Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018
Upplýsingar fyrir þig sem ert kvænt(ur) barni
31.3.2018 | 14:02
Þetta er ekkifrétt, en satt er, að rétt fyrir páskana 2018 birti félagsmálastofnun Svíþjóðar að beiðni ríkisstjórnar krata og umhverfissinna, leiðbeiningarbækling fyrir þá sem búa í barnahjónaböndum í Svíþjóð. Ég skrifa hjónaböndum ... ekki bandi, því langt á annað hundruð barnahjónabönd eru þekkt og liðin af yfirvöldum í Svíþjóð. Þetta er að sjálfsögðu innflutt hefðarfólk frá menningarlöndum, þar sem tíðkast að foreldrar gera sér pening úr dætrum sínum og selja þær á barnsaldri, oft til frænda sem kaupa telpur með samþykki fjölskyldunnar.
Yfirvöld upplýsa á kurteisislegan hátt að þau muni reyna að ná tali af barninu ef það er yngra en 15 ára "til að spyrja það álits um hvernig og hvar það vilji búa". Einnig er varfærnislega bent á að kynlíf með börnum yngri en 15 ára er ekki leyft í Svíþjóð. Hvergi er minst á refsiviðurværi eins og t.d. fangelsi fyrir barnaníð.
Eiginlega ætti svona lagað ekki að geta gerst í neinu ríki sem vill kalla sig siðmenntað en gerist nú engu að síður rétt eins og svo margir aðrir hlutir sem eiga ekki að geta gerst en gerast samt fyrir það. Þetta hjálparstarf sænsku ríkisstjórnarinnar við karlmenn í barnahjónaböndum hefur þegar orsakað þvílíkt fárviðri innanlands að hin góðhjartaða félagsmálastofnun Svíþjóðar sá sig nauðbeygða að draga bæklinginn til baka.
Það kemur þó ekki að sök, því nú hafa góðhjartaðir Svíar tekið sig saman og aðstoða félagsmálayfirvöld með hugmyndum og útliti að fleiri upplýsingabæklingum sem þörf er á í sambærilegum málaflokkum.
Að sjálfsögðu varðar gifting barna við lög í jafn siðmenntuðu landi og Svíþjóð. En hvað eiga aumingjans yfirvöld sósíaldemókrata og umhverfissinna að gera, þegar hugsanleg atkvæði flykkjast til fyrirheitna landsins?
Að neðan: sýnishorn af nokkrum tillögum að nýjum upplýsingabæklingum fyrir félagsmálastofnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilega páska!
29.3.2018 | 19:44
Íslensku páskaeggin eru á Íslandi í ár. Búðin á Folkungagatan í Suður Stokkhólmi var tæmd og öll eggin rifin út. Skýringin var sú að of miklar birgðir voru keyptar inn í fyrra og innkaupin minnkuð um helming í ár. Þá tæmdist allt löngu fyrir páska.
Sama sagan er um Íslandslambið góða. Er á Íslandi en tómt í sænskum delíkatessbúðum. Í ár verða því nýsjálenskar lambakótilettur á borðum.
Svíar sjóða og mála og borða egg eins og þeir fengju borgað fyrir um páskana.
Reiknað er með að þeir renni niður um 64 milljónum soðinna eggja þessa páskahelgi. Það er 2 - 3 sinnum meira en venjulegar vikur.
Meirihluti Svía - rétt eins og meirihluti Íslendinga - vilja hafa eggin laussoðin, fasta hvítu með lausri gulu.
Það eru afskaplega góðar sannar fréttir þessa páskahelgi og þarf hvorki að reka prest né kóng fyrir það.
Ég óska öllum nær og fjær gleðilegra páska!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flóttamenn Dags B. Eggertssonar
25.3.2018 | 06:08
Sveitastjórnarkosningarnar í Reykjvík ættu að vera mörgum kærkomið tækifæri að gera upp við vesöld ónýtrar borgarstjórnar og kjósa nýtt fólk með nýja stefnu sem skilur að það er að vinna fyrir borgarbúa og að auki hefur bæði áhuga og metnað til að gera það.
Það var einkar athyglisvert að lesa pistil Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðiflokksins í Mbl. þessa helgi en þar gerir Eyþór flóttamannatölur frá Reykjavík að umtalsefni:
"Reyndar er það svo að Íslendingum í Reykjavík fækkaði á síðasta ári um 740 manns sem er meira en nemur öllum íbúum Seyðisfjarðar. Það er svo út af fyrir sig merkileg staðreynd að Íslendingum í Reykjavík hefur fækkað um 1.390 frá 2014. Það fluttu sem sagt fleiri Íslendingar burt frá Reykjavík á þessu kjörtímabili en sem nemur öllum flóttamönnum sem hafa komið til landsins frá 1956. Í öllu þessu ljósi verða orð Dags um að íbúafjölgun hafi sjaldan verið meiri heldur ótrúverðug."
Verum glöð, stutt er í kosningar og nýtt fólk og nýir tímar munu taka við í Reykjavík.
Þá myndast kannski grundvöllur fyrir flóttamenn Dags B. Eggertssonar að snúa aftur heim til týndu borgarinnar.
Léttum á borgarbúum
22.3.2018 | 18:52
Reykjavík er orðin að týndu borg apaguðsins.
Umvafinn kosningaglærum, málandi drauma á himni eins og Nero sem átti góðan Dag á meðan borgin brann, er borgarstjóri höfuðborgarinnar búinn að draga efnahag borgarbúa í svaðið. Reykvíkingar eru skuldsettir upp fyrir haus vegna spillingar klíkunnar kringum borgarstjórann. Öllum peningum hefur verið eytt í óþarfa gæluverkefni en rekstur borgarinnar og eðlileg þjónusta situr á hakanum.
Dagur er í fótsporum keisarans sem kenndi kristnum um íkveikju borgarinnar. Hann mun finna sökudólga um alla borg og ofsækja með falsfréttum.
Íbúar Reykjavíkur þurfa ekki að bera þenna myllustein um háls sér.
Kominn tími á að létta þeirri byrði af Reykvíkingum.
Léttum á borgarbúum.
Eyþór svarar Degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sambandssósíalistar telja félagsmiðla ógn við lýðræðið
21.3.2018 | 19:37
Fyrrverandi flokksformaður Radikale Venstre í Danmörku, Magrethe Vestager, segir í viðtali við sænska dagbladet, að einkasamtöl fólks á félagsmiðlun ógni grundvelli lýðræðisríksins: "Hvernig á að vera hægt að mæta pólitískum boðskap sem bara er sendur til einnar persónu? Ef það ert aðeins þú sem færð boðskapinn getur enginn stjórnmálamaður mætt boðskapnum og enginn blaðamaður mun geta rannsakað hann. Það sem virðist vera saklaus markaðsfærsla verður að stóru vandamáli í stjórnmálunum.
Ef stjórnmálaumræðan hverfur af opinbera sviðinu þá er það í sjálfu sér ógn við grundvöll lýðræðisins. Sjálf lýðræðishugmyndin þegar lýðræðið kviknaði er að umræðan fari fram opinberlega. Allir geta sagt það sem þeim finnst og ég get haft aðra skoðun."
Vestager segir að reynt verði að ná friðsamlegum lausnum við miðla eins og Google og Facebook. Náist ekki árangur með þeirri leið verði gripið til lagaákvæða.
Í nafni lýðræðis verður fólki bannað að tala hvert við annað. Opinbera sviðið er fáni ESB og opinberar hyllingar til ESB.
ESB þarf að heyra og sjá allt, geta haft 100% stjórn á öllum hugsunum og aðgerðum einstaklingsins. Enginn, ENGINN á að geta um frjálst höfuð sér strokið. Stóri bróðir ákveður hvað þér er fyrir bestu.
Lagaleið sambandssósíalistanna er gamla lumma þjóðernissósíalistanna. Með henni á að losna við andstæðingana.
ESB, Evrópa....allur heimurinn er á þessarri slæmu vegferð undir stjórn sambandssósíalistanna.
Union er komið í stað national.
Bráðum kemur Sambandsleiðtogi með sömu takta og þjóðernisleiðtoginn heimsfrægi með ferkantaða yfirvaraskeggið.
Gerður að blóraböggli af Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðflokkurinn leiðir fullveldið í peningamálunum
20.3.2018 | 15:46
Kjarna þess hugvits sem áður safnaðist innan InDefence hópsins er í dag að finna innan vébanda Miðflokksins.
Þáverandi forysta Sjálfstæðismanna bæði undir forystu Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde tóku slaginn gegn fjárglæpamönnum og lögðu fram vörn íslensku þjóðarinnar sem síðar var staðfest af EFTA dómstólnum. Án þeirra varna væri Ísland í dag verra statt en Grikkland.
Það er að sjálfsögðu hægt að ákveða að nú sé nóg komið, best að gleyma málunum og hæ, hó, nú siglum við áfram. En mistök sem ekki eru skilgreind til að koma í veg fyrir möguleika á að sömu mistök verða endurtekin, þau sömu mistök munu fyrr eða síðar verða endurtekin.
Reynsluferlið sem byggir upp haldbæra þekkingu er þannig, að stundum þurfa menn að banka höfðinu oftar en þrisvar í steininn til að skilja að hægt sé að breyta um aðferð og ná betri árangri en áður. Þessu má líkja við barn sem er að læra að hjóla á reiðhjóli og þarf að detta nokkrum sinnum áður en jafnvægi er náð.
Þessi vinna hefur þegar verið unnin af forystu Miðflokksins undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það var einnig undir forystu hans sem leiðréttingarleiðin var farin og baráttan gegn talsmönnum vogunarsjóða. Eflaust kjósa sumir sjálfstæðismenn Miðflokkinn og munu trúlega gera áfram þar til forysta Sjálfstæðisflokksins hefur unnið heimavinnuna í peningamálunum.
Glæsileg kosning formannsins Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnum Landsfundi virðist ekki ná sama glæsileika í samstarfsríkisstjórn við sósíalista sem hafa forsætisráðherrann.
Kannski þarf formaðurinn að leggja verulega hart að sér fyrir þau 3,8% atkvæða sem vantar upp á að jafna met glæsilegustu flokksforingjakosningu heims fyrr og síðar, þegar Kim Jong-un hlaut 100% atkvæða.
Styrmir skýtur á flokksforystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn hefur bæði lært og einnig ekki lært af átökum þjóðarinnar við fjármálaglæpamenn
18.3.2018 | 20:16
Það er góð lesning og holl að fara yfir ályktun utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins. Þegar í upphafi máls eru fyrstu tvö atriðin áminnig um tilgang og grundvöll sjálfstæðisstefnunnar:
"Meginmarkmið Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum er:
að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar,
að efla stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga í samskiptum við útlönd".
Sjálfstæðisflokkurinn svíkur engann með þessum loforðum, stendur staðfastur á grundvelli flokksins frá upphafi sem í dag því miður er rík þörf fyrir vegna vaxandi upplausnarástands sem slær dökkum skýjum á himinn heimsmálanna.
"Viðskiptafrelsi er einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands".
"Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins."
"Sjálfstæðisflokkurinn áréttar að hagsmunir Íslands séu best tryggðir með því að standa utan Evrópusambandsins".
Sjálfstæðisflokkurinn er bestur þegar hjarta flokksins og landsmanna slær í takt, Íslendingar vilja ráða málum sínum sjálfir og flokkurinn virðist vera að ná sér aftur eftir mistökin í fullveldisspurningu Icesavemálsins. Margar línur hafa skýrst síðan þjóðin tók þann slaginn og gott mál að flokkurinn áréttar grundvallarstefnu sjálfstæðis, frelsis og lýðræðis. Hins vegar slokknar sami andi sjálfstæðisstefnunnar í fjármála -og peningastefnunni. Engu orði minnst á glæpamennsku fjárjöfra sem sölsuðu bankakerfið undir sig og ollu þjóðarbúinu öllu skaðræðistjóni með athöfnum sínum. Það hljómar minnst sagt barnalega með þá reynslu í farangrinum að segja að "Stjórnvöld eiga að lýsa því yfir að bankar starfi á eigin ábyrgð, en ekki skattgreiðenda".
Hvílíkir endemis draumórar. Rétt eins og bankaeigendur fari allt í einu að fara eftir yfirlýsingum stjórnvalda. Loforð bankakerfisins - og stjórnmálamanna- víða um Evrópu hljóma eins og aum lygi mannsins sem setti litað vatn á flösku og seldi sem allsherjarmeðal við lugnabólgu og magakveisum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í peningamálum aðra en að viðhalda íslensku krónunni. Það er í sjálfu sér gott mál en hitt vekur furðu hversu treglega flokknum gengur að sjá og aðskilja glæpastarfsemi vogunarsjóða frá heilbrigðu efnahagslífi þjóðfélagsins. Yfirlýsingar um frjálsa samkeppni eru og verða marklausar þar til flokkurinn tekur upp baráttuna gegn svindlurum sem eru reiðubúnir að fórna heilum þjóðum fyrir vitfirrt veðmál í spilavítiskerfinu. Ef stjórnvöld vilja fá heilbrigða bankastarfsemi verður að banna eða a.m.k. aðskilja spilavítin frá raunefnahagskerfi landsmanna.
Það er engu að síður full ástæða að óska flokknum til hamingju með nýafstaðinn landsfund og óska honum góðs gengis í framtíðinni. Flokkurinn hefur sýnt að hægt er að læra af mistökum og engin ástæða að ætla að annað verði í peningamálunum, þótt þreytandi sé að sjá hversu seinir menn eru til tiltekta.
Mat verði lagt á reynsluna af EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sambandssósíalisminn arftaki þjóðernissósíalismans
4.3.2018 | 19:20
Úr þjóðernissósíalismanum hefur nýji sambandssósíalisminn sprottið. Sambandssósíalisminn traðkar niður lýðræðið, enginn er lýðræðislega kjörinn í miðstjórn sambandsins, þingið er valdalaust og setur engin lög heldur fær lagatillögur til umsagnar. Útrýma á þjóðum og steypa saman í "sambandið", grái massinn er aftur kominn í stað einstaklingsins. Lýðræðisleg öfl eru öll undir daglegum árásum og lítilsvirðingu, áróðursmaskínan talar um "öfga" hægri og popúlisma. Byggt hefur verið undir miðstjórnina (framkvæmdastjórn sambandsins) á sama grundvelli og gert var í ráðstjórnarríkjunum og enn sést í löndum eins og Kína, Norður-Kóreu og afdönkuðum einræðisríkjum í Afríku og miðausturlöndum.
Sambandssósíalistarnir Merkel og Makrón með stuðningi Schultz og fleiri láta slag standa og mynda enn eitt "sambandið" í sambandinu - skattasambandið. Bætist það við runu sambanda gjaldmiðils, orku, varnamála o.s.frv. öll með sameiginlegan sambandsfána, sambandssöng og sambandsdag.
Þótt allir viti að sambandssósíalistarnir séu að byggja upp alríki í stíl við gamla USSR, mátti ekki segja það hreint út fyrr en núna.
Makrón og Merkel vilja stórveldi. Tony Blair vill stórveldi. Ekkert er heilagt - síst friðurinn. Völdum skal náð með heimsstyrjöld ef ekki annað.
Lýðræðiselskandi fólk hefur verið dregið á asnaeyrum í áratugi. EES og EFTA eru notuð sem bakdyr til að leiða afgangslömbin til slátrunar.
Á Íslandi trónir sambandssósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli alþingis. Annar sambandssósíalistinn sem titlar sig borgarstjóra hefur dregið íbúa höfuðborgarinnar niður í holótt fátæktarsvaðið. Forsætisráðherra vinstri grænu framsóknarsjálfstæðismannastjórnarinnar styður þá báða.
EUSSR og Brusselher koma í stað USSR og Varsjárbandalags og "ný og betri" kjarnorkuvopn eru kynnt svo allir geta sagst vera klárir í úrslitaslaginn um völdin.
Ofurhetja sambandssósíalismans - kapten EURO - stjórnar.
Friður ekki málið í dag heldur völd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 5.3.2018 kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)