Auðmjúkur Svíakonungur þakkar landsmönnum 40 ár á krúnunni

Svíakonungur hélt fertugustu jólaræðu sína á jóladag og þakkaði Svíum fyrir góða samfylgd í þau fjörtíu ár, sem hann hefur setið á krúnunni í Svíþjóð. Þetta var innileg ræða, full af þakklæti og aðdáun á þróttmiklu starfi þjóðarinnar, sem gert hefur Svíþjóð að virtri þjóð í heiminum á sviði rannsóknarstarfa og uppfinninga. Carl XVI Svíakonungur óskaði öllum áframhaldandi góðra jóla og beindi orðum sínum sérstaklega til einstæðra: "Ég beini sérstökum og hjartanlegum óskum til allra þeirra, sem ekki hafa neinn til að deila jólunum með. Ég vona, að þær tilfinningar sem tengdar eru jólunum nái einnig fram til ykkar."

Konungen

Konungshjónin hafa ferðast um Svíþjóð á árinu og konungurinn þakkaði sérstaklega öllu því fólki, sem hafði gert ferðalögin svo eftirminnileg: "Það hefur verið svo margt sem vakið hefur aðdáun og fyrir augum hefur borið. En allt fólkið, sem við höfum mætt á ferðalögunum er eftirminnilegast. Við höfum mætt þvílíkri hlýju, umhugsun og framsóknaranda. Þessi mannamót hafa auðveldað skilning á því, hvers vegna augu umheimsins beinast svo oft að Svíþjóð. Þessu landi lengst í norðri, sem vekur svo oft mikla athygli. Mörgum sinnum sjáum við að þessi athygli kemur fram í eftirspurn á Svíþjóð í heiminum. Það varðar vörur og þjónustu vora en einnig land vort sem slíkt."  

Konungur minntist ferðalaga erlendis t.d. þegar konungshjónin heimsóttu Delaware í USA til að halda upp á 375 ára afmæli fyrstu Svíanna sem komu til Ameríku. Konungurinn nefndi heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta í Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi: "Forsetinn heimsótti einnig Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Til að kynnast því, hvernig við vinnum með endurnýjanlega orku och allt henni tengt. Land vort er talið eitt af fremstu ríkjum heims á þessu sviði. Við erum í fararbroddi starfsemi, sem finnur vistvænar lausnir á vandamálum tengdum orku, umhverfi og veðurfari."

Carl XVI Gustav minntist einnig á stórt ESB-verkefni hjá Chalmers tækniháskóla Gautaborgar, þar sem unnið er að þróun nýs ofurefnis. 126 rannsóknarhópar háskóla og iðnaðarfyrirtækja í 17 Evrópulöndum starfa saman í verkefninu m.a. fjórir Nóbelsverðlaunahafar. 

"Svíþjóð er land, sem áfram stendur fyrir nafni sínu sem heimili rannsóknar- og uppfinningastarfsemi. Ég finn til mikils stolts yfir þessu og þetta er afar mikilvægt fyrir þá mynd, sem heimurinn hefur af Svíþjóð. Mér finnst það mikilvægt, að við byggjum land vort með skynbragði á mikilvægi þekkingar og uppfinningastarfsemi. Þannig tryggjum við ekki einungis þau jákvæðu viðhorf sem tengjast Svíþjóð heldur getum við einnig sameiginlega styrkt og þróað áfram þjóð vora."

Síðar í ræðunni sagði Svíakonungur: "Við erum afar lítið land á jörð vorri en aftur og enn á ný sýnum við, að sameiginlega megnum við að skapa stóra hluti. Þetta hefur getað gerst með sameiningu verðmæta, sem byggjast á harðri vinnu, tillitssemi og áhuga. Þessu hef ég fengið að kynnast á þeim fjörtíu árum, sem mér hefur verið kleyft og ég fengið að njóta þess að fara með umboð Svíþjóðar. Ég færi þess vegna öllum þeim, sem vinna fyrir land vort miklar þakkir." 

Í lokaorðum jólaræðu sinnar sagði Svíakonungur: "Á næsta ári höldum við hátíðlegan einstæðan hlut þegar á heiminn og sögu heimsins er litið. Svíþjóð hefur þá notið þess að hafa upplifað frið í 200 ár. Það höfum við ástæðu til að halda hátíðlegt og við munum einnig minnast allra þeirra, sem ekki eru á lífi til að njóta þessa mögulega eins stærsta kosts mannkyns. Samtvinnaður frelsi er friðurinn eitt það stærsta sem landsmenn geta upplifað. Bindum vonir við að geta deilt sögu vorri af friði og frelsi með heimsálfri allri í framtíðinni."

Jólaræðu Svíakonungs má lesa hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband