Færsluflokkur: Evrópumál
Skrílslæti í Örebro og Linköping s.l. nótt. Rólegra í Stokkhólmi, þrátt fyrir íkveikju bíla.
25.5.2013 | 11:28

Þrátt fyrir að ólætin haldi áfram er alla vega hætt að kasta steinum á lögreglu og slökkviliðsmenn. Lögreglan í Stokkhólmi telur því, að aðfaranótt laugardagsins hafi verið rólegri en áður, þrátt fyrir áframhaldandi bílaíkveikjur. T.d. var kveikt í 21 bílum í Åkersberga norður af Stokkhólmi snemma í morgun og lögreglan sendi út þyrlu til að elta brennuvargana en þyrlan lenti aftur um áttaaleytið í morgun án árangurs. Lögreglan er samt vongóð vegna vitna að atburðunum. Enginn órói var í hverfinu eða læti svo ýmsir telja, að brennuvargarnir séu hluti af skipulagðum skemmdarstarfshóp, sem vill auka á lætin.
Sænska dagbladet segir í dag, að 60 hægriöfgasinnar (nýnazistar/gs) keyrðu um á 30 bílum í úthverfum Stockhólms en lögreglan fylgdi þeim eftir og dreifði hópnum m.a. í Tumba, þar sem grímuklæddur hópurinn elti fólk á götum. Lögreglan handtók 18 en gefur ekki upp, hvort um nýnazista sé að ræða.
Í Örebro réðust 30 grímuklæddir menn með steinkasti á lögreglu og slökkviliðsmenn, kveiktu í bílum og réðust á lögreglustöðina. I Linköping var kveikt í skóla, barnaheimili og átta bílum.
Dómsmálaráðherra Svíþjóðar Beatrice Ask hélt fund í gær með fulltrúum lögreglu og leynilögreglunni SÄPO. Eftir fundinn kom fram, að lögreglan greinir þrjá hópa að baki skrílslátunum: staðbundnir unglingar, þekktir glæpamenn og "lítil klíka atvinnuaktívista". Í síðasta hópnum eru einstaklingar, sem lögreglan þekkir og tilheyra vinstri öfgahópum, sem vilja breyta samfélaginu með ofbeldi og skemmdarverkum. Flestir þeirra eru áður dæmdir lögbrjótar. Lögreglan þekkir fólkið m.a. af vinnubrögðum hópsins, sem fer á undan og brýtur upp götusteina fyrir aðra til að kasta. Einnig hefur komið fram, að í vissum úthverfum hafa utankomandi aðilar komið til að skapa skrílslætin, t.d. í Älvsjö var enginn þeirra, sem lögreglan handtók frá staðnum en einhver frá Linköping og t.o.m. frá Danmörku.
Fleiri hundruð Stokkhólmsbúar hafa verið á "náttgöngu" í nótt í úthverfum í norðurhluta Stokkhólms og þakkar lögreglan því, að hætt er að kasta steinum á lögregluna. Í Husby hafði einhver hengt upp plakat með textanum: Skildu steininn eftir og taktu pulsu. Þar var grillað í nótt og fólk ræddi málin.
Samtökin "Snertið ekki hverfið mitt" skipulagði náttgönguna. Fleiri önnur samtök eins og Mömmur og pabbar í bænum virkjuðu meðlimi sína fyrir náttgöngu. Almenningur vinnur saman með yfirvöldum að koma á ró aftur og allir staðráðnir í því að láta ekki glæpalýðinn taka yfir stjórnina í samfélaginu. Þótt atvinnuleysi sé mikið meðal ungs fólks í Svíþjóð, þá er það ekki eina skýringin á uppþotunum. Almenningur er friðsamur og allir sjá og skilja, að þeir sem þykjast vera að tala í nafni innflytjenda eru 100% umboðslausir, því skemmdarstörfin bitna fremst á innflytjendum. Hér er um að ræða ofbeldisglæpalýð, sem notar hvert tækifæri til að æsa til óláta eins og áður hefur komið upp t.d. í sambandi við knattspyrnuleiki hér með leiðinlegum afleiðingum fyrir íþróttina.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Versta hrinan vonandi yfirstaðin
24.5.2013 | 17:50
Umfangsmiklar skemmdir hafa orðið í ólátum síðustu fimm nætur í úthverfum Stokkhólmsborgar. Sænska dagbladet birtir í dag kort með helstu atburðum og eru þeir nýjustu merktir rauðu en eldri með gulu. Dreifing atburða sýnir að ástæðan sem sögð var í upphafi látanna, þegar lögreglan skaut á vopnaðan mann, sem hafði ógnað íbúum Husby og lokaði sig inni í íbúð með konu með þeim afleiðingum að maðurinn dó, hefur ekkert með skrílslætin að gera. Konunni var bjargað. Einn ungmennanna í óeirðunum sagði í viðtali við fjölmiðla að enginn þáttakandi í skrílslátunum væri neitt að hugsa um manninn sem dó. Sá atburður hefði einungis verið notaður til að æsa til ólátanna.
Hátt atvinnuleysi ungmenna er heldur ekki einhlít skýring, því þá ættu svipaðar óeirðir að hafa brotist út í ýmsum bæjum í Norður-Svíþjóð, sem hafa nær lagst í eyði og íbúarnir fluttir til stórborganna. Aftonbladet tók í vikunni viðtal við tvo unga menn í Husby, sem vissu hverjir áttu upphafið að ólátunum þar og lýstu þeim sem ungum mönnum, sem kenna samfélaginu um allt, neita að taka vinnu þegar hún býðst og velja líf á félagsbótum og í einangrun.
"Þeir spyrja aldrei sjálfan sig, þegar þeir líta í spegilinn, hvað get ég gert til að betrumbæta líf mitt," sagði annar þeirra. Annar ungur maður sagði í viðtali, að hann sæji mikið eftir því að hafa tekið þátt í ólátunum:
"Ég og vinir mínir fórum til að sjá, hvað væri að gerast. Svo fóru vinir mínir heim en ég varð eftir og byrjaði að kasta grjóti. Ég var tekinn af lögreglunni og verð líklega dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum og morðíkveikju. Mig dreymdi um að verða slökkviliðsmaður, það get ég ekki orðið núna."
Lögregla breytti um aðferð, þegar hún komst að því, að hún var plötuð með bílaíkveikjum og setið fyrir henni í launsátri af hópi unglinga, sem kastaði steinum í hana. Lögreglan leggur höfuðáherslu að finna upphafsmenn ólátanna, sem dregið hafa með sér unglinga allt niður í 12 ára aldur.
Alexandra Pascalidou skrifaði í grein í Dagens Nyheter í vikunni, að ungir drengir utan við samfélagið "sem ekki sæju möguleika á því að keppa um að vera bestir í góðum málum kepptu í staðinn um að verða bestir í slæmum málum." Margt ungmenna réttlætir aðgerðirnar með þeirri geysimiklu fjölmiðlaeftirtekt, sem þau hafa fengið fyrir ólætin: "Áður þegar við beittum friðsamlegum aðgerðum sá okkur enginn en lítið bara á núna, meira að segja heimspressan kemur hingað til litla Husby."
Mikið af bakgrunninum er sem sagt athyglisþörf ungra drengja, sem margir eru ráðvilltir en ljóst er engu að síður, að öfgaöfl reyna að spila á neikvæðar tilfinningar og æsa upp til óeirða gegn "ríkinu."
Forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt sagði skýrt og skorinort, þegar hann svaraði gagnrýni Sverigedemókratanna og Sósíaldemókratanna, sem reyndu að slá pólitískar keilur í málinu og gera það að sérstöku innflytjendavandamáli, að hann myndi ekki gera flokkspólitík úr ástandinu. "Við hliðina á ofbeldissinnunum er fólk með nákvæmlega sama bakgrunn í sömu stöðu, sem hvorki kastar steinum né brennir bíla."
Í Dagens Nyheter sagði blaðakonan Jessica Ritzén: "Af 12 þúsund íbúum Husby kasta ekki 11975 steinum í lögreglu eða slökkviliðsmenn."
Skaðinn beinist fremst að íbúum svæðanna sjálfra, sem missa bíla, skóla fyrir börnin og kaupmiðstöðvar/neðanjarðarlestarstöðvar með brotnum rúðum. Tryggingafélögin hafa varað við hækkandi iðgjöldum í kjölfar óeirðanna. Lögreglan í Stokkhólmi hefur beðið um varalið frá lögreglu landsins: "Við ætlum ekki að taka okkur frí, þótt það sé komin helgi." Lögreglan hefur fengið mikið af blómum, þakkarbréfum og jafnvel tertum frá íbúum Stokkhólms og margir innflytjendur hafa lýst reiði sinni yfir skemmdunum.
Bæði bandaríska og breska sendiráðið hafa sent út viðvörun til ríkisborgara sinna og varað við að vistast í úthverfum Stokkhólms að kvöldi til og halda sér frá mannfylkingum.
Slökkviliðsmaðurinn Mattias Lassén er orðin þjóðfrægur eftir að hann fékk stein í hjálminn, sem brotnaði, þegar 20 til 30 unglingar köstuðu grjóti á slökkviliðsmenn. Þegar hann kom heim skrifaði hann eftirfarandi bréf sem farið hefur sem eldur í sinu á fésbókinni:
"Af hverju gerið þið þetta á móti mér?
Ég er hér ef pabbi þinn þarfnast hjálpar, ef hann lendir í árekstri á bílnum sínum, ég hjálpa systur þinni ef það byrjar að loga í eldhúsinu hennar. Ég syndi í ísköldu vatni til að hjálpa litla bróður þínum ef hann dettur úr báti út í vatnið, jafnvel þótt það sé ískallt. Ég hjálpa ömmu þinni ef hún fær hjartaáfall og ég mun einnig hjálpa ÞÉR ef ísinn brestur einn sólardag í mars. Af hverju ert þú að gera mér þetta? Ég á líka fjölskyldu, sem vill fá mig heim aftur, alveg eins og þú."
Þessi sjón mætti mér á fimmtudagsmorgni á bílastæðinu. Minn bíll kláraði sig óskemmdur. Ég bý í Sollentuna, næsta granna við Kista og Husby.
![]() |
Enn loga úthverfi Stokkhólms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
70% mjólkurbænda Svíþjóðar hafa neyðst til að hætta búskap eftir aðild Svía að ESB
23.5.2013 | 02:55
Á síðustu 10 árum hafa yfir 5 þúsund mjólkurbændur hætt búskap í Svíþjóð. Árið 2003 voru um 10 þúsund starfandi mjólkurbændur í Svíþjóð. Þegar litið er á tímabilið frá inngöngu Svía í ESB 1994, þá voru mjólkurbændur Svía um 17 þúsund en eru í dag einungis 5 þúsund eða tæplega 30% þess fjölda sem framfleytti sér við mjólkurbúskap, þegar Svíar gengu með ESB.
Þróunin hefur verið sú, að kostnaður við tækniþróun samfara lækkandi mjólkurverði hefur slegið út lítil og meðalstór bú og býlin, sem lifað hafa af, hafa stækkað og gengið saman. Í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru sagði einn kúabóndi, sem hafði lánað og fjárfest í nýjustu tækni þar sem mannshöndin kemur varla nálægt mjólkun, að það skipti engu máli, hversu mikla tækni hann keypti eða hversu mikil afköstin yrðu, því hann næði samt ekki að framleiða mjólk án tapreksturs.
Lækkandi mjólkurverð, aukinn innflutningur landbúnaðarafurða frá m.a. Danmörku, Frakklandi og Finnlandi, hefur leitt til þess að verslanir ICA í vissum landshlutum Svíþjóðar hafa hækkað mjólkurlíterinn um eina sænska krónu, sem gengur beint til mjólkurbóndans. Svíar vilja ekki að landbúnaðurinn leggist niður og vilja því borga dýrari mjólk, til að halda lífi í sænska bóndanum.
Í viðtali við sænska sjónvarpið 22. maí sagði landbúnaðarráðherra Svíþjóðar Eskil Erlandsson, að hann ætli að styrkja stöðu kýrinnar með því að ríkið greiði 1.500 sænskar krónur árlega fyrir hverja mjólkurkú til bænda.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áskorun um formleg aðlögunarslit við ESB
22.5.2013 | 13:28
39 einstaklingar (ég er einn af þeim) haf sent áskorun til væntanlegrar ríkisstjórnar að binda endi á aðlögunarferli Íslands að ESB með formlegum hætti:
Reykjavík, 22. maí 2013
Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að binda enda á frekari aðlögun Íslands að Evrópusambandinu með formlegum hætti og standa þannig við síðustu landsfundarályktanir um stefnu flokkanna í utanríkismálum.
Greinargerð:
Eitt þeirra atriða sem má lesa út úr niðurstöðu nýafstaðinna alþingiskosninga, þar sem 51,1% kjósenda greiddu núverandi ríkisstjórnarflokkum atkvæði sitt, eru skýr skilaboð um aðrar málefnaáherslur en fyrrverandi ríkisstjórnar; m.a. varðandi Evrópusambandsaðild.
Evrópusambandið glímir sjálft við gjaldmiðils- og skuldaskreppu sem ekki er séð fyrir endann á. Í þessu sambandi er vert að draga það fram að fyrrverandi fjármálaráðherrar bæði Bretlands og Þýskalands, sem mæltu með og stuðluðu að aðild landa sinna að Evrópusambandinu á sínum tíma, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stefnu ESB og þeirri áherslu sem sambandið leggur á viðhald evrunnar.
Nigel Lawson, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, staðhæfir að efnahag Bretlands sé betur komið utan ESB auk þess sem útganga úr sambandinu muni hafa jákvæðar afleiðingar innanlands í lýðræðisátt. Oskar Lafontaine, fyrrverandi fjármálaráðhera Þýskalands, gengur sínu lengra þar sem hann hefur hvatt til þess að evrusamstarfið verði leyst upp til að forða frekari efnahags- og samfélagshörmungum ýmissa ríkja Suður Evrópu (sjá hér).
Afstaða fyrrverandi fjármálaráðherra er í fullu samræmi við viðvörun Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins, frá upphafi ársins. Í viðtali við danska blaðiðPolitiken varaði hann við vaxandi fátækt í löndum Suður- og Austur-Evrópu vegna efnahags-kreppunnar (sjá hér). Með orðum sínum staðfestir Oskar Lafontaine ekki aðeins það sem kemur fram hjá framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins heldur dregur hann myntbandalagið fram sem orsakavald.
Aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu hefur dregið dýrmætan tíma, fjármuni og orku fráfarandi stjórnvalda frá brýnni verkefnum. Nú er tækifæri til að snúa þessu við með því að binda endi á aðlögunina og byggja upp samstöðu um uppbyggingu fullvalda ríkis sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir um grundvallarmálefni eins og efnahagsmál og milliríkjaviðskipti.
Undirskriftir:
Svíar sömdu um undanþágu frá evrunni
20.5.2013 | 13:18
Ég átti áhugavert viðtal við sænska þingmanninn Karl Sigfrid fyrir útvarp Sögu í fyrri viku. Tilefnið voru ummæli José Manuel Barrósó um, að öll aðildarríki ESB að Bretlandi og Danmörku undanskildu yrðu að taka upp evruna. Kallaði sænski þingmaðurinn yfirlýsingu Barrósós ögrandi fyrir Svía, þar sem Svíar hefðu samið um undanþágu frá evrunni, er þeir gengu með í ESB 1994. Karl Sigrid er þingmaður Moderata Samlingspartiet síðan 2006 og á sæti í ESB-nefnd sænska þingsins.
Í viðtalinu sagði Karl Sigfrid orðrétt:
Það er opinber stefna Svíþjóðar, að Svíar ákveði sjálfir, hvort við tökum upp evruna eða ekki. Við kusum um evruna 2003, sem meirihluti Svía hafnaði á mjög skýran hátt og í dag vilja 9% Svía taka upp evruna. Í Evrópusáttmálanum segir, að öll lönd skulu ganga með í Myntbandalagið og taka upp evru með undanþágu fyrir Bretland og Danmörku.
Þegar Svíþjóð gekk með í ESB, þá sögðu sænsku samningamennirnir við Framkvæmdastjórnina að Svíar áskildu sér réttinn að vera fyrir utan evrusamstarfið nema ef þjóðin sjálf myndi velja að ganga með. Framkvæmdastjórnin tók á móti þessum upplýsingum - einnig skriflega og hefur engar athugasemdir gert við þetta, þannig að það er innifalið í samningi Svíþjóðar og Evrópusambandsins, að við ákveðum sjálfir, hvort og hvenær við tökum upp evruna eins og ég túlka það.
Ef Framkvæmdastjórn ESB vildi þvinga Svía að taka upp evru yrðu hún fyrst að fá dómstólsúrskurð Evrópudómstólsins og síðan þarf að binda gengi sænsku krónunnar um tíma áður en hægt er að innleiða evruna. Svíþjóð hefur ekki gert það og að mati Karls Sigfrid væri það upp til Svía að ákveða, hvort þeir teldu sig hæfa til að taka upp evruna. Sigfrid trúir ekki að málin gangi það langt enda yrðu viðbrögð Svía mjög sterk ef ESB veldi þá leið.
Það er furðulegt, að Barrósó skuli gefa út þessar yfirlýsingar, því þær slá tilbaka á þá sjálfa, það hljóta þeir að skilja líka vegna þess í hversu djúpri kreppu evran er. Mér finnst, að hann ætti að taka þessa yfirlýsingu til baka og viðurkenna, að þetta var nú ekki alveg rétt með málið farið, alla vega ekki gagnvart Svíum.
Um þróun ESB í átt til sambandsríkis sagði Karl Sigfrid:
Þetta er markmið alla vega Frakklands og Þýzkalands. Í Svíþjóð höfum við ekki þessa afstöðu, við lítum fyrst og fremst á samstarfið um opin landamæri fyrir frjálsa verslun milli ESB landanna. Við lítum alls ekki á, að við eigum að byggja nýtt ríki með sameiginlegri fjármálastjórn, sköttum o.þ.h. eins og ýmis lönd ESB vilja. Þetta leiðir til óheyrilegs stjórnmálatitrings núna á næstunni, t.d. hafa Bretar loksins brugðist við og ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þeir haldi áfram sem meðlimur. Þá mun stjórnin reyna að komast að samkomulagi við ESB um lausari bönd við ESB og Bretar taka afstöðu til þess eða hvort þeir segi sig alfarið úr sambandinu.
Miklar skuldbindingar fylgja því að ganga með í ESB, sem fá yfirgripsmiklar afleiðingar, sem engan veginn má taka létt á. Það höfum við séð í Svíþjóð, að Evrópusambandið hefur breyst mjög mikið frá því við gengum með 1994, það er geysilegur munur á ESB í dag og ESB eins og það var þá. Öll þróunin er í átt að sameiginlegri ákvarðatöku.
Ekki orð um Icesave, ekki orð um ESB
15.5.2013 | 18:57
Steingrímur auglýsir í Financial Times að hann sé orðinn atvinnulaus vegna vitlausra kjósenda á Íslandi, sem misskilji langtíma uppbyggingu sjálfbærs fjármálabúskapar.
Hann fetar í þekkt kratafótspor og vekur athygli á sjálfum sér, ef til vill í þeirri von að fá vinnutilboð frá Tony Blair og öðrum ESB sértrúarsinnum, sem halda hverjir öðrum heitum í bandalagi féflétta.
Í grein sinni í FT minnist hann ekki einu orði á Icesave og ekki einu orði á ESB. Tvö af stærstu málum kvalara íslensku þjóðarinnar s.l. kjörtímabil.
Ætlast hann til þess að lesendur FT trúi skýringarleysi hans á útkomu kosninganna?
Ekki eru nú Bretar á þeim brókunum að vera mikið lengur innan ESB. En Steingrímur vill fá verðlaun fyrir að hafa svikið þjóðina og logið að henni, að aldrei hafi verið sótt um aðild að ESB heldur hafi þetta bara viðræður um að "kíkja í pakkann".
Steingrímur Evrópusambandsins hafa stolið framtíð heillar kynslóðar á evrusvæðinu, eyðilagt líf miljóna manns og vilja fá kauphækkun fyrir. Steingrímur Íslands vill ekki vera minni maður.
![]() |
Væntingar kjósenda óraunhæfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin nýja helför: Þýzkaland uppfært til 4.0
13.5.2013 | 06:37
Max Keiser þekkir vel til fjármálamarkaða og lýsir atburðaferli evrusvæðisins með tveimur orðum:
EFNAHAGSLEG HELFÖR
Segir hann í viðtali við RT að Fjórða ríkið sé orðin staðreynd; Þýzkalandi hafi tekist að ná að nýju ægishjálmi yfir öðrum löndum álfunnar - sér í lagi á evrusvæðinu, þar sem Grikkjum, Portúgölum og Spánverjum hefur verið breytt í Gyðinga nútímans.
Telur Max, að samruni Þýzkalands að nýju í eitt ríki á grundvelli evrunnar hafi í raun lagt grundvöllinn að Fjórða ríki nútímans, þar sem fjármálaveldi Þýzkalands sé slíkt, að enginn í Evrópu fái rönd við reist. Segir Max frá því, að öllum hafi mátt ljóst vera, að Grikkland var tekið með í evrusamstarfið án þess að uppfylla kröfurnar og það hafi verið gert til að setja ljóta leikinn af stað.
Bendir hann á, að engu máli skipti, að lánardrottnar þurfi að "skrifa niður" skuldir, þar sem þeir séu tryggðir og geti ekki tapað. Hins vegar græða þeir meira á að Grikkland, Portúgal og Spánn neyðist til brunaútsölu á eigum sínum og geta þannig komist yfir miklar eigur fyrir lítið.
Hvernig sem á málin er litið situr Þýzkaland uppi með öll spilin og að mati Max Keiser spila þeir þeim afar vel fyrir sig og sína hagsmuni. Suður-Evrópa situr uppi með Svarta-Pétur, eitraðar skuldir sem ekki er hægt að borga og verið sé að murka lífið úr íbúunum þar.
"Þetta er Fjórða ríkið, það er eins gott að átta sig á því."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hart sótt að Angelu Merkel
12.5.2013 | 09:28

Óhætt er að segja, að kosningabaráttan sé komin á fullt skrið í Þýzkalandi. Hart er sótt að Angelu Merkel úr öllum áttum, t.d. er búið að gefa út bók um fyrstu ár hennar, þar sem því er haldið fram, að Merkel hafi starfað fyrir æskulýðsdeild kommúnistaflokks Austur-Þýzkalands og verið á móti sameiningu Þýzkalands. Í staðinn hafi hún viljað fá "umbótakommúnískt" Austur-Þýzkaland.
Höfundar bókarinnar Gunther Lachmann og Ralf Georg Reuth segja, að Merkel neiti þessum upplýsingum en þeir segjast hafa sannanir skv. Die Welt. Meina höfundarnir, að fyrir sameiningu Þýzkalands hafi Merkel reynt að má burtu allar upplýsingar um stjórnmálaferil sinn í Austur-Þýzkalandi.
Frá öðru horni er sótt að Merkel, Gerhard Schick þingmaður Græningja telur að stjórnin sé ómeðvituð um vandamál peningaþvottar í Þýzkalandi og geri ekki neitt í málunum. Skv. þýzku sjónvarpsstöðinni Dautsche Welle voru 13 þúsund ákærur gerðar vegna peningaþvottar á s.l. ári sem er nýtt met. Angela Merkel rak harða línu gagnvart Kýpur eins og þekkt er, vegna peningaþvottar og þá var í lagi að refsa Kýpurbúum með beizku meðali. Núna sýnir skýrsla þýzkra lögreguyfirvalda, að peningaþvottur í Þýzkalandi er alvarlegt og vaxandi vandamál vegna bankafærslna frá Ítalíu, Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Fasteignasalar, veitingahúsaeigendur og eigendur spilahalla eru í þeim hópi, sem leyfa glæpamönnum að nota bankareikninga sína fyrir peningaþvott.
Evrópumál | Breytt 13.5.2013 kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barrósó kveikir bál út um allt. Krefst að Svíar innleiði evru.
10.5.2013 | 23:17

Er maður læstur í faðmi draugsins er ekki svo létt að losna. Barrósó sagði í ræðu í vikunni, þegar hann krafðist afnáms sjálfstæðra þjóðríkja fyrir nýja stórríki Evrópusambandsins, að öll lönd ESB fyrir utan tvö væru skuldbundin að taka upp evruna vegna samninga um að ganga í myntbandalagið. Löndin tvö sem ekki eru skuldbundin eru Danmörk og Bretland, sem sömdu um undanþágu frá evrunni.
Krafa framkvæmdastjórans hefur vakið furðu í Svíþjóð, reiði og jafnframt óhug, þar sem Svíar eru ekkert á því að fara að skipta út sænsku krónunni fyrir evruna. Í viðtali við Aftonblaðið 10. maí er þingmaður Moderatanna Karl Sigrid (sjá mynd) vægast sagt niðri fyrir vegna kröfu Barroso og kallar hana ögrandi gagnvart Svíum:
"Það sem Barroso segir er að öll lönd fyrir utan Danmörku og Stóra Bretland séu skuldbundin að taka upp evru sem gjaldmiðil - og við stefnum á það. Í samhenginu er þessi skoðun afar ögrandi. Hvorki stjórnmálamenn eða kjósendur skilja málin þannig, að við séum á leiðinni í gjaldmiðlasamstarf."
Karl Sigfrid krefur framkvæmdastjórn ESB um skýringar á yfirlýsingu Barrósó. Formlega séð eru það bara Danir og Bretar sem hafa samið um undanþágu frá myntsamstarfinu, engin slík undanþága gildir fyrir Svíþjóð.
Lars Calmfors prófessor í alþjóðafjármálum segir, að:
"Þegar Svíþjóð gekk með í ESB, þá gáfu Svíar yfirlýsingu um, að við mundum seinna taka afstöðu til myntsamstarfsins. Þá kom ESB ekki með neinar athugasemdir heldur tók því sem pólitískrí staðreynd. Það er pólitískt út í hött ef það á að reyna að þvinga einhvern að ganga með í myntsamstarfið. Það er algjörlega óhugsandi. Það væri hægt að halda því fram, að við hefðum brotið gegn sáttmálanum, en ég get ekki ímyndað mér þess konar pólitískar aðfarir."
Nýlega hefur ESB birt skoðanakönnun, sem sýnir að almenningur í löndum ESB hefur misst traust og trú á stofnunum ESB. Evrukreppan hefur breytt skoðunum fyrri gallharðra evrusinna, sem nú hrópa út um alla Evrópu að leggja beri evruna niður áður en hún framkalli ragnarrök evrusvæðisins. Einungis 9% Svía segjast geta mælt með að Svíar taki upp evruna.
Í þessu ljósi eru yfirlýsingar Barrósó hrein stríðsyfirlýsing við almenning ESB og lýðræðið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Úrslitakostir Barrosos til aðildarríkja ESB: Afnemið sjálfstæðið eða yfirgefið sambandið
9.5.2013 | 17:39
Manuel Barroso framkvæmdastjóri ESB hefur ákveðið að hraða myndun alríkisins og leggja til breytingar á Lissabonsáttmálanum í því skyni, þegar fyrir Evrópuþingkosningarnar 2014. Hið nýja stórríki á að ná yfir öll lönd Evrópusambandsins jafnt innan sem utan evrusvæðisins.
"Þetta hljómar kanski eins og vísindaskáldsaga í dag en verður raunveruleiki eftir fá ár" samkvæmt Barroso, sem nú vill hraða niðurleggingu þjóða innan ESB fyrir stórríkið og hið "þéttara stjórnmálasamband."
The Telegraph birti frétt um málið og hefur fengið yfir þúsund komment á greinina á stuttum tíma. Talið er að þrýstingur Barroso og hröðun fyrir stofnum alríkisins muni endalega kljúfa Evrópusambandið og virka sem olía á eldinn í þeirri upplausn, sem nú þegar ræður ríkjum. Tillaga Barroso hefur kveikt upp mikla reiði í Bretlandi, þar sem öldurnar rísa hátt fyrir því, að Bretar segi sig úr sambandinu.
Sænska blaðið Fria Tider greinir einnig frá áætlun Barroso um breytingu á Lissabonsáttmálanum til að steypa löndum ESB saman í stórríkið. Barroso telur þörf vera fyrir nýja stjórnmálalega uppbyggingu, sem breytir í grundvallaratriðum, hvernig Evrópusambandið starfar.
Hugmynd Barroso er að aðildaríki ESB séu "all in" eða yfirgefi sambandið að öðrum kosti. Þetta eru í raun úrslitakostir til aðildarríkja ESB um að þau leggi niður sjálfstæði sitt og myndi alríki ESB með eigin ríkisstjórn og forseta. Þau lönd sem ekki samþykkja skilmálana mega sigla sinn sjó.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)