Gleðilega páska!

GladPaskÍslensku páskaeggin eru á Íslandi í ár. Búðin á Folkungagatan í Suður Stokkhólmi var tæmd og öll eggin rifin út. Skýringin var sú að of miklar birgðir voru keyptar inn í fyrra og innkaupin minnkuð um helming í ár. Þá tæmdist allt löngu fyrir páska.

Sama sagan er um Íslandslambið góða. Er á Íslandi en tómt í sænskum delíkatessbúðum. Í ár verða því nýsjálenskar lambakótilettur á borðum. 

Svíar sjóða og mála og borða egg eins og þeir fengju borgað fyrir um páskana. 

Reiknað er með að þeir renni niður um 64 milljónum soðinna eggja þessa páskahelgi. Það er 2 - 3 sinnum meira en venjulegar vikur. 

Meirihluti Svía - rétt eins og meirihluti Íslendinga - vilja hafa eggin laussoðin, fasta hvítu með lausri gulu. 

Það eru afskaplega góðar sannar fréttir þessa páskahelgi og þarf hvorki að reka prest né kóng fyrir það.

Ég óska öllum nær og fjær gleðilegra páska!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka og Gleðilega páska.

Valdimar Samúelsson, 29.3.2018 kl. 20:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka skemmtilegan pistil og sömuleiðis Gleðilega Páska!

Jóhann Elíasson, 30.3.2018 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband