Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Varar við að Pútín vilji taka Finnland

illarionov

”Umheimurinn hefur ekki skilið heimsmynd Vladimir Pútíns. Ef Pútín verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun han endurreisa söguleg landamæri Rússlands og taka Eystrasaltsríkin og Finnland.”

Þessa skörpu viðvörun gefur Andrej Ílliaronóv sem var næsti ráðgjafi Pútíns í sex ár. Íllaronóv sat fyrir aftan Pútín á mörgum fundum G-8 ríkjanna og var efnahagsráðgjafi Pútíns 2000-2005. Hann er stoltur af efnahagsuppbyggingu Rússlands en segist ekki hafa séð fyrir, að efnahagsstyrkurinn og völdin yrðu notuð gegn andstöðunni í Rússlandi og í herátökum við grannlöndin.

Andrej Ílliaronóv er meðlimur hugmyndasmiðjunnar Cato Institute í Washingon. Hann segir að vestrænir leiðtogar skilji ekki heimsmynd Pútíns, lógík eða markmið og sjái þess vegna ekki hvaða vandamál þeir standa frammi fyrir.

”Miðað við hvað vestrænir leiðtogar segja, virðast þeir hafa gleymt að til eru leiðtogar í heiminum sem vilja hertaka önnur lönd.”

Vladimir Pútín er merktur af fyrri störfum í leyniþjónustu KGB á tímum kalda stríðsins. Umheimsgleraugu KGB sáu Bandaríkin, vesturveldin eða fasista sem orsök aðalvandamála Sovétveldisins. Sömu öfl og stuðluðu að upplausn Sovétríkjanna. Útþensla NATO og ESB liggur að baki þróuninni í Úkraínu. Eingöngu er hægt að treysta á eigin kraft og völd, sem nota á til að endurreisa stórveldi Rússlands og fyrri valdamanna í Kreml. Bæði sem varnarskjöld gegn vestrinu og til að endurheimta sögulegan eignarrétt Rússlands og skapa sögulegt réttlæti.

”Fyrir sex árum síðan tók Pútín Abchasíu og Suðossetíu frá Georgíu. Vestrið leyfði honum að gera það refsingarlaust og núna hefur hann fengið Krím. Það á að skapa upplausnarástand í Suður- og Austur- Úkraínu svo sjálfsvarnarliðið geti tekið völdin þar. Ef aðstæður leyfa verður hernaðarleg innrás veruleiki. Markmiðið er að koma á rússneskri strengjabrúðustjórn í Kænugarði.”

”Mikilvægir hlutar Georgíu, Úkraínu, Hvíta-Rússlands, Eystrasaltsríkjanna ásamt Finnlandi eru ríki, sem Pútín telur sig líka eiga. Finnland var hluti Rússlands í 109 ár, 1809-1917. Afstaða Pútíns er að hann varðveitir það, sem tilheyrir honum og sögulegum forverum hans,” segir Andrej Ílliaronóv.

Illiaronóv segir, að jafnvel þótt lönd eins og Finnland og Eystrasaltsríkin séu ekki á dagskrá Pútíns í dag, þá mun koma að þeim verði Pútín ekki stöðvaður. ”Pútín hefur margsinnis sagt, að bolsévíkarnir og kommúnistarnir hafi gert mikil mistök. Hann gæti alveg eins sagt að bosévíkarnir hafi svikið þjóðlega rússneska hagsmuni, þegar Finnland varð sjálfstætt 1917.”

Sem svar við spurningunni, hvernig eigi að stöðva Pútín segir Ílliaronóv: ”Það verður að spyrna á móti með öllum tiltækum ráðum. Ég er ekki blóðþyrstur maður en stundum er ekkert annað hægt að gera en beita hernaðarmætti till að stöðva andstæðinginn. Vopnuð andspyrna getur hindrað miklu alvarlegri blóðsspillingu eins og t.d. sýndi sig þegar Finnland greip til vopna gegn Jósef Stalín í Vetrarstríðinu 1939 og varði frelsi og sjálfstæði sitt.”

Andrej Ílliarionóv telur að NATO hafi ekki skilið ástandið til fullnustu:

”Eftir Georgíu og Krímskagann er engin ástæða að halda, að þetta sé síðasta árásin frá Pútín. Eina svarið við hreinni yfirráðastefnu er að sýna vilja sinn till sameignlegra varna.”

 

Byggt á viðtali Sænska Dagblaðsins

 


mbl.is Ekki á leið inn í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚVDAmunkar dreifa klausturfóbíu yfir landsmenn

Skärmavbild 2014-03-26 kl. 06.06.20

Skoðanakúgun RÚVDA er ögrun við lýðræðið og frjálsa skoðanamyndun á Íslandi. Óþarfi að minnast á gagnkvæmar samræður, þar sem fólki er hleypt að í viðræðum, slíkur lúxus er einungis til fyrir skoðanabræður. Komið er fram við lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar eins og sakamenn í sjónvarpsviðtölum. Ég er að tala um Helga Seljan og Kastljós. Ég sá viðtal hans við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og ég tek undir orð Björns Bjarnasonar fyrrum dómsmálaráðherra að það er vægast sagt einkennilegt, að aldrei er minnst á kröfu ESB um yfirráð yfir íslenskri fiskveiðilögsögu, sem ástæðu fyrir strandi ESB-viðræðna. Þetta upplifði fyrri ríkisstjórn og hætti aðildarferlinu. Hversu oft eiga fulltrúar ESB að þurfa að spila þessa plötu fyrir íslenska aðildarsinna, þar til þeir fari a.m.k. að viðurkenna að ESB setji þessi skilyrði fyrir aðild að sambandinu? Það vantar svo sem ekki gjallendur ESB með þessi skilaboð en ekkert má raska trúarsýn Rúvdamunka á himnaríki ESB.

RÚVDA er eins og PRAVDA: Stjórnborð þaðan sem stóra sannleikanum er stjórnað. Það er gott mál að búið er að segja fréttastjórunum upp. Það tekur sinn tíma að breyta þessarri stofnun og allt eins spurning, hvort þjóðin komist ekki betur af án hennar. 

 


mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérhver rödd er stuðningur við lýðræðið

1964801_10152040237244366_997150425_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þótt Ísland og Íslendingar hafa ekki her né fjárhagslegan vöðva til aðstoðar gegn ofurefli Rússa, þá þýðir för utanríkisráðherrans til Úkraínu og yfirlýsingar hans um stuðning ótrúlega mikið fyrir Úkraínubúa. Þeir finna, að þeir eru ekki einir í heiminum og það blæs þeim kjark í bringu. 

Mjög gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni að fara og skoða með eigin augum verksummerkin á Sjálfstæðistorginu og efla sambönd við ráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Úkraínu.

Því miður virðast Vesturlöndin með USA í fararbroddi vera búin að sætta sig við að Pútín hafi hertekið Krím. Pútin sem sólar sig í sigurljómanum og 100 miljarða dollara sparnaði vegna hertöku Krímskagans (afsláttur á gasverði sem greiðsla fyrir afnot af Krím er nú óþörf, þegar Krím er Rússland) nýtur vaxandi fylgis í USSR. Maðurinn er lífshættulegur lýðræðinu og friðinum í heiminum. Hann hefur byggt upp vítishernaðarvél með kjarnorkuvopnum og enginn veit til hvaða ráða hann kann að taka, ef hann fær ekki vilja sínum framgengt.

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði að markmið Pútíns væri Kiev. "Krím er bara upphitunin." 


mbl.is Íslenskir eftirlitsmenn til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökþrot Pútíns varðandi hernám Rússa á Krímskaga

puti

Sænskir fjölmiðlar fjalla mikið um hernám Rússa á Krímskaganum. Sænska Dagblaðið í Svíþjóð bað Ove Bring þjóðréttarsérfræðing að rýna í ræðu Pútíns s.l. þriðjudag, þar sem Pútín reyndi að rökstyðja og réttlæta hegðun sína gagnvart Úkraínu:

1. "Krím hefur ætið verið óaðskiljanlegur hluti Rússlands í huga og hjörtum manna."

Ove "Þjóðarrétturinn leyfir ekki að landssvæði séu hrifsuð af ríkjum án alþjóðlegs samkomulags.

Þjóðréttarlega viðmiðunin er grundvölluð í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1970, sem Sovétríkin samþykktu. Hún heitir á ensku "The friendly relations declarations" eða yfirlýsingin um vinsamleg samskipti milli ríkja.

2. "Ríkisstjórnin í Kíev komst til valda á ólöglegan hátt."

 "Að það hafi verið fasískt valdarán í Úkraínu er ekki alls kostar rétt. Það er rétt, að það ríkti upplausnarástand en það var samt sem áður þingið í Úkraínu, sem tilnefndi nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórnin varð til við óvenjulegar aðstæður en það er enginn grundvöllur fyrir því, að hún sé ólögleg."

3. "Kosovo var leyft að skilja sig frá Serbíu." 

"Það er ekki hægt að bera saman Krím við Kosovo. Minnihlutinn voru kosovoalbaníubúar sem voru kúgaðir af ríkisstjórninni. Íbúar Krímskagans hafa ekki verið meðhöndlaðir á þann hátt af ríkisstjórninni í Kíev. Kosovo var þegar í alþjóðlegu ferli, þegar það varð sjálfstætt. Kosovo var yfirráðasvæði Sameinuðu þjóðanna og hluti alþjóða samfélagsins viðurkenndi sjálfstæðisyfirlýsinguna og alþjóðadómstóll árið 2010. Aðskilnaður Krímskagans við Úkraínu hefur ekki verið viðurkenndur af neinum öðrum en Rússlandi og Krímþingsins."

4. "Rússneskt mælandi eru kúgaðir í Úkraínu." 

"Samkvæmt skýrslu Astrid Thors hjá öryggisstofnuninni OSSE var engin þjóðfélagshópur í Úkraínu, hvorki meirihluti né minnihluti, kúgaður á grundvelli þjóðernis. Þess vegna er ekki hægt að segja eins og í Kosovo að íbúar Krimskagans séu svo kúgaðir að þeir geti tekið sjálfstæði frá Úkraínu."

5. "ESB og USA brutu þjóðarréttinn, þegar þau réðust inn í Afghanistan, Irak og rufu samþykkt SÞ um Líbyu, þegar sprengjum var kastað í staðinn fyrir að búa til flugbannssvæði."

"Pútín hefur það til síns máls t.d. að innrásin í Írak 2003 var ólögleg. Öryggisráð SÞ stóð ekki að baki henni. En hann lendir í vandræðum vegna Afghanistan og Líbyu, þar sem ályktanir SÞ voru til staðar í báðum tilvikum." 

 

 

 


mbl.is Vesturlönd fordæma Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugur Sovétheimsveldisins endurvakinn av lúðrablæstri Pútíns

Skärmavbild 2014-03-18 kl. 21.02.52Hárrétt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að styðja þvingunaraðgerðir til stuðnings Úkraínu. Þær eru þó því miður alltof takmarkaðar til að geta stöðvað fyrirætlanir Pútíns um aukin landssvæði til handa Rússum. Eða eins og segir í Staksteinum Morgunblaðsins: "Þessi aðgerð er því tilfinnanleg, eins og við var að búast. Hún er sambærileg við að 3,5 kílóum af íslenskum embættismanni yrði bannað að fara til meginlands Evrópu á næstunni."

Nú berast fréttir af fyrstu byssukúlu dauðans, sem margir biðu eftir. Ekki af því að þeim langaði til þess, heldur vegna þess að kúlan var óhjákvæmileg. Hvort blóðbað á saklausum úkraínubúum fylgir í kjölfarið skal ósagt í skrifandi stund en útlitið er allt annað en glæsilegt. 

Vinur minn Anthony Miller, sagði við mig í símtali í síðustu viku: "Það nákvæmlega sama gerist núna og 1938, þegar Hitler fór inn í Tékkóslóvakíu. Heimurinn horfir á og gerir ekkert. Sagan endurtekur sig."

Pútín er búinn að draga niður járntjaldið að nýju. Hann er með nútíma her með nútíma vopnum. Og vesturveldin halda áfram að framleiða og afhenda honum hergögn, fyrsta af fjórum risaherskipum frá Frakklandi til Rússlands verður afhent eins og ekkert hafi gerst. Nýjar herflugvélar, sem borið geta kjarnaodda æfðu fyrir ári síðan árásir á skotmörk í Svíþjóð. Ný herstöð opnar nokkra kílómetra frá finnsku landamærunum. Og í Kalíngrad eru færanlegir vagnar með eldflaugum sem geta borið marga kjarnaodda og geta slegið út Norðurlönd og hálfa Evrópu á nokkrum tímum.

Eins gott að umheimurinn vakni. Fyrir úkraínsku hermennina, sem lokast hafa inni á Krím tifar klukkan síðustu mínúturnar. Þeim hefur verið sagt að þeir megi nota vopn sín í sjálfsvörn. Friðurinn er fallinn á tíma og Pútín fer til sögunnar sem einn af stærstu böðlum heims.

Biðjum fyrir vinum vorum í Úkraínu. 

 


mbl.is Ísland styður þvingunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar fáránleikans: Stjórnarskrárbrot, ógild kjörskrá, dræm kosningaþáttaka með þáttöku Rússa

Krimtorg3

Það má með sanni segja, að kosningar gærdagsins í Úkraínu voru rússneskar í orðsins fyllstu merkingu. Það þýðir háðung lýðræðis eins og utanríkisráðherra Breta, William Hague, lýsti kosningunum í gær.

Í fyrsta lagi segir stjórnarskrá Úkraínu, að kosning eigi að fara fram í allri Úkraínu fyrir sjálfstæði einstakra landshluta. Kosningarnar eru þess vegna ólögmætar skv. stjórnarskrá Úkraínu.

Í öðru lagi var notuð kjörskrá frá árinu 1999 og margir á henni hafa dáið og allir kjörbærir síðan þá voru ekki á kjörskrá. Það leiddi til þess að hægt var að skrá sig beint á kjörskrá á kjörstað, sem Rússar án úkraínsks vegabréfs gerðu og greiddu atkvæði án þess að vera úkraínskir meðborgarar.

Í þriðja lagi var kosningaþáttakan dræm og gæti verið allt niður í 30 - 50% að sögn Tartara.

Í fjórða lagi var einungis hægt að taka afstöðu til þess að Krím gengi með í Rússland eða yrði sjálfstætt frá Úkraínu. Enginn möguleiki var á að kjósa um að Krím yrði áfram hluti Úkraínu.

Í fimmta lagi sáust engar auglýsingar gegn sameiningu Krím við Rússland í kosningabaráttunni.

Í sjötta lagi var vestrænu fjölmiðlafólki bannað að vera á kjörstað og fylgjast með kosningum.

Í sjöunda lagi voru "alþjóðlegir eftirlitsmenn" sem gáfu yfirlýsingar að loknum kosningum um réttmæti þeirra engir alþjóðlegir eftirlitsmenn.

Í áttunda lagi var ráðist á vestræna blaðamenn með hótunum og barsmíðum og útsendingar þeirra takmarkaðar.

O.s.frv.  Listinn á örugglega eftir að vaxa. 

Allt í kringum þessar kosningar fáránleikans var sviðsett til að sýna "einhugan vilja" íbúa Krímskagans og undirbúa "löglega" yfirtöku Rússlands á Krím.  

 


mbl.is 95% stuðningur í umdeildri kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnar dyr lygaáróðurs og viðskiptabanns

lie.w.stats

Það var merkilegt að lesa tilkynningu Framkvæmdastjórnar ESB um fiskveiðisamning til fimm ára við Norðmenn og Færeyinga. Fyrir það fyrsta segir

"að þessi tímamótasamningur vitnar um skuldbindingu ESB að haldbærum fiskveiðum heima og erlendis."

Með tilvitnun í Maríu Damanakí sjávarútvegsráðherra ESB segir:

"Samningurinn tryggir langtíma sjálfbærni hins verðmæta fiskistofnar. Dyrnar eru enn opnar fyrir Ísland að vera með öðrum aðilum í náinni framtíð."  

Í tilkynningunni eru haldbærnissjónarmið ESB ítrekuð sérstaklega:

"Í umræðunum hefur ESB lyft fram þýðingu sjálfbærni makrílstofnsins og réttlátu samkomulagi um kvótaskiptingu fyrir öll strandríkin."

Alþjóða hafrannsóknarráðið, sem að undanförnu hefur tekið tillit til gagnrýni um ófullkomnar stofnmælingar á makríl, mun koma með endanlegar kvótatillögur í lok maí fyrir 2014. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar liggja ekki fyrir gengur ESB frá samningi til fimm ára við Norðmenn og Færeyjar sem gerir ráð fyrir rúmum 15% ofveiðum miðað við bráðabirgðatölur ráðsins 890 þús tonn eða 156 þús tonna ofveiði. ESB úthlutar sjálfu sér ca 70% leyfilegs aflamagns og Noregi 30% miðað við heildarhlut ráðsins upp á 890 þús tonn. ESB sýnir með þessu, að haldbærar fiskveiðar eru ekki hafðar í fyrirrúmi eins og segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar.

Þótt ráðið hækki kvótann frá 890 þús tonnum upp í 1046 þús tonn eigna aðilar samningsins sér einhliða allan makrílkvótann. Þar sem enginn veit, hverjar niðurstöður ráðsins verða í maí verða allar umræður um slíkt nú einungis getgátur.

Skv. samningnum verða öll tonn, sem Ísland, Rússland og Grænland veiða af makríl "ofveiðar". Ráðið þarf að hækka kvótatölur sínar upp í ca 1340 þús tonn, ef miðað er við hugsanlegan áætlaðan kvóta þeirra strandríkja, sem útilokuð hafa verið í samningnum. Án þess að gefa ráðinu tækifæri að koma með nýjar tölur er í reynd enginn raunverulegur samningagrundvöllur milli aðila. Samningur ESB við Norðmenn og Færeyjar er því liðssöfnun ESB með Norðmönnum og Færeyingum til að ofveiða makrílstofninn og samningurinn útilokar lögmæt fiskveiðiréttindi annarra strandríkja á Norður-Atlantshafi. 

Að bjóða "opnar dyr" fyrir Íslendinga er einungis til að slá ryki í augu umheims líkt og Gallagher gerir með því að ljúga því til, að "Íslendingar hafi hafnað samvinnu". Þarna er verið að gera Ísland að "brotaaðila" sekan um ofveiðar sem réttlætir komandi viðskiptaþvinganir við Ísland. Engum þarf að koma á óvart, að þessi smánarlega framkoma og innrásarsamningur ESB á strandríki N-Atlantshafsins gerist á sama tíma og stjórnarandstaðan reynir að hindra afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB. ESB og Samfylkingin/Vinstrigrænir hafa alltaf unnið samhliða í árásum sínum á Ísland. Markmiðið er nú sem fyrr að komast yfir gjöful fiskimið Íslendinga. Makríllinn er bara byrjunin.

Sem undanfari viðskiptastríðs við Íslendinga og mögulega Grænlendinga og Rússa mun ESB nota áróðursmaskínu sína ásamt tímabundnum samherjum í Noregi og Færeyjum til að ljúga því um allar jarðir, að Íslendingar séu veiðiræningjar, sem verði með öllum ráðum að stöðva. Nú sem fyrr ríður böðullinn um á laglausum hesti en sýnir mynd af sjálfum sér sem riddara hvíta hestsins, sem bjargar fiski sjávar.

Íslendingar verða að bretta upp ermarnar og skapa eigin hernaðarlist til að mæta þessum lygum. 

 


mbl.is Krafist refsiaðgerða gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Alþingis frá Mars ef stjórnarandstæðan ræður för

Bureaucrat-22eAð vera forseti Alþingis Íslendinga er umfangmesta og jafnframt hættulegasta starf þjóðarinnar. Allt að helmingur þingmanna vakir langar nætur til að ræða starf forsetans svo ekkert fari úrskeiðis, sem geti skapað ringulreið, öryggisleysi eða uppgjöf þjóðarinnar eða valdið umferðarteppu í höfuðborginni eða slysum á ferðalöngum á ferð og flugi.

Íslendingar geta þakkað sjálfstæði sínu, öryggi, uppeldisstofnunum og góðu sambandi við alþjóðastofnanir að fundarstjórn forsetans er svo gaumgæfilega rædd, að Alþingi geti starfað hindrunarlaust að málefnum sínum.

Halda mætti að núverandi forseti hafi verið sóttur á þing frá reikistjörnunni Mars vegna allra annmarka á fundarstjórninni. Sannleikurinn er hins vegar sá, að stjórnarandstaðan er enn ekki búin að átta sig á því að það er búið að kjósa nýja ríkisstjórn á Íslandi, enda er hún svo önnum kafin við að rýna í störf forseta Alþingis. 

 


mbl.is Fundað til hálffjögur í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB stundar ránveiðar en kemur sökinni á Ísland

article-0-1851F6AD000005DC-631_634x517

Samningur ESB, Noregs og Færeyja sem skv. sjávarútvegsmálaráðherra Íslands, Sigurði Inga Jóhannessyni, telur "samtals 1.047.000 tonna afla í ár eða nær 18% umfram ráðgjöf ICES. Þar af taka ESB og Noregur til samans 890.000 tonn, sem er allur ráðlagður heildarafli á þessu ári" sannar eðli ESB að stunda rányrkju á fiskistofnunum eins og útrýming fiskistofna í vötnum ESB sýnir.

María Damanaki minnir að sjálfsögðu ekki á eigið innlegg í sjávarútvegsmálum ESB á blaðamannafundi 2010, þegar hún sagði, að börnin í ESB "munu aldrei sjá fisk á disk heldur bara á myndum. EFtir 10 ár munu einungis átta af 138 fisktegundum veiddum í hafi ESB vera í haldbæru ástandi." Núna á fiskurinn í Norður-Atlantshafi að hljóta sömu örlög. 

ESB hefur dregið Íslendinga á asnaeyrum, sem í góðri trú héldu að raunverulegur vilji væri til að hlusta á fyrirmæli aðlþjóðlegra vísindamanna um haldbærar veiðar.  Að eitthvað væri að marka öll stóru orðin um haldbærar veiðar og vernd fiskstofna. ESB stundar ofveiðar og vegna þess hversu gengið er á eigin fiskstofna snýr ESB sér nú að gjöfulli hafssvæðum. Auðug svæði umhverfis Ísland eru ESB þyrnir í augum svo lengi, sem ESB getur ekki hleypt fiskveiðiflota sínum þangað inn til að sækja fiskinn.

Það skiptir engu máli, hvað Íslendingar segja varðandi makrílinn, skilaboð ESB eru: þið fáið að vera með ef þið fallist á þann hlut, sem við ákveðum fyrir ykkur. Engu máli skiptir hverja aflahlutdeild Ísland ákveður sjálfu sér varðandi makrílinn, þau tonn verða öll notuð í áróðri sambandsins gegn "ofveiðum" Íslands. Á sama grundvelli mun ESB einnig koma á viðskiptaþvingunum við Ísland.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að nú ættu menn að hefja sig yfir dægurmálin og sameinast um álit Alþingis vegna einhliða ákvörðunar ESB, Norðmanna og Færeyinga að ganga til samninga án þess að tala við Íslendinga. Því miður skortir stjórnarandstöðuna þroska til þess. Árni Páll nýtti þess í stað svikin við Ísland til að ráðast á ríkisstjórnina fyrir að vilja ekki ganga með í ESB til að "fá aðgang að samningaborðinu". Ætli hann hafi verið með í samningssvikunum vegna góðra persónulegra tengsla við ESB til að fá haldreipi til að ráðast á ríkisstjórnina ESB umsókninni til stuðnings?


mbl.is Segir að Noregur hafi aldrei ætlað að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakki - pakki - pakki Búmm!

magician-1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjartansmál Samfylkingarinnar er að fara út af borðinu, um sinn a.m.k. Hvernig fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar haga sér á Alþingi mun koma þeim í koll í framtíðinni. Það eina, sem þessir flokkar hafa uppúr krafsinu er að tefja framgang málefna heimilanna og atvinnuuppbyggingar á Íslandi, tveggja mikilvægustu málaflokka landsmanna.

Kosningsvikin sem kratar reyna að kenna ríkisstjórninni um verða þeir að gera upp við þjóðina, sem séð hefur gegnum töfrabrögð þeirra og snúið baki við fyrri ríkisstjórnarflokkum. Kosningasvikin eru "svik" þjóðarinnar að hafa ekki kosið flokka stjórnarandstöðunnar að nýju í ríkisstjórn. Þann sannleika kemst stjórnarandstaðan ekki yfir.

Ný "búsáhaldarbylting" er ekki í spilunum ef dæma má þann "fjölda" sem sparkaði í öryggisgirðingu Alþingis 10. mars. Nokkrir vel klæddir einstaklingar greinilega efnum búnir að kaupa sér skó með stáltám héngu á grindum og spörkuðu.

Stjórnarandstaðan er dulítið merkilegt fyrirbæri. Á fundum sínum á Austurvelli hafa þeir skartað frambærilegum skáldum eins og Sigurði Pálssyni, sem hannað hefur innihaldið í nýrri sigurstefnu þeirra: Allt skal endurtekið þrívegis. Orð á íslensku duga ekki lengur ein og sér. Þessi nýja galdraformúla á að breyta íslenskum orðum í raunveruleika með því að endurtaka sama orðið þrisvar eins og töfraþulu og búmm verður það holdi klætt.

En hinn framúrskarandi hópur dávalda og töframanna stjórnarandstöðunnar gleymdi einu: Þau hafa sagt orðið pakki svo mörgum sinnum og svo mörgum sinnum oftar en tvisvar og svo mörgum sinnum oftar en þrisvar að þau hafa sjálf breyst í kyrfilega lokaðan pakka. 

Okkar góða Alþingi mun lifa af þennan pakka eins og aðra pakka af ýmsum stærðum og gerðum úr fortíðinni sem og í komandi framtíð. Þegar öllu er á botninn hvolft stendur stjórnarskrá lýðveldisins sig vel, lýðræðið eflist við hverja raun og Alþingi mun standa af sér tímabundna tilraunir til að grafa undan stoðum þess. Virðing sé öllum góðum þingmönnum, sem fylgja sannfæringu sinni og vinna að landsins gagni og nauðsynjum.

Dásamlegt að finna ilm vorsins, vaxandi birtu og almennilega ríkisstjórn á Íslandi!  


mbl.is „Það geta ekki allir orðið glaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband