Meira falskt hjá Trudeau en augabrýrnar

Skärmavbild 2018-06-11 kl. 04.39.19Það er merkilegt að sjá hversu langt til vinstri menn eru komnir, þegar augabrýrnar losna við boðskap Bandaríkjaforseta um frjálsa verzlun. Árum og áratugum saman hefur umheimurinn notið góðs af aðstoð Bandaríkjanna í viðskiptum sem sjálfir hafa þurft að horfa upp á að bandarískar vörur væru skattlagðar í öðrum löndum á meðan innfluttar vörur njóta skattfrelsis í Bandaríkjunum. Útkoman hefur verið risastór viðskiptahalli Bandaríkjamanna með tilheyrandi skuldasöfnun sem stendur bæði hagvexti og öryggi Bandaríkjanna fyrir þrifum. 

ESB er Evrópu Sósíalista Bandalagið, þar sem gömlum, þekktum þjóðernissósíalisma hefur verið breytt í sambandssósíalisma. Eftir þennan sögulega G7 fund í Kanada stendur ljóst, að ESB stefnir að heimsyfirráðum undir forystu Þjóðverja. 

Þjóðverjar kölluðu nýverið sendiherra Bandaríkjanna til yfirheyrslu vegna ummæla hans við Breitbart News um að Bandaríkin styðji íhaldsöfl í Evrópu og ætlar utanríkisráðherra Þýzkalands Heiko Maas að taka upp málið við Bandaríkjastjórn. Heika Maas hefur lýst því yfir að "Evrópa" geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin og muni sjálf ráða málum heimsbyggðarinnar. 

Allt er þetta gamalkunnugt. Þýzkaland hefur endurheimt fyrri styrkleika gegnum ESB og vakning draugsins hafin eina ferðina enn.

Eins gott að Bandaríkjamenn hafi forseta með bein í nefinu svo lýðræðið eigi einhvern málsvara eftir sem hnyklað geti augabrýrnar. Ísland ætti að styðja sinn góða bandamann Bandaríkin í stað þess að missa móðinn á hlaupum á eftir sambandssósíalistunum.


mbl.is Trump: „Engar hindranir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband