. Ferð þeirra er talin í tengslum við fótboltaleiki fremur en ólætin. 4 aðrir einstaklingar í bíl með grímum og vopnum til götubardaga voru handteknir í Fittja og nokkrir til viðbótar við Telefonplan í Suður-Stokkhólmi. Óljóst er með samhengi þessara ungmenna við ólætin.

clhusby

Í Husby, þar sem ólætin byrjuðu, grillaði fólk pulsur og ræddi málin. "Við viljum sýna, að Husby er ekki bara upplausn, Husby er ekki brenndir bílar og steinkast, Husby er kærleikur," sagði Awen Redar einn af veislugestunum.

"Við hugsuðum að við verðum að gera eitthvað til að binda endi á þetta allt saman", sagði Zakaria einn af hvatningsmönnum grillveislunnar. 

Myndin af hverjir stóðu fyrir ólátunum er stöðugt að verða skýrari skv. Dagens Nyheter. Opinberlega eru 19 ungir menn grunaðir um morðíkveikjur, ofbeldi og ólæti. Yfirheyrslur halda áfram um helgina og saksóknari tekur síðan ákvörðun um áframhald fangelsisvistar. Flestir mannanna hafa áður komið við sögu lögreglu og hafa á sér dóma m.a. fyrir eiturlyfjabrot. Þeir eru á aldrinum 15-28 ára og flestir koma frá Stokkhólmi, aðrir utan af landi. Einn maður 25 ára gamall hefur á sér 65 dóma og fleiri á leiðinni í nýlegum afbrotum. Nokkrir eru þó í fyrsta skipti í kasti við lögin en sumir þeirra yngstu hafa átt erfiðar heimilisaðstæður og eru þekktir af félagsmálayfirvöldum.

Móðir einna yngstu drengjanna er mjög reið yfir atburðunum og skilur ekki af hverju sonur hennar dróst með í lætin eða af hverju þau byrjuðu: "Ég held, að allir foreldrar séu öskureiðir, líka við með börn, sem eru grunuð um ólætin. Það er alls ekki þannig að okkur sé sama um unglingana okkar, þvert á móti", segir hún í viðtali við Dagens Nyheter. 

Fyrir utan Bandaríkin og Bretland hefur Holland einnig varað landsmenn sína og hvetur þá til "að vera á varðbergi" í úthverfum Stokkhólms. Nýja Sjáland hefur einnig sent út svipaða viðvörun.

Þegar ólæti brutust út í Rosengården í Malmö árið 2008 ákváðu foreldrar og aðrir íbúar að binda endi á ólætin og sendu textaboð símleiðis til grannanna og fóru út á nóttunni. Það varð til að ólætin hættu en þegar verst var voru 18 unglingar handteknir eina nóttina. Enginn þeirra var frá svæðinu og margir þeirra tilheyrðu vinstriöfgahópum, sem vilja taka völdin í samfélaginu með ofbeldi. Íbúarnir halda sjálfir uppi öflugu starfi frá skrifstofu sem heitr Varda. Nafnið er blanda arabíska orðsins "warda" sem þýðir blóm og sænska orðsins "vardag" sem þýðir venjulegur dagur.

Ráð Varda til fjölmiðla:

"Sjáið til þess að margar raddir heyrist. Skrifið ekki bara, þegar eldar loga." 


mbl.is Óeirðirnar í Stokkhólmi breiðast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband