Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
Brexit ekki lengur vandamálið. Sjálfstæð Katalónía markar endalok ESB.
6.10.2017 | 07:11
Brezki þingmaðurinn Daniel Hannan segir að sjálfstæð Katalóníu muni rífa evrukreppuna í gang að nýju. "Brexit gæti orðið minnsta vandamál ESB" sagði Hannan. Fjárfestingar eru þegar frystar í Katalóníu. Hannan telur að innanríkisástand Spánar geti hæglega leitt til gríðalegra fjárhagsvandræða á Spáni sem ógna muni öllu ESB.
Katalónía stendur fyrir 20% af þjóðarframleiðslu Spánar og aðskilnaður ríkisins frá Spáni gæti kveikt meiriháttar fjármálakreppu. Hannan skrifar í grein í Spectator að "ofbeldið á sunnudaginn muni kynda undir sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Skoðun fólks í öðrum hlutum Spánar mun ekki frekar en lagabókstafurinn gera Madríd kleyft að leika næsta leik.
Hvað gerist þegar ósigrandi afl mætir óhreyfanlegun hlut?
Spánn mun skera niður fjárframlög til Katalóníu ef hún lýsir yfir sjálfstæði. Ríkisstjórn Katalóníu mun þá í hraði koma á eigin skattakerfi og fjármálamarkaðir Spánar hrynja í kjölfarið.
Evrukreppan kemur til baka af fullum þunga og Brexit verður aukavandamál ESB".
![]() |
Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spánarkonungur hvetur til blóðugrar innanríkisstyrjaldar
4.10.2017 | 05:58
Með Evrópusambandið að baki sér og eftir ræðu Felipe Spánarkonungs er ekkert til fyrirstöðu að ríkisstjórn Spánar beiti Katalóníubúum ofbeldi með tilheyrandi blóðbaði ef stjórn þeirra dirfist að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu.
Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu sagði í viðtali við BBC að stjórn Katalóníu myndi fljótlega lýsa yfir sjálfstæði landsins, trúlega í vikulokin eða í byrjun næstu viku.
Spánarkonungur Felipe sagði í sjónvarpsræðu sinni að þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu væri "vottur um gengdarlausan trúnaðarbrest". Sagði hann að "efnahagslíf Spánar hafi verið sett í uppnám og að Katalóníubúar hafi tekið sér stöðu langt fyrir utan lög og lýðræði".
"Það er hlutverk löglegra yfirvalda að tryggja stjórnskrárbundið skipulag" sagði konungur.
Þar með er frítt fram fyrir ríkisstjórn Spánar að kæfa niður sjálfstæðishreyfingu Katalóníubúa á miskunnarlausan hátt og kasta Evrópu enn á ný inn í blóðuga afgrund.
Mannréttindi ESB þýða afdráttarlausa hlýðni við ESB. Þau eru "innanríkismál" hjá þeim sem beita vopnum gegn lýðræði en "sambandsmál" hjá þeim sem gagnrýna Brussel.
ESB litast blóði. Með stækkandi blóðpolli má búast við því að þekkt úrræði verði notuð til að útrýma fólki með óþægilegar skoðanir.
Sagan endurtekur sig.
![]() |
Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)