Flóttamenn Dags B. Eggertssonar

0723_21-688x451Sveitastjórnarkosningarnar í Reykjvík ættu að vera mörgum kærkomið tækifæri að gera upp við vesöld ónýtrar borgarstjórnar og kjósa nýtt fólk með nýja stefnu sem skilur að það er að vinna fyrir borgarbúa og að auki hefur bæði áhuga og metnað til að gera það.

Það var einkar athyglisvert að lesa pistil Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðiflokksins í Mbl. þessa helgi en þar gerir Eyþór flóttamannatölur frá Reykjavík að umtalsefni:

"Reynd­ar er það svo að Íslend­ing­um í Reykja­vík fækkaði á síðasta ári um 740 manns sem er meira en nem­ur öll­um íbú­um Seyðis­fjarðar. Það er svo út af fyr­ir sig merki­leg staðreynd að Íslend­ing­um í Reykja­vík hef­ur fækkað um 1.390 frá 2014. Það fluttu sem sagt fleiri Íslend­ing­ar burt frá Reykja­vík á þessu kjör­tíma­bili en sem nem­ur öll­um flótta­mönn­um sem hafa komið til lands­ins frá 1956. Í öllu þessu ljósi verða orð Dags um að íbúa­fjölg­un hafi sjald­an verið meiri held­ur ótrú­verðug."

Verum glöð, stutt er í kosningar og nýtt fólk og nýir tímar munu taka við í Reykjavík. 

Þá myndast kannski grundvöllur fyrir flóttamenn Dags B. Eggertssonar að snúa aftur heim til týndu borgarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband